Morgunblaðið - 14.03.2019, Page 39

Morgunblaðið - 14.03.2019, Page 39
UMRÆÐAN 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019 Tónleikar – Háskólabíó MANNAKORN 24. apríl kl. 20.00 ........... UPPSELT 25. apríl kl. 20.00 ........... AUKATÓNLEIKAR Miðapantanir í síma 862 0700 eða á tix.is/mannakorn Vegna mikillar eftispurnar verða aukatónleikar á Mannakorn í Háskólabíói Umræðan að und- anförnu um innflutn- ing á fersku kjöti er komin út fyrir öll skynsemismörk. Látið er að því liggja að ís- lensk stjórnvöld láti troða upp á okkur smitaðri og stór- hættulegri vöru, fersku kjöti frá út- löndum og ógni þann- ig lýðheilsu þjóðarinnar og dýra- heilbrigði. Verið sé að láta undan pólitískum þrýstingi. Þó sýna undangengnir dómar að Ísland fylgir einfaldlega ekki EFTA- samningnum í þessum efnum. Þótt málið sé flókið hafa verið lagðar skýrar línur á alþjóðavett- vangi um það hvernig fara skuli með slík deilumál enda lykilatriði í því að viðskipti með matvæli milli landa geti gengið snurðu- laust. Ljóst er að örverur (bakteríur, veirur, mygla) geta borist milli landa með ýmsum leiðum, með fólki, dýrum, plöntum, vatni og vindi. Því eru alltaf einhverjar lík- ur á því að sjúkdómsvaldandi ör- verur, sýklar, geti leynst í mat- vælum hvar og hvernig sem er þau eru framleidd. Nútíma mat- vælaeftirlit miðast því við það að minnka sem frekast má líkurnar á því að sýklar berist í matvæli og geti fjölgað sér þar. Áður en það alþjóðlega kerfi sem nú er við lýði komst á voru lönd með mismun- andi staðla fyrir örveruinnihald matvæla. Það kerfi reyndist ekki einungis dýrt heldur hamlaði mjög milliríkjaversl- un og olli miklum skaða. Þetta var grunnurinn að „tæknilegum við- skiptahindrunum“ því draumur pólitíkusa allra landa er sá sami: Að alþjóða- markaðurinn sé gal- opinn fyrir „okkar frábæru og heilnæmu vörum“ en að heima- markaðurinn sé var- inn fyrir ósanngjarnri samkeppni, þessum útlensku vörum „sem maður veit aldrei hvað gæti verið í“. Á mannamáli heitir þessi nálgun tæknilegar við- skiptahindranir. Vettvangur til lausnar þessum vandamálum liggur hjá alþjóða- stofnunum eins og Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) og Alþjóða- viðskiptastofnuninni (WTO). Hjá þeirri síðarnefndu eru tveir samn- ingar sem ramma inn þessa um- ræðu, SPS samningurinn og TBT- samningurinn. Sá fyrri kveður á um það með hvaða hætti aðildar- löndin geti best verndað heilnæmi fólks, plantna og dýra en sá síðari fyrir því hvernig tæknilegar kröf- ur séu samræmdar þannig að allir sitji við sama borð. SPS-samn- ingurinn setur ýmsar skorður við því hve langt lönd geta gengið í því að setja eigin kröfur, þurfa t.d. að miða við alþjóðlega staðla, auk þess sem þau skuldbinda sig til þess að fylgja vísindalegri nálgun og sannreynanlegum gögnum. Því hefur mikil vinna farið í það að gera formlegt vísindalegt áhættumat í tengslum við flutning matvæla, plantna og dýra milli landa, t.d. með tilliti til sýkla eins og salmonellu og kampýlóbakter sem mikið hefur verið rætt um að undanförnu. Í áhættumatinu er spurt um það hvaða tegundir sýkla sé að ræða, magn þeirra í vörunni, líkur á að þeir gætu náð fótfestu og fjölgað sér í nýjum heimkynnum, hve alvarlegt