Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2019, Side 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2019, Side 37
20.1. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 007 Breska leikkonan Jade Anouka hefur brennandi áhuga á því að taka að sér hlutverk njósnara hennar há- tignar, James Bond, í framtíðinni. „Lengi vel datt ekki nokkrum manni í hug að konur gætu farið með hlut- verkið en enginn getur útilokað þann möguleika í dag,“ segir hin 27 ára gamla Anouka í samtali við The Indep- endent. „Hvers vegna ættum við ekki að geta verið með kvennjósnara sem er stimamjúk og lipur undir voðum? Hægt er að ímynda sér það ... og ég er klár í slaginn. Úr því ljóshærður leikari gat leikið Bond, Daniel Craig, þá gætum við þurft að búa okkur undir fleiri breytingar.“ Spurð hvort Idris Elba sé ekki á undan henni í röðinni svarar Anouka: „Jú, það yrði svalt, eða einhver yngri svartur leikari. Ekki segja honum að ég hafi sagt það.“ Svört kona sem Bond? Jade Anouka. SJÓNVARP Breska ríkissjónvarpið, BBC, hefur borið til baka orðróm þess efnis að knattspyrnugoðsögnin David Beckham muni koma fram í fimmtu seríunni af hinu vinsæla millistríðsáraspennudrama Peaky Blinders. „Frábær dagur á tökustað á Peaky Blinders. Kærar þakkir til höfundarins, Steve Knight, og hans fólks fyrir að hafa hugsað um mig. Hlakka til fimmtu seríunnar,“ sagði Beck- ham á samfélagsmiðlum fyrir skemmstu og einhverjir túlkuðu færsluna á þann veg að hann væri genginn til liðs við þættina. Svo er þó ekki. „Við könnumst ekki við að Beckham komi fram í Peaky Blinders,“ segir BBC. Enginn Beckham í Peaky Blinders David Beckham er alla jafna fínn í tauinu. AFP Aðdáendur Downton Abbey og bresks búningadrama yfirleitt geta tekið gleði sína en Julian Fellowes, höfundur hinna marg- rómuðu og vinsælu þátta, vinnur nú að handriti upp úr eigin skáld- sögu, Belgravia, og gengið er út frá því að framleiðsla þáttanna hefjist eftir nokkra mánuði, að því er fram kemur á Dateline. Bókin sló að vísu ekki í gegn þegar hún kom út árið 2016 en Fellowes er ekki í minnsta vafa um að sjónvarpsformið muni henta sögunni betur. Sögusviðið er Lundúnir í kringum 1840 og hermt er af hinni eilífu togstreitu milli hinna ríku og hinna nýríku. Ástir takast með stúlku af nýríku fólki og pilti af aðalsættum með tilheyrandi dramatík og voðalegt leyndarmál kraumar undir niðri. Fellowes situr ekki auðum höndum en hann skrifaði hand- ritið að Downton Abbey-kvik- myndinni sem frumsýnd verður í september næstkomandi, auk þess sem hann vinnur að períóðu fyrir NBC, The Gilded Age, og The English Game fyrir Netflix en það verkefni hverfist um uppruna sjálfrar knattspyrnunnar. Það var jafnan handagangur í öskjunni í hinum vinsælu þáttum Downton Abbey. Nú er kvikmynd á leiðinni og til stendur að frumsýna hana í september. ITV NÝTT BÚNINGADRAMA FRÁ FELLOWES Forboðnar ástir um miðja nítjándu öld Julian Fellowes er með mörg járn í eldinum um þessar mundir. Þriðja serían af spennuþáttunum True Detective var frumsýnd á efnisveitunni HBO í vikunni og hafa fyrstu viðbrögð gagnrýnenda verið jákvæð. Fyrsta sería True Detective sló rækilega í gegn árið 2014 en meðal leikenda þar voru Matthew McConaughey, Woody Harrelson og Ólafur Darri Ólafsson. Þóttu þættirnir ferskir, djúpir og spennandi enda þótt einhverjum fyndist nóg um heimspekina sem sullaðist án afláts upp úr Rust Cohle sem leikinn var eftir- minnilega af McConaughey. Önnur serían, sem skartaði Rachel McAdams og Colin Farrell, fékk ekki eins góða dóma og fyrir vikið er tals- vert undir að þessu sinni. Nýju þætt- irnir teygja sig yfir þrjú tímaskeið. Þeir hefjast á rannsókn á hvarfi tveggja barna í Arkansas árið 1980. Lögreglumennirnir Roland West og Wayne Hays hafa rannsóknina með höndum en með hlutverk þeirra fara Stephen Dorff og Mahershala Ali. Okk- ur ber aftur niður árið 1990 þegar grunur vaknar um að rangur maður hafi verið gripinn og dæmdur fyr- ir glæp sem við fáum smám saman að vita hvers eðlis er. Loks er sögusviðið árið 2015 þegar annar lögreglumannanna minnist atburðanna orðinn göngulúinn og kominn með elli- glöp. Mætir meðal annars í viðtal í sjón- varpsþætti sem heitir því skemmtilega nafni True Criminal. „Drifin áfram af stórbrotinni frammi- stöðu Mahershala Ali finnur þriðja serí- an af True Detective ferska nálgun með því að rannsaka raunsanna at- burði – enda þótt það sé að einhverju leyti á kostnað heillandi furðu- legheitanna sem einkennt hafa þættina,“ segir í umsögn á Rotten Tomatoes. Stephen Dorff og Mahershala Ali í hlutverkum sínum sem lögreglumenn í þriðju seríunni af True Detective. HBO NÝ SERÍA AF TRUE DETECTIVE Rannsaka barnshvörf Breska leikkonan Carmen Ejogo leikur í þáttunum. AFP Á laugardags- kvöldum í vetur sýnir RÚV kvik- myndir sem hafa valdið straum- hvörfum í kvik- myndasögunni. Í þetta sinn er það kvikmyndin Do the Right Thing frá 1989 í leik- stjórn Spikes Lee. Myndin fjallar um lífið í hverfi í Brooklyn og at- burðarásina á heitasta degi sumars- ins. Aðalmyndin á laugardagskvöldið hjá Sjónvarpi Símans er gam- anmyndin Legally Blonde 2 með Reese Wither- spoon í aðalhlutverki. Þegar hér er komið sögu er ljóskan Elle Woods nýbúin að missa vinnuna á stórri lögmannsstofu vegna skoðana sinna á dýraverndunarmálum. Ein af laugardagsmyndum Stöðvar 2 er The Vanishing of Sidney Hall. Dramatísk og dular- full mynd frá 2017 með Logan Lerman og Elle Fanning. Mynd- in fjallar um hinn snjalla Sidney Hall sem er talinn einn besti rithöf- undur síðari tíma. SJÓNVARPIÐ UM HELGINA Ármúla 26 | 108 Reykjavík | Sími 578 4400 | heimilioghugmyndir.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.