Morgunblaðið - 09.03.2019, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Eggert
Fossvogsskóli Viðgerðir hefjast.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Fossvogsskóla verður lokað eftir
kennslu á miðvikudag vegna raka-
og loftgæðavandamála. Kennt
verður í skólanum í dag og fram á
miðvikudag. Kennsla á að hefjast
að nýju annars staðar á mánudag.
Finna þarf pláss fyrir 352 nem-
endur skólans þær tólf vikur sem
eftir eru af skólaárinu. Nemendum
í 4. bekk verður áfram kennt í laus-
um kennslustofum á skólalóðinni.
Útvega þarf húsnæði fyrir 1.-3.
bekk og 5.-7. bekk. Reynt verður að
finna hentugt kennsluhúsnæði sem
næst Fossvoginum.
Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla-
og frístundasviðs, sagði að velt
hefði verið upp ýmsum mögu-
leikum varðandi húsnæði til loka
skólaársins. „Við reynum að koma
þessu þannig fyrir að sem stærstur
nemendahópur geti verið saman á
hverjum stað,“ sagði Helgi. „Varð-
andi þarfir yngstu barnanna þarf
að vera aðstaða til útiveru og ann-
ars slíks. Eðlilega viljum við að
hefðbundið skólastarf nemenda
raskist sem minnst. Einnig að vel sé
búið að starfsfólki og að samstarf
þess geti haldið áfram.“ »6
Finna þarf kennsluhúsnæði í vikunni
Fossvogsskóla verður lokað vegna myglu frá miðvikudegi og út skólaárið
M Á N U D A G U R 1 1. M A R S 2 0 1 9
Stofnað 1913 59. tölublað 107. árgangur
MEISTARI Í
KATA FIMM
ÁR Í RÖÐ
HEFUR MIKIÐ
GILDI FYRIR
SAMFÉLAGIÐ
INNFLUTNINGI
Á HRÁU KJÖTI
VERÐI FRESTAÐ
ÖFLUGT FÉLAGSSTARF 12 FUNDUR Á KANARÍ 10KARATE ÍÞRÓTTIR
Allir þeir 157 sem voru um borð í
Boeing 737-800 flugvél á leið til
Naíróbí fórust er vélin hrapaði
skömmu eftir flugtak í gær. Í vél-
inni voru 149 farþegar auk átta
manna áhafnar.
Farþegarnir voru frá 32 löndum,
flestir frá Kenía og Kanada.
Flugvélin, sem var í eigu Ethiopi-
an Airlines, stærsta flugfélags Afr-
íku, tók á loft frá Addis Ababa, höf-
uðborg Eþíópíu, en náði einungis 60
km frá borginni. Framkvæmda-
stjóri flugfélagsins, Tewolde Gebre
Mariam, sagði við AFP fréttaveit-
una í gær að flugmaður vélarinnar
hefði óskað eftir því að snúa vélinni
við skömmu eftir flugtak. Þetta er í
annað sinn á nokkrum mánuðum
sem Boeing 737-800 flugvél hrapar
skömmu eftir flugtak. Flugvél Lion
Air af sömu gerð hrapaði í Jakarta í
október í fyrra og létust allir þeir
189 sem voru um borð. »15
AFP
Af slysstað Bandaríkin og Eþíópía munu
fara saman með rannsókn á flugslysinu.
Eitt mannskæðasta
flugslys síðari ára
Guðrún og Jón hafa verið algeng-
ustu nöfnin hér á landi í meira en
300 ár og rekja má skyndilega
aukningu í vinsældum nafnsins
Emma fyrir um 20 árum til sjón-
varpsþáttarins Friends. „Kalla- og
kellinganöfn“ eru á undanhaldi og
eftir því sem fólk er eldra er lík-
legra að það hafi fengið nafn afa
síns eða ömmu.
Þetta er á meðal þess sem athug-
anir dr. Guðrúnar Kvaran, prófess-
ors emeritus við Háskóla Íslands, á
íslenskum nafnaforða hafa sýnt og
kynnti hún niðurstöður sínar á
Hugvísindaþingi Háskóla Íslands
um helgina. »10
Friends hafði áhrif á
nafngiftir á Íslandi
Á milli 2.500 og 2.600 íbúar á höfuðborgarsvæð-
inu og um 500 íbúar á Austurlandi fengu bólu-
setningu gegn mislingum um helgina.
Meðal þeirra var Dagur Rafn Andrason 15
mánaða sem þáði bólusetningu á heilsugæslu-
stöðinni Sólvangi í Hafnarfirði í gær. »4
Morgunblaðið/Hari
Bólusett fyrir austan og sunnan um helgina
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Samtök atvinnulífsins munu í dag
eða á morgun kæra tilteknar verk-
fallsaðgerðir Eflingar fyrir Fé-
lagsdómi. Umræddar aðgerðir voru
samþykktar í atkvæðagreiðslu fé-
lagsmanna Eflingar um helgina og í
þeim felst meðal annars að þeir
leggja ekki niður störf að fullu,
heldur sinna eingöngu hluta venju-
bundinna starfa sinna. „Þetta geng-
ur gegn skilningi margra á vinnu-
löggjöfinni,“ segir Halldór
Benjamín Þorbergsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins.
Í tilfelli hópbifreiðastjóra er til
dæmis boðað að þeir haldi áfram
akstri, en hætti að kanna farmiða
farþega. Halldór segir þetta ótækt,
þar sem ekki verði skilið á milli
aksturs og þess að hleypa farþeg-
um inn í bifreiðina. Hann segir
þannig tiltekin verkefni starfs-
manna órjúfanlegan hluta starfsins.
Einnig er boðað að hópbifreiða-
stjórar hætti að dæla eldsneyti á
bifreiðar. Halldór segir að það geti
skapað almannahættu, ef bifreið
skyldi stöðvast.
Hann segir að fyrirhugaðar að-
gerðir gangi gegn eðli verkfalla.
„Með þessu er Efling að marka
skörp og illverjandi skil í þróun
verkfallsréttar og beitingar hans.
Það virðist vera sérstakt keppikefli
Eflingar að láta reyna á mörk lög-
legra verkfalla og eðlilegt því að
leita úrskurðar Félagsdóms,“ segir
Halldór.
SA kærir aðgerðir Eflingar
Efling boðar vinnutruflanir SA segir látið reyna á mörk löglegra verkfalla
MAðgerðir Eflingar… »2
Loðnuleit
grænlenska
uppsjávar-
veiðiskipsins
Polar Amaroq
hafði ekki skilað
neinum árangri
síðdegis í gær.
Skipið var þá
statt út af
Breiðafirði eftir
að hafa siglt nær hringinn í kring-
um landið í leit að loðnu.
„Útkoman er eitt stórt núll,“
sagði Þorsteinn Sigurðsson, sviðs-
stjóri hjá Hafrannsóknastofnun.
Hann sagði að það væru vonbrigði,
en ekki alveg óvænt. Ekki varð vart
við vesturgöngu. »8
Loðnuleit ekki skil-
að neinum árangri
Loðna Vonir minnka
um loðnuveiði.