Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2019, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2019, Side 6
ERLENT 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.1. 2019 Hin japanska Marie Kondo,höfundur metsölubókar-innar The Life-Changing Magic of Tidying Up er nú með eigin þáttaröð á Netflix, sem heitir Tidying Up with Marie Kondo og var frum- sýnd 1. janúar. Bókin kom fyrst út ár- ið 2011 og hefur selst í rúmlega 8,5 milljónum eintaka á rúmlega 40 tungumálum. Hún kom út í Banda- ríkjunum 2014 og fór á toppinn á met- sölulista New York Times. Hún kom síðan út á Íslandi árið 2016 undir heit- inu Taktu til í lífi þínu! Þættirnir virð- ast hafa slegið í gegn (miðað við um- tal en Netflix gefur ekki út áhorfs- tölur), alla vega fór bókin aftur inn á topp tíu lista hjá New York Times í byrjun árs. Ennfremur var bókin í vikunni í öðru sæti á metsölulista Amazon, að- eins Michelle Obama var ofar. Annað sem er til marks um vinsældirnar er að hinn 31. desember sl. var Kondo með 710 þúsund fylgjendur á Insta- gram en núna eru þeir 1,6 milljónir. Tekið til í ákveðinni röð Aðferð hennar, sem kallast KonMari, byggist á því að taka til í ákveðinni röð, byrjað er á fötum, því næst bók- um og eftir það er allt húsið tekið í gegn, einn flokkur í einu og endað er á hlutum sem hafa tilfinningalegt gildi. Aðeins á að geyma það sem vek- ur gleði, aðrir hlutir eru kvaddir og þeim þakkað fyrir þjónustuna. Þættirnir virðast hafa haft áhrif í Bandaríkjunum, búðir sem selja not- aðan fatnað og bækur hafa fengið óvenjulega mikið magn til sín í byrjun árs. Beacon’s Closet, keðja fataversl- ana með notaðan fatnað í New York, hefur fengið óvenjumarga til sín á þessu ári. „Þetta hafa verið virkilega stórir pokar. IKEA-pokar, ferðatösk- ur og ruslapokar. Það er erfitt að átta sig á magninu en þetta er heill hell- ingur, ég myndi segja þúsundir klæða á dag,“ sagði verslunarstjórinn Leah Giampietro við CNN. Janúar er yfir- leitt frekar rólegur mánuður hjá þeim, sagði Giampietro út af kuld- anum og fólk nennir ekki að flækjast þetta þá. Janúar í ár er undantekn- ing. „Fólk virðist ákveðið í að hreinsa til á heimilinu,“ sagði hún. Bókabúðin Ravenswood Used Books í Chicago fékk jafn margar bækur í gjöf í annarri viku ársins eins og venjulega á einum mánuði. „Við erum búin að vera á þessum sama stað í fjögur ár og fólk hefur gengið hér fram og til baka án þess að taka eftir okkur. Margir virðast vera farn- ir að taka eftir okkur núna,“ sagði eigandi verslunarinnar, Jim Mall í samtali við CNN. Áhrifa gætir á Íslandi Meðlimum hefur fjölgað mjög í Face- book-hópnum KonMari á Íslandi. Þar skrifaði einn meðlimur sem starfar í IKEA að sala á Skubb og fleiri skipu- lagsboxum hafi aukist mjög undan- farið en þessi box eru notuð til að raða fötum í skúffur með KonMari- aðferðinni sem útskýrt er hér til hlið- ar. Þó að bókin hafi haft áhrif virðast þættirnir ætla að hafa enn meiri áhrif enda ná þeir til fleiri og heilu fjöl- skyldurnar fara að flokka og henda saman. Annar meðlimur í fyrr- nefndum Facebook-hópi sagði frá því að dætur hennar byrjuðu að flokka dótið sitt og setja í poka það sem má fara eftir að hafa horft á þættina. Ólíklegt er að Kondo hafi sjálfa órað fyrir þessu á uppvaxtarárunum í Jap- an. Hún hafði alla tíð gaman af því að taka til og fór síðan að vinna við skipu- lagningu hjá öðrum en ákvað að gefa út bók til að geta hjálpað fleirum þegar biðlistinn var orðinn langur hjá henni. Útkoman er fyrsta ofurstjarnan í heimi skipulagningar og tiltektar. Ekki er vitað hvað Netflix borgaði henni fyrir þættina en það hefur vænt- anlega verið há upphæð ef miðað er við hvað greitt er fyrir bækur