Morgunblaðið - 09.03.2019, Side 20

Morgunblaðið - 09.03.2019, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2019 ✝ Jóhannes GísliPálmason fæddist á Sauð- árkróki 29. ágúst 1974. Hann lést á heimili sínu 24. febrúar 2019. Foreldrar hans eru Jón Pálmi Gíslason, f. 14. mars 1932, og Helga Sigríður Árnadóttir, f. 26. september 1956. Systur Jóhann- esar Gísla eru: Sveinbjörg Sig- rún, f. 24. febrúar 1976; Eva Hrönn, f. 31. mars 1982, sam- býlismaður Ársæll Örn Heið- berg, f. 8. nóvember 1974. Börn sambýliskona Emilía Rós Elías- dóttir, f. 13. júní 1999. 2) Elísabet Ýr, f. 7. janúar 2005. 3) Jón Pálmi, f. 16. september 2009. Jóhannes Gísli ólst upp á Sámsstöðum í Eyjafjarðarsveit. Hann lauk námi sem sjókokkur frá Verkmenntaskólanum á Ak- ureyri, kláraði frjótækni frá Landbúnaðarháskóla Íslands og sölumarkaðs- og rekstrarnám sem og skrifstofunám frá Sí- mey. Hann starfaði bæði sem kokkur og háseti, lengst af á Súlunni EA 300. Jóhannes Gísli starfaði einnig sem verktaki við háþrýstiþvott og starfrækti lengi eigið háþrýstiþvottafyr- irtæki. Síðan starfaði hann sem bóndi og verktaki í landbúnaði. Hann var virkur félagi í sam- tökunum AA undir það síðasta. Útför Jóhannesar Gísla fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 11. mars 2019, klukkan 13.30. þeirra eru Alex- ander Örn, f. 2007, og Etna Ósk, f. 2013; Marsibil Sara, f. 30. sept- ember 1987, sam- býlismaður Jens Kristinn Elíasson, f. 13. september 1985. Börn þeirra eru Elías Vigfús, f. 2012, og Steinunn Eva, f. 2016, d. 2016. Hinn 17. ágúst 2002 giftist Jóhannes Gísli Helgu Jóns- dóttur, f. 5. júní 1975. Þau skildu 2015. Börn þeirra eru: 1) Sindri Snær, f. 5. október 1998, Elsku pabbi. Mér þykir sárt að þurfa að kveðja þig en þú verður alltaf í hjörtum okkar. Þú fórst of snemma frá okkur og áttir svo margt eftir, svo margar stundir sem ég hefði viljað hafa þig hjá mér. En ég er þakklát fyrir þann tíma sem við fengum saman, ég er stolt af því að hafa átt þig sem pabba. Ég veit að þú ert uppi á himni núna og fylgist vel með okkur og verndar okkur. Ég veit líka að þér þótti mjög vænt um okkur og það síðasta sem þú sagðir við Jón Pálma og Sindra þegar þú hittir þá var „ég elska ykkur rosalega mik- ið“. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Við munum sakna þín mikið, elsku pabbi. Hvíldu í friði. Kveðja, Elísabet Ýr. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín verði vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Elsku drengurinn okkar hef- ur kvatt þennan heim allt of snemma og eftir sitjum við og hugsanir og minningar sækja að úr öllum áttum. Sumar sárar en flestar vekja hlátur og gleði og þannig varstu. Fyrstu árin létt- ur í lundu, brosandi og hlæjandi, uppátækjasamur og aldrei nein lognmolla þar sem þú varst. Þú fæddist fyrir tíma greininga og aldrei hvarflaði að okkur að þú værir ofvirkur, í okkar augum varstu bara duglegur og hraust- ur drengur. Stundum varstu hvatvís og óheppinn. Þú gekkst í öll störf á búinu af dugnaði, stundaðir íþróttir og varst vin- margur og vinsæll. Það var mikill samgangur á milli nágrannanna á Sámsstöð- um og Rútsstöðum og oft fjör í kotinu þegar frændsystkinin hittust til að leika. Þú fluttir snemma að heiman, fórst að vinna og mennta þig. Þú kynnt- ist ungur henni Helgu og saman eignuðust þið þrjá yndislega gullmola sem þú varst svo óend- anlega stoltur af. Við huggum okkur við að í þeim