Morgunblaðið - 30.01.2019, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2019
Breiðumörk 1c, 810Hveragerði / www.hotelork.is / booking@hotelork.is / sími: +354 4834700 / fax: +354 4834775
Fallegt umhverfi og fjölmargir möguleikar
til afþreyingar tryggja betri fundarhlé.
Fundarfriður áHótelÖrk
ÁHótel Örk er öll aðstaða til fundahalda til fyrirmyndar. Starfsfólk okkar býr
yfir mikilli reynslu og metnaði til að aðstoða stóra og litla hópa, fyrirtæki og
félagasamtök við skipulagningu og undirbúning á fundum og ráðstefnum.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Rúmlega 91 þúsundi færri brottfarir
verða frá Keflavíkurflugvelli fyrstu
fimm mánuði ársins en í fyrra. Hins
vegar verða farþegarnir rúmlega 61
þúsundi fleiri í júní til ágúst.
Þetta er meðal þess sem má lesa
úr nýrri farþegaspá Isavia.
Samkvæmt henni verða tæplega
45 þúsundum færri brottfarir í
september og október en í fyrra og
tæplega 11 þúsundum fleiri brottfar-
ir í nóvember og desember en í fyrra.
Samandregið verður vorið lakara
en í fyrra, sumarið betra, haustið
lakara en síðustu mánuðirnir betri.
Heilt yfir spáir Isavia 2,2% færri
brottförum í ár en í fyrra. Hér er
miðað við þá talningu enda hefur
Ferðamálastofa miðað fjölda er-
lendra ferðamanna við brottfarir.
Isavia gerir ráð fyrir að brottför-
um innlendra ferðamanna fækki um
3,3% og um 2,4% hjá erlendum
ferðamönnum. Erlendum ferða-
mönnum muni fækka úr 2,316 millj-
ónum í 2,26 milljónir, eða um 56 þús.
Það gera 150 ferðamenn á dag.
Isavia spáir meiri samdrætti í
tengiflugi yfir hafið. Farþegum um
völlinn muni fækka úr 9,8 milljónum
2018 í 8,95 milljónir í ár. Til saman-
burðar hafði Isavia áður spáð 10,38
milljónum farþega í nóvemberspá
2017 og 10,07 milljónum farþega í
maíspá 2018. Bilið milli þessara áætl-
ana fyrir 2018 og nýrrar spár fyrir
2019 er því 1,43 og 1,12 milljónir far-
þega. Skal tekið fram að meirihluti
farþega fer ekki út úr flugstöðinni.
Spáði áður allt 10,4 milljónum
Árið 2018 var metár í íslenskri
ferðaþjónustu hvað fjölda ferða-
manna snertir. Þrátt fyrir samdrátt
milli ára yrði árið 2019 það annað
stærsta í þessu efni frá upphafi.
Farþegaspá Isavia er vanalega
birt í lok nóvember. Vegna sviptinga
á markaði var birtingu frestað.
Hlynur Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri viðskiptasviðs Isavia, segir
uppstokkun hjá WOW air megin-
skýringuna á fækkun flugfarþega í
vor. Isavia telji nýju spána byggjast
á eins áreiðanlegum grunni og hægt
sé að hafa miðað við stöðuna.
„Við vinnum spána út frá núver-
andi forsendum. Við erum bjartsýnir
um að áform WOW air [um samruna
við Indigo Partners] gangi eftir.
Flugþjónustufyrirtæki WOW air,
Airport Associates, hefur dregið til
baka stóran hluta af uppsögnum í
flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli.
Við munum boða til nýs fundar ef
það verða frekari sviptingar á mark-
aði,“ segir Hlynur. Aukið framboð
hjá Icelandair eigi þátt í að spáð sé
fleiri farþegum í sumar en í fyrra-
sumar. Icelandair fái nýjar þotur í
vor. Þá skýri minna framboð áætlaða
13,4% fækkun farþega í október.
„Svo virðist sem flugfélögin hafi
meiri trú á sölu flugsæta til og frá
landinu í haust en þau hafa á sölu
flugsæta yfir hafið,“ segir Hlynur.
Spáin ekki vel rökstudd
Skarphéðinn Berg Steinarsson
ferðamálastjóri segir Ferðamála-
stofu hafa áætlað að brottförum frá
Keflavíkurflugvelli myndi fækka um
8-10% milli ára. Isavia geri ráð fyrir
töluvert minni fækkun. Hins vegar
sé spá Isavia ekki vel rökstudd að
mati Ferðamálastofu.
Kristófer Oliversson, formaður
FHG – fyrirtækja í hótel- og gisti-
þjónustu og eigandi CenterHotel-
keðjunnar, telur spá Isavia hvorki
gefa tilefni til bjartsýni né svartsýni.
„Undanfarin ár hefur megin-
áherslan í markaðssetningu landsins
verið á vetrarmánuðina. Við höfum
haft minni áhyggjur af sumrinu.
Aukin nýting á veturna hefur verið
kærkomin í gistiþjónustu enda eru
kostnaður við fasteignarekstur og
laun langstærstu útgjaldaliðirnir.
Spá Isavia gerir ráð fyrir veruleg-
um samdrætti flesta vetrarmánuði,
allt að 17% í febrúar og mars. Ef
þetta gengur eftir fækkar erlendum
gestum um tæp 30 þúsund þessa
mánuði og svipaðri þróun er spáð í
október. Þá er gert ráð fyrir fjölgun
[á erlendum ferðamönnum] yfir
sumarmánuðina um u.þ.b. 15 þús.
hvern mánuð. Mér hefði hugnast
betur að sjá þetta á hinn veginn, þ.e.
að fjölgunin yrði yfir vetrarmánuði.
