Morgunblaðið - 14.03.2019, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019
Góð
heyrn
glæðir samskipti
ReSound LiNX Quattro
eru framúrskarandi heyrnartæki
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Erum flutt í
Hlíðasmára 19
Fagleg þjónusta hjá
löggiltum heyrnarfræðingi
Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna.
Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru
sérlega sparneytin.
Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum.
Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með
rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Frjósemin er mikil,kannski af því að hér fáhundarnir gott atlæti ogeru af sterkum stofni,“
segir Helena Þórðardóttir í Kols-
holti í Flóa. Með fjölskyldu sinni
hefur hún um árabil sinnt ræktun
íslenska fjárhundsins og heldur
bæði hunda og
tíkur. Til tíðinda
bar í Kolsholti
síðastliðinn
sunnudag að tíkin
Kúnst gaut í
fyrsta sinn og
voru hvolparnir
alls sjö. Þeir eru
komnir undan
Vini, hundi sem
fjölskyldan á einnig. Vinur hefur
gagnast vel í hundaræktinni og
undan honum eru mörg afkvæmi
komin.
Blesóttir með hnakkablett
Kúnst er fjórða tíkin í Kols-
holti sem á sjö hvolpa, en þar á
bæ hafa komið fimm got í röð með
sjö hvolpum hvert; það er 35
stykki samtals á þremur og hálfu
ári. „Ég átti ekki von á að Kúnst
gyti fyrr en nokkuð væri liðið á
þessa viku. Þegar ég svo kom
heim úr vinnu núna á sunnudaginn
voru hér komnir sjö hvolpar sem
var mjög óvænt, en afar skemmti-
legt. Meðgangan var aðeins 61
dagur en er að jafnaði 65 dagar,“
segir Helena.
Hvolparnir sjö eru falleg dýr
og ljúf, rauðkolóttir að lit, rétt
eins og Kúnst, móðir þeirra. Eru
með hvíta rák á andliti, blesóttir
eins og það er kallað, og svo stór-
an, áberandi hvítan hnakkablett.
Og þriggja daga gamlir eru hvolp-
arnir enn blindir
og liggja löngum
stundum í kassa
hjá móðurinni sem
hefur þá á spena.
Natni er
nauðsyn
„Þú sérð að
Kúnst er enn
mjög óörugg og
vill hafa afkvæmin sem mest hjá
sér. Það verður að sýna hundum
mikla natni og nærgætni. En laun-
in eru líka góð; þetta eru ljúfar
skepnur, eru hlýðnar og verða
fljótt nánast hluti af fjölskyld-
unni,“ segir Helena.
Við ýmis tækifæri hefur Hel-
ena sýnt hunda sína og fengið
góða dóma þar. Hún rómar ís-
lenska fjárhundakynið og segist
ekki vilja rækta annað eftir að
hafa reynt það. Best eru þessar
skepnur þekktar fyrir uppsperrt
eyru, hringaða rófu og að vera
einkar vinnusamar, svo sem við
smalamennskur og fjárrag. Hafa
því verið ómissandi við bústörf.
Lundin ljúf
og góðir í umgengni
„Lund íslensku hundanna er
ljúf og þeir eru einstaklega góðir í
allri umgengni við börn, sem mér
finnst mikill kostur. Fólk sem
heldur hunda hefur mikinn áhuga
á þessu kyni, sem var nánast út-
dautt á tímabili. Í dag er staðan
allt önnur enda eru margir sem
sinna ræktun á íslenska kyninu,“
segir Helena Þórðardóttir sem
hefur selt hvolpa til Bretlands, Ír-
lands, Þýskalands, Svíþjóðar og
Danmerkur. Flestir hafa þó eign-
ast heimili hér innanlands, en frá
móður og ræktanda fara hvolp-
arnir yngstir níu vikna gamlir, þá
eftir skoðun dýralæknis sem stað-
festir að allt sé í þessu fína.
Sjö kátir
hvolpar í
Kolsholti
Gelt! Í Flóanum eru ræktaðir hundar af íslenska
fjárhundakyninu. Viðkoman er góð, alls 35 hvolpar
á tæpum fjórum árum. Uppsperrt eyru og hringuð
rófa eru aðalsmerki þessa kyns.
Mjólkurstund Hvolparnir sjö sem eru enn lítils megnugir eru á spena móð-
ur sinnar, Kúnstar, en sjálf kom hún einnig úr sjö hvolpa goti.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hundakona Þetta eru ljúfar skepnur, hlýðnar og verða fljótt hluti af fjölskyldunni, segir Helena Þórðardóttir.
Það verður að
sýna hundum mikla
natni og nærgætni.
En launin eru líka
góð; þetta eru
ljúfar skepnur,
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Keppt verður í alls 28 fögum á Ís-
landsmóti iðn- og verkgreina sem
hefst í Laugardalshöll á morgun og
stendur til og með laugardegi. At-
burður þessi sem ber yfirskriftina
Mín framtíð 2019 er jafnframt kynn-
ing fyrir ungt fólk á kostum sem
bjóðast í iðnnámi. Hátt í 200 ung-
menni taka þátt í keppninni þar sem
keppt er um Íslandsmeistaratitil í
hverri grein. Sigurvegarar eiga marg-
ir kost á að keppa síðar við þá bestu í
sinni grein á Evrópumóti sem haldið
verður í Graz í Austurríki á næsta ári.
Einnig verða tvær iðngreinar til við-
bótar með sýningu á sínu fagi.
Búist við 7.000 nemendum
Alls kynna 33 skólar um allt land
fjölbreytt námsframboð á framhalds-
skólastigi við þetta tilefni. Búist er
við meira en 7.000 grunnskólanem-
endum í Laugardalshöll þar sem
nemendur í 9. og 10. bekk víða af
landinu fylgjast með keppni og fá að
prófa fjölbreytt verkefni undir hand-
leiðslu fagfólks. Má þar nefna að
helluleggja, setja saman smárásir, sá
kryddjurtum, líma upp flísar, sjóða,
prófa ýmis verkfæri og tól, flétta og
blása hár, splæsa í net og leysa ýms-
ar þrautir, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu. Á laugardaginn
verður svo fjölskyldudagskrá á milli
kl. 10 og 16.
Markvisst námsval
„Markmiðið með þessari kynningu
er m.a. að kynna fyrir ungu fólki þau
fjölmörgu tækifæri sem felast í iðn-
og verk- og tækninámi og auðvelda
þeim að kynna sér fjölbreytt náms-
framboð framhaldsskólanna með það
fyrir augum að fleiri taki upplýsta
ákvörðun um námsval sem tekur mið
af áhugasviði þeirra og hæfni. Mark-
visst námsval dregur úr brotthvarfi
úr námi sem er stórt vandamál hér á
landi,“ segir í tilkynningu.
Námskynningin Mín framtíð, hefst í Laugardalshöll í dag
Kynna störfin og fögin og keppa
í alls 28 spennandi iðngreinum
Rafvirki Tækifærin sem ungu fólki
bjóðast til náms og starfa eru mörg.