Morgunblaðið - 30.01.2019, Side 23

Morgunblaðið - 30.01.2019, Side 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2019 lifanir af góðri konu verða orð oft svo fátækleg. Þá er gjarnan sagt að mikilvægt sé að þakka fyrir góðar stundir og halda í góðar minningar. Elskulega mágkona, nóg er til af góðum minningum og hlýjum tilfinningum tengdum þeim. Þakklætið og hlýjan stendur upp úr. Það fyrsta sem kemur upp í huga minn er fallega brosið þitt, dillandi hlátur og umhyggja þín fyrir fólkinu þínu. Ljúft var að rölta yfir sumarbústaðalóðirnar, kíkja yfir í bústað ykkar Gunna og þiggja kaffi og eitthvað gott með því. Við áttum oft góðar spjall- stundir þar sem við ræddum um heima og geima. Umræður okkar snérust gjarnan um mannlega náttúru og andleg málefni. Ég er mikið fyrir hefðir og þá standa gjarnan upp úr minningar (mis- lyktgóðar) um árlegu skötuveisl- una í Fagraþinginu. Það var skrýtin tilfinning að fara ekki lengur í skötu til Ingu og er ég ekki frá því að lengi vel hafi Halli bróðir þinn verið frekar umkomu- laus á Þorlák. Inga mín, takk fyrir að vera dá- samleg mágkona. Takk fyrir að hafa ávallt verið hlý og indæl við börnin okkar Halla. Það var in- dælt að fylgjast með þér í ömmu- hlutverkinu, þú varst amma með stóru a-i og mikil fjölskyldukona yfirhöfuð. Það eina sem huggar á þessari stundu er tilhugsunin um að þú verðir nú umvafin í bak og fyrir af Jónasi bróður þínum, foreldrum þínum Teiti og Ástu og öðrum ást- vinum. Það verða fagnaðarfundir í lagi. Það verður ljúft fyrir þig að fá krafta þína á ný og ég veit að þú munt ávallt vaka yfir og umvefja fólkið þitt. Ylfa. Í dag kveðjum við Ingu vin- konu okkar. Við erum búnar að eiga saman margar yndislegar samverustundir, hér heima og í gönguferðum okkar erlendis. Alls fórum við 13 ferðir saman um England og skosku hálöndin, auk þess sem við heimsóttum margar eyjar við vesturströnd Skotlands. Það var alltaf gaman hjá okkur í þessum ferðum. Yfirleitt vorum við bara þrjár saman að ganga og nutum náttúrunnar og fegurðar skosku hálandanna. Oft þurfti út- sjónarsemi til að komast á áfanga- stað þegar leiðarlýsing var ekki skýr og þurfti þá að leysa óvænt vandamál sem upp komu á leið- inni, svo sem að vaða yfir ár og komast fram hjá torfærum á leið okkar. En alltaf gekk þetta upp hjá okkur. Inga fór í hómópatanám og var eftir það óspör á að gefa okkur hinar ýmsu remedíur við þekkt- um göngukvillum, svo sem hæl- særi, harðsperrum og flugubitum. Inga lærði einnig fótanudd og nutum við góðs af því á kvöldin þegar þreyttir fætur fengu nudd eftir erfiði dagsins. Eftir gönguferðir vorum við oft nokkra daga í Glasgow til að slaka á, fara í nudd og hafa það huggu- legt. Við leigðum okkur íbúð með eldunaraðstöðu og elduðum marga framandi rétti. Okkur fannst notalegt að sitja heima, horfa á sjónvarp, prjóna og spjalla, en Inga var meira fyrir að bródera. Eitt árið þurfti hún að horfa með okkur á heimsmeist- aramótið í knattspyrnu. Þessu tók hún með stóískri ró, en skildi ekki alveg hvers vegna okkur gæti fundist þetta skemmtilegt. Í síðustu heimsókn til Ingu, áð- ur er hún fór til Svíþjóðar til læknismeðferðar, ákváðum við að fara til Skotlands þegar hún yrði ferðafær. Nú gengur Inga um önnur há- lönd og eyjar í blúndupilsinu með harðfisk, íslenskt smjör og re- medíur í pokanum. Minningarnar eru margar um góða vinkonu sem við geymum í hjarta okkar. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu Ingu. Guðrún og Hrönn. ✝ SvanfríðurÞorkelsdóttir fæddist á Arnórs- stöðum á Jökuldal 30. janúar 1919. Hún lést 4. janúar 2019. Svanfríður var dóttir hjónanna Þorkels Jónssonar Fjallmann (1877- 1922) og Benediktu Bergþóru Bergs- dóttur (1885-1978). Svanfríður átti ellefu alsystkini. Þau voru Guðný (1905-1999), Solveig (1907-1934), Jón (1908-1909), El- ín Margrét (1909-2003), Jón (1911-1996), Bergur (1912- 1961), Sigríður (1914-1930), Jón (1916-1916), Loftur (1917-2012), Guðrún Sigurbjörg (1920-2003) og Arnór Þorkelsson (1921- 2005). Svana, eins og hún var alltaf kölluð, átti líka eina hálfsystur sammæðra, Rögnu Sigríði Gunnarsdóttur (1929-2014). Svanfríður giftist 1. febrúar 1941 Eyjólfi Guðmundssyni (1919-2013) verslunarmanni. Eiginmaður hennar er Helgi Þórsson, f. 1951. Þau eiga tvær dætur, Ragnhildi, f. 1972, og Svönu, f. 1977. Barnabörn Guð- rúnar og Helga eru sjö. 5) Guð- mundur Þorkell, f. 1958. Hann er kvæntur Díönu Jóhönnu Svavarsdóttur, f. 1958. Þau eiga þrjú börn, Svavar Örn, f. 1981, Veru Dögg, f. 1989, og Brynju Björk, f. 1995. Barnabörn Guð- mundar og Díönu eru fimm. Af- komendur Svanfríðar og Eyjólfs eru um sjötíu. Eyjólfur og Svana hófu bú- skap á loftinu á Bergstaðastræti 32a hjá föður Eyjólfs. Þau fluttu þaðan á Njálsgötu 49 og réðust á sama tíma í húsbyggingu í Smá- íbúðahverfinu og voru meðal frumbyggja þar. Heimili þeirra stóð í Akurgerði 36 í rúm þrjátíu ár en árið 1986 fluttu þau í fjöl- býlishús eldri verslunarmanna við Hvassaleiti. Frá árinu 2010 dvöldust þau og nutu umönnun- ar á Hrafnistu í Hafnarfirði. Svanfríður var heimavinn- andi húsmóðir að aðalstarfi en þegar börnin voru vaxin úr grasi starfaði hún m.a. við þrif í skóla, sem matráður í fjármála- fyrirtæki og með Eyjólfi í Síld og fisk við matvælaframleiðslu. Svanfríður verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 30. janúar 2019, klukkan 15. Þeim varð fimm barna auðið. Þau eru: 1) Sólveig Bergþóra, f. 1941. Sólveig er gift Sig- urði E. Þorkelssyni, f. 1937. Börn henn- ar og fyrri manns hennar, Kristjáns Tryggvasonar, eru fimm: Kristjana, f. 1959, Svanfríður Eik, f. 1961, Eyjólf- ur Ágúst, f. 1963, Kristín Ösp, f. 1966, og Kristján Reynir, f. 1973. Barnabörn Sólveigar eru sextán og barnabarnabörnin sjö. 2) Eygló (1943-2010). Eygló var gift Steinari Höskuldssyni, f. 1941. Börn þeirra eru tvö, Hösk- uldur, f. 1968, og Gunnhildur, f. 1975. Barnabörn Eyglóar og Steinars eru níu. 3) Helga Krist- jana, f. 1947, gift Sigurði V. Bjarnasyni, f. 1943. Þau eiga þrjú börn, Samúel Karl, f. 1967, Ernu Valdísi, f. 1969, og Ás- grím, f. 1978. Barnabörn Helgu og Sigurðar eru sjö, barnabarnabörnin eru tvö. 4) Guðrún Svanfríður, f. 1952. Svanfríður Þorkelsdóttir tengdamóðir mín og amma okkar lést í hárri elli í fyrstu viku ný- byrjaðs árs. Svana amma flutti ung að aust- an úr Jökuldalnum kæra en fór ef til vill raunverulega aldrei þaðan, enda var gjarnan sungið um „dal- inn ljúfa í austurátt“. Hún gerðist húsmóðir í Reykjavík og í fyllingu tímans