Þetta er vönduð spá hjá Isavia en
engu að síður er þetta spá og við höf-
um ekki enn séð fyrir endann á
kjaradeilum. Þá hafa málefni WOW
air ekki klárast þótt aukinnar bjart-
sýni gæti þar. Þeir sem stunda hótel-
rekstur þurfa að halda vel á spöð-
unum og enn sem fyrr þarf að huga
að erfiðri stöðu á landsbyggðinni.
Þessi spá Isavia bendir til að við
séum að taka skref til baka og auka
árstíðasveiflu, en síðustu ár hefur
fjölgunin einkum verið á veturna.“
19 ný hótel, íbúðahótel eða stækkun á
núverandi hótelum, alls
1.520 ný hótel-herbergi og
93 nýjar hótelíbúðir
9
8
7
6
5
4
3
2
1
0
2,4
2,0
1,6
1,2
0,8
0,4
0
1,2
1,0
0,8
0,6
0,4
0,2
0
Heildarfarþegafjöldi: 2018 Spá fyrir 2019
Fjöldi brottfara: 2018 Spá fyrir 2019
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des.
T.ark arki tekt ar
Áformuð hótel
og hótelíbúðir mið-
svæðis í Reykjavík
2019-2020
Heimild: Fulltrúar hótelanna
Farþegafjöldi árið 2018 og spá fyrir 2019Farþegaspá Isavia fyrir 2019 850.000 færri farþegar árið 2019 en í fyrra samkvæmt spá Isavia
60.000 færri erlendir ferðamenn munu koma til landsins
árið 2019 en í fyrra samkvæmt spá Isavia
Fjöldi erlendra ferðamanna sem koma um Kefl avíkurfl ugvöll 2011-18,spá fyrir 2019
Fjöldi farþega 2010-2018 og spá fyrir 2019
Milljónir farþega
Milljónir ferðamanna
Milljónir farþega
á mánuði
Heimild: Isavia
Heimild: Isavia
Heimild: Isavia
2,07
2,47 2,76
3,21
3,87
4,86
6,82
8,76
9,80
8,95
SPÁ
2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
Spá Isavia frá nóv. 2017: 10,38
Spá Isavia frá maí 2018: 10,07
Heildarfar-
þegafjöldi
Brottfarir
0,54 0,65
0,78
0,97
1,26
1,77
2,20
2,32 2,26
SPÁ
Spá lakara vori en betra sumri
Isavia spáir að erlendum ferðamönnum muni fækka um 56 þúsund milli ára og brottförum um 2,2%
Breytingar hjá WOW air skýri fækkun á 1. fjórðungi Spá fleiri farþegum í sumar en í fyrrasumar
„Miðað við þróun flugframboðsins
kemur spáin ekki á óvart. Það er
þó að nokkru leyti jákvætt að
fækkunin er fyrst og fremst í
tengifarþegum en minni í farþeg-
um sem hafa Ísland að áfangastað.
Það skiptir miklu máli fyrir gisti-
staði og afþreyingarfyrirtækin inn-
anlands en að sama skapi er fækk-
un tengifarþega högg fyrir flug-
félögin,“ segir Jóhannes Þór
Skúlason, framkvæmdastjóri Sam-
taka ferðaþjónustunnar, um nýja
spá Isavia.
Hann tekur fram að engu að síð-
ur sé mikil óvissa í ferðaþjónustu,
bæði varðandi flugframboð á árinu
og kjarasamninga.
Einna mest áhrif úti á landi
Þá geti fækkun erlendra ferða-
manna haft einna mest áhrif á
landsbyggðinni. Þrýstingurinn á
hagræðingu eða samruna ferða-
þjónustuaðila úti á landi „minnki
ekki við þessar fréttir“. Almennt
kunni tekjur margra fyrirtækja í
ferðaþjónustu að dragast saman.
„Menn munu fara hægar í fjár-
festingar í ár ef þetta verður
niðurstaðan. Fyrirtækin horfðu til
hagræðingar í fyrra og sú þróun
mun halda áfram. Dæmi er að eftir
að ívilnun varðandi vörugjald bíla-
leigubíla var afnumin um áramótin
hefur dregið úr bílakaupum bíla-
leiga, allt að
40% minnkun
milli ára,“ segir
Jóhannes Þór,
sem telur að-
spurður þetta
eitt dæmi um að
hið opinbera geti
haft meiri tekjur
af greininni með
því að endurmeta
skatta og gjöld. Ísland sé nú í 25.
sæti í heiminum í samkeppnis-
hæfni ferðaþjónustu.
„Eitt af því sem gæti aukið sam-
keppnishæfni er að endurskoða
gjaldtöku af greininni. Frá því
gjaldtökuumræðan hófst upp úr
2010 – þegar ferðamannastraum-
urinn var að aukast – hefur staða
ríkissjóðs gjörbreyst til hins betra.
Nettótekjur ríkis og sveitarfélaga
af ferðaþjónustu voru orðnar alls
um 60 milljarðar 2017,“ segir Jó-
hannes Þór og bendir á að hið
opinbera geti notað skatttekjurnar
til uppbyggingar innviða.
Almennt geti slíkar lækkanir á
sértækum sköttum og gjöldum
liðkað fyrir í rekstri fyrirtækja og
unnið gegn kostnaðarhækkunum
vegna kjarasamninga. „Sértæk
gjaldtaka er ekki endilega besta
leiðin fyrir ríkið til að hámarka
tekjur af greininni,“ segir
Jóhannes Þór.
Horfurnar betri en óttast var
SAF TELJA ÞÓ AÐ FJÁRFESTING GETI DREGIST SAMAN
Jóhannes Þór
Skúlason