Morgunblaðið - 30.01.2019, Qupperneq 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2019
Christopher Isherwood varungur samkynhneigðurbreskur rithöfundur semkom til Berlínar árið 1930
á meðan frjálslyndi Weimar-
lýðveldisins var enn ríkjandi. Níu ár-
um síðar gaf hann út bókina Good-
bye to Berlin, sem byggðist á
reynslu hans frá þessum tíma. Bókin
vakti ekki mikla athygli þegar hún
kom út rétt fyrir seinna stríð, en árið
1951 var gert leikrit eftir henni, I
Am a Camera, og síðar kvikmynd
með sama nafni. Það var þetta leikrit
sem varð kveikjan að Kabarett. Þar
er rithöfundurinn orðinn að hinum
bandaríska Cliff Bradshaw og söng-
konan Sally Bowles verður ástkona
hans. Þekktasta útgáfan af þessari
sögu er væntanlega kvikmyndin frá
1972 með Liza Minelli og Michael
York í aðalhlutverkum en hún er þó
talsvert frábrugðin söngleiknum.
Tvö lög voru samin sérstaklega fyrir
kvikmyndina og hafa æ síðan ratað
inn í uppfærslur á Kabarett. Annað
þeirra, „Money, Money“, heyrist hér
en hinu, „Mein Herr“, er hins vegar
sleppt.
Leikararnir og hljómsveitin tínast
inn í salinn samtímis áhorfendum
uns sviðið er orðið þéttskipað án
þess að við höfum orðið sérstaklega
vör við það. Það er aðdáunarvert að
koma öllu þessu liði fyrir án nokkurs
fyrirgangs eða hávaða. Allt í einu er
svo eins og hleypt sé af startbyssu og
sýningin þýtur af stað. Mögulega
vantar örlítið upp á kraftinn í blá-
byrjuninni en hann kemur þegar líð-
ur á verkið. Hákon Jóhannesson í
hlutverki sýningarstjórans MC
(Master of Ceremonies) drífur sög-
una áfram af fítonskrafti.
Sviðsmyndin er einföld, tveir flek-
ar á hjólum með hurðum og snögum
til að hengja leikmuni á. Þeir eru
hráir og óskreyttir öðrum megin og
lóðin sem þyngja þá blasa við áhorf-
endum. Hér er ekki verið að fela
neitt. Með því að snúa þessum flek-
um og staðsetja á mismunandi hátt á
sviðinu er hægt að sýna fjölda mis-
munandi staða og áhorfandinn fer að
þekkja hvar hann er staddur hverju
sinni. Einföld en um leið snilldarleg
lausn til að koma leikverki sem ger-
ist á jafn mörgum stöðum og Kabar-
ett á framfæri á hinu smáa sviði
Samkomuhússins á Akureyri. Hrár
einfaldleiki flekanna dregur fram
andrúmsloftið sem ríkti í Berlín á
þessum tíma. Hér er ekkert fágað og
glæsilegt. Það er tjaldað til skamms
tíma. Hér er fátækt og ekkert er
varanlegt. Leikhópurinn stígur dans,
bæði á Kit Kat-klúbbnum sem og á
sviðinu, flekarnir svífa fumlaust um
á milli atriða. Það er farið í kringum
þá og stigið í gegnum þá meðan þeir
hreyfast um sviðið. Samspil leikhóps
og sviðsmyndar er algerlega óþving-
að. Allar hreyfingar virðast fljótandi
og náttúrulegar. Aðeins þrautþjálf-
aður hópur getur látið svo flókið
sjónarspil líta út fyrir að vera svona
auðvelt.
Leikstjóri og ljósahönnuður leika
sér með ljós og skugga. Það eru
skörp skil á sviðinu og lýsingin bætir
nýrri vídd í verkið enda gerist margt
í myrkrinu. Þar eru skuggaverur að
fylgjast með. Þetta vekur ónota-
kennd hjá áhorfendum. Það fylgir
þessu ákveðin hætta, því stundum
virðist sem leikararnir gleymi sér,
þeir hætta sér of langt og stíga inn í
skuggann. Það er sem persónan týn-
ist í smástund, við heyrum rödd
hennar en sjáum bara glitta í hana. Í
ákveðnum atriðum er sterk baklýs-
ing sem sker í augun. Það er eitthvað
ógnvænlegt á seyði og það getur ver-
ið óþægilegt að horfa á það sem mað-
ur vill helst ekki sjá, við viljum líta
undan, neita að horfast í augu við
það sem er að gerast.
