Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2019, Qupperneq 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2019, Qupperneq 19
Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson fram-haldsskólakennari uppgötvaði þegarhann var kominn á fertugsaldur að hann þurfti hjálp vegna óhóflegrar tölvunotkunar en þá setti hann í samhengi ýmislegt sem hann hafði látið sitja á hakanum í lífinu og vanrækt til þess að geta eytt sem mestum tíma í tölvunni. Síðan þá, í rúm 10 ár, hefur hann haldið fyrir- lestra og námskeið um áhrif óhóflegrar tölvu- notkunar, í grunn- og framhaldsskólum, starfs- endurhæfingum eins og Janus, Hringsjá og Hugarafli, frætt og miðlað af sinni eigin reynslu. Hver er þín eigin saga? „Um leið og ég sá fyrsta tölvuleikjaspilið, 9 ára á Reykjavíkurflugvelli, var ég uppnuminn og fór að bera út blöð til að geta farið í tölvuleik- inn. Tíu eða ellefu ára stóðst ég ekki mátið og eyddi á einum degi öllum blaðburðarpening- unum í leiknum, það blundaði því sterkt í mér að ánetjast tölvum,“ segir Þorsteinn. „Þegar ég fékk Sinclair Spectrum í ferming- argjöf varð ekki aftur snúið. Ef það hefði ekki verið þannig að það þurfti að nota sjónvarpið til að tengjast tölvunni hefði ég verið og fengið að vera í henni allan daginn en annars fékk ég bara að vera eins og ég vildi enda fannst fjöl- skyldunni ég mjög sniðugur í tölvunum. Ég var af þessari fyrstu kynslóð sem hafði aðgang að tölvum heima og þekking foreldra á þeim tíma var lítil um afleiðingar af ofnotkun. Þegar ég var 18 ára fékk ég Amiga-tölvu með mínum eigin skjá, gat verið enn lengur í tölv- unni og árið 1990 kynntist ég loks netinu og þá var fjandinn laus.“ Þorsteinn rekur hvernig framan af hafi tölv- an stýrt lífi sínu, hann kláraði ekki nám, fannst erfitt að sinna vinnu þar sem hann þurfti þá að hætta í tölvunni. Hann var 33 ára gamall þegar augu hans lukust upp. „Ég var fluttur aftur til foreldra, skuldugur upp fyrir haus, hafði flosnað fjórum sinnum upp úr námi eftir grunnskóla, var að sjálfsögðu ekki í sambúð því ekkert samband lifði af tölvufíkn mína, og barnlaus. Ég átti engar eignir nema tölvuna mína. Það hentaði mér þó vel að ég vann í BT og var þar yfir tölvuleikjadeildinni, enda voru þeir fljótir að sjá að ég vissi allt um tölvuleiki.“ Þessir hlutir breyttust hratt eftir að Þor- steinn tók á notkun sinni og átta árum síðar hafði hann verið í sambúð í átta ár, átti barn, bjó í eigin húsnæði og hafði lokið meistaranámi í kennslufræðum, með grunnskóla- og fram- haldsskólaréttindi. Tveimur árum síðar hafði hann klárað diplóma í stjórnunarfræði og sinnt rafvirkjanámi meðfram starfi. Miðnæturopnun opnaði augun „Ég man vel þegar augu mín lukust upp. Það var miðnæturopnun í BT í Smáralind og á henni sá ég fullt af fullorðnum karlmönnum sem biðu þarna gráir í framan í röðinni eftir nýrri tölvu- leikjauppfærslu. Stelpan sem var á kassanum flúði inn á lager því það urðu slagsmál um að ná eintaki og ég kom hálfrispaður heim og skildi ekkert hvað gerðist. Ég fór þá að hugsa hvort það gæti verið að þetta væri einhvers konar fíkn – ég væri ekki bara svona brjálæðislegur áhugamaður. Ég ákvað að prófa að slökkva á tölvunni og fékk bara þunglyndiskast, varð þvalur, átti erfitt með svefn, vaknaði með höf- uðverki og ógleði, bara vegna þess að ég var ekki fyrir framan skjáinn. Þarna ákvað ég að taka þetta föstum tökum, taka tölvuna úr fyrsta sæti, fór að spá í hvernig ég vildi hafa líf mitt og fór í huganum yfir aðra hluti lífsins sem ég hafði eiginlega misst af.“ Þorsteinn hefur miðlað þessari reynslu í fyr- irlestrum og hann tekur fram að það sé ekki til að fá fólk til að hætta að nota tölvur heldur hjálpa því að nota skjátæki á uppbyggjandi hátt og koma í veg fyrir að ofnotkun á þeim hafi þau áhrif að fólk missi af lífinu. „Skjátæki eru ekki slæm, þessi tækni er frá- bær, ég kynntist konunni minni til dæmis í gegnum netið en þegar tækin eru í fyrstu sæt- unum þá snýr þetta öðru vísi að fólki. Ég hafði sjálfur þarna ekki bara vanrækt menntun og starf heldur líka vini, tómstundir og önnur áhugamál og einangrað mig. Ég hafði ekki lifað lífinu til fulls.