Morgunblaðið - 30.01.2019, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 30.01.2019, Qupperneq 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2019 www.gilbert.is VELDU ÚR MEÐ SÁL Frisland Classic Sálarrannsóknum er ekki mikill gaumur gef- inn í dag, eins og al- gengt var á síðustu öld, þegar miklar umræður fóru fram um viðfangs- efnið. En sá hluti sálar- rannsókna, sem mig langar til að vekja at- hygli á hér er ekki sá sem viðkemur látnu fólki, heldur lifandi. Fyrir mörgum árum heyrði ég af konu sem legið hafði meðvitundar- laus á sjúkrahúsi í einhvern tíma, en hafði á meðan sést á gangi í hverfinu sínu. Fór hún sálförum, eins og það kallast, þótt líkaminn lægi í dái, eins og hún sjálf staðfesti síðar. Frásögn þessi rifjaðist upp fyrir mér, þegar mér barst stutt frásögn nýlega að norðan. Hún er af mæðgum. Móðirin býr á efri árum í Reykjavík en dóttirin úti á landi til margra áratuga. Einn daginn bar svo við að ná- grannavinkona dótturinnar sér hvar móðirin kemur í hlaðið hjá dóttur sinni, skoðar blómin við dyrnar og gengur svo inn í húsið. Síðar kom í ljós, að á þeirri stundu sat gamla kon- an heima og hugsaði stíft heim í hlað- ið til dóttur sinnar. Slík fyrirbæri eru að gerast á okk- ar dögum, þó svo að flestir menn verði þeirra ekki meðvitað varir, kannski vegna daglegra anna og ann- ars konar áreita, sem fanga skynjun og athygli. Menn eru tengdir ósýni- legum böndum og máttur hugans sannast margsinnis. Margar sögur fara af fyrirbærum sem þessum í daglegu lífi, á raunastund, í sambandi við huglækningar eða hugskeyti á milli ástvina. Nýlegt ofangreint tilfelli minnti mig á, að menn hafa birst í öðrum lönd- um og heimsálfum, þ.e.a.s. farið þangað í draumi eða í huganum. Ofangreindar frásagnir virðast styðja það. Í bókinni: Kirkjan og skýjakljúfurinn, eftir séra Jón Auðuns, stend- ur á bls. 56: „...að sof- andi manna hafi beinlín- is orðið vart á fjar- lægum stöðum, sem þeim var að dreyma til.“ Merkilegt það. Kannski má leiða hugann að því, þó ekki sé annars en til gamans, hvaðan allt það fólk, sem ber fyrir augu okk- ar á hverjum degi sé komið. Gæti ver- ið að sumir á götum stórborganna séu sálir eða hugir dreymandi manna, eða fólk, sem hefur skroppið í bæinn í huganum? Hvað um alla þá, sem við venjulega ekki sjáum, gesti úr öðrum heimi eða engla af himnum ofan? Sálarrannsóknir eru sjaldgæft við- fangsefni á okkar tímum frá því sem áður var og fáir menn, sem fást við þær, enda liðin meir en öld frá því deilt var hart um málefnið. En það er enn nokkrum gleðiefni, þegar minnt er á fjölbreytileika til- verunnar og hina dulrænu veröld í fá- brotinni og tilbreytingarlausri efn- ishyggju nútímans. Þankar um dulsálarfræði Eftir Einar Ingva Magnússon Einar Ingvi Magnússon »Menn eru tengdir ósýnilegum böndum og máttur hugans sannast margsinnis. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. einar_ingvi@hotmail.com Vaðlaheiðargöng hafa mikið komið við sögu á Alþingi, bæði í umræðu auk þess sem háum fjárhæðum hefur verið varið í undirbún- ing. Áður var talið heppilegra að ráðast í þessa gangagerð á und- an Héðinsfjarðar- göngum, sem 93% Norðlendinga snerust gegn á þeim forsendum að þau myndu engu breyta fyrir fjar- lægar byggðir. Hugmyndin um Vaðlaheiðargöng, sem fyrrverandi flugmaður og stofnandi Norðurflugs á Akureyri, Tryggvi Helgason, kynnti fyrstur manna í fjölmiðlum fyrir meira en fjórum áratugum, féll strax í grýttan jarðveg hjá heima- mönnum í Eyjafirði og Þingeyjar- sýslum. Vorið 2005 ítrekaði Stein- grímur J. andstöðu sína þegar þáverandi þingmaður og bæjarstjóri Kópavogs, Gunnar Ingi Birgisson, flutti tillögu um að flýta jarðganga- gerðinni undir Vaðlaheiði á undan