Morgunblaðið - 09.03.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 09.03.2019, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MARS 2019 Aðalfundur landsamtakanna Spítalinn okkar verður haldinn þriðjudaginn 12. mars 2019 kl. 16.00 á Icelandair Hótel Natura Víkingasal 7. Dagskrá aðalfundar 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara 2. Skýrsla stjórnar lögð fram 3. Reikningar lagðir fram til samþykktar 4. Lagabreytingar 5. Ákvörðun félagsgjalds 6. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga 7. Önnur mál. Gestur fundarins verður Henrik Eriksen framkvæmdastjóri nýbygginga við Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn. Hann flytur erindi um byggingaverkefnið, áskoranir, lærdóm sem draga má af framkvæmdunum. Stjórnin. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fossvogsskóla verður lokað eftir að skóladegi lýkur miðvikudaginn 13. mars vegna raka- og loftgæðavanda- mála. Skólastarf verður í skólanum í dag og fram á miðvikudag. Skipu- lagsdagar skólans verða á fimmtu- dag og föstudag og fellur kennsla niður. Hún á að hefjast að nýju ann- ars staðar mánudaginn 18. mars. Þetta var ákveðið á fundi fulltrúa skóla- og frístundasviðs, umhverfis- og skipulagssviðs, heilbrigðiseftirlits og skrifstofu eigna- og atvinnuþró- unar Reykjavíkurborgar í Ráðhús- inu síðdegis í gær. Eftir það fór Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, á fund með skólaráði Fossvogsskóla. Þar var mikil eining um aðgerðirnar sem boðaðar voru í gær, að sögn Helga. Hann mun hitta skólaráðið aftur nú síðdegis. Varúðarráðstöfun að loka Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, upplýsti foreldra nemenda í skólanum um stöðuna með tölvupósti í gær. Þar kemur fram að skólanum verði lokað svo hægt sé að hefja sem fyrst nauðsyn- legan undirbúning flutnings og við- gerðar á skólahúsnæðinu. „Um er að ræða varúðarráðstöfun á meðan endurbætur fara fram svo hægt sé að opna Fossvogsskóla að nýju að loknu sumarleyfi,“ sagði m.a. í pósti skólastjórans. Finna þarf pláss fyrir 352 nem- endur skólans þær tólf vikur sem eftir eru af skólaárinu. Nemendum í 4. bekk verður áfram kennt í lausum kennslustofum á lóðinni. Útvega þarf húsnæði fyrir 1.-3. bekk og 5.-7. bekk. Stefnt er að því að finna hús- næði sem næst Fossvoginum. Vonast er til að foreldrar bregðist jákvætt við og að allir hjálpist að við að láta þetta ganga upp. Upplýs- ingafundur með foreldrum verður í fyrri hluta næstu viku. Ýmsir kostir til skoðunar Helgi Grímsson sagði að velt hafi verið upp ýmsum möguleikum varð- andi kennsluhúsnæði til loka skóla- ársins. Þar má nefna t.d. íþróttahús- næði, frístundahúsnæði o.fl. „Við reynum að koma þessu þann- ig fyrir að sem stærstur nemenda- hópur geti verið saman á hverjum stað,“ sagði Helgi. „Varðandi þarfir yngstu barnanna þarf að vera að- staða til útiveru og annars slíks. Við erum ekki komin með neitt fast í hendi. Eðlilega viljum við að hefð- bundið skólastarf nemenda raskist sem minnst. Einnig að vel sé búið að starfsfólki og að samstarf þess geti haldið áfram.“ Helgi nefndi í þessu sambandi nemendur sem þurfa stuðning í námi. Sem minnstar breytingar mega verða á því. Hann sagði að nokkrir húsnæðiskostir væru í nágrenni Fossvogsskóla en mjög misgóðir. Niðurstaða þarf að liggja fyrir í þessari viku. Leggja á mikla vinnu í að finna húsnæði í dag. Helgi sagði að þessu fylgdi eitthvað rask fyrir alla, en fara þyrfti í nauðsynlegar fram- kvæmdir við að gera húsnæði skól- ans eins gott og frekast getur orðið. Mikið af skólahúsgögnunum er ekki með tauáklæði. Þau mun vera hægt að þrífa og nota annars staðar. Leitað verður ráða hjá sérfræðing- um um önnur húsgögn, bækur og annan búnað skólans. Vitað er að einhverjir foreldrar ætla ekki senda börn sín í Fossvogs- skóla í þessari viku. Helgi sagði að hefðu börn fundið fyrir óþægindum væri fullur skilningur á því. Unnið væri að því að koma kennslunni í gott húsnæði eins fljótt og auðið yrði. Fossvogsskóla lokað á miðvikudag  Finna þarf hentugt húsnæði í þessari viku  Kennsla hefst aftur á nýjum stöðum 18. mars  4. bekk kennt áfram í lausum kennslustofum  Miðað er við að sem stærstur hópur nemenda geti verið saman Morgunblaðið/Eggert Fossvogsskóli Raka- og loftgæðavandamál eru í skólanum. Sumir nemar og starfsmenn hafa fundið til óþæginda. Fossvogsskóli » Fossvogsskóli er hverfisskóli fyrir 6-12 ára börn í Blesugróf- ar- og Fossvogshverfi. Skóla- árið 2018-2019 eru 352 nem- endur og um 50 starfsmenn í skólanum. » Skólinn tók til starfa árið 1971 og var áhersla lögð á opna kennsluhætti í skólanum þar sem hefðbundið bekkjakerfi var brotið upp. „Ég er mjög ánægð með að skóla- yfirvöld hafi tekið þessa ákvörðun og mér er létt,“ sagði Magnea Árna- dóttir, móðir nemanda í Fossvogs- skóla sem veiktist vegna myglu í skólahúsinu. Hún ætlar ekki að senda son sinn í skólann í þessari viku. „Ég tel hús- næðið vera óheil- næmt og mun ekki senda hann þangað fyrr en búið er að laga skólabygg- inguna.