Morgunblaðið - 09.03.2019, Blaðsíða 21
en að koma í Sámsstaði og
brasa þar enda ávallt tekið vel á
móti mér af þinni fjölskyldu og
leið mér strax eins og ég væri
hluti af henni. Löngu síðar þeg-
ar upp kom að kaupa í Þríhyrn-
ingi í Hörgársveit var ég ekki
lengi að hugsa mig um. Sveitin
var málið og mikil tilhlökkun
var í okkur fyrir þessum nýja
kafla í lífi okkar. Þar áttum við
góð ár saman, þú, ég og börnin
okkar þrjú.
Elsku Gísli minn, mér finnst
erfitt að skrifa þessi orð til þín
við þessar aðstæður. Þú hefur
alltaf átt stóran hluta af hjarta
mínu þrátt fyrir að leiðir okkar
hafi skilið fyrir þó nokkru. Ég
mun halda minningu þinni á lofti
og passa ofsalega vel upp á gull-
in okkar sem þú elskaðir svo
mikið. Ég mun leita eftir
styrknum frá þér sem þú sýndir
svo vel í veikindum dóttur okk-
ar. Ég vona að þér líði betur á
þeim stað sem þú ert á í dag og
veit ég að pabba þykir vænt um
að fá félagsskap þinn, knúsaðu
hann frá mér.
Þín
Helga.
Mig langar að minnast í fáum
orðum frænda míns, Jóhannesar
Gísla, eða Gísla eins og ég kall-
aði hann ætíð. Frændi var 10 ár-
um yngri en ég, fæddur 29.8.
1974, þannig að ég hef þekkt
hann frá fyrstu tíð. Það kom
snemma í ljós að frændi var
stríðinn, langt yfir meðallag, en
þoldi illa stríðni sjálfur, snög-
greiddist en það var fljótt úr
honum aftur, oftast glaður og
kátur, alltaf að brasa eitthvað
og hrinda einhverju í fram-
kvæmd, fullur af endalausum
hugmyndum. Það var enginn
tími fyrir meira nám að skyldu
lokinni, heimurinn beið með
endalausum tækifærum, og á ár-
unum eftir skóla fram yfir 20
ára aldurinn var hann búinn að
prófa ótrúlegan fjölda starfa vítt
og breitt um landið og miðin. Á
árunum 1997 og 1998 vann hann
hjá mér, frá apríl fram í nóv-
ember. Það var frábært að hafa
hann í vinnu, duglegur og kunni
skil á flestu, og gekk í verkin af
krafti, hann naut sín best þegar
mest var að gera, við vorverk og
heyskap, en örlaði stundum fyr-
ir eirðarleysi ef minna var um-
leikis. Árin á eftir stofnaði hann
sitt eigið fyrirtæki, gerðist
bóndi um tíma, ásamt ýmsu
öðru, kominn með fjölskyldu,
konu og börn, og einhvern veg-
inn vonaðist maður til að nú
væri frændi kominn á lygnan
sjó.
En síðustu 10 ár hafa verið
erfið. Frændi var kominn í
dimman dal, ráðandi um villtur í
svartaþoku, með storm í sálinni,
fann ekki leiðina til baka. Það
komu að vísu góðir tímar fram-
an af þessu tímabili, þar sem
þokunni létti og frændi var
sjálfum sér líkur, en alltaf
dimmdi aftur. En ég vona fyrir
þína hönd, kæri frændi, að nú
hafi þokunni létt og þér líði vel,
storminn í sálinni hafi lægt.
Helgu og börnunum, foreldr-
um, systrum og fjölskyldum
vottum við Guðrún okkar dýpstu
samúð, og Guð styrki ykkur.
Þinn frændi,
Orri Óttarsson, Garðsá.
Þegar við hugsum til Jóhann-
esar Gísla, bekkjarbróður okkar,
er orðið óheppinn það fyrsta
sem kemur upp í hugann. Hver
annar en Gísli lenti í því að máv-
ur skiti á nýju skyrtuna í
smekkfullum miðbænum. Hver
annar en Gísli var alltaf með
svart teip í vasanum þannig að
ef spegillinn datt af nýja hjólinu
eða eitthvað annað þá gat hann
gert við það á staðnum. Sög-
urnar eru endalausar. Einhvern
veginn eigum við öll ótal minn-
ingar. Minningar um stól sem
stóð í hurð, bláberjasaft sem
reyndist vera taulitur, óteljandi
tábrot og svo margar aðrar sög-
ur sem við hlæjum mikið að nú
þegar við hittumst til að minn-
ast hans og eru ekki birting-
arhæfar. Enginn var fljótari til
svars en Gísli og oftar en ekki
kom hann félögum sínum í
bobba við eldhúsborðið heima á
Sámsstöðum þegar setningar
eins og „hvað segir þú, eru kjöt-
bollurnar hennar mömmu vond-
ar“ eða „nei, pabbi er ekkert
leiðinlegur“ og við borðið sátu
bekkjarbræðurnir kafrjóðir og
gátu lítið sagt sér til varnar en
Gísla var alltaf jafn skemmt.
