Morgunblaðið - 09.03.2019, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2019
Sameinar það besta í rafsuðu
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
Á síðustu sex mánuðum hafa um
1000 börn látið lífið á Madagaskar af
völdum mislinga. Þetta kemur fram
hjá fréttaveitu AFP. Að sögn Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar
(WHO) komu upp 79.000 tilfelli af
mislingum á Madagaskar frá sept-
ember á síðasta ári til febrúar. Að
sögn heilbrigðisstofnunar landsins
eru nú 511 sjúklingar með mislinga,
sjúkdóm sem bólusetningar höfðu
eitt sinn haldið í skefjum. Rúmlega
100 þeirra eru á spítala.
Bólusetning bjargaði barninu
Á AFP er rætt við Soa Robertina,
32 ára móður, sem gekk 25 kíló-
metra með dóttur sína Frangeline í
fanginu til að láta bólusetja hana.
Hollande Robisoa, yfirlyflæknir á
Annivorano-nord heilsugæslustöð-
inni í norðurhluta Madagaskar, seg-
ir í samtali við AFP að hefði móðirin
ekki lagt af stað í gönguna og látið
bólusetja stelpuna hefði hún líkleg-
ast látist í mislingafaraldrinum.
„Hún [Frangeline] komst í snertingu
við flókna tegund af mislingum og
hún hefði látist hefði hún ekki komið
hingað,“ segir Rabisoa. „Frangeline
er virkilega vannærð og ekki bólu-
sett gegn mislingum,“ bætti hún við.
Frangeline er tveggja ára gömul.
Mikill næringarskortur og lágt
hlutfall bólusettra eru helstu ástæð-
urnar fyrir því hversu mannskæður
mislingafaraldurinn í Madagaskar
hefur verið. Sjúkdómurinn hefur
herjað sérstaklega á börn yngri en
fimm ára en 47% þeirra eru van-
nærð.
Þúsund börn
látast í misl-
ingafaraldri
AFP
Lífsbjörg Heilbrigðisstarfsmaður
bólusetur barn í Madagaskar.
Múlla Muhamed Omar, leiðtogi tal-
íbana frá upphafi hreyfingarinnar,
bjó í göngufjarlægð frá herstöð
bandaríska hersins í Afganistan ár-
um saman. Þetta kemur fram í bók-
inni Searching for an Enemy eftir
hollenska blaðamanninn Bette
Dam. Bókin kom út í síðasta mánuði
en Dam hefur skrifað um stríðið í
Afganistan frá árinu 2006. Múlla
Omar var eftirlýstur árum saman
af bandaríska hernum. Eftir árás-
ina á tvíburaturnana í New York-
borg lofuðu yfirvöld 10 milljónum
dollara í verðlaun fyrir upplýsingar
um dvalarstað Omars.
Leituðu í húsi Omars
Í bókinni kemur fram að banda-
rískir hermenn leituðu meira að
segja í húsinu sem Omar dvaldi í en
fundu ekki leyniherbergið hans.
Bandarísk yfirvöld héldu því ítrek-
að fram að Omar væri, eins og
Osama bin Laden, í Pakistan.
Í rannsóknarvinnu fyrir bókina
tók Dam viðtöl við embættismenn í
Afganistan sem og eftirlifandi með-
limi talíbanahreyfingarinnar, þar á
meðal mann sem segist hafa að-
stoðað Omar allt til dauðadags,
Jabbari Omari, sem gerðist líf-
vörður Omars árið 2011. Lengi var
talið að hann einn gæti búið yfir
upplýsingum um síðustu ár Omars.
Hann var handtekinn af yfirvöldum
í Afganistan í fyrra og fékk Dam að
setjast niður með honum í Kabúl.
Samkvæmt þeim upplýsingum bjó
Omar í fjögur ár í borginni Qalat í
göngufjarlægð frá aðalherstöð
Bandaríkjamanna. Konur Omars
fluttu til Pakistan og neitaði hann
að fá syni sína í heimsókn, að sögn
Omaris.
Leiðtogi talíbana
bjó við hlið hersins
Bandaríkjamenn leituðu árum saman
Reuters
Stríð Hér má sjá rústir á heimili
Omars sem herinn sprengdi 2001.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Flugvél af gerðinni Boeing 737 hrap-
aði sex mínútum eftir flugtak í Eþíóp-
íu í gær. Allir 149 farþegar vélarinnar
ásamt átta manna áhöfn létu lífið í
slysinu. Flugvélin tók á loft í Addis
Ababa, höfuðborg Eþíópíu, og var á
leið til Naíróbí. Vélin hafði einungis
flogið 60 kílómetra frá flugvellinum
þegar hún hrapaði nálægt þorpinu
Tulu Fara.