mikil ættmóðir þar sem hún og afi eignuðust fimm börn sem síðan gátu af sér stóran hóp barna og barnabarna. Snemma varð heimili þeirra í Akurgerði miðstöð stórfjölskyld- unnar enda húsráðendur þar góð- ir heim að sækja og vildu allt fyrir börn sín og afkomendur þeirra gera. Varla vorum við fyrr komin inn úr dyrunum í heimsókn hjá þeim en hún var komin í eldhúsið og byrjuð að stellaí einhverju mat- arkyns til þess að seðja hungur gestanna. Þetta var örugglega gamall siður úr sveitinni, þegar gestir komu að um langan veg og voru vegmóðir og svangir. Dugðu þá engar mótbárur af okkar hálfu, næringu skyldum við fá. Svana amma var óþreytandi að taka ungana í fóstur um lengri og skemmri tíma og naut þess að kenna þeim í leiðinni góða siði eins og t.d. að nota koppinn í stað bleyju og mörg önnur hagnýt at- riði sem hún kunni og hafði sjálf tileinkað sér á langri ævi. Um hana mátti segja „löngum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur“. Amma kunni ráð við flestum vanda og gömlu húsráðin voru mörg í hennar verkfærakistu. Þótt amma ætti ekki langa formlega skólagöngu að baki var hún menntuð á mörgum sviðum og úr sínum reynslubanka var hún óþreytandi að miðla til ann- arra, hvort sem var í formi frá- sagna úr gömlum tíma eða kveð- skapar sem hún kunni býsn af. Þarna naut unga Ísland mikils af henni. Á sama hátt var Eyjólfur afi mikill uppalandi og langflest barna og barnabarna hans fengu vinnu hjá honum um lengri eða skemmri tíma, þar sem þau sögð- ust hafa lært að vinna. Þegar okkur öllum mætti mikil sorg við fráfall Eyglóar dóttur þeirra var gott að eiga Svönu ömmu að með lífsreynslu hennar og lífsskoðun. Til hennar sóttum við huggun og styrk. Við fylgjum henni nú síðasta spölinn á hundraðasta fæðingar- degi hennar með þakklæti fyrir allt sem hún gaf okkur og var okk- ur á langri ævi. Við fögnum með henni endurfundum við Eyjólf afa og Eygló dóttur, en það voru skilaboð sem við báðum hana fyrir á dánarbeði. Steinarr Höskuldsson, Höskuldur og Gunnhildur Eyglóar-Steinarsbörn. Amma Svana stóð við eldavél- ina í Akurgerði og raulaði. Ég er nokkuð viss um að það var annað- hvort Elly Vilhjálms-lag eða Haukur Morthens. Hún var að steikja lummur, því afi var að koma úr vinnunni sunnan úr Hafnarfirði. Litli sex ára rauð- hærði frekjuormurinn ég sat við eldhúsborðið og taldi aurana í auraboxinu sem var uppi á hillu, ég gat dundað mér við það enda- laust, telja saman fimmeyringa, tíeyringa, raða upp í krónur og skemmta mér við að reikna. Ég hlakkaði til að fá afa heim en á sama tíma svo notalegt að fá að vera bara ein með ömmu. Þegar afi kom og heilsaði – „nei ef það er ekki Svana litla og stóra“ og við amma hlógum. „Bestu lummur sem þú hefur gert, Svana mín“ og amma hló hjartanlega. Það var nefnilega grjónagrautur í lumm- unum, afa þótti grauturinn hið mesta óæti. Ég held að hún hafi aldrei sagt honum það. Átta ára ég spratt upp úr rúm- inu alla laugardagsmorgna og dró frá, þau keyrðu nefnilega framhjá blokkinni minni og ef dregið var frá þá sóttu þau mig og við fórum saman í Vesturbæjarlaugina. Allt- af í útiklefann, vetur, vor, sumar og haust. Ég skalf eins og lauf og amma sagði mér að flýta mér bara, þetta væri svo hollt. Við fór- um svo í Björnsbakarí á Hring- brautinni á heimleiðinni keyptum napóleonshatta og safa. Amma Svana stóð við eldavél- ina í Akurgerði og gelgjan ég kem við á leiðinni heim úr sundtíma í Breiðagerðisskóla. Amma var að steikja kleinur. „Ertu með frosið hárið, Svana mín?