Morgunblaðið - 09.03.2019, Page 16

Morgunblaðið - 09.03.2019, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fyrir helgikom framniðurstaða samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytisins vegna kvörtunar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins um að ranglega hafi verið boðað til fundar í samgöngu- og skipulagsráði borgarinnar hinn 15. ágúst síð- astliðinn og fundurinn því ólögmætur. Ráðuneytið kemst að sömu niðurstöðu og borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, að fundarboðið hafi verið gall- að og ekki í samræmi við regl- ur borgarinnar. Ráðuneytið mælist til þess í bréfi sínu til borgarstjóra vegna þessa máls að framvegis verði tryggt að boðun funda stjórnsýslu- nefnda uppfylli ávallt kröfur laga og reglna. Þessu til við- bótar segir ráðuneytið rétt að lengja þann lágmarksfyrirvara sem sé á útsendingu fund- arboðs og fundargagna til að borgarfulltrúar geti uppfyllt þá skyldu að kynna sér það sem tekið verði fyrir á fund- inum. Allt hljómar þetta sjálfsagt fremur þurrt og leiðinlegt og sennilega finnst flestum að tæknileg mál sem þetta þurfi ekki að rata í fjölmiðla. Þetta sé nokkuð sem fullorðið fólk eigi að geta leyst sín á milli án þess að kvarta opinberlega eða í æðra stjórnvald. Og vissulega væri æskilegt ef það væri hægt og stjórnsýsla borg- arinnar væri með þeim hætti að til slíkra kvartana þyrfti ekki að koma. Þá væri ekki síð- ur æskilegt ef borgarfulltrúar meirihlutans og embætt- ismenn hans, en sumir emb- ættismenn borgarinnar hafa sem kunnugt er ákveðið að vera sérstakir embættismenn meirihlutans, sýndu vilja til að starfa á eðlilegan hátt og tækju betur í ábendingar þeg- ar þeim hefur orðið á. En hver er ástæða þess að málið rataði alla leið til ráðu- neytis sveitarstjórnarmála í stað þess að það væri leyst á vettvangi borgarinnar án þess að nokkur utan borgarkerf- isins þyrfti að verða þess var? Atburðarásin er í stórum dráttum sú, eins og rakið hef- ur verið í fréttum mbl.is og Morgunblaðsins, að borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins kvörtuðu á fundi sam- göngu- og skipulagsráðs hinn 15. ágúst í fyrra undan því að ranglega væri boðað til fund- arins og því væri ekki hægt að halda honum áfram. Fulltrúar meirihlutans höfnuðu þessu, sem varð til þess að þeir sem kvartað höfðu viku af fundi og upplýstu um málið. Viðbrögð meiri- hlutans voru at- hyglisverð en því miður ekki eins- dæmi þegar hon- um verða á mistök – sem er því miður orðið nær því að vera regla en und- antekning. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Kristín Soffía Jónsdóttir, brást við með því að segja kvörtun borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins „hugsanlega vanhugsaðasta og vandræðalegasta upphlaup sem ég hef orðið vitni að á mínum átta ára ferli í pólitík“. Hún bætti svo um betur og fullyrti að fundurinn væri „fullkomlega löglegur“ og sagði í leiðinni að þeir sem kvörtuðu hefðu brotið trúnað og skrópað í vinnunni til að fá mynd af sér í fjölmiðlum. Þessu mátulega málefnalega innleggi borgarfulltrúa Sam- fylkingarinnar var fylgt eftir með orðum formanns skipu- lags- og samgönguráðs, Sig- urborgar Óskar Haraldsdóttur pírata, sem sagði málflutning þeirra sem kvörtuðu vera „leikrit fyrir fjölmiðla“. Hún bætti því við að lögmæti fund- arins færi ekkert á milli mála, bæði lögfræðingar sviðsins og miðlægrar stjórnsýslu hefðu staðfest það. Stóryrtar árásir kjörinna fulltrúa meirihlutans í borg- inni á fulltúa minnihlutans vegna ólöglegrar fundarboð- unar og þar með ólöglegs fundar hafa reynst tilhæfu- lausar og hrein ósannindi. Minnihlutinn átti engan annan kost en að gera alvarlegar at- hugasemdir við ólöglegan fund og hefði brugðist skyldu sinni með því að láta eins og ekkert væri. Meirihlutinn átti ekki að halda áfram eins og ekkert hefði ískorist þegar á þetta var bent, heldur boða til nýs fund- ar og halda sig þannig innan ramma laganna. Þá hefði þetta mál ekki orðið eitt