Samkvæmt vegabréfsupplýsingum
voru farþegar vélarinnar frá 32 mis-
munandi löndum. Flugið var á vegum
Ethiopian Airlines, stærsta flugfélags
Afríku. Flugfélagið, sem er í eigu eþí-
ópíska ríkisins, staðfesti í gær að eng-
inn hefði komist lífs af. Að sögn frétta-
manns fréttaveitunnar AFP
myndaðist stór gígur í jörðinni þar
sem flugvélin hrapaði, eigur farþega
og brot úr vélinni lágu á víð og dreif á
slysstað.
Flestir frá Keníu
Að sögn flugfélagsins voru flestir
farþegar vélarinnar frá Keníu, alls 32.
Næstfjölmennasti farþegahópurinn
var frá Kanada, alls 18. Níu Eþíópíu-
búar voru í vélinni. Átta farþegar voru
frá Ítalíu, átta frá Bandaríkjunum og
átta frá Kína. Þá voru sjö Bretar, sjö
Frakkar, fimm Egyptar, fjórir Hol-
lendingar og fimm Indverjar um borð.
Fjórir farþeganna voru með vegabréf
skráð hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ)
en árleg samkoma umhverfisverndar-
verkefnis SÞ fer nú fram í Naíróbí.
Lögreglu- og hermenn voru kallaðir
til að aðstoða á slysstað ásamt rann-
sóknarnefnd samgönguslysa í Eþíóp-
íu. Bandaríkin og Eþíópía vinna sam-
an að rannsókn slyssins.
Moussa Faki Mahamat, fram-
kvæmdastjóri Afríkusambandsins,
sagðist vera í áfalli eftir að hann
heyrði af flugslysinu. Skrifstofa for-
seta Eþíópíu, Abiys Ahmeds, vottaði
þeim sem höfðu misst ástvini í slysinu
samúð sína á samskiptaforritinu
Twitter. Flugvélaframleiðandinn Bo-
eing sendi einnig frá sér tilkynningu
eftir slysið og vottaði aðstandendum
samúð. Bauðst Boeing einnig til að
aðstoða Ethiopian Airlines eftir slys-
ið. Flugvél Lion Air af sömu gerð, Bo-
eing 737-800MAX, hrapaði í október í
fyrra, 13 mínútum eftir flugtak frá
Jakarta. Allir 189 sem voru um borð
létust. Síðasta flugslys Ethiopian
Airlines var einnig þegar farþegaflug-
vél af gerðinni Boeing 737-800 sprakk
í loft upp stuttu eftir flugtak árið
2010. 83 farþegar og sjö manna áhöfn
létust.
Þrjár Boeing 737-800-vélar eru í
notkun hjá Icelandair og á félagið von
á fleiri slíkum. Jens Þórðarson, fram-
kvæmdastjóri rekstrarsviðs Iceland-
air, sagði við mbl.is í gær að flugfélag-
ið fylgdist grannt með framvindu
rannsóknar á tildrögum flugslyssins í
Eþíópíu.
Flugmaðurinn vildi snúa við
Tewolde GebreMariam, fram-
kvæmdastjóri flugfélagsins, sagði að
vélin hefði flogið morgunflug sama
dag frá Jóhannesarborg í Suður-Afr-
íku. Vélin var í þrjá klukkutíma í Add-
is Ababa áður en lagt var af stað til
Naíróbi. Engar athugasemdir voru
gerðar við aðbúnað eða neitt slíkt fyr-
ir flugtak. Spurður hvort flugmaður
vélarinnar hefði sent frá sér neyðar-
kall sagði GebreMariam að flugmað-
urinn hefði tekið fram að hann ætti í
einhverjum erfiðleikum. Hann óskaði
jafnframt eftir því að fá að snúa vél-
inni við og fékk leyfi til þess.
157 manns fórust í flugslysi
Farþegavél af gerðinni Boeing 737 hrapaði í Eþíópíu stuttu eftir flugtak Eitt
af mannskæðustu flugslysum síðustu ára Farþegar vélarinnar frá 32 löndum
AFP
Gígur myndaðist Maður á slysstaðnum skoðar brak úr flugvélinni.
Farþega-, einka- og herflugvélar
Flugslys í heiminum sl. 10 ár
Innanlandsflug
12 látnir
Kólumbía
9. mars 2019
Addis Ababa til Naíróbí
157 látnir
Eþíópía
10. mars 2019
Heimild: AFP/Khartis*Flugvélin fannst ekki
Fjöldi látinna
eða týndra
Boeing 737 flugslys
300
100
50
20
1
Flugvél
Malaysia
Airlines*