Morgunblaðið - 14.03.2019, Side 27

Morgunblaðið - 14.03.2019, Side 27
þurfa að lýsa sérstaklega yfir sjálf- stæði spænskra dómstóla á erlend- um vettvangi vegna málsmeðferð- arinnar yfir leiðtogum Katalóna. „Þegar spænska ríkisstjórnin þarf að fara í sérstaka auglýsingaherferð til að taka það fram að landið sé lýð- ræðisríki sýnir það óöryggi og veik- leika í pólitíska kerfinu.“ Trúðu ekki ofbeldinu Bosch víkur aftur að aðgerðum spænsku lögreglunnar í atkvæða- greiðslunni 2017. „Sumir Spánverj- ar, sérstaklega þeir sem muna Franco-tímann, trúðu því ekki að þetta væri að gerast, að ríkisstjórn- in hefði sent lögreglu og herlög- reglu til þess að trufla atkvæða- greiðslu. Þá er framferði dómstólanna umhugsunarvert, þar sem pólitískum föngum var varpað í fangelsi og haldið í meira en ár án möguleika á lausnargjaldi,“ segir Bosch og bætir við að svo hafi fólkið verið ákært fyrir tilraun til bylt- ingar og að hvetja til uppreisnar. „Og slíkar ákærur eiga að fela í sér að ofbeldi hafi verið beitt, en það var alls ekki raunin af hálfu þeirra sem skipulögðu atkvæðagreiðsluna. Ákærurnar fela hins vegar í sér allt að 25 ára fangelsi í refsingu, sem er meira en fyrir morð til dæmis.“ Bosch segir enn fremur að sú stað- reynd að þeir leiðtogar Katalóna sem flúðu land hafi hvergi í Evrópu verið settir í fangelsi bendi til þess að pólitíska hlið málsins vegi meira en réttlætið í málinu. Stundarávinningur réð för Nú hefur Katalóníumálið þegar haft þau áhrif að Pedro Sanchez, forsætisráðherra í minnihlutastjórn Sósíalistaflokksins, gat ekki komið fjárlögum sínum í gegnum þingið, og boðaði hann til kosninga 28. apríl næstkomandi. Bosch segir að kata- lónskir sjálfstæðissinnar ætli sér að segja sannleikann í kosningabarátt- unni, sem sé sá að spænska rík- isstjórnin hafi bundið enda á við- ræður um Katalóníumálið sem hefðu getað skilað miklum árangri fyrir báða aðila. „Og Sanchez gerði það að mínu mati þar sem hann vildi það. Hann boðaði til kosninga en þurfti ekki að gera það. Hann hefði getað endurnýjað fjárlög síðasta árs, það hefur verið gert nokkrum sinnum, hann hefði getað haldið áfram með viðræðurnar og reynt að skapa andrúmsloft þar sem fjárlög- in hans yrðu samþykkt og hann áfram við völd, en hann valdi að fara í kosningar.“ Bosch telur að Sanchez hafi þar látið stundarhagsmuni ráða för, þar sem væntingar um úrslit kosning- anna vegi þyngra en hin atriðin. „Við viljum segja heimsbyggðinni frá þessu, því við erum ekki bara að tala um það lögmæta markmið að ná fram lýðveldi í Katalóníu, heldur erum við einnig að ræða um almenn grundvallarmannréttindi, við erum að tala um tjáningarfrelsi, skoðana- frelsi og önnur réttindi sem við telj- um algild. Þetta er ekki bara innan- ríkismál fyrir Spán og Katalóníu, heldur er þetta mál sem allir þurfa að huga að.“ Bosch segist því vera þakklátur fyrir tækifærið til að ræða við Ís- lendinga um ástandið. „Þetta er stór pólitísk krísa sem getur haft áhrif á konungsríkið Spán, Evrópu og heiminn í heild sinni. Við höfum því skyldu til að útskýra hvað er að gerast.“ Fundurinn í Safnahúsinu hefst á hádegi á laugardaginn, en auk Bosch munu dr. Elisenda Casanas Adam og Guðmundur Hrafn Arn- grímsson flytja erindi um Katalón- íumálið. Ögmundur Jónasson, fyrr- verandi ráðherra og þingmaður, stýrir fundi. Aðgangur er öllum op- inn og ókeypis. Alfred Bosch, utanríkisráðherra Katalóníuhéraðs, flytur framsögu á laugardaginn um ástandið þar. AFP Katalóníumálið Bosch segir að framferði lögreglunnar í atkvæða- greiðslunni í október 2017 hafi vak- ið óhug margra í Katalóníu. FRÉTTIR 27Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019 NÝSKÖPUNARMÓT ÁLKLASANS þriðjudaginn 19. mars kl. 14–17 í hátíðarsal Háskóla Íslands Dagskrá Sigurður Magnús Garðarsson Forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands Gísli Hjálmtýsson Sviðsforseti hjá Háskólanum í Reykjavík Torfi Þórhallsson Nýsköpunarmiðstöð Íslands – Snjallvæðing í áliðnaði Guðmundur Ingi Einarsson Alcoa Fjarðaál – Sjálfvirk þekjun skauta Kristján Leósson DTE – Efnagreining áls í rauntíma Kaffihlé – Ísar, íslenski álbíllinn til sýnis Einar Karl Friðriksson Árnason Faktor - Hugverkavernd í áliðnaði Leo Blær Haraldsson Eflu – Varmaendurvinnsla frá Fjarðaáli Breki Karlsson HRV – Orka og kolefni, sparnaður sem ummunar SunnaWallevik NMÍ, Gerosion – Nýting affallsefna Guðrún Sævarsdóttir HR – Straumhönnun fyrir kísilver Hvatningarverðlaun Álklasans Að dagskrá lokinni verður boðið upp á léttar veitingar og spjall. Allir velkomnir - skráning á www.si.is Fundarstjóri er Dagmar Stefánsdóttir fjölmiðlafulltrúi Alcoa Fjarðaáls Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.