Morgunblaðið - 30.01.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.01.2019, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2019 Eflaust hafa spurn- ingar vaknað í huga margra, er þeir lásu frétt í Morgunblaðinu fimmtudaginn 24. þ.m. undir fyrirsögn- inni: „Kynnast nátt- úru og menningu“, ásamt undirfyrir- sögninni: „Svo- nefndum leiðangurs- skipum hefur fjölgað á undanförnum árum – Sigla hringinn í kringum landið í skipu- lögðum ferðum. – Ísland varð ný- lega aðili að alþjóðlegum sam- tökum á þessu sviði.“ Það verður segjast eins og er, að það er af sem áður var, þegar Íslendingar sáu sjálfir um og önn- uðust farþegasiglingar í kringum land sitt. Með strandferðaskip- unum Esju, Heklu, Herðubreið og Skjaldbreið var slegin einskonar „skjaldborg“ um samgöngur á sjó allt í kringum land og á minni fjörðum og flóum landsins. Með þessum skipum var landsmönnum tryggður, eins og kostur var á þeim tíma, ferðamáti, sem eyþjóð í norðurhöfum getur ein tryggt. Hvorki flug né bíll gat „tryggt“ ferðalög landsmanna á þessum tíma. Nú er öldin önnur, og flug og bíll eru þeir ferðamátar sem lands- menn notfæra sér óspart og far- þegasiglingar eru horfnar af sjónarsviðinu, mörgum til verulegs ama og óánægju með að geta eng- an veginn komist sjóleiðina til hinna ýmsu áfangastaða og íbúa- svæða sem þeir kjósa að ferðast til. Eða bara til þess að notfæra sér þá skemmtun að fara „hring- ferð“ í kringum landið líkt og út- lendingar eiga kost á nú. Erlend leiðangurs- skip fyrir erlenda Svonefndum erlendum leiðang- ursskipum hefur fjölgað (eins og segir í frétt Morgunblaðsins) og sigla þau í kringum landið í skipu- lögðum ferðum. Nýlega varð Ís- land aðili að „alþjóðlegum sam- tökum“ á þessu sviði. – Hvað svo sem það þýðir? Þetta er í sjálfu sér ekkert til að amast við, og fjölgar nú enn ferðamönnum hing- að til lands, hvort sem það er aftur á móti til hagsbóta fyrir Ísland að þeim fjölgi með þessum hætti. Það sem aftur á móti er skað- legt fyrir Ísland er að landsmenn skuli ekki geta boðið þessa þjón- ustu sjálfir að neinu marki. Alls enga! – Og það sem er enn verra: Íslendingar eiga þess ekki kost að sigla sem farþegar með þessum erlendu „leiðangursskipum“. Íslensk lög banna Ís- lendingum beinlínis aðgang að þessum ferðum. Erlendir að- ilar eru því orðnir ein- ráðir um skipulagðar ferðir á sjó í kringum land. Einhverjir munu e.t.v. segja sem svo: Græðum við ekki á þessu, þótt erlendir aðilar sjái um siglingarnar? Má vera, en hlutur Íslendinga er þó í litlu hlutfalli, sem segir sig sjálft, þegar lands- menn koma ekki að málinu, nema til þess að verja friðlöndin sín fyr- ir ferðahópunum og skoðunar- ferðum – m.a. með því að „upplifa tófuna“ sem sögð er friðuð og allur aðgangur óheimill við greni hennar. Samgönguvandamálin Ekki er nokkur vafi á, að sam- gönguvandi sá, sem við glímum nú við, væri snöggtum minni væri enn til staðar sá möguleiki að ferðast sjóleiðina sem farþegi milli staða, líkt og áður var. Það þótti „henta“ að leggja niður innlendar farþega- siglingar og færa alla flutninga á hina viðkvæmu nýlögðu vegi lands- ins. Og var það gert að frumkvæði og beiðni skipafélaganna tveggja sem