Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2019, Side 31
viti hún að breskt stjórnmálalíf myndi seint bíða þess
bætur yrðu fyrirheitin svikin.
En tillögur hennar og sífelld eftirgjöf eru því miður
þegar handan við þau mörk að við niðurstöðuna hafi
verið staðið.
Fyrirslátturinn
Nú er því haldið fram til að rökstyðja kröfu um nýja
kosningu um aðild að ESB að þeir sem sögðu já við
spurningu um útgöngu hefðu ekki vitað hvers konar
útgöngusamning þeir myndu fá. Það er auðvitað rétt.
En sá samningur átti ekki að snúast um annað en til-
högun og þess vegna var hans hvergi getið í spurn-
ingunni sem lögð var fyrir þjóðina.
Og þegar fjölmiðlar senda sína menn út af örkinni
nú til að spyrja almenning er svarið sem þeir fá lang-
oftast það að kosið hafi verið um það eitt sem fyrir
var lagt.
En svo er auðvitað hitt að ríkisfjölmiðlarnir, sam-
tök atvinnulífsins, breski seðlabankinn og forstjórar
stærstu fyrirtækja höfðu allir, ásamt flestum fag-
mönnum háskólanna, málað það með sterkum litum
hvílík fjárhagsleg eymd myndi bíða Breta frá fyrsta
degi segði meirihlutinn já við útgöngu. Sá hræðslu-
áróður var jafnvel verri en hin ömurlega tilraun til að
hræða Íslendinga vegna Icesave. Allur sá magnaði og
óbilgjarni áróður lá því svo sannarlega fyrir. Og svo
vondur sem útgöngusamningur May var er hann eins
og brúðarterta hjá fyrrnefndum ofsaspám í aðdrag-
anda kosninganna. En samt sagði þjóðin já.
Svíkja sína huldumey, lýðræðið
En fyrst og síðast er að verða æ ljósara að óþægilega
margir stjórnmálamenn samtímans eru ekki lengur
lýðræðissinnar í hjarta sínu og þar með ekki heldur
þegar kemur að því að breyta orðum sínum í efndir.
Þeir bjóða sig vissulega fram fyrir ólíka flokka eins
og áður. En eins og við sjáum svo oft í nærumhverf-
inu þá eru þeir margir eins og í einum flokki núorðið,
flokki sem aldrei býður fram.
Við höfum séð það margoft í ógeðfelldu fitli þessa
eineggja stjórnmálaliðs við stjórnarskrá landsins.
Þær fréttir sem teknar eru að berast nú um væntan-
lega niðurstöðu þess samkrulls benda til að forðum
stórflokkar ráðgeri að leggjast flatir fyrir Samfylk-
ingu og Viðreisn og eru sársaukafullt merki þessa.
Þjóðin sendi þau skilaboð sem eftir var tekið að hún
hefði ekki nokkurn áhuga á misheppnuðu aldar-
afmælisbröltinu, þegar hún lét ekki sjá sig á Þingvöll-
um. Enda hví ættu Íslendingar að vilja fagna fullveldi
með þeim sem ekkert vilja sjálfir hafa með það að
gera?
Myndin af einflokknum hímandi í einsemd á rán-
dýrum pöllunum við Almannagjá gat ekki aumari
verið. Hann skundaði á Þingvöll en strengdi engin
heit sem eiga þar heima. Og sjálfsagt er ekki tilhlökk-
unarefni til annars afmælishalds séu formerkin
svona.
En hitt er rétt, það stendur hvergi að stjórnmála-
menn eigi að vinna af heilindum enda er svo komið og
er enn eitt furðuverkið að þingmenn eru búnir að
framselja hluta af tilveru sinni til utanaðkomandi
nefndar, og eru þá væntanlega bundnir af samvisku
hennar en ekki sinni eins og stjórnarskráin, sem
margir þeirra virðast fyrirlíta, segir fyrir um. Þá vit-
leysu ræddu þeir aldrei við kjósendur sína eða sinn
flokk, nema þá einflokkinn, sem þeir þora ekki fyrir
sitt litla líf að skilja sig frá.
Fyrst svona er komið, er þá ekki miklu betri kostur
að fá að kjósa þessar siðanefndir og hina sem
Moskvu-Jón stýrir bara beint og sleppa hinum?
Því fyrr því betra.
Láta svo siðanefndirnar halda útifund á Þingvöllum
og sjá hverjir mæta.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
’
Kjörorðin voru: „Never, never, never
quit.“ Þeir sem horfa gagnrýnum augum
á tilburði May forsætisráðherra segja að
hennar háttur sé að gefast upp fyrir búrókröt-
um Brussel hvenær sem hún fái færi á.
20.1. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31