Morgunblaðið - 09.03.2019, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 09.03.2019, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2019 Þrír fuglar Kappsamur kylfingur æfir golfsveifluna í góðum félagsskap fyrir framan þrjár gæsir á íðilgrænum Mýrarvelli Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar á fallegum sunnudegi á miðri góu. Hari Sveitarfélögin eru hryggjar- stykkið í þeirri nærsamfélags- þjónustu sem íbúum þessa lands stendur til boða. Undanfarna daga hafa spjótin beinst að út- svari sveitarfélaga og hefur mikil umræða spunnist um mögulega lækkun þess. Vitaskuld væri slík lækkun möguleg og þá með því að fækka verkefnum sveitarfé- laga í náinni samvinnu við ríkið. Hversu skynsamlegt það væri hins vegar, að færa þannig þjón- ustu frá sveitarfélögum til ríkisins, ætla ég að leyfa mér að draga stórlega í efa. Tekjuöflun ríkissjóðs lítil takmörk sett Þegar rætt er um útsvar og tekjuskatt er vert að muna að flest sveitarfélög hafa undir engum kringumstæðum sömu möguleika til tekjuöflunar og ríkið. Tekjustofnar sveitarfé- laga eru einhæfir og fáir á meðan að tekjuöflun ríkissjóðs virðast hins vegar lítil takmörk sett: tekjuskattur, fjármagnstekju- skattur, virðisaukaskattur, auð- lindagjald, tollar, vörugjöld, elds- neytisgjöld, bifreiðagjöld og svo mætti lengi telja. Þegar svo, loks- ins, stendur til að ráðast í löngu tímabærar framkvæmdir á sam- göngumannvirkjum, þá er rætt um veggjöld. Sveitarfélög landsins hafa lengi barist fyrir fjölbreyttari tekju- stofnum. Undirliggjandi eru þær síauknu kröfur sem gerðar eru til þjónustu sveitarfélaga, umfram þau verkefni sem skilgreind eru í lögum og þeim er skylt að rækja. Mörg af þess- um verkefnum þykja í dag ómissandi og sjálf- sögð, s.s. rekstur leikskóla og tónlistarskóla. Ör þróun nærsamfélagsþjónustunnar Af lögbundnum verkefnum sveitarfélaga má nefna fjárhagsaðstoð, barnavernd, þjónustu við fatlað fólk og rekstur grunnskóla og sér- fræðiþjónustu innan þeirra. Þá bera sveit- arfélög einnig ábyrgð á bruna- og almanna- vörnum, umhverfi, gatnagerð, heilbrigðis- eftirliti, fráveitu og sorphirðu svo að fátt eitt sé talið. Auk þessara lögmæltu verkefna, koma sveit- arfélögin einnig að margs konar brýnum verk- efnum sem þeim er ekki skylt að sinna. Má þar nefna húsnæðismál sem fjölmörg sveitarfélög koma nú að með t.a.m. stofnframlögum til byggingar ódýrra íbúða. Sveitarfélög hafa lagt fram milljónatugi í meðgjöf með rekstri al- menningssamganga. Sveitarfélög verja mikl- um fjármunum í menningarstarfsemi og sjá að mestu leyti um tónlistarfræðslu í landinu. Rit- föng eru víðast hvar útveguð grunnskólabörn- um gjaldfrjálst. Niðurgreidd mötuneyti eru rekin bæði í leik- og grunnskólum. Frístunda- skólar sjá börnum fyrir uppbyggilegu starfi frá því að skólastarfi lýkur og þar til foreldrar ljúka vinnu. Fjölbreytt sumarnámskeið eru víða fyrir yngri börn og vinnuskólar fyrir þau eldri og frístundastyrkir eru greiddir til barna. Þá koma sveitarfélög víða til móts við alltof stutt fæðingarorlof og bera þannig kostnað af aðgerðum við að koma börnum inn á leikskóla frá 12 mánaða aldri. Þjónusta sem sveitarfélög sinna best Reynslan sýnir svo ekki verður um villst að nærsamfélagsþjónusta hefur þróast hratt, enda er hún í mörgum tilvikum mun nærtæk- ari og hagkvæmari kostur en þjónusta á vegum ríkisins. Sveitarfélögin hafa barist árum saman fyrir breiðari og fjölbreyttari tekjustofnum, svo brjóta megi rekstur þeirra úr viðjum við- varandi vanfjármögnunar. Öll umræða um lækkun útsvars skýtur því skökku við, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Eftir Aldísi Hafsteinsdóttur » Sveitarfélög landsins hafa lengi barist fyrir fjölbreyttari tekjustofnum. Undirliggjandi eru þær síauknu kröfur sem gerðar eru til þjónustu þeirra Aldís Hafsteinsdóttir Fjölbreyttari tekjustofna til vaxandi verkefna Höfundur er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í ljósi þess að búið er ofnýta flestar auðlindir jarðar mun mikilvægi þess að breyta hugs- unarhætti og viðhorfi fólks til framtíðar auka hlutdeild innlendrar framleiðslu sem mun skapa meiri verðmæti og minni sóun. Með því að velja íslenskar vörur og þjónustu efla Íslend- ingar samfélagslega ábyrgð sína til frekari uppbyggingar á íslenskum atvinnuvegum og auka samkeppn- ishæfni landsins til