enn aka um vegina á þunga- flutningabílum sínum og „fletja út“ nýmalbikaðar flutningaleiðirnar vítt og breitt um land. Þótt hægt sé að gagnrýna það andsvar sem hér birtist og „fegri“ og mikli þá staðreynd að innlendar farþegasiglingar séu öxulþungi í samgöngum eyþjóðar, getur fáum þótt það fásinna að ætla það mót- vægi við yfirstandandi vandamál sem samgöngumálin eru að koma á samgöngukerfi á sjó að nýju. Að einhverju leyti að minnsta kosti. Að öðru leyti var Morgunblaðs- greinin fimmtudaginn 24. janúar þörf ábending um þann vanda sem hér er að skapast með örri þróun þátttöku erlendra aðila í ferða- þjónustu og stýringu á henni í mikilvægum málum. Farþegasiglingar í kringum Ísland? Eftir Geir R. Andersen Geir R. Andersen » Og það sem er enn verra: Íslendingar eiga þess ekki kost að sigla sem farþegar með þessum erlendu „leið- angursskipum“. Höf. er fv. blaðamaður. Í fyrstu þverbeygj- unni var smávirkj- analeiðin yfirgefin og tekin upp stóriðju- stefna. Þetta leiddi af sér lægra orkuverð til almennings, landbún- aðar og fiskiðnaðar og var til góðs. Önnur þverbeygjan var orku- pakki ESB númer tvö, þá var fyrirtækjum skipt upp til að auka samkeppni, en það bar engan marktækan árangur. En svo mörg ný fyrirtæki voru stofn- uð og svo margar nýjar stjórnir sett- ar á stofn að til vandræða horfir í samskiptum orkuiðnaðar og hins opinbera. Þriðja þverbeygja er pólitískur misskilningur Nú er þriðja þverbeygjan í uppsigl- ingu: Þriðji orkupakki ESB. Hvað hann innifelur er langt mál, en um það má lesa á netinu[1]. Það er samt greinilegt að almenningur, einkum sá hluti hans sem fæst við stjórnmál, botnar ekkert í þessum pakka. Þetta kemur greinilega fram í endur- teknum fullyrðingum alþingismanna og ráðherra: Þó við samþykkjum orkupakkann þarf ekki að leggja neinn sæstreng til útlanda. Hvað er rangt við þetta ? Málinu er þveröfugt farið: Ef við leggjum engan sæstreng til útlanda þarf engan orkupakka, hann verður bara til trafala. Orku- pakkanum er ætlað að undirbúa komu okkar inn á evrópska raforku- markaðinn sem er miðstýrt frá Lju- bljana í Slóveníu. Ef við tengjumst ekki þeim Evrópumarkaði, þ.e.a.s. leggjum ekki sæstreng, er best að vera utan áhrifasvæðis þeirrar mið- stjórnar. Það er best fyrir okkur og best fyrir Lubljana. Norðmenn gætu reiðst okkur og rekið landið úr EES segja einhverjir á Alþingi. Þetta er hræðsluáróður sem ekkert er á bak- við. Af hverju stafar þá þessi þver- móðska stjórnmálamanna að vilja endilega samþykkja orkupakka sem er vafasamur í nútíð og framtíð? Skýringin er hin flókna skriffinnska ESB. Regl- urnar eru búnar til mörgum árum áður en þær taka gildi, orðalag og ákvarðanataka um innihald er dæmigert völundarhús skrif- finnsku sem enginn á að finna út úr nema inn- vígðir. Þarna þarf að biðja um undanþágu á sérstökum stað í fram- leiðsluferlinu og Íslend- ingar hafa misst af því. Ekki bara núna heldur oft áður. Ríkisstjórnin vill greinilega ekki þurfa að játa þetta fyrir sína hönd og sinna embættismanna. Öll orka verður seld til Evrópu Ef orkupakkinn verður sam- þykktur, mun skapast mikill og við- varandi þrýstingur á að leggja sæ- streng. Hann mun vara þangað til