lifir þú áfram. Okkur langar að þakka þér fyrir samferðina. Við hitt- umst í sumarlandinu síðar og þá verður góð heimvon okkar. Hvíldu í friði, elskan okkar. Mamma og pabbi. Jóhannes Gísli, afastrákurinn minn sem ég átti líklega svo mikið í en frestaði alltaf að kynnast og hef núna misst af. Varstu kannski of líkur mér? Á stundum sem þessari kom- umst við óþarflega oft að því að orðin segja þá minnst þegar mestar kröfur þarf að gera til þeirra. Ég man að daginn sem hún Ingibjörg á Reykjum, langamma þín, var jörðuð kom- uð þið Helga með frumburðinn ykkar hann Sindra Snæ fárra vikna til að vígja hann inn í afa- fjölskylduna. Táknrænt minni í hinu endalausa boðhlaupi kyn- slóðanna. En síðan hittumst við örsjald- an og ræddum ekki nægilega saman. Þó fannst mér alltaf að við skynjuðum nærveru hvor annars svo vel og að þá kæmi það í ljós sem máltækið segir, að blóð er þykkara en vatn. Þú fórst ekki alltaf troðnar slóðir, varst hugmyndaríkur, djarfur og áræðinn og sparaðir þig ekki ef heilsan var í lagi. Beinþynningargenin með bak- veikinni hafði ég líklega gefið þér í arf illu heilli. Sú veila hefur aldrei verið viðurkennd af samfélaginu og á því mun verða bið. Kannski var þar að finna or- sökina fyrir því að svarti hund- urinn tók að ásækja þig og bíta svo að úr blæddi. Það gladdi mig að fylgjast með ýmsu því sem þú tókst þér fyrir hendur. Mér þykir nefni- lega ósköp vænt um þig og ykk- ur öll systkinin þótt mér auðn- aðist aldrei að sýna það í verki. Minningin um ættarmótið í Laugagerðisskólanum þar sem ég naut samverunnar með ykk- ur fjölskyldunni er mér mikils virði núna; sem og síðasti fund- ur okkar tveggja hér í Reykja- vík. Ég er efahyggjumaður en ósköp finnst mér hún falleg sag- an um sumarlandið fagra hand- an okkar áþreifanlega tilverus- viðs. Og mig langar til að mega trúa því að nú sértu farinn að undirbúa smíðina á Höll sum- arlandsins til að eiga hana full- búna handa fólkinu þínu sem þú elskaðir mest en neyddist til að yfirgefa þegar þér var tilkynnt að öryggiskerfið væri lamað. Og mig langar til að trúa því að fundum okkar beri saman á ný. Það var sárt að missa þig, drengurinn minn, og það þurfti ekki að gerast. Ég kveð þig Jói minn með fallega erindinu hans Friðriks Hansen sem var skáld tilfinn- inganna og hinnar ljúfu fegurð- ar sem vissulega má finna í til- veru okkar þegar ský dregur frá sól. Innsta þrá í óskahöllum á svo margt í skauti sínu. Vild’eg geta vafið öllum vorylnum að hjarta þínu. Árni Gunnarsson (Árni afi). Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Elsku, stríðni, stóri bróðir okkar. Mikið óskaplega verður tómlegt án þín. Þú varst til staðar í blíðu og stríðu fyrir okkur. Sama hvað bjátaði á. Þú fékkst alltaf bestu hug- myndirnar og þær þurftir þú ávallt að framkvæma. Eins og að loka litlu systur þína inni í snjóhúsi eða gera annarri lítilli systur stórkostleg- an símahrekk. Minningarnar um þig verða ljóslifandi í huga okkar um ókomin ár. Elsku bróðir, við sjáumst síð- ar. Sveinbjörg (Bogga) og Marsibil. Elsku Gísli minn, þegar ég kvaddi þig áður en ég flaug til Frakklands bjóst ég ekki við að það yrði síðasta kveðjustund okkar. Faðmlag þitt var svo hlýtt og langt og er ég í dag svo óendanlega þakklát fyrir þessa stund. Undanfarna mánuði varstu búinn að vinna svo mikið í sjálfum þér og orðinn virkur félagi í AA-samtökunum, kom- inn með plan fyrir næstu vikur og búinn að