“ Þorsteinn segir að það sé langt frá því að hann sé hættur í tölvunni, en í dag passi hann sig að klára allt sem þarf að gera áður og oft líði langir tímar sem hann er ekkert í tölvunni nema vinnutengt. „Ég get alveg lent í því að verða pirraður við syni mína eða konu af því að þau eru að tala við mig meðan ég er að gera eitthvað í tölvunni. En munurinn er sá að ég er meðvitaður um það. Aðalatriðið er að það þarf að sinna ákveðnum atriðum í lífi sínu og ýta ekki mikilvægum atrið- um lífsins í burtu fyrir tölvuna. Ef maður klárar þau ræður maður hvernig maður notar frítíma sinn. Ætlar maður að nota það í ræktina, horfa á Game of Thrones, aftur, vera í tölvunni, fara á pöbbinn?“ Ringlaðir foreldrar sem vilja gera rétt Þorsteinn og Gunnar Örn Ingólfsson sálfræð- ingur hafa í samvinnu haldið námskeið fyrir fullorðna þar sem ofnotkun þeirra á tölvum hef- ur komið niður á lífi þeirra og hafa þau nám- skeið verið ókeypis fyrir einstaklinga en stefnt er að því að halda einnig námskeið fyrir börn og unglinga og fræðslunámskeið fyrir foreldra um tölvuuppeldi. Þorsteinn á sjá sjálfur tvo drengi, 6 og 10 ára. „Það var ekki fyrr en í kringum 2000 sem ég fór að heyra raddir um að kannski þyrfti að setja mörk á tölvutíma barna en þær voru ekki margar. Fólk réttlætti frekar tölvunotkun barna sinna með að þetta væri framtíðin, var stolt af því hvað barnið var klárt í þessu, þetta væri helsta áhugamál þess. En á móti kemur að barn sem er mikið í tölvu hefur oft ekki fengið aðstoð eða tíma til að rækta önnur hugðarefni og því hefur það einfaldlega ekki fengið að kynnast mörgu öðru. Það er vakning í gangi í dag, foreldrar vilja gera rétt en eru um leið óörugg hvernig á að bera sig að við tölvuuppeldi því þessi umræða er frekar ný. Þetta gengur líka í bylgjum. Ég elst upp við mikið frjálsræði þar sem engin kynslóð á undan hafði þekkingu á fyrirbærinu. Ég er síðan miklu harðari við mína krakka þar sem ég þekki æsku í skjáheimi. Sem mun svo kannski skila sér í því að krakkarnir mínir verða linari við sína krakka. Almennt er fólk meira vakandi í dag. Að passa upp á tölvunotkun barna er það sama og að passa upp á að börnin borði hollt og séu úti að leika sér í öruggu umhverfi, þetta er part- ur af uppeldinu.“ Í stigvaxandi skömmtum Við hvað miðar þú sjálfur í þínu uppeldi? „Ég reyni að láta börnin mín líta þannig á að tölvunotkun sé ekki sjálfgefin. Þó að tölvan sé í fyrsta sæti hjá þeim, þá reyni ég að ýta henni 3.-4. sætið. Auðvitað er þetta persónubundið hvaða tölvutími hentar en ég er til dæmis með fastar reglur eins og að fara ekki í tölvuna ef það er óhreint í herberginu, eða það á eftir að læra heima. Við höfum miðað við að undir sex ára aldrei sé engin skjánotkun nema undir eftirliti og þá erum við að velja öppin og erum með þeim allan tíma. Það er ekkert krúttlegt við það að sjá barn undir sex ára haldandi eitt á spjaldtölvu, eftirlitslaust. Eftir sex ára höfum við haft fjóra tölvudaga í viku, hálftíma í senn. Eftir átta ára breyttist tíminn í hálftíma á hverjum degi og klukkutíma á dag eftir 10 ára aldur.“ Þorsteinn segir að með því að leyfa tölvu- notkun í stigvaxandi skömmtum upp aldurinn upplifi hann að börn venjist því að tíminn er aldrei of mikill en það geti verið erfiðara að snúa við séu ung börn búin að venjast rýmri skömmtun á tíma. „Ég fæ stundum spurningar hvort eldri strákurinn minn, 10 ára, verði ekki brjálaður þegar hann á að hætta í tölvunni eftir skammt- aðan tíma en hann þekkir ekkert annað og er þakklátur fyrir og finnst spennandi þegar tím- inn verður meiri með vaxandi aldri. Þorsteinn segir að vissulega hafi þó komið upp vandamál og sjálfur hafi hann þurft að taka á því þegar sonur hans stalst í tölvuna þegar ekki var tölvutími og margir foreldrar hafi átt í slíkum vandræðum, jafnvel hafi börn verið að rífa sig upp eldsnemma meðan foreldrarnir sváfu enn til að geta spilað Fortnite. „Við tókum tölvuna einfaldlega ótímabundið úr notkun og foreldrar þurfa líka að vera óhræddir við að setja reglur og fylgja þeim svo eftir. Ég upplifi skjáhlé almennt af hinu góða. Við erum til dæmis að upplifa það núna þegar tölvan er ekki í notkun á heimilinu að sonur okkar blómstrar. Hann fer út að leika, hringir í systur sína sem er flutt að heiman til að athuga hvort hann megi koma í heimsókn, leikur við bróður sinn og vill spila við okkur. Litli bróðir hans er með sinn hálftíma á dag en hann sér hvorki mig né bróður sinn í tölvunni og nennir þar af leiðandi ekki í tölvuna sjálfur.