Morgunblaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019 Snorri Másson snorrim@mbl.is Félag ungra athafnakvenna (UAK) sker upp enn aðra herörina gegn kynjamisrétti í íslensku þjóðfélagi. UAK dagurinn 2019 er haldinn há- tíðlegur í Hörpu næstkomandi laugardag, í annað sinn. Yfirskrift- in er Brotið glerþak til frambúðar, sem vísar til myndlíkingarinnar glerþaks sem kvað standa konum fyrir þrifum á vegferð þeirra upp á við í metorðastiganum. Sigyn Jónsdóttir, formaður Ungra athafnakvenna, segir tíma til kominn að mölva glerþakið. Það séu allra hagsmunir að hlutur kvenna og karla sé jafn í þjóðfélag- inu. Á laugardaginn verður sjónum beint sérstaklega að viðskiptalíf- inu. Þar ríkir ekki jafnrétti, segir Sigyn: í þeim 18 fyrirtækjum sem eru skráð í Kauphöllinni er enginn æðsti stjórnandi kona. Og 14 for- stjórar hafa verið ráðnir í þessum skráðu fyrirtækjum síðan 2012. Til þess að breyta þessu ástandi þarf að byrja á toppnum, að mati Sigynjar. „Það þyrfti mögulega bara að sýna hugrekki og færa ákveðnar fórnir. Þeir sem stýra þessum fyrirtækjum þurfa að spyrja sig: eru okkar æðstu stjórn- endur ómissandi eða getum við tekið af skarið og verið fyrirtæki sem stuðlar að fjölbreytni í ís- lensku atvinnulífi?“ segir hún. Sigyn ítrekar að jafnrétti kynjanna hafi einfaldlega bein já- kvæð áhrif á efnahagslífið. Þættir á borð við arðsemi eigna, arðsemi eiginfjár og hagnað á hlut færist allir til betri vegar þar sem meira jafnrétti ríkir, samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Einvalalið einstaklinga Þessar bollaleggingar verða í brennidepli á UAK deginum í Norðurljósasal Hörpu á laugar- daginn. Frú Vigdís Finnbogadóttir setur ráðstefnuna með ræðu og meðal ræðumanna eru svo Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, fræðimað- ur og fv. þingmaður, Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Marel, og Bergur Ebbi Benediktsson grínisti. Pallborðsumræður verða í tveimur lotum. Sú fyrri heitir Frá byltingum og bakslögum til að- gerða og henni stýrir Auður Al- bertsdóttir. Sú seinni ber titilinn Er pláss fyrir konur á toppnum? en henni stýrir Edda Sif Páls- dóttir. UAK dagurinn hefst klukkan 10 um morgun, á honum er gert hlé með inniföldum hádegisverði kl. 12.30 og honum lýkur með kokteil- boði fyrir ráðstefnugesti kl. 16.30 í boði Kviku. Viðburðurinn er öllum opinn og miðarnir eru 250. Er Morgunblaðið náði tali af Sigyn voru þó ekki nema fáeinir miðar eftir, þannig að aðsóknin verður að líkindum með besta móti. Ungar athafnakonur ætla að mölva glerþakið  Tími til að stjórnendur færi fórnir  Stór nöfn á ráð- stefnu Félags ungra athafnakvenna næsta laugardag Bergur Ebbi Benediktsson Vigdís Finnbogadóttir Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir Hlutur kvenna skarður » Í 18 fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöll Íslands er engin kona æðsti stjórnandi. » 14 forstjórar hafa verið ráðnir í þessi fyrirtæki síðan 2012. Þeir voru allir karlar. » Hlutfall kvenna á þingi hefur ekki verið lægra síðan 2007. Þar eru konur rúm 35%. » Konur stýra innan við 10% af 400 stærstu fyrirtækjum landsins. