Morgunblaðið - 09.03.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.03.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2019 Til fulltrúaráðs launamanna Birtu lífeyrissjóðs Kjörfundur 2019 Kjörfundur fulltrúa launamanna í Birtu lífeyrissjóði, vegna stjórnarkjörs í lífeyrissjóðnum verður haldinn á Reykjavík Hotel Natura 28. mars nk. kl. 17. Ársfundur Birtu lífeyrissjóðs verður haldinn fimmtu- daginn 11. apríl kl. 17 á Grand Hóteli Reykjavík. Dagskrá er samkvæmt samþykktum sjóðsins. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Aðgerðir Eflingar samþykktar  Aðgerðir hefjast 18. mars  Vinna lögð niður að hluta og í heild  Vinna stöðvuð alveg 1. maí Snorri Másson snorrim@mbl.is Félagsmenn Eflingar samþykktu margvíslegar verkfallsaðgerðir í sjö atkvæðagreiðslum sem lauk um helgina. Starfsfólk á hótelum, hjá rútufyrirtækjum og hjá Almenn- ingsvögnum Kynnisferða leggur nið- ur störf í sólarhring kl. 00.01 föstu- daginn 22. mars. 1. maí hefst ótímabundið allsherjarverkfall. 18. mars hefjast fyrstu örverkföll- in svonefndu, eða vinnutruflanir, sem fela í sér að verkfallsfólk mætir til vinnu en sleppir því að vinna til- tekin störf. Þessar aðgerðir munu stigmagnast og leiða á endanum til þess að fólk á tilteknum vinnustöð- um vinnur aðeins hluta af því starfi sem það vinnur að öllu jöfnu. Samtals voru greidd 1263 atkvæði í þessum sjö atkvæðagreiðslum. Af þeim samþykktu 1127 verkfallsboð- anir, 103 greiddu atkvæði gegn boð- unum og 33 tóku ekki afstöðu. Kjör- sókn meðal félagsmanna nam um 35% og náði í öllum tilfellum þeim 20% lágmarksþröskuldi sem settur hafði verið. Mest var kjörsóknin meðal starfsfólks Almenningsvagna Kynnisferða sem eru verktakar hjá Strætó BS. Þeir keyra um 50 stræt- isvagna og þjónusta tíu leiðir Strætó. Meðal hótelstarfsfólks og hjá rútu- fyrirtækjum almennt, var kjörsókn- in um 30-35%. Strax 18. mars og til ótilgreinds tíma munu bílstjórar Almennings- vagna Kynnisferða hætta að annast eftirlit með greiðslu fargjalds, óháð greiðslumáta. Þá áskilja sömu bíl- stjórar sér rétt frá og með sama tíma, til þess að hliðra til reglu- bundnum störfum sínum til að þeim sé unnt að dreifa kynningarefni um verkfallsaðgerðir. 1. apríl hefjast umfangsmeiri verkfallsaðgerðir hjá þeim, þá verður öll vinna lögð niður dag hvern á milli klukkan 7 og 9 á morgnana og aftur á milli 16 og 18 síðdegis. Engin klósettþrif Ítarlega skipulagðar aðgerðir eru einnig yfirvofandi í hópbifreiðaakstri almennt, það er meðal annarra fé- lagsmanna Eflingar en þeirra sem starfa hjá Kynnisferðum. Frá og með 18. mars hætta þeir hópbifreiða- stjórar að vinna önnur störf en „til- greind eru í starfslýsingu“. 23. mars hætta þeir að skoða farmiða farþega og 30. mars hætta þeir að mæta í vinnuna fyrir hádegi. Þessar aðgerð- ir vara flestar í 2-3 daga en verða endurteknar, ýmist allar í einu eða hluti þeirra, þar til í lok apríl. Hót- elstarfsfólk hættir þá að vinna til- tekin störf. Frá 18. mars og út apríl hætta hótelstarfsmenn að vinna þau störf „sem eru ekki tiltekin í starfs- lýsingu“. Frá 23. mars og út apríl verða engin klósett þrifin af þessu starfsfólki og ekki heldur sameigin- leg rými á hótelum. Frá 30. mars og út apríl verða engin herbergi þrifin sem gestir eru enn innritaðir í og engin morgunverðarþjónusta veitt. 