hennar. Gleði í vinnunni Þriðja bók hennar mun bera nafnið Joy at Work: The Carreer-Changing Magic of Tidying Up, sem hún skrifar með Scott Sonensheim, prófessor í stjórnum við Rice University School of Business. New York Times hefur heimildir fyrir því að útgáfurétturinn hafi selst fyrir sjö stafa tölu, það er sumsé verið að tala um bandaríkja- dali og milljónir. Bókin er væntanleg vorið 2020. Variety spurði Kondo hvað hún héldi að væri stærsta lexían sem fólk gæti lært af þáttunum. „Það sem ég óska mér helst er að áhorfendur byrji að taka til sjálfir og haldi áfram í þessu ferli. Ég vona að þeir verði þakklátari en áður fyrir það sem þeir eiga og líf þeirra verði gleðiríkari en nokkru sinni fyrr!“ Gleðiríkara líf eftir tiltekt Tiltektaraðferðin KonMari breiðist út eins og eldur í sinu eftir að sjónvarpsþáttur Marie Kondo fór í loftið á Netflix í ársbyrjun. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is AFP Marie Kondo klæðist hér hvítu eins og hún gerir oftar en ekki í þáttunum þar sem hún kemur eins og frelsandi engill inn á heimili fólks. KENÍA NAÍRÓBÍ Bandaríkjamaðurinn Jason Spindler var einn þeirra rúmlega 20 sem létu lífi ð í hryðjuverkaárás á hóteli í höf- uðborg landsins á þriðjudag. Hann slapp við að lenda í árásinni á tvíburaturnana í New York árið 2001 þar sem hann var seinn í vinnuna þann daginn. Hann vann þá í fjármálaheiminum en þegar hann lést rak hann eigið fyrirtæki sem einbeitti sér að vaxandi mörkuðum. BANDARÍKIN WASHINGTON, D.C. Rúmlega tvítugur maður frá Georgíu-ríki hefur verið handtekinn fyrir að hafa skipulagt árás á Hvíta húsið og Frelsisstyttuna. Hasher Jallal Taheb var handtekinn eftir að hafa skipt bíl sínum fyrir riffl a og sprengiefni. Taheb sagði FBI-manni sem vann á laun frá áætlun sinni á síðasta ári en málið er nú fyrir rétti. Hann ætlaði sér að ráðast á Hvíta húsið 17. janúar. BÚRKÍNA FASÓ Kanadískur námuverkamaður, sem var rænt í vikunni, hefur fundist látinn. Kirk Woodman, sem var jarðfræðingur, var rænt af vopnuð- um mönnum nærri landamærunum við Níger. Utanríkisráðherra Kanada, Chrystia Freeland, hefur fordæmt verknaðinn. Öðrum Kanada- búa hefur verið rænt í landinu en ekkert hefur spurst til hjálparstarfsmannanna Edith Blais og kærasta hennar, Ítalans Luca Tacchetto, frá því í desember. BRETLAND LONDON Brexit-samningi Theresu May var hafnað með miklum meirihluta á þriðjudag. Ríkisstjórnin stóð hinsvegar af sér vantrauststillöguna sem Jeremy Corbyn lagði fram í framhaldinu. Óvissuástand ríkir í landinu en fjármálaráðherrann Philip Hammond reynir nú að sannfæra bresk stórfyrirtæki um að útganga án samn- ings sé ólíkleg. Frakkar búa sig undir Brexit án samnings. Eitt af því sem Marie Kondo kennir í þáttunum er að brjóta saman föt. Flestir halda að það sé eitthvað sem þeir kunni ágætlega en þessi aðferð hennar gerir það miklu aðgengilegra að finna hluti í skúffum. Þetta er sérstaklega heppilegt fyrir smærri hluti eins og boli og smábarnaföt en virkar fyrir flestan fatnað. Lykilatriðið í þessu er að það er ekki verið að stafla en með þessari hefðbundu aðferð er auðvelt að missa yfirsýn yfir hvað er að finna í viðkom- andi skúffu. Það sem Marie Kondo gerir er að brjóta fötin saman þannig að þau standa upp á annan endann. Oftast hentar vel að brjóta í þrennt og síðan í tvennt en hún útskýrir þetta vel í þátt- unum. Fötunum er síðan raðað hlið við hlið en ekki staflað. Til þess að gera verkið auðveldara setur hún oftar en ekki opin box of- an í skúffurnar til að hólfa þær niður. Hér sést vel hvaða árangri er hægt að ná með því að beita aðferð Marie Kondo. Kennir fólki að brjóta saman föt

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.