Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2019, Side 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2019, Side 15
bara út. Ég var á kajak sjálfur líka, svona straumkajak. Við fórum ábyggilega þrisvar sinnum til Nepals því þar eru svo langar og stórar ár sem renna úr Himalajafjöllunum. Þannig að þetta var Nepal á haustin og svo kom maður heim um jólin og vann eitthvað og svo Alparnir eftir áramót. Við leigðum einhverja holu sjö saman og allir sváfu á gólfinu í þrjá mánuði. Við vorum bara að renna okkur. Við vildum ekki vinna á meðan við værum þarna til að missa ekki af púðursnjó,“ segir Elli. „Ég var mikið í Chamonix sem er við Mont Blanc í Frakklandi. Og svo var ég líka í Austur- ríki og stundum leigðum við sendiferðabíl og fórum út um allt, Sviss, Austurríki, Ítalía, það er stutt á milli þarna, bara eftir því hvar var snjór. Svo sváfum við bara í bílnum. Fjalla- mennskan byrjaði í Chamonix og það er mikil menning í kringum þetta þar. Það eru allir að gera eitthvað þarna, annaðhvort að klifra eða renna sér. Við vorum mikið að renna okkur ut- an skíðasvæða,“ segir hann en þeir tóku kláf upp í 2.800 metra hæð og renndu sér þar niður. Staðalbúnaður var ýlir, skófla og snjófljóða- stöng og þá var nauðsynlegt að fylgjast vel með snjóflóðaspánum. Ísland betra fyrir sjó en snjó Þegar Elli síðan kynntist brimbrettaiðkun heillaði hún hann upp úr skónum. Áðurnefndur Ingó kom með brimbretti heim frá Frakklandi og þá varð ekki aftur snúið. „Þá einhvern veginn tók það gjörsamlega yfir og hefur ekkert hætt síðan. Fyrir mér er Ísland miklu betra fyrir sörf en snjóbretti sem hljómar fáránlega en við erum eyja í miðju Atlantshafi sem fær mikið af öldum,“ segir Elli og útskýrir að til samanburðar sé Frakkland bara með eina strandlínu þar sem hægt sé að fara á brimbretti og þá geti bara komið lægðir og öldur úr einni átt. „En við erum með mikið hafsvæði að það geta komið lægðir og öldur nánast úr öllum áttum.“ Hann segir að heilmikil og sérstök menning hafi skapast í kringum brimbrettaiðkun. „Það gilda allskonar siðareglur. Ef þú ferð til dæmis til Havaí þá ferð þú ekkert á hvaða stað sem er og ferð að sörfa, þú gætir bara lent í vandræðum. Og þegar þú ert úti í sjó gilda ákveðnar óskrifaðar reglur um hver eigi ölduna og þannig. Ef þú ert þar sem margt fólk er þá er pirringsstigið hærra.“ Í raun má segja að ákveðnir hópar „eigi“ viss svæði og ekki dugar bara að bíða í sjónum þangað til það kemur að þér. „Þeir sem búa þarna og sörfa hafa í raun forgang, þetta er ekki alveg sósíalískt kerfi. Þetta er meira svona sósíal-darwinismi,“ segir hann. Líkamlega erfið íþrótt Þetta er líkamlega erfið íþrótt. „Þegar ég byrj- aði hafði ég kannski 30-40 mínútur áður en hendurnar voru orðnar að gúmmíi. Það þarf að hafa kraft til að ná öldunum. Þetta er í raun eins og að synda skriðsund með lóð í marga klukkutíma, því ert í gallanum og með hanska. Ef þú gerir þetta reglulega og ert í þjálfun get- urðu alveg sörfað í sex klukkutíma. Svo tekurðu öldu og ef þetta er mjög góð alda þá ferðu langt með henni. Síðan þarftu að róa alla leiðina til baka. Þá þarftu að bíða eftir að rétta aldan komi þannig að það er pása á milli.“ Líkaminn þarf mikla orku til að halda á sér hita við þessa iðju. „Þegar það er rosalega kalt ertu líka að halda á þér hita. Ef þú sörfar í sex tíma þá brennirðu mörgum kaloríum,“ segir hann og brennslan er enn þá meiri ef frostið er fimm gráður. „Þá borðar maður mikið á eftir. Svo er þetta svo gaman. Ef þú værir í einhverri líkamsræktarstöð að lyfta værirðu löngu hættur en maður hugsar, „bara eina í viðbót“. Þú ert kannski tvo klukkutíma í viðbót, þang- að til að það liggur við að þú skríðir upp úr.“ Morgunblaðið/Eggert 20.1. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.