framtíðar. Aukin framleiðsla innanlands kallar á fleiri vinnandi hendur sem felur í sér aukna innlenda verðmætasköpun sem eykur velferð þjóðarinnar. Með auknum viðskiptum á innanlands- markaði bæta landsmenn lífskjör sín horft til framtíðar og efla atvinnu á Íslandi. Aukin umhverfisvernd og náttúruvernd um allan heim mun hafa mikil áhrif á framleiðslu, al- þjóðaviðskipti og val neytenda á næstu árum. Mikil sóun og flutn- ingur á vörum milli landa sem auka meng- un og óhollustu mun eiga þyngra undir fæti horft til framtíðar. Mat- væli sem ekki eru fram- leidd með sjálfbærum hætti eða með lyfjagjöf munu eiga erfiðan róð- ur. Íslensk framleiðsla eflir atvinnustig, verk- kunnáttu, vöruþróun og samfélagslega ábyrgð á Íslandi. Á Íslandi er fólk í fremstu röð á sviði hugvits, hönnunar, handverks, lista og mat- vælaframleiðslu. Verkkunnátta járn- smiða, skipasmiða, trésmiða og iðn- aðarfólks er framúrskarandi á mörgum sviðum og samkeppn- ishæfni góð. Íslenskur landbúnaður hefur getið af sér afurðir á heims- mælikvarða eins og íslenska lamba- kjötið, skyrið, osta og mjólkuraf- urðir. Íslenskur landbúnaður á mikið inni í hreinni og ómengaðri fram- leiðslu og sjálfbærni. Verð og eft- irspurn eftir heilnæmum íslenskum landbúnaðarafurðum á einungis eftir að aukast á næstu árum og mikil tækifæri eru í ylrækt með endurnýj- anlegri orku. Mikilvægi innlendrar framleiðslu og aukinnar innlendrar verðmætasköpunar mun skipta sköp- um í samkeppnishæfni landa þar sem aukin áhersla verður lögð á innlenda framleiðslu og minnka þannig meng- un í lofti og á hafi. Á næstu árum mun íslensk matvælaframleiðsla eiga möguleika á að taka forystu í hrein- um og sýklalausum landbúnaðar- afurðum sem verður að teljast sér- staða í heimi þar sem mengun, sýklamengaðar kjötvörur og afurðir úr ríkisstyrktum landbúnaði í Evr- ópu og annars staðar munu eiga und- ir högg að sækja. Forysta í umhverfisvernd eykur samkeppnishæfni Umhverfisvernd, náttúruvernd, minni sóun og betri meðferð og nýt- ing náttúruauðlinda munu verða leið- arljós forystu í fyrirtækjarekstri og stjórnmálum heimsins á 21. öldinni þannig að stjórnlaus neysluhyggja og sóun valdi ekki óafturkræfu tjóni á jörðinni. Heimurinn er að mörgu leyti búinn að veðsetja framtíð okkar fyrir skammtímahagnað og græðgi sem mun hafa víðtækar afleiðingar horft til framtíðar. Ísland er í kjör- stöðu til að taka forystu á mörgum sviðum sem munu verða eftirsókn- arverð á næstu áratugum með hreint vatn, endurnýjanlega orku, ómeng- aðar landbúnaðarafurðir, sjálfbærar fiskauðlindir og stefnumarkandi staðsetningu landsins. Ísland, sem sjálfstætt ríki með sínar verðmætu auðlindir, mun geta náð mikilli sam- keppnishæfni á mörgum sviðum á sviði viðskipta á núverandi öld ef stjórnmálamenn og forystumenn landsins eru nægilega snjallir í hugs- un við stefnumarkandi ákvarðanir fyrir samfélagið. Það er einkenni slakra stjórnmálamanna og embætt- ismanna að hækka skatta, safna skuldum og auka ríkisútgjöld án þess að auka framleiðni og verðmæta- sköpun. Á Íslandi er einstakt tækifæri til að auka útflutningstekjur með lækk- un skatta, hagræðingu í ríkisrekstri með afgerandi hætti og framtíðarsýn sem eykur verðmætasköpun með snjöllum hugmyndum í tengslum við framleiðslu á sjálfbærum afurðum. Mikilvægt er að lækka kostnað í mörgum opinberum kerfum á vegum ríkisins sem eru óhagkvæm og valda miklum skaða og kostnaði. Hreint vatn, endurnýjanleg orka og sjálf- bærar fiskauðlindir eru grunnur að mikilli framsókn fyrir Ísland á nýrri öld umhverfismála og nátt- úruverndar. Með lækkun skatta, hagræðingu í opinberum rekstri, betri meðferð almannafjár og sjálf- bærri verðmætasköpun væri hægt að ná framúrskarandi árangri fyrir alla Íslendinga á næstu áratugum. Með því að velja íslenskt er hægt að efla verðmætasköpun, hækka laun, hækka atvinnustig og ná meiri stöð- ugleika í efnahagsmálum, sem er ávinningur fyrir alla. Veljum íslenskt og njótum fyrir Ísland. Eftir Albert Þór Jónsson » Íslensk framleiðsla eflir atvinnustig, verkkunnáttu, vöruþró- un og samfélagslega ábyrgð á Íslandi. Albert Þór Jónsson Höfundur er viðskiptafræðingur með MCF í fjármálum fyrirtækja og 30 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði. albertj@simnet.is Veljum íslenskt og njótum fyrir Ísland

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.