26. apríl hættir öll þvottaþjónusta. Þátttaka starfsfólks Almennings- vagna Kynnisferða í atkvæðagreiðsl- unni var um 70% og stuðningur við verkfallstillögurnar þar af nánast einróma, 95-100%. Minnstan hljóm- grunn hlutu tillögur um verkföll hjá öðrum rútufyrirtækjum, hjá um 80% þeirra sem kusu. Sólarhringsverkföll » 22. mars: 1 dagur. » 28.-29. mars: 2 dagar. » 3.-5. apríl: 3 dagar. » 9.-11. apríl: 3 dagar. » 15.-17. apríl: 3 dagar. » 23.-25. apríl: 3 dagar. » 1. maí hefst allsherjarverk- fall þangað til samningar nást Lögreglan í Dublin reisti vegatálma í borginni á laugardag, þar sem síð- ast sást til Jóns Þrastar Jónssonar, og tók ökumenn leigubíla tali í von um að fá frekari vísbendingar um afdrif Jóns. Ekkert hefur spurst til hans síðan 9. febrúar. Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar, segir að lögreglan hafi sýnt ökumönnum mynd af Jóni og spurt hvort þeir hafi séð til hans eða komist í kynni við hann. Í dag mun hann funda með lögreglunni þar sem farið verður yfir gang mála, um hvað kom út úr aðgerð- inni á laugardag og hvernig gangi að vinna úr þeim ábendingum sem hafa borist. „Við höldum áfram að vera sýni- leg og leita. Vonandi fáum við ein- hverjar fréttir,“ segir Davíð. Jóns hefur verið saknað í rúman mánuð, en síðast sást til hans í Whitehall-hverfinu klukkan rétt rúmlega ellefu fyrir hádegi. Jón hugðist taka þátt í pókermóti í Du- blin. veronika@mbl.is Vegatálmar í Dublin  Jóns Þrastar er enn leitað  Lögregla ræddi við bílstjóra Ljósmynd/Hanna Björk Þrastardóttir Dublin Lögregla setti upp vegatálma í grennd við þær slóðir þar sem Jón Þröstur sást síðast. Ekkert hefur spurst til hans síðan 9. febrúar. Í dag funda samninganefndir Lands- sambands íslenskra verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá rík- issáttasemjara. Gert er ráð fyrir fundi fram eftir degi. Ekki fengust upplýsingar um efni fundarins, enda eru viðsemjendur bundnir trúnaði um það sem fer fram á sáttafundum. Samflot iðnaðarmanna og SA funduðu alla helgina undir stjórn Bryndísar Hlöðversdóttur ríkis- sáttasemjara. Í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi sagði hún að verið væri að ræða heildarsamhengi og að ekki yrðu tekin út fyrir sviga einstök atriði í samningaviðræð- unum. Á föstudaginn sagði í pistli á heimasíðu Samiðnar að vonir stæðu til að umræðu um vinnutímastytt- ingu lyki um helgina. Hvort þær væntingar stóðust fékkst ekki stað- fest. Á morgun funda samninganefndir Starfsgreinasambandsins með SA. Samninganefnd SGS samþykkti á föstudaginn að halda viðræðum áfram. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins mun samflot iðnaðar- manna ganga til fundar með SA hjá sáttasemjara á miðvikudaginn. snorrim@mbl.is LÍV hjá sáttasemj- ara í dag  Ekkert gefið upp um einstök atriði Mikil svifryksmengun mældist á höfuðborg- arsvæðinu í gær og fóru hæstu gildi yfir 80 μg/m³ sem teljast slæm loftgæði samkvæmt loft- gæðavef Umhverfisstofnunar. Svifrykið hefur vart farið framhjá vegfarendum sem fengu sér göngutúr í Grafarholti í gær, en í borginni var bjart og stillt veður. Í dag á hins vegar að hvessa allvíða en verður þó hvassast sunnantil á land- inu. Svifrykið var alltumlykjandi í Grafarholti Morgunblaðið/Hari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.