Morgunblaðið - 09.03.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2019
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ
Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum.
Í gær bárust fréttir af því aðbreski forsætisráðherrann léti
flugvél breska flughersins bíða til-
búna ef kallið kæmi frá Brussel
um að henni væri óhætt að skjót-
ast yfir sundið með skottið á milli
lappanna og skrifa undir nýjan
„samning“ við
Evrópusambandið.
Þetta verður aðteljast tölu-
verð breyting á
nýtingu á breska
flughernum frá
því sem var á
þeim tíma sem flugherinn varði
Bretland og Churchill orðaði hlut-
verk hans með þeim hætti að aldr-
ei hefðu jafn margir átt jafn fáum
jafn mikið að þakka.
Nú munu sennilega einhverjirsegja að aldrei hafi jafn
margir átt einum forsætisráðherra
jafn lítið að þakka.
Ný könnun sýnir að minnstakosti að flestir þeirra sem af-
stöðu taka, nær sex af hverjum
tíu, telja að Bretland eigi að yfir-
gefa Evrópusambandið án samn-
ings ef sambandið gefi ekki meira
eftir.
Breskir ráðamenn hafa hinsvegar verið svo skelfingu
lostnir af tilhugsuninni um að
framkvæma vilja kjósenda um
Brexit, að þeir eru enn að leita
leiða til að yfirgefa sambandið
ekki í raun. Og Evrópusambandið
hefur eins og jafnan gert allt sem
í þess valdi hefur staðið til að
koma í veg fyrir að kjósendur
fengju sitt fram.
Bretland á að yfirgefa ESB 29.mars, eftir átján daga. Af-
staða sambandsins til lýðræðis er
slík að enn er óvíst hvort af verð-
ur.
Theresa May
Flugherinn til taks
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Loðnuleit grænlenska uppsjávar-
veiðiskipsins Polar Amaroq hafði
ekki skilað neinum árangri síðdegis í
gær. Skipið var þá statt út af Breiða-
firði eftir að hafa siglt nær hringinn í
kringum landið. Það er væntanlegt í
land í dag, að sögn Þorsteins Sig-
urðssonar, sviðsstjóra hjá Hafrann-
sóknastofnun.
„Útkoman er eitt stórt núll,“ sagði
Þorsteinn. Hann sagði að þetta væru
vonbrigði, en ekki alveg óvænt. Ekki
er að sjá neina vesturgöngu og sagði
skipstjórinn að þetta væri líflítið.
Loðnan er byrjuð að hrygna og
nær hún hámarki sennilega í næstu
viku. Hrygningarstöðvar loðnunnar
sem gengur réttsælis og var fyrir
Suðurlandi um daginn eru í Faxaflóa
og Breiðafirði. Þar með lýkur ævi-
skeiði nánast allrar loðnunnar sem
drepst við hrygninguna. Fyrir norð-
an eru einhverjar hreytur af loðnu
sem hrygnir seinna og getur hún
verið að hrygna fram á vor.
Vesturgöngur loðnu hafa gengið
andsælis og andstreymis. Þeim hef-
ur verið fylgt alveg suður fyrir
Reykjanes. Sú loðna kemur seinna
upp að landinu en aðalgangan og
virðist stytta sér leið á hrygningar-
stöðvar. Vonir um vesturgöngu fara
nú dvínandi, að sögn Þorsteins.
gudni@mbl.is
Útkoma loðnuleitar er „stórt núll“
Polar Amaroq fann enga loðnu
Engin merki sáust um vesturgöngu
Ljósmynd/Eyjólfur Vilbergsson
Polar Amaroq Myndin er af skipinu
að loðnuveiðumí fyrravetur.
Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps mun
ganga til samninga við Braga Þór
Thoroddsen lögfræðing um starf
sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, en
ákvörðunin fer þvert á mat fagaðila.
Niðurstaða ráðningarfyrirtækisins
Hagvangs, sem fengið var til að
meta hæfni umsækjenda, var að
annar umsækjandi, Kristinn H.
Gunnarsson, ritstjóri og framhalds-
skólakennari, væri hæfastur í starf-
ið. Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps
samþykkti á fundi á föstudaginn síð-
astliðinn með þremur atkvæðum
gegn tveimur að ganga til samninga
við Braga.
Steinn Ingi Kjartansson, oddviti
Súðavíkurhrepps, segist sjálfur
hefðu viljað að gengið yrði til samn-
inga við Kristin, í samræmi við mat
Hagvangs, en ákvörðun hrepps-
nefndarinnar hafi verið lýðræðisleg.
„Kjarninn í þessu er hreinlega sá að
hreppsnefndin velur þetta og við
sem erum í minniluta hlítum því. Við
lentum undir í atkvæðagreiðslunni,“
segir Steinn. Hann segir að erfitt sé
að færa haldbær rök fyrir ákvörðun
nefndarinnar en hann telur að skyn-
samlegast hefði verið að velja þann
sem metinn hafi verið hæfastur í
starfið. „Þau rök gengu bara ekki
upp,“ segir hann.
Þrettán umsóknir bárust um
starfið. Efstu þrír umsækjendurnir
að mati Hagvangs voru þeir Björn
Lárusson, Bragi Þór Thoroddsen og
Kristinn H. Gunnarsson en Kristinn
var metinn hæfastur umsækjenda.
Á aukafundi sveitarstjórnar 2.
mars, þar sem ráðning sveitarstjóra
var til umræðu, lagði Samúel Krist-
jánsson til að atkvæðagreiðsla þar
um skyldi vera leynileg og var til-
lagan samþykkt með þremur at-
kvæðum gegn tveimur.
veronika@mbl.is
Vilja að Bragi Þór
verði sveitarstjóri
Sveitarstjórn Súða-
víkurhrepps valdi
þvert á mat fagaðila
Súðavík Nýr sveitarstjóri verður
ráðinn í hreppnum á næstunni.