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir Morgunblaðið/Eggert Glerþak Ungar athafnakonur funda í Hörpu á laugardaginn. á meðan þú verslar börnin Biti fyrir Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Bændasamtök Íslands hafa undan- farin ár starfrækt vinnuverndarverk- efnið „Búum vel“ í samvinnu við nokkur búnaðarsambönd. Fram kemur á heimasíðu BÍ að markmið verkefnisins er að bæta öryggis- og vinnuverndarmenningu í sveitum, fækka slysum í landbúnaði og stuðla að góðu vinnuumhverfi og bættri ásýnd bæja. Starfið hafi meðal ann- ars falist í heimsóknum til bænda, fræðslu og fundahöldum. Guðmundur Hallgrímsson er verk- efnisstjóri „Búum vel“ og segir bændur hafa tekið verkefninu mjög vel. „Ég fer bara á þá bæi sem ég er beðinn um að koma á því þátttakan er engin skylda. Þegar ég fer á bæina yfirfer ég vélarnar og rafmagnið með hitamyndavél. Öll ljós eru kveikt og allir mótorar sem hægt er eru gang- settir. Svo fer ég yfir aðstöðu innan- húss í gripahúsum og geri síðan at- hugasemdir ef þurfa þykir, eins og um loftræstingu, birtu, hvað megi bæta og hvað beri að varast,“ sagði Guðmundur við Morgunblaðið í gær. Hófst heima í stofu Þá segir Guðmundur að hann geri sérstaka grein fyrir í athugasemdum sínum fyrir því hvernig hann metur ásýnd býlisins hverju sinni. Hann segir að eftir að hann hafi gert sínar athugasemdir ráði bóndinn og hans fólk hvað það geri við athugasemd- irnar. Ekki sé um neina eftirfylgni að ræða. Guðmundur var til langs tíma ráðs- maður á Hvanneyri og er í raun upp- hafsmaður þess að Bændasamtökin ákváðu að ráðast í verkefnið. „Þetta hófst eiginlega allt saman heima í stofu hjá mér, árið 2013, þar sem ég fór að skoða þessi vinnuverndar- og öryggismál bænda, aðallega mér til skemmtunar og ég byrjaði á því að gera áhættumat um störf bænda,“ sagði Guðmundur. Hann segir að í upphafi hafi hann hugsað sér að koma hugmyndum sín- um og útfærslum á framfæri við Bændasamtökin, en hafi ekki fengið mikil viðbrögð í fyrstu. „Það varð til þess að ég breytti minni upphaflegu nálgun áhættumatsins í það sem ég nefndi innra eftirlit. Og það var svo fyrir hálfgerða tilviljun að formaður Bændasamtakanna sem þá var, sá þessar hugmyndir mínar og hann bara stökk á þetta mér til undrunar,“ segir Guðmundur og hlær við. „Við fórum til Noregs og kynntum okkur hvernig Norðmenn standa að vinnuverndarmálum bænda eftir að ég hafði gengið frá prógramminu eins og ég vildi hafa það hér,“ sagði Guð- mundur. Hann segir að í megin- dráttum séu Norðmenn að gera það sama og felist í „Búum vel“, en hjá þeim sé skriffinnskan þó miklu meiri en hjá honum. „Ég vil ekki að heim- sókn mín á býli taki lengri tíma en einn og hálfan til tvo tíma, því lengri heimsóknir geta bara virkað íþyngj- andi,“ sagði Guðmundur. Vel sóttir fundir Loks sagði Guðmundur að hann ásamt lækni og sálfræðingi hefði staðið fyrir mjög vel sóttum fundum fyrir bændur þar sem tilfinningar, andleg og líkamleg heilsa hefði verið þema fundanna og í ljósi þeirra undir- tekta sem fundirnir hefðu fengið yrði augljóslega framhald þar á. Ljósmynd/Hörður Kristjánsson Verkefnisstjóri Guðmundur Hallgrímsson með drifskaft á lofti. Bændur huga að vinnuvernd sinni  Verkefnið „Búum vel“ verið vel tekið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.