Þýðing Karls Ágústs er hnökra-
laus, textinn og söngtextarnir flæða
vel. Hér er ekkert flúr og skrúð-
mælgi sem hefði getað stungið í stúf
við umgjörðina, sem er einföld og
blátt áfram.
Hlutverk MC er bitastætt frá
hendi höfundar og Hákon Jóhann-
esson blómstrar í því. Hjalti Rúnar
Jónsson fær úr minna að moða sem
Cliff Bradshaw en þegar innri sálar-
angist fer að nísta rithöfundinn unga
fáum við að sjá hvað í honum býr og
sérstaklega stendur hann sig vel
þegar átök hans og Ólafar Jöru
Skagfjörð ná hámarki eftir hlé. Ólöf
Jara er aðalstjarna sýningarinnar.
Ætla mætti að hlutverk Sally Bowles
hefði verið skrifað með hana í huga,
svo gersamlega eignar hún sér per-
sónuna og hún er frábær söngkona.
Flutningur hennar á laginu „Lífið er
kabarett“ undir blálokin er óneitan-
lega hápunktur sýningarinnar.
Aðrar persónur eru ekki dregnar
sterkum dráttum. Hér er stuðst við
staðalmyndir af nasistanum, gyð-
ingakaupmanninum, leigusalanum
og hórunni. Líkast til hefði verið
hægt að ljá þeim ákveðnari persónu-
einkenni og gera þau frekar að ein-
staklingum en fulltrúum ákveðinna
hópa. Allir standa leikararnir sig
með prýði en Birnu Pétursdóttur í
hlutverki Fräulein Kost tekst að ljá
sínu hlutverki vængi og þá ekki hvað
síst með svipbrigðum, látbragði og
viðbrögðum við aðstæðum frekar en
þeim litla texta sem persónan fær frá
höfundi verksins.
Í upphafi er tónlistin fjörug og það
er glatt á hjalla. Gleði og galsi eru
allsráðandi en undir niðri kraumar
ógn nasismans. Jóhann Axel Ingólfs-
son sem Ernst Ludwig er heillandi
en lævís. Rétt fyrir hlé færist aukin
alvara í leikinn. Við kraftmikið
undirspil þjóðernislaga ná nasist-
arnir völdum. Það er allt annar tónn í
verkinu eftir hlé sem endurspeglast
meðal annars í því að í fyrri hluta
verksins eru mun fleiri tónlistar-
atriði en í þeim síðari og flest þekkt-
ustu lögin er þar að finna.
Það er átakanlegt að fylgjast með
sambandi leigusalans Fräulein
Schneider í meðförum Andreu
Gylfadóttur og Herr Schultz, kaup-
manns af gyðingaættum, sem Karl
Ágúst Úlfsson leikur, myndast og
styrkjast en hrynja svo að lokum
vegna ytri aðstæðna. Gyðingnum er
umsvifalaust ýtt út í myrkrið þar
sem hann situr útskúfaður, jaðar-
settur og nánast ósýnilegur í skugg-
anum á hliðarvængnum, þaðan sem
hann fylgist með því sem fram
vindur. Trú hans á Þjóðverja reynist
óverðskulduð og þegar hann kemur
aftur til sögunnar fær hann óblíðar
móttökur.
Það kemur á óvart í lokin að sjá
einungis tólf leikara hneigja sig fyrir
áhorfendum. Við höfum fylgst með
Sally Bowles þræða mannmörg öng-
stræti stórborgarinnar, Cliff Brad-
shaw þvælast um mannmergð á lest-
arstöðinni og nánast ótrúlegt að svo
fámennur leikhópur hafi getað skap-
að þessa tálsýn.
Boðskapurinn er skýr en þetta er
óþægileg saga þó hún sé mikilvæg.