“ Nú getur sonur Þorsteins ekki beðið eftir að verða 12 ára, því þá fara hlutirnir að gerast. „Þá er hann komin á þann stað í grunnskóla að hann fer að fá einkunnir og að því gefnu að árangur í námi sé góður sem og ástundun fær hann í raun að stýra sínum tölvutíma sjálfur, miðað við það það sé þó ekki eftir 22 á kvöldin og alls ekki að vakna fyrir allar aldir til að kom- ast í tölvuna.“ Þorsteinn segir að ef foreldrar þurfi að takast á við tölvuvanda unglinga sé mikilvægt að setj- ast niður með viðkomandi og setja reglur með samtali. „Vilji unglingurinn ekki taka þátt í samtalinu verður honum gert ljóst að reglur verða settar án samráðs. Að setja reglur í sam- ráði við unglinginn og standa við þær er lykillin að lausn vandans.“ Ertu ekkert hræddur um að þegar sonur þinn verður 12 ára og fær að ákvarða tímann sinn sjálfur að þá verði notkunin of mikil? „Það getur vissulega gerst og það eru til aðr- ar leiðir en ef maður stýrir notkuninni alveg fyrir þau, til 18 ára aldurs, þegar ekki er lengur hægt að stýra neinu eða hafa nein áhrif – þá geta komið upp vandamál. Með því að færa ábyrgðina smám saman yfir á barnið í svona skrefum, umbuna eftir árangri og ástundun í námi, læra þau að að setja notkun sína í orsakasamhengi. Þegar barnið er sjálfráða, 18 ára, hefur mað- ur ekkert um þetta að segja en með því að gefa þeim sjálfum tækifæri til að þroska það að ákvarða sinn tölvutíma undir svona leiðsögn verða þau ekki bara allt í einu 18 ára og fá þá lausan taum og missa tökin. Ef börn hafa verið í alveg stýrðu í grunnskóla, þar sem aðrir hafa alla tíð stýrt notkun þeirra, missa þau gjarnan tökin á notkuninni í framhaldsskóla þegar þau ráða þessu meira sjálf.“ Í sinni framhaldsskólakennslu segir Þor- steinn nemendum sínum að hann skipti sér ekki af síma- eða tölvunotkun þeirra í tímum, hann setji á ábyrgð nemendanna hvort þau sýni at- hygli í tímum, þau mega bara ekki trufla næsta mann með tæki sínu. „Hvað gerist? Jú, 10-15 prósent nemenda ráða ekki við þetta frelsi og í fyrsta prófinu fá þau falleinkunn. Þannig læt ég þau læra sjálf á hvernig síminn truflar þau. Ég er ekki að þessu til að fella nemendur heldur að þau átti sig sjálf á að það sé tækið sem er að trufla þau.“ Skjáhlé og stýrður tími „Ég upplifi skjáhlé almennt af hinu góðu. Við er- um til dæmis að upplifa það núna þegar tölvan er ekki í notkun á heimilinu að sonur okkar blómstrar,“ segir Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þegar Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson áttaði sig á að hann hafði eytt bróðurparti lífs síns í tölvuleiki og óhóflega tölvunotkun ákvað hann að snúa blaðinu við og aðstoðar í dag aðra við að ná tökum á skjánotkun sinni. 20.1. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Þorsteinn segir afar persónubundið hversu mikill skjátími er of mikill. Í stað þess að einblína á tölvutímann sé mikil- vægara að fylgjast með ákveðnum at- riðum og hann miðar við fjögur. Geti fólk hakað við eitt atriðið er fólk mögu- lega að þróa með sér tölvufíkn. Segi það já við tveimur atriðum þarf virki- lega að skoða sjálfan sig. Að haka í þrjú atriði þýðir vandi og fjögur atriði þýðir að fólk þarf virkilega á aðstoð að halda.  Er tölvan reglulega tekin fram yfir vinnu og skóla?  Er tölvan tekin fram yfir að hitta vini í persónu eða njóta annarra áhuga- mála?  Er tölvan tekin fram yfir fjölskyldu- samveru?  Er tölvan tekin fram yfir andlega og líkamlega heilsu? Ertu í vanda?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.