þeirra sem dregið hafa úr trausti Reyk- víkinga á stjórnsýslu borg- arinnar. Það er svo sérstakt rann- sóknarefni, sem vitaskuld hlýtur að verða tekið fyrir á vettvangi borgarinnar, hvort það geti verið að borgar- fulltrúar meirihlutans hafi fengið þá lögfræðiráðgjöf frá embættismönnum umrædds sviðs og miðlægrar stjórnsýslu að ekkert væri við fundinn að athuga. Sé svo er vandinn í embættismannakerfi borg- arinnar enn meiri en þó mætti ætla. Hafi þessi fullyrðing for- manns ráðsins ekki verið sann- leikanum samkvæmt er það ekki síður alvarlegt. Veittu embættis- menn borgarinnar meirihlutanum ranga lögfræðiráð- gjöf eða sagði for- maðurinn ósatt?} Stóryrði meirihlutans reyndust ósannindi N ýverið fjallaði ég á þessum vettvangi um innleiðingu nýrr- ar krabbameinsáætlunar sem ætlað er að stuðla að bættum árangri í baráttu gegn krabbameini á næstu árum. Meðal þess sem krabbameinsáætlun felur í sér er áhersla á breytt fyrirkomulag skimana fyrir krabba- meini með það að markmiði að ná betri ár- angri. Liggja nú fyrir tillögur skimunarráðs og Embættis landlæknis um breytt fyr- irkomulag skimana sem fela meðal annars í sér stóraukna aðkomu Heilsugæslunnar að skimunum en jafnframt að komið verði á fót stjórnstöð skimana sem haldi m.a. utan um krabbameinsskrá. Með tillögunum er verið að færa skipulag skimana nær því skipulagi sem mælt er með í leiðbeiningum Evrópu- sambandsins. Ég hef samþykkt að fela verkefnisstjórn að útfæra og innleiða tillögurnar í samráði við hlut- aðeigandi aðila. Skimunarráð tekur fram í áliti sínu að það mæli með fyrirkomulagi þar sem ákvarðanir eru teknar í gagn- sæju ferli, niðurstöður séu opnar og birtar reglulega og að ábyrgð á skimun sé samfélagsleg og njóti víðtæks stuðnings. Tillögurnar sem nú liggja fyrir miða að því að skimanir verði hluti af almennri og opinberri heil- brigðisþjónustu og er horft til þess að heilsugæslan fái þar aukið hlutverk. Nálægð Heilsugæslunnar við not- endur heilbrigðisþjónustunnar og þekking hennar á almennum forvörnum er til þess fallin að greiða aðgengi almennings að skim- unum og bæta árangur í baráttunni gegn krabbameini. Að mati Embættis landlæknis og skimunarráðs styrkir aukin aðkoma Heilsugæslunnar skipulag, utanumhald og eftirlit skimana hér á landi. Samhliða er lagt til að sett verði löggjöf um skimanir til að setja verkefninu skýrari farveg, skapa því stöðugleika og tryggja öryggi þátttakenda, gæðaeftirlit og fjármögnun. Tillaga um aukna aðkomu Heilsugæslunnar í þessu mikilvæga verkefni er í samræmi við áherslur nýrrar Heilbrigðisstefnu sem nú er til meðferðar hjá Velferðarnefnd þingsins og í samræmi við áherslur mínar um stóraukið hlutverk Heilsugæslunnar í heilbrigðiskerf- inu. Þrátt fyrir að Ísland sé í fremstu röð þegar kemur að greiningu og meðferð á krabbameini höfum við ekki náð að sigrast á því frekar en aðrar þjóðir. Engu að síður hefur mikið áunnist á undanförnum áratugum varðandi forvarnir, greiningu og meðferð og batahorfur þeirra sem greinast hafa batnað verulega. Með mark- vissum skimunum er hægt að ná enn betri árangri í baráttunni gegn krabbameini. Svandís Svavarsdóttir Pistill Bætt skipulag krabbameinsskimana Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Verð á fíkniefnum hefur hald-ist tiltölulega lágt undan-farið ár samkvæmt könnunSÁÁ á verðlagi á ólögleg- um fíkniefnum. Í könnuninni, sem þeim sjúklingum á Vogi sem hafa heilsu til er boðið að taka þátt í, kem- ur m.a. fram að 66% þeirra sem svör- uðu henni höfðu keypt ólögleg vímu- efni eða lyf, en spurt var hvort slík efni hefðu verið keypt og hversu mik- ið hefði verið greitt fyrir þau. Meðal- talsverð er síðan reiknað. Alls svör- uðu samtals 124 sjúklingar könnun- inni sem gerð var á tímabilinu desember 2018 til febrúar í ár. Sem dæmi má nefna að verð á grammi af kókaíni var um 17.000 kr á árunum 2015 til 2016. Verð á gramminu hef- ur, með einni undantekningu, haldist undir 15.000 kr. síðan í maí á síðasta ári. Í þeim mánuði var meðaltals- verðið á grammi af kókaíni 12.923 kr. Verðlækkun síðustu ár Samkvæmt könnuninni var verð á grammi af kókaíni 14.600 kr., 1.gr af MDMA var 9.800 kr., e-tafla kost- aði 2.100 kr., gramm af amfetamíni var á 3.700 kr. og gramm af mari- júana kostaði 2.600 kr. Ef litið er á tveggja til þriggja ára tímabils sést að verð á fíkniefnum hefur lækkað með sveiflum. Í febrúar árið 2015 kostaði gramm af kókaíni 17.000 kr., e-tafla 3.250 kr., gramm af amfetamíni 5.125 kr. og gramm af marijúana 3.200 kr. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi, segist aldrei hafa upplifað frá sjúklingum á Vogi að skortur sé á aðgengi að fíkniefnum . „Það er talað um að þau séu mjög að- gengileg. Verðið hefur ekkert hækk- að á þessum árum, það hefði kannski átt að hækka í krónutölum ef tekið er mið af hagfræðinni. Þetta er allavega ekki að fylgja verðlagsbreytingum, ef svo má segja,“ segir Valgerður. Rúm 53% notað örvandi efni Samkvæmt könnuninni höfðu rúm 53% keypt örvandi efni. Þar af höfðu flestir keypt kókaín (40%) og/ eða amfetamín (38%). Tæp 39% keyptu kannabisefni, langflestir marijúana (38%). Alls sögðust 48 ein- staklingar, eða 39% aðspurðra, hafa keypt lyfseðilsskyld lyf á svörtum markaði. Sex einstaklingar keyptu ofskynjunarlyfið LSD. Um 44% þeirra sem höfðu keypt kannabisefni höfðu einnig notað kannabisefni í raf- rettur (17%). Á þessu þriggja mán- aða tímabili höfðu 26% aðspurðra sprautað vímuefnum í æð. Flestir þeirra höfðu fengið nálar og sprautur í apótekum, önnur svör við þeirri spurningu voru Frú Ragnheiður, Konukot, frá vinum og annars staðar frá. Um 600 manns á biðlista SÁÁ Valgerður segir álagið á SÁÁ vera gríðarlega mikið um þessar mundir. „Það er meira en við getum annað, því miður. Það eru núna 600 á biðlista, eins og hefur verið síðasta rúma ár. Við erum ekki að taka mikið af fólki inn,“ segir Valgerður. Hún segir slæmt að fólk, sem er tilbúið að leita sér aðstoðar, þurfi að bíða svona lengi. „Það er mjög oft ástæða til að grípa inn í fljótt. Við erum ekki að tala um samstundis, en það væri best að reyna grípa inn í innan tveggja vikna.“ Þeir sem eru á biðlista geta sótt göngudeild SÁÁ. „Það væri hægt að gera margt á göngudeildinni en við erum að enn að bíða eftir því að fá samning við ríkið um hana. Ríkið borgar ekkert í göngudeildina hjá okkur. Við rekum stóra göngudeild sem er ekki fjármögnuð nema bara af þeim sem borga gíróseðlana sína og styrkja SÁÁ,“ segir Valgerður og bætir við það væri góð lausn á vand- anum að styrkja göngudeildina. „Það myndi líka hafa áhrif á hversu margir eru að bíða eftir innlögn. Það er hægt að gera meira fyrir sumt fólk á göngudeildinni.“ Aðspurð segir hún algengt að fólk sem er á biðlista fari síðan ekki í meðferð þegar pláss losn- ar. „Það er mjög oft þannig þegar fólk er búið að bíða í kannski margar vikur eða mánuði.“ Verð á fíkniefnum helst tiltölulega lágt Verðlag á ólöglegum vímuefnum 2017-2019 Kr./g samkvæmt verðkönnun SÁÁ janúar 2017 til febrúar 2019 Amfetamín Kókaín Marijúana MDMA (ecstasy) 20.000 15.000 10.000 5.000 0 2017 2018 2019 Heimild: SÁÁ Morgunblaðið óskaði eftir tölum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um fíkniefnaakstur frá upphafi árs 2018. Alls hafa 2.108 verið teknir und- ir áhrifum fíkniefna við akstur síðan þá og þar til fyrir nýliðna helgi. Flest mál komu upp yfir sumartímann. Í júlí 2018 var 181 tekinn undir áhrifum fíkniefna við akstur og 184 í ágúst. Það sem af er marsmánuði hefur 51 verið tekinn fyrir fíkniefnaakstur, síðastliðin helgi er ekki inni í þessum tölum. Ekki fengust upplýsingar um um hvaða fíkniefni væri að ræða. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu, sagði í Morgunblaðinu í síðustu viku að fjölgun þeirra sem staðnir væru að fíkniefnaakstri væri ein vísbending um aðgengi að fíkni- efnum og endurspeglaði einnig viðhorf til fíkniefna. Yfir 2.000 frá janúar 2018 FÍKNIEFNAAKSTUR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.