Morgunblaðið - 30.01.2019, Síða 13

Morgunblaðið - 30.01.2019, Síða 13
mjög dýrmæt heimild,“ segir Rósa og bætir við að konur komi einnig við sögu í þjóðsögum af viðureignum við hvítabirni. „Ég birti til dæmis í bókinni skemmtilegt söguljóð eftir Böðvar Guðmundsson frá 1966, en þar segir frá hvítabirni sem drepur og étur bónda nokkurn en giftist að því loknu konu hans og var samlíf þeirra mjög gott, bjarnarins og konunnar. Þjóðtrúin og þjóðsögurnar geyma skemmtilegar hugmyndir um hvíta- birni, til dæmis að þeir ráðist ekki á barnshafandi konur og ráðist ekki á menn sem heita Björn. Ef einhver drepur bjarndýr sem ekki hefur gert neinum mein, þá hefnist honum fyrir. Það eru til raunverulegar sögur sem styðja þessi dæmi, eða hafa orðið til þess að fólk fór að trúa þessu. Nonna- bækurnar áttu líka stóran sess í hug- um fólks og hugmyndum þess um hvítabirni, margir sem lásu þær áttu andvökunætur. Þetta var raunveru- leg ógn, enda eru hvítabirnir stór- hættulegar skepnur.“ Ég er erki-Akureyringur Rósa hefur búið undanfarinn áratug í Belgíu með eiginmanni og tveimur sonum. „Ég flutti á sínum tíma til Parísar, tók ár í frönsku fyrir útlendinga í Sorbonne, til að ná tök- um á tungumálinu og fór svo í doktorsnám þar í mannfræði. Ætlun- in var að flytja aftur heim til Akur- eyrar að námi loknu, því ég er erki- Akureyringur. Þegar ég sé fallegar myndir frá Akureyri byrjar hjartað að slá. En ástin fór með mig á nýjar slóðir, ég kynntist manninum mínum í skólanum í París þar sem hann lagði stund á hagfræði. Og þegar honum bauðst starf hér í Brussel fylgdi ég honum þangað. En ég gerði mér ekki grein fyrir hvað fjöllin, sjórinn og norðurljósin skiptu mig miklu máli fyrir en ég flutti hingað út og er án þessara fyrirbæra sem voru hvers- dagsleg og sjálfsögð.“ Ljósmynd/Ole Olsen Skoðun Menn við eggjatöku í Hornvík felldu fullvaxinn hvítabjörn 1963. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2019 GLÆNÝ ÝSA SALTFISKHNAKKAR Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 11.00 - 14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686 ÞORSKHNAKKAR GLÆNÝ LÚÐA Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði beint í ofninn N FRÁ NÝLÖGUÐ HUMARSÚPA HROGN OG LIFUR Setbergsannáll segir að hafís hafi legið fyrir öllu Norðurlandi og hafi töluvert af sel komið með honum og Norðlendingar tekið fegins hendi þeirri búbót. Með ísnum komu einnig bjarndýr á land. Ekki er neitt skrifað um skaða, sem þessi bjarndýr hafi unnið, enda lík- legt að þau hafi aðallega veitt seli ef nóg var af þeim. Eitt þessara bjarn- dýra er hins vegar sagt hafa haft að- setur sitt hjá ekkju nokkurri. Það var kvendýr. Það lagði ungum sínum und- ir rúmi einu í bænum. Var það mein- laust þar öllum mönnum. Konan var barnmörg. Bannaði hún þeim að fást neitt við dýrsungana en hún gjörði dýrinu til góða og þessi skepna launaði henni aftur góðu í því að dýrið fór til sjávar og bar heim til hennar húsa fiskabrot og annað er rak af sjó og ætt var. Var þessari konu það mikill styrkur til matfanga fyrir sig og börn sín því það sem dýr- ið neytti ekki tók hún og sauð. Skrafað var að dýrið hefði skipt í tvo staði því það heim bar. Dvaldi það hjá þessari konu þar til ungar þess voru orðnir sjálfbjarga og síðan fór það sinn veg með þá í burt þaðan en að þessum aðdrætti var mælt að kon- an hefði lengi búið. Falleg saga úr Setbergsannál frá 1403 Vinátta ekkjunnar og birnunnar Teikning eftir Hauk Halldórsson Greiði fyrir greiða Ekkjan gaf birnunni að borða og birnan færði henni fisk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.