Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2019, Blaðsíða 36
Það fjalla mjög margir þættir ísjónvarpi um lífsstíl og viðliggur að hugtakið sé komið með óorð á sig. Þess vegna langaði mig að koma úr annarri átt og niður- staðan varð sú að leggja áherslu á að þetta væri vísindaleg nálgun en án þess þó að hljóma eins og Sigurður H. Richter og Nýjasta tækni og vísindi. Þetta eru með öðrum orðum vísinda- legir heimildarþættir um heilsu á mannamáli.“ Þetta segir Helga Arnardóttir sjónvarpskona en á þriðjudag koma inn í Sjónvarp Símans Premium átta nýir heimildarþættir eftir hana undir yfirskriftinni Lifum lengur. Fyrsti þátturinn verður á dagskrá Sjón- varps Símans sama kvöld. Að sögn Helgu er um faglega um- fjöllun að ræða, þar sem rætt er við vísindamenn, sérfræðinga og lækna sem horfa áhyggjufullir upp á alvar- legan heilsubrest í samfélaginu vegna óheilbrigðs lífsstíls. „Við erum að borða okkur í gröfina og hreyfa okkur ekki í gröfina, ef svo má að orði kom- ast, og mikilvægt að grípa hratt og örugglega í taumana,“ segir Helga en einnig er rætt við venjulegt fólk um reynslu þess. Sjálf hefur hún meira verið í hörð- um fréttum og glæpamálum á sínum sjónvarpsferli og segir suma hvá þeg- ar hún upplýsi að hún sé að vinna þætti um heilsu. „Staðreyndin er hins vegar sú að ég hef gengið lengi með þessa þætti í maganum enda fann ég þessi fjögur ár sem ég var í Kastljós- inu á RÚV að fólk hefur brennandi áhuga á þessum málum; það vill upp til hópa bæta heilsu sína og fræðast um leiðir að því marki.“ Rætt er við fjölmargra sérfræð- inga í þáttunum, þar á meðal dr. Chatterjee Rangan sem er breskur heimilislæknir og metsöluhöfundur. Hann hefur skrifað og fjallað töluvert um fjóra þætti heilsu sem skiptir lyk- ilmáli að halda í góðu horfi til að sporna gegn myndun alvarlegra og þekktra lífstílssjúkdóma sem herja á vestræn samfélög í dag. Þessir heilsufarsþættir samanstanda af svefni, næringu, hreyfingu og and- legri heilsu og verða tveir sjónvarps- þættir helgaðir hverjum þeirra. „Þetta er eldgömul nálgun sem af einhverjum ástæðum hefur gleymst. Það er svo margt sem við getum gert sjálf til að koma í veg fyrir alvarlega sjúkdóma; svo sem að hreyfa okkur meira, vera úti í dagsbirtunni og draga úr neyslu á koffeini. Við plöntum allskyns fróðleiksmolum hér og þar í þáttunum og tilgangurinn er alls ekki að prédika, heldur fræða og útskýra. Það er ekki nokkur maður dæmdur í þessum þáttum.“ Óvísindalegar tilraunir Þá eru unnar óvísindalegar sjón- varpstilraunir undir leiðsögn sér- fræðinga fyrir þættina þar sem fjallað verður um hvernig breyting á mataræði, aukin hreyfing og fleira getur gerbreytt heilsu fólks á skömmum tíma. Sjálf komst Helga að raun um að góð og markviss hreyfing yfir daginn getur gert sama gagn og að mæta í ræktina. „Þetta kom mér svolítið á óvart en með því að ná átta til tíu þúsund skrefum á dag brenndi ég nánast jafnmörgum kaloríum og ef ég mætti í ræktina. Það sýnir hvað það skiptir miklu máli að setja hreyf- ingu inn í líf sitt,“ segir hún. Brennslan dagana sem Helga hreyfði sig var á bilinu 2.400 til 2.800 kaloríur en á „letidögum“ var hún að- eins 1.800 kaloríur. „Reiknað var út fyrir mig að væru allir dagar letidag- ar myndi ég þyngjast um sextán kíló á ári. Það er ekkert smáræði. Það munar um alla hreyfingu.