Því skal einnig haldið til haga
að Gísli var drengur góður.
Hjarta hafði hann úr gulli og
þegar við lítum til baka til síð-
ustu ára má kannski segja að
hann hafi verið límið í hópnum.
Sá sem duglegastur var við að
halda sambandi og vildi allt fyr-
ir okkur gömlu bekkjarsystkini
sín gera.
Stóra gæfa Gísla í lífinu var
að hitta Helgu sína en saman
eignuðust þau þrjú börn. Gísli
var uppátækjasamur og það sást
vel í því sem honum síðar datt í
hug að taka sér fyrir hendur.
GSM-sendar á kindur og einu
sinni ætlaði hann sér stóra hluti
í elstu grein beint frá býli en
síðan eru liðin ótal mörg ár.
Elsku Gísli, minningarnar eru
margar og við minnumst þín
með hlýju og þakklæti fyrir
stundirnar, faðmlögin, hláturinn
og öll óborganlegu uppátækin.
Helga, Sindri Snær, Elísabet
Ýr, Jón Pálmi, Sigga Pálmi,
Bogga, Eva og Marsibil, hugur
okkar er hjá ykkur.
Kæri vinur, hafðu þökk fyrir
allt og allt. Við sem vorum með
þér á heimavist í Hrafnagils-
skóla þökkum góðar minningar.
Fyrir hönd árgangs 74,
Hrafnagilsskóla,
Guðný
Jóhannesdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2019 21
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur
Aðalfundur Hraðfrystihússins – Gunnvarar
hf. vegna ársins 2018 verður haldinn
mánudaginn 25. mars nk. kl. 10:30 á
skrifstofu félagsins í Hnífsdal.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 17.
grein samþykkta félagsins.
2. Tillaga um heimild til stjórnar um kaup
á eigin hlutum, sbr. 55. gr. laga um
hlutafélög.
3. Önnur mál.
Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar
félagsins munu liggja frammi á skrifstofu
félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir
aðalfund.
Stjórn Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:00-12:30 - Kraftur í KR kl.10:30,
rúta fer frá Vesturgötu kl.10:10 & frá Aflagranda kl.10:20 - Útskurður
kl.13:00 - Félagsvist kl.10:20 - Kaffi kl.14:30 - 15:20
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Leikfimi með Maríu kl. 9.
Handavinna með leiðb. kl. 12:30-16. Félagsvist með vinningum kl. 13.
Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl.
11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. s:
535-2700.
Boðinn Bingó kl. 13.00. Leikfimi kl. 10.30. Myndlist kl. 12.30.
Vatnsleikfimi kl. 14.30.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl.
10-10:30. Leikfimi kl. 12:50-13:30. Samprjón kl. 13:30-14:30.
Bútasaumshópur kl. 13:00-16:00. Opið kaffihús kl. 14:30-15.15.
Dalbraut 18-20 Brids kl.13.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl.10.10. Opin handverk-
stofa kl.13.00. Boccia kl.13.30. Kaffiveitingar kl.14.30. Allir velkomnir!
Garðabæ Vatnsleikf. Sjál. kl.7:30 /8:15 /15:00. Kvennaleikf. Sjál. kl.
9:30. Liðstyrkur . Sjál kl. 10:15. Kvennaleikf. Ásg. Kl.11:15.
Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Stólajóga kl. 11:00. Bridge í
Jónshúsi kl. 13:00. Zumba í Kirkjuhv kl. 16:15.
Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl. 9.00 Boccia, kl. 9.30 Post-
ulínsmálun, kl. 10.50 Jóga, kl. 13.15 Canasta, kl. 16.30 Söngvinir -
kóræfing, kl. 19.00 Skapandi Skrif.
Gullsmári Póstulíns hópur kl 9.00 Jóga kl 9.30 Handavinna /Bridge
kl 13.00 Jóga kl 17.00 félagsvist kl 20.00
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11:30, 1340.-kr mánuðurinn, allir
velkomnir og kostar ekkert að prufa. Hádegismatur kl. 11.30.
Sögustund kl 12:30-14:00. Jóga kl. 14.15 – 15.15.
Hraunsel 9.00 Myndmennt, 11.00 Gaflarakórinn, 13.00 Félagsvist
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl
liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9,
útvarpsleikfimi kl. 9.45, jóga með Carynu kl. 10 og samverustund kl.
10.30. Hádegismatur er kl. 11.30, tálgun og listasmiðja kl. 13,
frjáls spilamennska kl. 13, gleðistund með Pétri Þorsteinssyni kl.
