Morgunblaðið - 09.03.2019, Page 14

Morgunblaðið - 09.03.2019, Page 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2019 11. mars 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 121.31 121.89 121.6 Sterlingspund 158.73 159.51 159.12 Kanadadalur 90.11 90.63 90.37 Dönsk króna 18.231 18.337 18.284 Norsk króna 13.805 13.887 13.846 Sænsk króna 12.82 12.896 12.858 Svissn. franki 120.1 120.78 120.44 Japanskt jen 1.0907 1.0971 1.0939 SDR 168.18 169.18 168.68 Evra 136.02 136.78 136.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.3641 Hrávöruverð Gull 1286.4 ($/únsa) Ál 1840.5 ($/tonn) LME Hráolía 66.08 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Christian Sew- ing, stjórnandi þýska risabankans Deutsche Bank, hefur ákveðið að láta undan þrýst- ingi fjárfesta og láta kanna nánar hvort finna megi flöt á samruna við keppinautinn Commerzbank. FT greinir frá þessu og segir lága stýri- vexti hafa þrengt mjög að rekstrinum. Meðal þeirra sem hafa þrýst á að ráðist verði í samruna er bandaríski fjárfestingasjóðurinn Cerberus sem er einn af stærstu hluthöfum bæði Deutsche og Commezbank. Þá hafa bæði þýska fjármálaráðuneytið og Paul Achleitner, stjórnarformaður Deutsche, lýst velþóknun sinni á mögu- legum samruna en með honum yrði til þriðji stærsti banki evrusvæðisins. ai@mbl.is Deutsche skoðar sam- runa við Commerzbank Christian Sewing STUTT VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Tiltölulega stutt er síðan íslensku háskólarnir hófu að vinna að því með markvissum hætti að liðka fyr- ir yfirfærslu tækni og þekkingar frá fræðasam- félaginu út í at- vinnulífið. Lesley Millar-Nicholson, sem leiðir tækni- yfirfærslu-skrif- stofu MIT-há- skólans í Banda- ríkjunum segir ekki sama hvern- ig staðið er að tækniyfirfærslu: að miklu skipti að vísindafólk taki virkan þátt og geti notið góðs af þeim ábata sem hlýst af að nýta uppgötvanir þess til nýsköpunar, en að háskólarnir þurfi jafnframt að koma á góðu stuðningskerfi sérfræðinga sem m.a. koma auga á þær uppgötvanir sem eiga brýnt erindi á markað og leita uppi réttu samstarfsaðilana. Lesley hélt erindi um tækniyf- irfærslu hjá Háskólanum í Reykja- vík síðastliðinn miðvikudag og segir hún mikil verðmæti í húfi. Bæði rannsakendur og atvinnulíf tapi á því ef mikilvægar uppgötvanir týn- ast ofan í skúffu og hægt sé að líkja því við að sóa vatni í eyðimörk. Tækniyfirfærsla þurfi að vera for- gangsmál í starfi háskólanna. „En það má heldur ekki gleyma að það getur kostað mismikið að koma þessum uppgötvunum út á markað; eða allt frá nokkrum dollurum eins og ef um er að ræða hugbúnaðar- bút, upp í marga tugi milljóna dala í tilviki lyfja og lækningatóla.“ Uppgötvanir sem bera af Er áríðandi, að mati Lesley, að háskólar greini vel hvar styrkleikar þeirra liggja og leggi áherslu á tækniyfirfærslu á þeim sviðum þar sem þeir hafa greinilegt forskot. „Fólkið sem vinnur að sjálfum rannsóknunum þarf að vera í fremstu röð og vera reiðubúið að fylgja uppgötvunum sínum eftir. Þar með er ekki sagt að vísinda- fólkið eigi líka að bera ábyrgð á að koma sprotafyrirtækjum á laggirn- ar eða annast vöruþróun hjá sam- starfsfyrirtæki – hægt er að fá ann- að fólk til þess – en það fyrsta sem fjárfestar og samstarfsfyrirtæki spyrja um er iðulega hvaða fræði- maður muni verða þeim innan handar við að gera vísindi að vöru.“ Lesley segir ennfremur að brýnt sé að hafa skýrar reglur um hvar mörkin liggi á milli háskóla og at- vinnulífs. Hefur MIT m.a. þá reglu að fólk sem starfar þar við kennslu og rannsóknir megi ekki á sama tíma standa í atvinnurekstri, en það er gert til þess að varna gegn mögulegum hagsmunaárekstrum. „Ég geri mér samt grein fyrir að þannig kvaðir eiga ekki alltaf við, og þurfa reglurnar að taka mið af aðstæðum á hverjum stað fyrir sig.“ Loks segir hún að tækniyfir- færsla snúist fyrst og síðast um að rétti stuðningurinn sé í boði. „Rannsakendurnir geta ekki gert allt, og engin ein manneskja er fær um að vera í senn lögfræðingur, snjall viðskiptamaður, vísindamað- ur, og ráðgjafi. Þarf sérfræðinga á hverju sviði til að leggja sitt af mörkum, svo að tækniyfirfærsla gangi greiðlega fyrir sig.“ Liðkað fyrir að atvinnulífið hagnýti uppgötvanirnar Morgunblaðið/Jim Smart Framfarir Byggja þarf brú á milli rannsakenda og fyrirtækja svo að ný þekking geti orðið að nýrri vöru.  Tækniyfirfærsla frá háskólum til atvinnulífs kallar á rétta gerð af stuðningi Lesley Millar-Nicholson Á laugardag voru liðin tíu ár frá því núverandi uppsveiflutímabil hófst á bandarískum hlutabréfamarkaði. Að sögn Reuters hefur markaðurinn vestanhafs aldrei áður verið í upp- sveiflu svona lengi en fyrra met varði frá október 1990 fram til mars 2000 þegar netbólan sprakk með látum. Í lok síðasta árs voru stóru banda- rísku hlutabréfavísitölurnar hárs- breidd frá því að fara yfir í dumb- ungs-fasa, en undanfarna mánuði hafa þær náð sér aftur á strik. Þann 9. mars 2009 endaði S&P 500 vísitalan í 676,53 stigum en við lokun markaða síðastliðinn föstudag mældist hún 2.743,07 stig og hefur því hækkað um rösklega 300%. Hlutfallsleg hækkun Dow Jones vísitölunnar er álíka mikil en aðal- vísitala Nasdaq hefur nærri fimm- faldast á tímabilinu. Það félag sem hækkað hefur mest frá því uppsveiflan hófst er snyrti- vöruverslanakeðjan Ultra Beauty sem er í dag nærri 7.000% verðmæt- ari en fyrir tíu árum síðan. Í öðru sæti er netstreymisrisinn Netflix sem er um sextíufalt meira virði nú en í mars 2009. ai@mbl.is AFP Gósentíð Hlutabréf hafa reynst fjárfestum vel frá 2009. Frá gólfi NYSE. Tíu ára uppsveifla á Wall Street  Nasdaq-vísitalan hefur fimmfaldast

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.