tryggja þér vinnu í sumar. Allt á uppleið. Leiðir okkar lágu saman fyrir 26 árum. Ég hreifst af sveita- drengnum, fannst þú algjört krútt og sá í augum þínum þetta blik sem sagði svo margt. Þú varst góðmennskan uppmáluð, kurteis, greiðagóður, brosmildur og afar stríðinn. Það hefur ein- mitt hjálpað okkur fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum að rifja upp prakkarastrikin þín, sem voru ansi mörg. Þér fannst til dæmis ekki leiðinlegt að gera mig vandræðalega fyrir framan fjölskyldu þína en ég lærði fljótt inn á þig enda viðbrögð fjöl- skyldunnar yfirleitt „æ Jói, hvernig læturðu“ og mikið hleg- ið. Hélt ég reyndar lengi vel að þú ættir bróður að nafni Jói en komst svo að því að þessu nafni varstu kallaður innan fjölskyld- unnar. Hugmyndaríkur varstu líka með eindæmum og oft með góðar lausnir á hlutum sem virkuðu vel en aðrar sem voru ekki eins sniðugar í framkvæmd en virkuðu vel í hausnum þínum. Þú varst síður en svo skaplaus og gat það stundum komið þér í koll. Samt gastu aldrei skilið við neinn í illu og gerðir margt til að ná sáttum því óvini vildirðu aldrei eiga. Vinnusamari manni hafði ég ekki kynnst og þér féll ekki verk úr hendi, sjómennskuna stundaðir þú lengi og sveita- störfin voru þér í blóð borin. Þú smitaðir mig af sveitamennsku þinni og fannst mér fátt betra Jóhannes Gísli Pálmason ✝ Sigurður Blön-dal fæddist á Siglufirði 28. jan- úar 1953. Hann lést á heimili sínu 1. mars 2019. Foreldrar hans voru Magnús Blön- dal, f. 29. júní 1918, d. 15. sept- ember 2010, og Ingiríður Jónas- dóttir Blöndal, f. 9. október 1920, d. 8. mars 2005. Bræður Sigurðar eru Jónas Blöndal og Arnþór Blöndal. Sigurður giftist árið 1976 Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur, f. 8. nóvember 1955. Þau eign- iða Hrannar Blöndal og Bjarndísi Helgu Blöndal, f. 22. apríl 1994. Fyrir átti Berglind Söndru Sigurðardóttur, f. 6. febrúar 1983. Börn hennar eru Birta Marín, Bjarni Marel og Manúella Berglind. Sigurður starfaði sem grunnskólakennari eftir að hann útskrifaðist úr Kenn- araháskóla Íslands fyrir utan árin 1990-1993 sem hann starf- aði sem skólastjóri á Héraðs- skólanum á Núpi. Síðast starf- aði hann sem kennari í grunnskólanum í Hveragerði. Fyrir utan kennslu tók hann að sér ýmis verkefni og setti með- al annars upp leiksýningar í Leikfélagi Hveragerðis. Þar að auki starfaði hann sem badmin- tonþjálfari hjá badmintondeild Hamars í Hveragerði. Útför Sigurðar fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag, 11. mars 2019, klukkan 14. uðust börnin El- ísabetu Ósk, f. 19. júní 1976, hennar börn eru Aron Pét- ur og Viktor; Bjarka Blöndal, f. 11. janúar 1981, börn hans eru Tómas Valur, El- ísabet Pála og Sigurbjörn; og Sól- veigu Hrönn, f. 1. mars 1985, börn hennar eru Pálína Dís og Ísak Örn. Sigurður giftist árið 1989 Berglindi Bjarnadóttur, f. 15. desember 1964, d. 9. maí 2010. Eignuðust þau tvíburana Indr- Elsku pabbinn minn! Hér sit ég í sumarhúsi í Þrastarskógi og hugsa til baka um rúmlega 42 ára samleið okk- ar í gegnum lífið. Þú stoltur fað- ir frumburðar þíns sem erfði dökka mikla hárið þitt strax frá fæðingu. Margir sem þekktu þig í dag hugsa eflaust: „Hvaða mikla dökka hár er manneskjan að skrifa um?