Morgunblaðið - 09.03.2019, Blaðsíða 26
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarson
ai@mbl.is
Það myndi enginn lá John Speight
það ef hann væri ögn stressaður
fyrir tónleika Sinfóníuhljómsveitar
Íslands næstkomandi fimmtudag.
Mikið er jú í húfi, því hljómsveitin
mun þar frumflytja fimmtu sinfón-
íu Johns og segir hann að fyrsti
flutningur verks sé alltaf sá mik-
ilvægasti: „Ef illa gengur þegar
verk er flutt í fyrsta skipti getur
það eyðilagt framtíð verksins,“ út-
skýrir hann, en bætir við að
stjórnendur gæti þess yfirleitt að
vanda sig alveg sérstaklega þegar
þeir fá glænýtt verk í hendurnar
og séu duglegir að spyrja tón-
skáldið spurninga ef einhver vafa-
atriði koma í ljós.
„Stundum eru stjórnendurnir
með betri hugmynd en tónskáldið
– og þá er um að gera að gera
eins og þeir leggja til,“ útskýrir
John og minnir á að tónskáld
verði að leyfa flinkum stjórn-
endum að vinna vinnuna sína.
„Frægt er að Stravinsky var mjög
í mun að stjórna flutningi eigin
verka, nema hvað hann var ekkert
sérstaklega góður stjórnandi og
var það ekki fyrr en Robert Craft
– sem var miklu betri stjórnandi –
kom til sögunnar að verk Stravin-
skys fengu að njóta sín eins og
þau áttu að gera.“
Anna-Maria Helsing er stjórn-
andi á tónleikum fimmtudagsins
en auk verks Johns flytur sinfón-
íuhljómsveitin Tokkötu eftir Kar-
ólínu Eiríksdóttur, Illumine eftir
Önnu Þorvaldsdóttur og Sinfóníu
nr. 2 eftir Þorstein Hauksson.
Tækifærin biðu á Íslandi
John Speight fæddist í Bret-
landi en örlaganornirnar ákváðu
að flétta saman þræði hans og
Sveinbjargar Vilhjálmsdóttur pí-
anóleikara á meðan þau voru bæði
við nám í Guildhall-tónlistarhá-
skólanum. „Við giftum okkur á Ís-
landi 1969 og ákváðum að flytja
frá Bretlandi til að setjast hér að
árið 1972,“ segir John og bendir á
að á þeim tíma hafi aðstæður fyrir
ungt tónlistarfólk verið á marga
vegu betri á Íslandi en í Bret-
landi: „Vandinn við menningarlífið
í London á þessum tíma var að
það var mjög lokað: aðeins smár
hópur fólks hafði réttu samböndin
og fékk að halda tónleika og erfitt
að brjótast inn á tónlistarsenuna.
Á Íslandi var annað upp á ten-
ingnum og ef maður vildi halda
tónleika var minnsta mál að panta
sal, auglýsa og gera viðburðinn að
veruleika.“
John varð 74 ára gamall í febr-
úar og segir hann að þessi tæpa
hálfa öld á Íslandi hafi verið af-
skaplega ánægjulegur tími fyrir
þau hjónin, sem eiga núna að baki
langan feril tónsmíða, tónlistar-
flutnings og kennslu – og eign-
uðust í leiðinni tvo syni og heilan
verk. Hann segir það hafa orðið
sér til happs að kynnast Jóni Nor-
dal fljótlega eftir flutninginn frá
Bretlandi. „Það var hann sem
hvatti mig til að semja stærri verk
en ég hafði gert fram að því, og
því honum að þakka – eða kenna –
að ég gerði mína fyrstu sinfóníu,“
útskýrir John og hlær.
Að semja heila sinfóníu er
meiriháttar afrek og segir John að
fyrsta sinfónían hafi orðið til á
rösklega einu ári. „Sú fimmta var
sjö ár á leiðinni, en skýrist af því
að ég tók mér hlé inn á milli til að
sinna öðrum verkefnum.“
Það er krefjandi að semja nýja
sinfóníu, en um leið skemmtileg
Sinfónía þarf
að innihalda
lífið allt
Í nýrri sinfóníu minnist tónskáldið
John Speight félaga sem hafa fallið frá
Hann líkir því að semja sinfóníu við að
skrifa bók, en verkið var sjö ár í smíðum
skara barnabarna svo að núna
eru, auk Johns, 11 manns á listum
Þjóðskrár sem bera Speight-
eftirnafnið.
Ímyndunaraflið fær að ráða
Er óhætt að segja að John hafi
nýtt tímann á Íslandi vel og verið
duglegur að senda frá sér ný tón-
Ferill John sér ekki eftir að hafa flutt til Íslands
snemma á 8. áratugnum. „Vandinn við menningar-
lífið í London á þessum tíma var að það var mjög lok-
að: aðeins smár hópur fólks hafði réttu samböndin og
fékk að halda tónleika, og erfitt að brjótast inn á tón-
listarsenuna. Á Íslandi var annað upp á teningnum.“
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2019
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Færeyingar veittu tónlistarverðlaun
sín í fyrrakvöld í hinu glæsilega
Norðurlandahúsi í höfuðstaðnum
Þórshöfn og féllu flest verðlaun í
skaut dómsdagsmálmsveitinni
Hamferð og tónlistarkonunni Ei-
vöru Pálsdóttur, sem er Íslend-
ingum að góðu kunn.
Verðlaunahátíðin var með svipuðu
sniði og Íslensku tónlistarverðlaun-
in; tónlistaratriði flutt með reglu-
legu millibili milli verðlaunaafhend-
inga og meðal þeirra sem léku fyrir
gesti var einn þekktasti og farsæl-
asti tónlistarmaður Færeyja, Teitur
Lassen, sem á nú býsna langan feril
að baki og hefur leikið í fjölda landa.
Teitur heillaði gesti með fallegri
söngrödd sinni, píanó- og fiðluleik
og hlaut auk þess tvenn verðlaun
þetta kvöld, fyrir lag ársins í flokki
rokk- og popptónlistar, „Sara“, og
sem besti sólólistamaður í sama
flokki. Alls hlaut Teitur fjórar til-
nefningar.
Tónlistarlífið er blómlegt í Fær-
eyjum og tónlistin fjölbreytt eins og
sjá mátti af tilnefningunum í ár. Hin
mjög svo drungalega Hamferð hlaut
þrenn verðlaun og nýtur hún mikilla
vinsælda innan lands sem utan.
Verðlaunin hlaut hún fyrir karl-
söngvara ársins, Jón Aldará, fyrir
lagatexta ársins og framleiðanda
ársins, Theodor Kapnas.
Og fleiri verðlaun runnu til svart-
málmsins því hljómsveitin Svart-
málm hlaut verðlaun fyrir best
hannaða plötuumslagið, umslag
sinnar fyrstu plötu sem er samnefnd
sveitinni. Umslagið prýðir drunga-
leg og afar vel gerð dúk- eða trérista
eftir myndlistarkonuna Elinborgu
Lützen (1919-1995) en umslagið
hannaði Uni Árting.
Verðlaunuð fyrir tónlist
við sjónvarpsþætti
Íslandsvinurinn Eivør Pálsdóttir
hlaut jafnmörg verðlaun og Ham-
ferð þetta kvöld en var fjarri góðu
gamni og þurfti því að þakka fyrir
sig með myndbandi. Verðlaunin
Eivör og Ham-
ferð sigursæl
Færeysku tónlistarverðlaunin voru
afhent í Þórshöfn í fyrrakvöld
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
silestone.com