Morgunblaðið - 14.03.2019, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 14.03.2019, Qupperneq 37
37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019 Tveir á spjalli Þessir félagar voru yfirvegaðir þar sem þeir stöldruðu við í Reykjanesbæ í gær og virtust nokkuð hugsi. Fuglar eru ekki skynlausar skepnur frekar en önnur dýr, þeir vita sínu viti. Eggert Innan stéttarfélaga og samtaka launafólks er uppi skýr og vaxandi krafa um bætt jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Fólk vill sinna sínum störfum en jafnframt hafa svigrúm til að rækta sjálft sig og njóta samvista við sína nánustu. Kallað er eftir því að á vinnustöð- um sé tekið tillit til mismunandi þarfa og aðstæðna starfsfólks. Einnig er kallað eftir því að skilin milli vinnu og frítíma verði gerð skýrari. Margir eru stöðugt tengdir við vinnu sína gegnum tölvur eða snjalltæki. Vinnan er ekki lengur bundin við afmarkaðan stað og stund, eins og áður var, heldur fylgir hún starfsmönnum nánast við hvert fótmál, jafnvel allan sólarhringinn. Slík sítenging getur verið streituvaldandi, truflað fjölskyldulífið og stuðlað að ýmsum kvillum sem, sé ekkert að gert, geta leitt til kulnunar í starfi. Í lok þessa mánaðar losna kjarasamningar 21 aðildarfélags BHM við ríki og sveitarfélög. Í ítarlegri kröfugerð félaganna er m.a. lögð áhersla á breytingar sem miða að því að bæta jafnvægi milli vinnu og einkalífs og skapa fjölskylduvænan vinnumarkað. Bæði er hér um að ræða kröfur til viðsemjenda um breytingar á ákvæðum kjara- samninga og kröfur gagnvart ríkisvaldinu um lagabreytingar eða aðrar ráðstafanir:  Stytting vinnuviku Hóflegur vinnutími er lykil- atriði í samspili fjölskyldulífs og vinnumarkaðar. BHM telur mik- ilvægt að í komandi kjara- viðræðum verði tekin markviss skref í átt að styttingu vinnuvik- unnar.  Réttur til launaðrar fjarveru vegna fjöl- skylduaðstæðna BHM leggur áherslu á að réttur fólks til launaðrar fjarveru vegna veikinda barna verði útvíkkaður þannig að hann nái einnig til veik- inda eða umönnunar nákominna skyldmenna, s.s. foreldra eða systkina. Samkvæmt gildandi kjarasamningum BHM-félaga við ríki og sveit- arfélög eiga félagsmenn rétt á að verja allt að 12 vinnudögum á ári til að annast um veik börn yngri en 13 ára. BHM fer fram á að dögunum verði fjölgað og rétturinn nái bæði til barna (til 18 ára aldurs) og nákominna skyldmenna. Þá vill bandalagið að félagsmenn eigi rétt á laun- aðri fjarveru vegna andláts barns, maka eða náins skyldmennis en réttur til fjarveru á laun- um vegna andláts nákomins ættingja eða að- standanda er þegar fyrir hendi í kjarasamn- ingum við Samband íslenskra sveitarfélaga.  Dregið verði úr tekjutengingum barna- og vaxtabóta Stuðningur við ungt fólk og barna- fjölskyldur er mikilvægur liður í því að skapa fjölskylduvænan vinnumarkað. Tekjuteng- ingar barna- og vaxtabóta koma illa við marga félagsmenn aðildarfélaga BHM. Brýnt er að draga úr þessum tengingum.  Breytingar á orlofsrétti BHM fer fram á að orlof lengist um þriðjung þegar sumarorlof er tekið utan orlofstímabils (sem er frá 1. apríl til 15. september), óháð því hvort orlofið er tekið að beiðni yfirmanns eða að frumkvæði starfsmanns.  Heilbrigt vinnuumhverfi Mikilvægt er að tryggja að vinnuaðstæður séu með þeim hætti að þær ógni ekki heilsu starfsmanna. Leggja þarf aukna áherslu á for- varnir og heilsuvernd á vinnustöðum, m.a. til að koma í veg fyrir óhóflegt álag og streitu. Sérstaklega þarf að huga að því að móta skýr- ar reglur um vinnutengd samskipti utan hefð- bundins vinnutíma. Vel kemur til greina að af- marka þann tíma skýrt sem starfsmaður hefur rétt á að vera látinn í friði.  Fæðingarorlof BHM leggur áherslu á að fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði. Jafnframt þarf að hækka hámarksgreiðslur verulega. Hvort tveggja er nauðsynlegt til að jafna möguleika kvenna og karla til að samræma fjölskyldulíf og þátttöku á vinnumarkaði. BHM bindur vonir við að unnt verði að semja um framangreindar breytingar í kom- andi kjaraviðræðum við ríki og sveitarfélög. Þátttaka á vinnumarkaði hér á landi er með því mesta sem þekkist. Í því ljósi er afar brýnt að skipulag vinnumarkaðarins og réttindi launafólks á honum stuðli að jafnvægi á milli atvinnu og einkalífs, óháð fjölskylduaðstæðum. Eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur » BHM bindur vonir við að unnt verði að semja um framangreindar breytingar í komandi kjaraviðræðum við ríki og sveitarfélög. Þórunn Sveinbjarnardóttir Höfundur er formaður BHM. tsv@bhm.is Alltaf í vinnunni? Síðustu vikur hafa verið að birtast fréttir af heilsuspillandi rakaskemmdum í reykvískum grunnskólum. Það eru alvarleg tíðindi. En það vekur einnig óhug að slíkum tilfellum hefur fjölgað nokkuð að undaförnu – rétt eins og einhvers konar myglufaraldur sé í uppsiglingu á þeim stöðum sem mygla ætti einna síst að fá að grassera. Frístundamiðstöðvar Húsnæði þriggja frístundamiðstöðva borgarinnar hefur verið ónothæft vegna myglu. Börn í frístundamiðstöðinni Kringlu- mýri og í frístundamiðstöðinni Miðbergi í Gerðubergi, þurftu að flýja heilsuspillandi húsnæði miðstöðvanna og starfsfólk frí- stundamiðstöðvarinnar í Gufunesbæ hefur þurft að hafast við í gámum. Auk þess er húsnæði frístundamiðstöðvarinnar Ársels í Árbænum nú til skoðunar og fastlega búist við að þar á bæ sé ástandið engu skárra. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir frá fram- kvæmdastjóra frístundamiðstöðvanna um varanlegar lausnir á húsnæðisvanda þessara miðstöðva, virðast borgaryfirvöld ekkert hafa aðhafst. Fossvogsskóli Í gær var Fossvogsskóla lokað vegna myglu en nemendur skólans munu sækja nám sitt í húsnæði í Kópavogi. Fulltrúi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hafði farið í reglu- bundið eftirlit í skólann í nóv- ember sl., þar sem húsnæðið var skoðað með tilliti til við- halds og innivistar. Niður- stöður þess eftirlits gáfu engan veginn til kynna það alvarlega ástand sem húsnæðið var þá í. Nánast það sama er að segja um úttekt sem gerð var af Mannviti. Það var ekki fyrr en með úttekt Verkís að heilsu- spillandi ástand húsnæðisins kom í ljós. Það er fyrst og fremst að þakka árvekni og ábyrgð staðfasts foreldris að ástandið varð uppvíst. Breiðholtsskóli Í fimm ár hefur borgaryfirvöldum verið það fullljóst að fara þyrfti í mikið viðhald á Breiðholtsskóla. Á borgarráðsfundi 7. febr- úar 2013, var samþykkt tillaga borgarráðs- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að gerð yrði úttekt á ástandi Breiðholtsskóla, eink- um með tilliti til hugsanlegra rakaskemmda. Sérstaklega var óskað eftir könnun á því hvort myglusveppur leyndist á rakasvæðum og hvort myndast hefðu heilsuspillandi að- stæður. Í niðurstöðu úttektarkönnunarinnar frá því í mars 2014 var hvergi getið um myglu- svepp. En hún leiddi þó í ljós að fara þyrfti yfir alla veggi utanhúss. klæða þyrfti barna- álmu með loftræstri klæðningu og að asfalt dúkur á þökum lak víða. Lagt var til að var- ið yrði 260 milljónum, á þáverandi verðlagi, í bráðnauðsynlegt viðhald og endurbætur. Á fundi borgarráðs í mars 2014 var hins vegar ákveðið að verja einungis 152 milljónum til viðhalds á húsnæði skólans, lagfæringu lóð- ar, raflagna og endurnýjun búnaðar. Vanhirða – raki – sveppir Þetta hálfunna verk er nú að koma í bakið á borgarbúum með stórauknum kostnaði. Aldrei var komist fyrir rætur vandans. Nú er komið í ljós að rakaþétting hefur gefið sig á steyptum útvegg við skólann, en það leiðir til rakaskemmda sem eru kjör- aðstæður fyrir myglusvepp. Ábyrgðin liggur hjá borgaryfirvöldum, rask á skólastarfi og önnur óþægindi hjá nemendum og starfs- fólki en kostnaðurinn hjá borgarbúum. Aðstæður við Breiðholtsskóla eru nú litlu skárri en við Fossvogsskóla. Starfsfólki hef- ur verið gert að gangast undir myglupróf, færa hefur þurft bekki þvers og kruss milli kennslustofa og hluta skólans hefur verið lokað vegna heilsuspillandi aðstæðna. Enn er óljóst hver heildarkostnaður verður við sómasamlegar endurbætur. Loks á svo eftir að koma í ljós hvort myglusveppur herjar á Ártúnsskóla. Má mikið vera ef þar er ekki enn ein mygluplágan. Sama gamla ábyrgðarleysið Hér er þörf markvissra og fumlausra við- bragða. Endurskoða þarf alla verklagsþætti er varða úttektir á skólahúsnæði borgar- innar, gera ítarlega úttekt á öllu slíku hús- næði og setja fram raunhæfa áætlun um sómasamlegar endurbætur og viðhald. Sam- kvæmt tölum um nemendafjölda skólaárið 2017 voru 374 nemendur í Fossvogsskóla, 390 nemendur í Breiðholtsskóla og 189 nem- endur í Ártúnsskóla. Þetta eru samtals 953 nemendur. Sé nemendum frístundamið- stöðva bætt við eru þetta á annað þúsund nemendur í Reykjavík sem á einhvern hátt hafa orðið fyrir þessari langvarandi van- hirðu á skólahúsnæði reykvískra barna. Einhvern tíma hefði nú einhverjum fundist að það rask á skólastarfi í Reykjavík sem hér um ræðir, þau alvarlegu mistök sem gerð hafa verið af úttektaraðilum og sú van- hirða sem borgaryfirvöld hafa sýnt, hlyti að gefa tilefni til þess að sjálfur háttvirtur borgarstjórinn komi fram í fjölmiðlum og biðjist velvirðingar á þessu ófremdar- ástandi. En hann er líklega ekki maður til þess, frekar en fyrri daginn. Vanhirða raki og sveppir herja á skólastarf Eftir Mörtu Guðjónsdóttur »Ábyrgðin liggur hjá borgar- yfirvöldum, rask á skóla- starfi og önnur óþægindi hjá nemendum og starfsfólki en kostnaðurinn hjá borgarbúum. Marta Guðjónsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.