“ Þú orðinn hálf- sköllóttur og hárið á mér farið að þynnast og grána smá. Fyrstu myndirnar af okkur þar sem gulir, brúnir og appelsínu- gulir litir yfirgnæfa stílinn í hús- næðinu og fatnaði okkar. Líf okkar saman í Breiðholtinu, Seljahverfinu, Árbænum, heim- sóknir mínar á Núp, eins þegar ég fór að taka upp á því að koma í pabbahelgar í Hvera- gerði til ykkar Berglindar orðin hálffullorðin og með fyrsta barnabarnið ykkar meðferðis, allar heimsóknir þínar til Dan- merkur til okkar. Já, við höfum átt margar yndislegar samveru- stundir og minningabankinn er frekar stór þó að hann hefði nú heldur betur mátt verða miklu stærri. Mér er mjög minnis- stætt þegar við vöknuðum snemma á laugardagsmorgnum til að vera með útvarpsþáttinn okkar á Rás 2, alltaf var stoppað í Ártúnsbrekkunni til að kaupa fílakaramellur og hálsbrjóstsyk- ur. Þetta var okkar tími saman plús auðvitað allra sem hlustuðu á okkur á öllu Íslandi. Minning- arnar eru margar og ég mun ylja mér við þær og rifja þær upp með strákunum mínum. Fyrir utan hárið erfði ég áhuga þinn á bókum og oft höfum við setið saman yfir sudoku þar sem við kepptumst við að finna réttu tölurnar fyrst. Krossgáturnar áttum við sameiginlegar og ég var einn af þínum aðalgagnrýn- endum í þínum sögum og ljóðum sem þú sendir mér oft til yf- irlestrar. Þú smitaðir mig mjög unga með tónlistarsmekk þín- um, Bítlarnir, Meat Loaf, Carly Simon, Jesus Christ Superstar og takk kærlega fyrir það! Sem unglingur var ég oft kölluð göm- ul sál en ég fattaði aldrei að kenna þér um það. Í dag er ég stolt af því! Elsku pabbinn minn, nú þarf ég að venjast nýju lífi, nýju lífi án þín, uppgötva að ég get ekki bara hringt í þig þegar að ég les fréttir frá Ís- landi og vantar nánari útskýr- ingar á því sem er að gerast, fá ekki lengur sögur og vísur frá þér, heyra stríðnina, glettnina, ástina og stuðninginn í röddinni þinni. Þú ætlaðir að koma til okkar í sumar og það gerir þú í huga okkar og hjarta. Elsku pabbinn minn, ég brosi við til- hugsunina um að þið Berglind séuð saman á ný og efa ekki að þið sendið allan ykkar stuðning og kærleika til okkar barnanna. Takk fyrir mig! Innilegar ást- arkveðjur og kærleikur frá mér, Aroni og Viktori. Elísabet Ósk Sigurðardóttir. Elsku pabbi minn, mikið er sárt að þurfa að kveðja þig svona snemma. Ég vil trúa því og treysta að mamma hafi tekið vel á móti þér og nú séuð þið sameinuð á ný, en eftir sitjum við og söknum þín. Alltaf var hægt að treysta á þig og leita til þín. Þú vissir allt og gat ég leit- að til þín með hvað sem var. Mikið hrikalega er búið að vera erfitt að geta ekki hringt í þig til að fá svör við mínum spurn- ingum, eða fara yfir verkefnin mín í skólanum. Hvern get ég spurt nú? Þú varst einstakur pabbi. Þetta er setning sem þú kvaddir þína foreldra með og vil ég kveðja þig með. „Nú er ljósið í lífi þínu hætt að loga, en það lýsir okkur áfram. Þú horfinn ert, en myndbrotin eru umvafin minningum, hlýlegum, innileg- um og dásamlegum.“ Þetta á svo sannarlega við núna, ljósið þitt og mömmu lýsir mér veginn í gegnum lífið. Ég á yndislegar minningar sem eru dýrmætar og enginn getur tekið þær frá mér, það er það sem mun koma mér í gegn- um mestu sorgina. Ég er heppin að hafa átt þig sem pabba, ég leit alltaf svo upp til þín og var mikil pabbastelpa. Núna ertu kominn á annan stað, ásamt mömmu. Ég veit að ég á tvo verndarengla sem vaka yfir mér. Hvíldu í friði, elsku pabbi, þín verður sárt saknað. Þín dóttir Bjarndís Helga. Elsku pabbi minn. Mikið er nú erfitt að hugsa til þess að þú sért ekki lengur hjá okkur. Líf þitt hefur ekki alltaf