“ Magnea gagn- rýndi niðurstöðu Mannvits sem gerði úttekt á skólahúsnæðinu og knúði á um að loftgæði í Fossvogs- skóla yrðu skoðuð betur. Hún hafði sjálf veikst vegna myglu í húsnæði og þekkti einkennin og áhrifin. Magnea sá misræmi í niðurstöðum Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) og Mannvits varðandi sýnin úr skól- anum. „Ég var mjög ósátt við niður- stöðu Mannvits og skýrslu þeirra. Ég vissi af leka í skólanum en Mann- vit sagði að það væri ekki leki,“ sagði Magnea. Tekin voru sex sýni Mannvit gerði úttekt að beiðni Reykjavíkurborgar og tók fimm ryksýni og eitt efnissýni í Fossvogs- skóla. Þau voru send til NÍ og nið- urstöður túlkaðar í minnisblaði. Í öllum sýnunum fundust sveppagró sem oft finnast í útilofti. Ekkert sýnanna þótti sýna örugg merki um rakaskemmdir, en aðeins eitt var laust við merki um örverur. Vitnað var í niðurstöður NÍ sem sögðu: „Þar sem megnið af gróum í ryksýnum er ættað úr útilofti er mun líklegra að byggingin sé laus við rakaskemmdir og myglu.“ Það var túlkað sem að mengun í ryksýn- um hefði komið frá gömlum raka- skemmdum. Fleiri niðurstöður þóttu styðja þá skýringu. Ekki var hægt að fullyrða að engar rakaskemmdir væru í húsnæðinu „en líklega eru þær a.m.k. ekki miklar, séu þær ein- hverjar“. Í niðurstöðum skýrslu NÍ um rannsókn á sýnum úr Fossvogsskóla fyrir Mannvit segir m.a. að verði rakaskemmdir í húsnæði sé oft heppilegra að taka sýni af bygging- arefninu sem varð fyrir raka- skemmdinni, þar sem sveppavöxtur geti verið staðbundinn á því. Sumar sveppategundir geti framleitt sveppaeiturefni sem berast út í loftið með ögnum úr líkama sveppsins, án þess að gró þeirra verði loftborin. Efni sem berast með þessum ör- smáu ögnum geti valdið einstak- lingum sem búa eða starfa innilok- aðir í sama rými heilsutjórni. „Þessar agnir falla svo úr loftinu og safnast upp ásamt öðrum ögnum í ryki. Þær eru það litlar og óreglu- legar að sérstakar aðferðir þarf til að safna þeim og dugar smásjár- skoðun eins og hér er notuð ekki til að greina þær.“ Ánægð með lokunina  Móðir nemanda í Fossvogsskóla gagnrýndi niðurstöðu verkfræðistofu  Sveppaeiturefni geta borist með ögnum Morgunblaðið/Eggert Viðgerðir Skólahúsið á að vera komið aftur í lag í byrjun næsta skólaárs. Magnea Árnadóttir Minnisblað Verkís um bráðabirgða- viðgerðir á Fossvogsskóla fylgdi tölvupósti sem skólastjóri Foss- vogsskóla sendi aðstandendum nemenda á fimmtudagin var. Þar segir m.a. að miðað við um- fang skemmda sé „umfangsmikilla viðgerða og endurnýjunar þörf í skólanum“. Varðandi bráðabirgða- lausnir þurfi sérstaklega að horfa á helstu orsakir skemmda í rýmunum þar sem nemendur og starfsmenn séu. Framkvæmdir þessar séu að- eins fallnar til þess að gera rýmin betri með tilliti til íveru en ekki er hægt að ráðast í fullnaðarfram- kvæmdir á meðan nemendur og starfsmenn eru í skólanum. Verkís kvaðst mundu fylgjast reglulega með ástandinu í skólanum það sem eftir er af skólaárinu. „Allt ónotað húsnæði verður innsiglað og lokað af á viðurkenndan hátt.“ Verkís segir að vandamálunum megi skipta í fernt. Þau eru lélegt rakavarnarlag í þaki (að hluta) sem minnkar loftgæði í íverurýmum. Gömul loftræstikerfi að hluta. Bæta þarf úr reglubundnum þrifum og skemmdir vegna langvarandi leka. Fram kemur í nánari skýringum að lekar hafi fundist víða í bygging- unum. Í lokaorðum segir m.a.: „Það er ljóst að umfangsmikilla fram- kvæmda er þörf og þær eru við það að hefjast. Reykjavíkurborg og Verkís munu vinna þetta starf með stjórnendum skólans sem upplýsa foreldra eins og kostur er.“ „Umfangsmikilla viðgerða og endurnýjunar þörf“ í Fossvogsskóla, segir verkfræðistofa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.