Héðinsfjarðargöngum. Tillögunni andmælti jarðfræðingurinn úr Þistil- firði ásamt skoðanabræðrum sínum þegar fyrrverandi þingmaður Reykjaneskjördæmis lagði til að fyrst yrði komið í veg fyrir einangrun Fjallabyggðar við landsbyggðina með enn styttri göngum undir Siglu- fjarðarskarð, og 2 km norðan Dalvík- ur vegna slysahættunnar sunnan ein- breiðu Múlaganganna, sem standast aldrei hertar öryggiskröfur. Svo hættulegt er ástandið á svæðinu norðan Dalvíkur og í Fljótum að yfir- menn Vegagerðarinnar hafa talið óhjákvæmilegt að stöðva umferðina, alla leið að Múlagöngum og Strákagöngum. Fréttir af snjóflóðum beggja vegna Fjallabyggðar vekja spurningar um hvort Steingrímur J. hefði árið 2012 frekar átt að snúa sér að þessu vandamáli í stað þess að blekkja Alþingi til að samþykkja innheimtu vegtolla á hvert öku- tæki, sem stendur aldrei undir rekstri og fjármögnun Vaðlaheiðarganga. Öll skilaboð um að of fáir bílar séu í umferð á Norðurlandi eystra til að 2.000 króna veggjald standi undir fjármögnun ganganna, sem talið var að kostuðu á bilinu 8-10 milljarða króna, voru að engu höfð. Þá svöruðu andstæðingar Norðfjarðar- og Dýra- fjarðarganga öllum athugasemdum með útúrsnúningi og hnútuköstum. Í Þingeyjarsýslum og á Eyja- fjarðarsvæðinu tekst aldrei að ná þeim heildarfjölda ökutækja sem eru í umferð beggja vegna Hvalfjarðar og á Suðurlandi. Til þess er 2.000 króna vegtollur á hvern bíl í Vaðlaheiðar- göngum vonlaus fjármögnun. Öllum landsbyggðarþingmönnum mætti vera ljóst að göngin undir Vaðlaheiði tengja aldrei saman tvö jafnstór svæði líkt og Hvalfjarðargöng. Til þess þarf önnur veggöng milli Hjalta- dals og Hörgárdals sem gætu stytt vegalengdina milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar um 60-70 km. Norðan Akureyrarflugvallar hefði átt að taka Vaðlaheiðargöng í beinu framhaldi af Leiruveginum, inn í Fnjóskadal, og þaðan önnur göng sem hefðu stytt vegalengdina til og frá Akureyri um 25 km. Þessi leið var til umræðu fyrir 16 árum þegar hugmyndir um vatns- aflsvirkjun í Fnjóská voru skoðaðar. Þá taldi Steingrímur Vaðlaheiðar- göng óþörf hvort sem þau yrðu tekin undir heiðina í beinu framhaldi af Leiruveginum eða fyrir norðan Hal- landsnes í 60 m hæð gegnt Akureyri. Gegn þessari gangagerð talaði Stein- grímur 2005 með þeim falsrökum að í Víkurskarði væri svo góður heils- ársvegur sem lokaðist aðeins í 1-2 daga á ári. Áður tók jarðfræðingur- inn úr Þistilfirði hin umdeildu Héðinsfjarðargöng fram yfir þessi jarðgöng sem stytta vegalengdina milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals um 14 km. Engar áhyggjur hefur Stein- grímur þegar snjóflóð lokar veginum um Dalsmynni hvað eftir annað. Ég spyr: Ætlar þessi sami lands- byggðarþingmaður að flytja á Alþingi tillögu um að loka þessum vegi og í Víkurskarði til að tryggja rekstur Vaðlaheiðarganga þegar 2.000 króna veggjald á hvern bíl stendur aldrei undir rekstri og fjármögnun svika- myllunnar? Vill jarðfræðingurinn þá skrifa það á reikning skattgreiðend- anna þegar útreikningarnir sýna að meðalumferð á sólarhring í Vaðla- heiðargöngum nær aldrei þeim heildarfjölda sem fer daglega í gegn- um Hvalfjarðargöngin? Fljótlega sjá landsmenn á forsíðum dagblaðanna fyrirsögnina „Gjaldþrot ríkissjóðs að undirlagi Steingríms J.“ þegar stað- reyndirnar um að alltof fáir bílar eru í umferð á Eyjafjarðarsvæðinu og í sveitunum austan Vaðlaheiðar kom- ast í fréttirnar. Steingrímur talaði gegn Vaðlaheiðargöngum 2005 Eftir Guðmund Karl Jónsson » Í Þingeyjarsýslum og á Eyjafjarðar- svæðinu tekst aldrei að ná þeim heildarfjölda ökutækja sem eru í um- ferð beggja vegna Hval- fjarðar og á Suðurlandi. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.