verið auð- velt en nú ertu kominn til Berg- lindar okkar. Við munum sakna þín innilega. Ég lofa að signa börnin mín alltaf frá þér fyrir nóttina eins og þú gerðir sjálfur þegar þú varst hjá okkur. Ég lofa að segja þeim sögur um þig og sýna þeim myndir. Þau sakna þín og vilja fá þig til baka, vilja fá afa Sigga til sín. Ég lofa að hugsa ekki um afmælið mitt sem dánardag þinn, ég lofa að hugsa um allt það jákvæða sem við upplifðum saman í staðinn. Við munum minnast afa Sigga sem býr í kirkjuklukkunum í kirkj- unni á móti heima eins og Ísak og Pálína segja. Við elskum þig! Sólveig Hrönn Sigurðardóttir. Kynni okkar Sigga Blöndal og vináttu má rekja tæplega 30 ár aftur í tímann. Það var þegar við spiluðum badminton saman veturinn 1992-1993, í gamla íþróttahúsinu á Núpi í Dýrafirði. Þarna náðum við vel saman enda höfum við báðir spilað bad- minton í mörg ár hjá TBR og þekktum hvor til annars. Eftir hverja æfingu var síðan farið inn til þeirra Berglindar, sem þá áttu heima á Núpi, og þar áttum við margar skemmtilegar stund- ir. Berglind kenndi á þessum tíma með mér við Grunnskólann á Þingeyri. Ári síðar hóf Siggi einnig kennslu þar og þau fluttu yfir fjörð, fyrst á Ketilseyri en síðan til Þingeyrar. Það var frá- bært að njóta samvista við þau hjónin fyrir vestan, bæði í starfi og af ýmsu öðru tilefni, og þá var oft glatt á hjalla. Árið 1995 settust þau síðan að í Hveragerði. Eftir að við Beta fluttum suður til Reykjavíkur nokkrum árum síðar tókum við upp þráðinn á ný og hittumst reglulega næstu árin. Ljúfur, rólegur, dulur eru orð sem mér finnst lýsa Sigga vel þegar ég hugsa til hans á þessari stundu. Veikindi Berglindar og fráfall varð honum og fjölskyldunni gríðarlegt áfall. Segja má að hann hafi aldrei náð sér al- mennilega á strik eftir það og ekki farið nógu vel með sig. En minning um góðan dreng, föður og afa, lifir áfram meðal barna hans, ættingja og vina. Kveðja Skarphéðinn og Elísabet. Hann stendur á stéttinni, hár og grannur og farinn að grána vel. Heldur þétt utan um Win- ston vin sinn sem hefur fylgt honum af trúmennsku lengi. Sýgur hann með áfergju og fær út úr því stundarsælu og vellíð- an sem á löngum tíma hefur ekki gert honum gott. Við sáum hann og hittum oft á umræddri stétt við Shell-skálann, hann kom þar eins og svo margur til að hitta mann og annan, spjalla og viðra hugmyndir um ýmsar listir og mannfagnaði. Nú er Sigurður Blöndal farinn í aðra listheima, snöggt og óvænt eins og gerist svo oft. Hann var listhneigður, orti kvæði, ljóð og smásögur. Áhuga- maður um rím og kveðskap og stóð fyrir nokkrum hagyrðinga- kvöldum sem fylltu sali nokkr- um sinnum. Hann var líka leik- ari en fyrst og fremst leikstjóri sem stýrði allnokkrum leikverk- um hjá Leikfélagi Hveragerðis, hugmyndaríkur, skapgóður og ljúfur í samskiptum. Ekki má gleyma kennarastarfinu sem hann sinnti í okkar bæ til fjölda ára, jafnframt að þjálfa badmin- ton í mörg ár. Hann saknaði Berglindar sinnar sem lést ung fyrir nokkrum árum og minntist hennar jafnan með miklum trega sem markaði hann æ síð- an. Nú ganga þau sjálfsagt hönd í hönd með sælubros á vör um lista- og menningarsali annars heims, fegin endurfundum, en Leikfélag Hveragerðis þakkar honum áralangt samstarf og samfylgd og minnist hans með hlýju, þakklæti og virðingu. Hjörtur Benediktsson, fv. formaður. Sigurður Blöndal

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.