“ spurði hún. „Ég skal hita handa þér kakó.“ Mikið átti ég gott. Þau fluttu í Hvassaleitið og voru þá komin nær okkur, ég fór oft til ömmu þegar ég var ungling- ur, við hlógum að vitleysunni í fólkinu okkar og enn gerði hún lummur og kleinur og allskonar mat. Stundum meira að segja grautarlummur bara fyrir afa. Þegar þau afi fluttu á Hrafn- istu varð einhvern veginn lengra að fara og svo tók lífið við hjá mér. Minni tími til að fara í kaffi til ömmu. Það er skrýtið, sennilega þegar ég hefði truflað hana sem minnst í daglegu amstri þá leit ég sjaldnar til þeirra. En þegar ég kom, ó hvað var hlegið og fíflast. Við sungum og borðuðum súkku- laði þó henni fyndist ekkert endi- lega að ég mætti við því. Ég horfi út um eldhúsgluggann minn niður götuna á húsið þeirra ömmu og afa í Akurgerðinu og rifja upp og brosi með sjálfri mér. Hugsa um ömmu sem stelpu aust- ur á Jökuldal, unga konu á Berg- staðastrætinu með afa, húsmóður í hinu nýja Smáíbúðahverfi. Við gleðjumst öll yfir að hafa átt hana og enn held ég áfram stolt að segja frá því að ég sé frá Jökuldal þó svo að ég hafi ekki komið austur í 25 ár og hafi lengst dvalið á Jökuldal í þrjá daga. Hún varð næstum 100 ára hún amma Svana. Við fylgjum henni síðasta spölinn á 100 ára afmælis- degi hennar. Við treystum á að þau séu saman aftur amma Svana og afi Eyjólfur. Elsku amma, sem ég er svo glöð að heita eftir, amma mín sú elsta af öfum mínum og ömmum og síðasta sem kvaddi, amma sem átti svo marga að. Amma mín ætt- móðirin. Svana. Elsku amma, ég vil trúa því að þér líði vel. Þú varst svo gjörn á að einblína á það góða við tilveruna og það var aldrei langt í grín og gleði hjá þér. Á sama tíma og ég gleðst yfir langlífi þínu þá finn ég fyrir sorg, minningin um þig er mér svo kær, þú ert mín helsta fyrirmynd. Ég veit það er eigin- girni en ég hefði viljað lengri tíma með þér, ég sakna þín. Viðhorf þitt til lífsins fannst mér vera merkilegt, þú fagnaðir ávallt því sem dagurinn hafði í för með sér. Þú gerðir það mesta úr lífinu og ég fann það með hverri stund sem við eyddum saman. Allar minningar mínar um þig einkennast af ró, gleði, hjarthlýju og öryggi en umfram allt einkenn- ast þær af ást. Þú sýndir mér svo greinilega hvað ég var elskuð. Er ég sit hérna og hugsa hvað ég vil segja við þig fyllist ég þakk- læti fyrir allt það sem þú hefur kennt mér. Þú kenndir mér margt sem mér hefði ekki verið kennt í skóla. Þú kenndir mér að sýna virðingu og samkennd, finna róna og friðinn innra með mér, njóta hvers augnabliks og að vera sjálfri mér nóg. Þú ert ein af þeim merkilegustu manneskjum sem ég hef kynnst og ég er svo heppin að hafa fengið að kalla þig ömmu öll þessi ár. Knúsaðu Eyjó afa og Eygló frænku frá mér. Ég elska þig og mun ávallt minnast þín sem ljóss í mínu lífi. Þín Brynja Björk. Svanfríður Þorkelsdóttir Elsku amma Gústa, ég hélt að ég væri búin að kveðja hana svo oft og orð- in undirbúin þegar tíminn kæmi, en það getur enginn