Það liggur við að það sé léttir að
stíga út úr leikhúsinu að sýningu lok-
inni en hugurinn hvarflar að fréttum
um uppgang fasískra afla víðsvegar í
álfunni nú á tímum. Mögulega á
verkið meira erindi við samtímann
en virðist í fyrstu.
Ástir í skugga fasisma
Ljósmynd/Auðunn Níelsson
Stjarna „Ólöf Jara er aðalstjarna sýningarinnar. Ætla mætti að hlutverk Sally Bowles hefði verið skrifað með hana
í huga, svo gersamlega eignar hún sér persónuna,“ segir í rýni um Kabarett í uppfærslu Leikfélags Akureyrar.
Leikfélag Akureyrar
Kabarett bbbbn
Eftir Joe Masteroff. Byggt á leikriti eftir
John van Druten og sögum eftir Christ-
opher Isherwood. Tónlist: John Kander.
Textar: Fred Ebb. Íslensk þýðing: Karl
Ágúst Úlfsson. Leikstjórn: Marta Nor-
dal. Tónlistarstjórn: Þorvaldur Bjarni
Þorvaldsson. Leikmynd og búningar:
Auður Ösp Guðmundsdóttir. Danshöf-
undur: Lee Proud. Ljósahönnun: Ólafur
Ágúst Stefánsson. Hljóðhönnun: Gunn-
ar Sigurbjörnsson. Leikarar: Hákon Jó-
hannesson, Ólöf Jara Skagfjörð, Hjalti
Rúnar Jónsson, Andrea Gylfadóttir,
Karl Ágúst Úlfsson, Jóhann Axel Ing-
ólfsson, Birna Pétursdóttir, Fanný Lísa
Hevesi, Bergþóra Huld Björgvinsdóttir,
Unnur Anna Árnadóttir, Steinar Logi
Stefánsson og Örn Smári Jónsson.
Hljómsveit: Jaan Alavere, Daníel
Þorsteinsson, Kjartan Ólafsson, Una
Björg Hjartardóttir, Pálmi Gunnarsson,
Einar Scheving, Michael Weaver, Krist-
ján Edelstein, Vilhjálmur Sigurðarson
og Phillip J. Doyle. Frumsýnt hjá Leik-
félagi Akureyrar 26. október 2018 í
Samkomuhúsinu, en rýnt í sýningu 26.
janúar 2019.
DANÍEL FREYR
JÓNSSON
LEIKLIST
Ítalska tónskáldið Giuseppe Verdi
stakk óheyrilegum fjölda síðna með
uppköstum og tónsmíðum í möppur
þegar hann var að vinna að síðustu
óperum sínum, Óþelló og Falstaff,
og skrifaði á möppurnar „Brennið
þessi skjöl“. Sem betur fer urðu erf-
ingjar hans ekki við þeim óskum og
geymdu pappírana ofan í læstri
kistu á heimili Verdis í Sant’ Agata á
Norður-Ítalíu. Aðeins útvaldir sér-
fræðingar fengu að skoða þau, að því
er dagblaðið New York Times grein-
ir frá, en öðrum beiðnum var hrein-
lega ekki svarað.
En nú dregur til tíðinda því gera á
þessar þúsundir skjala eða skissu-
blaða opinberar almenningi. Í kist-
unni voru ekki aðeins fyrrnefndir
pappírar heldur uppköst og skissur
að tólf óperum sem Verdi skrifaði á
nær hálfri öld, og öðrum verkum að
auki. Munu pappírarnir vera um
5.000 talsins og hundruð síðna sem
tengjast Aidu, Óþelló og Falstaff,
svo dæmi séu tekin. Þykir þetta
hvalreki fyrir áhugamenn um Verdi
og þá sem stunda rannsóknir á verk-
um hans.
Reffilegur Portrett listmálarans
Giovanni Boldini af Giuseppe Verdi.
Loksins má
kíkja í kistu
Verdis
AÐGANGSSTÝRÐIR LYKLA-
OG VERÐMÆTASKÁPAR
SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS
Traka-kerfið býður upp á persónubundna aðgangsheimild.
Búnaður í skápunum heldur utan um heimildir og útlán verðmæta
hverju sinni, til dæmis lykla, spjaldtölvur og fartölvur.
ICQC 2018-20