13.45 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga kl 9 í Borgum. Gönguhópur kl 10
frá Borgum, Grafarvogskirkju og í Egilshöll. Dans í Borgum kl 11 allir
velkomnir í dansgleðina öll gömlu góðu lögin. Prjónað til góðs í Bor-
gum kl 13 í dag og félagsvist kl. 13 í Borgum, Kóræfing Korpusystkina
kl 16 í Borgum, Kristín stjórnar og Elísabet undirleikari.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 – 16. Heitt á
könnunni frá kl. 10 – 11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er
frá kl. 11.30 – 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er
félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30
– 15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586.
Stangarhylur 4, ZUMBA Gold framhald kl. 10.20 kennari Tanya
Fatnaður
Laugavegi 178, 105 Reykjavík
sími 551 3366. Opið virka daga
kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14
Misty
Eco Ra - Stærðir M-XXL.
Svart og hvítt. Verð 1.790 kr.
Promessa - Stærðir M - XXL
Svart og hvítt. Verð 2.650 kr.
Tahoo Maxi - Stærðir S-3XL
Svart, hvítt og húðlitt.
Verð 1.790 kr.
Gabe - Stærðir M-XXL
Svart og hvítt. Verð 2.650 kr.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
BátarBílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Smá- og raðauglýsingar
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
✝ Jónína DagnýHilmarsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 25. apríl 1954.
Hún lést á heimili
sínu í Kallinge,
Svíþjóð, 19. janúar
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Andrea
Laufey Jónsdóttir,
f. 1919, d. 1992,
og Hilmar Krist-
berg Welding, f. 1907, d. 1968.
Systkini hennar: Þórey Díana,
f. 1952, Jens Kristberg, f.
1948, Jón Reynir, f. 1941, og
sammæðra voru Björn Haf-
steinn Jóhannsson, f. 1939, d.
2011, og Hjörvar Óli Björg-
vinsson, f. 1936, d. 2000. Synir
úr fyrri hjóna-
böndum: Kristinn
Bergur Rún-
arsson, f. 1976,
Hermann Geir
Rúnarsson, f.
1982, Stefán Lauf-
ar Jónínuson, f.
1991.
Jónína ólst upp
í Reykjavík og
varði þar stærst-
um hluta lífs síns
við uppeldisstörf þar til hún
fluttist til Svíþjóðar með þá-
verandi unnusta, Val Tóm-
assyni, f. 1957, sem hún gekk
svo í hjónaband með.
Útför Jónínu fór fram í
safnaðarheimili Bredåkra 8.
febrúar 2019.
Það er sárt að kveðja þegar
gott fólk hverfur og ennþá
sárara þegar það er móðir
manns. Mamma okkar er horfin
á braut en eftir sig skilur hún
djúp og áhrifamikil spor í lífi
okkar. Heimurinn virkar aðeins
daufari um sinn en við getum
sótt í allar minningarnar til
þess að lýsa hann upp aftur.
Mamma gaf okkur umfram
allt skilyrðislausa ást, frá
fyrsta degi okkar til loka. Í
hvert sinn sem við misstigum
okkur var hún þar til að hjálpa
okkur áfram, full af skilningi og
samúð. Við höfðum svigrúm til
að gera vitleysur og læra af
þeim.
Það kom því ekki á óvart að
hún skyldi gerast leikskóla-
kennari. Hún var það uppfull af
umhyggju að það skilaði sér til
allra barnanna sem hún hjálp-
aði að ala upp og enn í dag er
heill skari af fólki, eiginlega
óþekkt systkini, sem minnast
hennar með hlýhug. Það var
einnig leitun að manneskju með
stærra hjarta, því aldrei mátti
hún sjá neitt aumt öðruvísi en
að setja sig í stellingar til að
veita alla þá hjálp sem hún
hafði ráð á. Allir voru velkomn-
ir í heimsókn eða mat og var
heimilið oft griðastaður fyrir
fjölmarga vini og kunningja.
Með sáralítið á milli hand-
anna náði hún að veita okkur
uppeldi sem við upplifðum aldr-
ei sem annars flokks. Við tók-
um aldrei eftir þeim tímum
þegar þrengdi að því hún vann
um tíma þrjár vinnur og fórn-
aði frekar sínum aukatíma en
að taka áhættuna að börnin
hennar liðu skort. Á sama hátt
sýndi hún okkur að hægt væri
að komast langt með blöndu
heiðarleika og áreiðanleika.
Skuldir voru aldrei hunsaðar
eða látnar dragast og frekar
var innbúið selt en að lenda í
vanskilum.
Alla þessa góðu eiginleika og
fleiri gaf hún okkur og munum
við alltaf gera okkar besta til
að feta lífið eftir þeim. Kannski
svo einhvern tímann hittumst
við aftur og fáum tækifæri til
að þakka allt það sem virkaði
svo áður fyrr sjálfsagt.
Hermann Geir
Rúnarsson, Stefán
Laufar Jónínuson.
Jónína Dagný
Hilmarsdóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Minningargreinar