sæstrengurinn kemur, því orkuverð á hinum endanum er mun hærra en hér. Landsvirkjun vill gjarnan „auka verðmæti orkulindarinnar“, mjög erf- itt hlutverk nema með því að hækka rafmagnið. Gegnum sæstreng getur hún selt allt sem hún vill fyrir gott verð, ef hún á mikið vatn í lónum þeg- ar vorleysing byrjar á hálendinu, þá er það vatn tapað fé, því skyldi hún tapa þannig? Á henni hvílir engin skylda til að eiga vatn í lónum sem grípa má til þegar seint vorar, lög sem skikkuðu Landsvirkjun sem framleiðanda til þrautavara voru af- numin 2003. Og hvernig á þá að borga allan þann arð sem ríkisstjórnin reiknar með í nýstofnaðan þjóðarsjóð ef ekki má nota strenginn? Orkuöryggið minnkar Ef svona ástand leiðir til þess að virkjanir standa vatnslausar í ein- hvern tíma verður orkuskortur. Síð- asta dæmi um slíkt er þegar Rarik tæmdi Smyrlabjargalón 1976, Horna- fjörður varð rafmagnslaus og fullt af fólki flúði heimili sín. En hvert eiga Reykvíkingar að flýja ef svipuð staða kemur upp hér? Varla til Horna- fjarðar? Rafmagnsleysi sem varir eitthvað lengur en nokkra daga er at- burður sem ógnar þjóðaröryggi. Hættan á að svona fari er sem betur fer ekki mikil og má nánast engin vera ef orkuöryggi á að vera við- unandi. En orkuöryggi dagsins í dag er ekki viðvarandi, það dalar mjög hratt, nema haldið verði áfram að byggja virkjanir og línur. Og hver treystir sér til að koma því í kring? Það er nánast bannað með lögum um náttúruvernd. Betri undirbúningur er lágmarkskrafa. Landsvirkjun hefur sinnt sínu hlut- verki með prýði og landið haft nóg rafmagn. Auðvitað þarf að koma mál- um þannig fyrir að Landsvirkjun geti selt orku, bæði til iðnaðar og útlanda án þess að auka hættuna á orku- skorti. Það er lágmarkskrafa að úr þessu verði bætt með viðeigandi laga- setningu áður en tenging inn á upp- boðsmarkað ESB kemur til greina. Auk þess er sala á rafmagni inn á uppboðsmarkað ESB samkvæmt reglum ACER í Ljubljana varhuga- verð. Þá er verið að yfirgefa þá stefnu að íslenska orku skuli nota til at- vinnuuppbyggingar innanlands fyrir fullt og allt. Fórnarlömbin verða al- menningur og iðnaðurinn í heild sinni, ekki bara áliðnaðurinn og land- búnaður í gróðurhúsum. Þessar at- vinnugreinar lifa ekki án orku á við- ráðanlegu verði eftir að Ísland verður framleiðandi hráorku fyrir uppboðs- markað ESB, hann er ófær um að bjóða innlendum iðnaði orku á við- unandi verði. Skipaðar hafa verið nefndir og skrifaðar skýrslur af minna tilefni en þessu. Það verður að fresta þessu orkupakkamáli svo ríkis- stjórnin nái áttum og geti undirbúið málið með fullnægjandi hætti. [1] http://hhi.hi.is/sites/hhi.hi.is/files/sjz/ rafmagn_til_heimila_og_utflutnings- _a_markadi.pdf Þriðja þverbeygjan í orkumálum Eftir Jónas Elíasson » Það verður að fresta þessu orkupakka- máli svo ríkisstjórnin nái áttum og geti undir- búið málið með full- nægjandi hætti. Jónas Elíasson Höfundur er prófessor. jonaseliassonhi@gmail.com Ylströndin Nauthólsvík Sími: 411 5000 • www.itr.is Mánudagar – Föstudagar 11-14 og 17-20 Laugardagar 11-16 Lengri afgreiðslutími á ylströnd Verið velkomin í Nauthólsvík Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.