undirbúið sig undir það að missa ástvin. Þegar amma fór þá komu upp all- ar góðu minningarnar um ömmu og afa í Eyjabakka. Göngu- túrarnir í Elliðaárdalnum (Ind- íánagili), allar sögurnar sem þau sögðu okkur, öll þau skipti sem þau pössuðu okkur og allir laug- ardagarnir sem við fórum til þeirra, lékum okkur og fengum pönnukökur og ís. Ég elskaði að vera hjá þeim og vildi helst gista þar allar helgar, og auðvitað var alltaf maltbrauð skorið í litla bita og heitt kakó í morgunmat. Þetta geri ég ennþá, ég borða ekki maltbrauð nema að skera það í litla bita enda er það Ágústa Ólafsdóttir ✝ Ágústa Ólafs-dóttir fæddist 2. janúar 1929. Hún lést 17. desember 2018. Útför Ágústu fór fram 21. janúar 2019. miklu betra þannig, börnin mín elska þetta líka. Amma elskaði að heyra mann segja frá draumum sínum og átti margar bæk- ur um hver meining- in á bak við draumana væri. Ég man alltaf eftir því þegar amma spáði fyrst í bolla fyrir mig, en þá gaf hún mér smá kaffi í bolla og ég drakk það í einum sopa. Mér fannst það sko ekki gott en þá sýndi hún mér hvernig ég ætti að blása og snúa bollan- um, setja hann á ofninn og bíða, síðan las hún úr bollanum. Þegar ég varð eldri þá fór ég alltaf sér- staklega til ömmu og hún spáði alltaf fyrir mér og mömmu þang- að til hún var orðin það gleymin að hún gat það ekki. Amma var alltaf svo hlý og góð. Hún var alltaf til í að fá alla í heimsókn og var alltaf til í að passa okkur barnabörnin. Við er- um öll rosalega heppin að hafa átt þau að og að eiga allar þessar góðu minningar. Ásdís Sigurjónsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÞÓRUNN ÓLAFSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 31. janúar klukkan 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnheiður Sigfúsdóttir Þorgeir Jóhannesson Jón Ólafur Sigfússon Alda Skarphéðinsdóttir Kristján Þór Sigfússon Ágústa Magnúsdóttir Haukur Sigfússon Díana Björk Olsen Elskuleg frænka okkar og mágkona, SIGRÚN HÓLMGEIRSDÓTTIR frá Hellulandi, Aðaldal, Gnoðarvogi 72, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 22. janúar. Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 1. febrúar klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð líknardeildar og heimahlynningar Landspítala. Þorbjörg Aðalsteinsdóttir Hólmgeir Hermannsson Karen H. Jóhannsdóttir Magnús Hermannsson Þorbjörg Völundardóttir Hanna Dóra Hermannsdóttir Kristbjörg Kristjánsdóttir Bergþór Hermannsson María G. Hannesdóttir og aðrir aðstandendur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA ÁSDÍS DANÍELSDÓTTIR, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður til heimilis í Vaðlaseli 10, lést í faðmi sinna nánustu laugardaginn 26. janúar. Útför fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 1. febrúar klukkan 13. Jóhanna Sigurðardóttir Haraldur S. Svavarsson Ásdís Sigurðardóttir Stefnir Páll Sigurðsson Birna Sigurðardóttir Daníel Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur bróðir minn og frændi, GUÐMUNDUR GÍSLASON, Grundargötu 51, Grundarfirði, verður jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 2. febrúar klukkan 13. Fyrir hönd ættingja og vina, Sigríður Gísladóttir og börn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.