“ Helga segir gerð þáttanna hafa verið fróðlega og skemmtilega og hyggst halda áfram að hamra járnið með hljóðvarpi og opnun heimasíð- unnar lifumlengur.is, þar sem fróð- leik um heilbrigðari lífsstíl verður miðlað. „Mig langar að gera meira úr þessu frá ýmsum sjónarhornum; hvetja til heilsubyltingar.“ Helga Arnardóttir lærði margt við gerð þáttanna. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Borðum okkur ekki í gröfina! Lifum lengur kallast átta glænýir þættir um heilsu eftir Helgu Arnardóttur sem koma inn í Sjónvarp Símans Premium á þriðjudaginn. Þar nálgast hún viðfangsefnið vísindalega en í senn á mannamáli. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.1. 2019 LESBÓK ELJA Enda þótt þeir séu komnir á áttræðisaldurinn er engan bilbug á eftirlifandi meðlimum hinnar goðsögu- legu rokkhljómsveitar The Who að finna. Roger Dalt- rey, 74 ára, og Pete Townshend, 73 ára, kynntu í vik- unni glænýja tónleikaferð um Bandaríkin sem hefjast mun í maí undir yfirskriftinni „Áfram gakk“. Með í för verður sinfóníuhljómsveit, hvorki meira né minna. Áður hafði komið fram að sveitin hyggst senda frá sér sína fyrstu breiðskífu frá 2006 síðar á þessu ári. „Setjið ykk- ur í stellingar, Who-aðdáendur,“ sagði Daltrey við fjöl- miðla. „Þó að þetta sé The Who með sinfóníuhljómsveit þýðir það ekki að við Pete gefum nokkurn afslátt af því hvernig við flytjum okkar tónlist. Þetta verður Who í öllu sínu veldi með horn og bjöllur.“ Er hver? Roger Daltrey og Pete Townshend. Reuters HEILSA „Ég verð ekki enn ein tölfræðin varðandi sjálfsmorð!!!!! Ég ætla að leita mér hjálpar strax á morgun. Ég kem til með að berjast fyrir framtíð minni og neita að gefast upp.“ Þessi dramatísku orð lét Jesse Leach, söngvari bandaríska málmbandsins Kill- switch Engage, falla á Instagram á dögunum en hann hefur glímt við þunglyndi og kvíða. Til að bæta gráu ofan á svart skildi Leach ný- verið við eiginkonu sína til sextán ára. „Geð- sjúkdómar eru veikindi og þegar þeir skarast við harmleik geta þeir skellt manni flötum og sogað úr manni kraftinn með hætti sem mað- ur hefði aldrei getað séð fyrir.“ Hefur ekki áform um að svipta sig lífi Jesse Leach er boginn en ekki brotinn. Wikipedia Metallica setur bjór á markað Málmgoðin í Metallica hafa í sam- starfi við Arrogant Consortia, sem er partur af Stone Brewing- brugghúsinu, sett á markað nýjan bjór, Enter Night Pilsner. Mjöður- inn er þegar kominn í verslanir í Bandaríkjunum og verður fáan- legur víðar með vorinu. Á heima- síðu Metallica er Stone Brewing lýst sem hinum fullkomna sam- starfsaðila en í anda málmbandsins og brugghússins er bjórinn sagður „liggja þvert á línur, vera gríðar- lega sjálfstæður, brjóta niður stað- almyndir og ögra hefðum“ en nafn- ið vísar í eitt vinsælasta lag Metallica, Enter Sandman frá árinu 1991. Með uppátækinu fetar Metal- lica í fótspor annarra málmgoða, Iron Maiden, sem eiga sinn eigin bjór, Trooper. Hinn nýi Enter Night Pilsner. BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 20 - 50% afsláttur af útsöluvörum 10% afsláttur af nýjum vörum J A N Ú A R Ú T S A L A Trace leðursófi kr. 298.700 Nú kr. 195.000 -30%

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.