mál það væri ef þeir næðu sér á strik o.s.frv. Fyrir matvæli er einnig spurt um það hvernig þau eru unnin (fryst, söltuð, niðursoðin) og hvernig þau eru borðuð, t.a.m. soðin, steikt eða hrá. Út frá þess- um gögnum er unnt að reikna út hver raunveruleg áhætta er af innflutningi tiltekinna matvæla. Síðan reiknað út hve margir gætu veikst eða látist og hver áhættu- hópurinn er, þ.e. börn, fullorðnir eða aldraðir en þessir hópar eru misviðkvæmir fyrir sýkingum. Þessi nálgun hefur reynst vel í tímans rás, bæði lækkað kostnað við matvælaeftirlit og gert mat- vælin öruggari. En allt er í heim- inum hverfult og nýjar tegundir sýkla koma reglulega á sjónar- sviðið. Dr. Karl Kristinsson pró- fessor hefur t.a.m. gert vel í því að vekja athygli á þeirri vá sem fjöló- næmar bakteríur eru að verða víða um heim. Sem betur fer er ástand þeirra mála þó tiltölulega gott hér á landi sem og ástand dýra- sjúkdóma almennt. Það er nokkuð sem við viljum verja með öllum skynsamlegum ráðum. Ísland hef- ur því fulla ástæðu til þess að leita eftir vísindalegum úrskurði skv. SPS-samningnum sem segir að einstök aðildarlönd geti tekið upp strangari reglur en felast í alþjóð- legum stöðlum, sé unnt að réttlæta slíkt vísindalega (með formlegu áhættumati). Ég legg því til að ís- lensk stjórnvöld fari þá leið að fá formlegt áhættumat þannig að við höfum fast land undir fótum áður en blásið er í herlúðra gegn við- skiptalöndum okkar úti í heimi. Þá fengjum við að vita hvaða þættir hafa mest áhrif í að dreifa sjúk- dómum hér á landi: Ferðir Íslend- inga erlendis? Erlendir ferða- menn? Innflutt grænmeti? Innflutningur á fersku kjöti? Þá myndum við einnig fá mat á bú- fjárveikivörnum okkar og hve stór þáttur ástand frárennslismála hér á landi er í þessu sambandi. Svona úttekt, að frumkvæði íslenskra stjórnvalda, myndi setja málið í allt annan farveg en það er nú. Og öll umræða um málið yrði faglegri og gæti reyndar orðið afar áhuga- verð. Lýðheilsu þjóðarinnar ógnað? Eftir Grím Þ. Valdimarsson »Ég legg því til að íslensk stjórnvöld fari þá leið að fá form- legt áhættumat þannig að við höfum fast land undir fótum áður en blásið er í herlúðra gegn viðskiptalöndum okkar úti í heimi. Grímur Valdimarsson Höfundur er örverufæðingur, fv. forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins og Fiskiðnaðarsviðs Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. grimur.valdimarsson@me.com stöðu um að standa við loftslags- markmið Parísarsamkomulagsins verður það að gerast samkvæmt tví- hliða samningum þar sem hagsmuna Íslands er gætt til jafns við hags- muni ESB. Auka þarf samvinnu, ekki samkeppni Það sem við þurfum að huga að nú er sú ótvíræða reynsla okkar af orkulögunum frá 2003, að reglur ESB hindra nauðsynlega samvinnu. Landsreglarinn sem skilgreindur er í þeim hluta orkupakkans sem nú er til meðferðar á fyrst og fremst að auka samkeppni, sem okkur vantar ekki núna og innleiða reglur ESB sem koma í veg fyrir þá samvinnu sem okkur vantar. Sú samvinna næst best gegnum auðlindastýringu að hætti Landsvirkjunar. Lokaorð Sú röksemd, að ekki megi hafna þriðja orkupakkanum af ótta við áhrifin á EES samninginn táknar, að of miklu hefur þegar verið afsalað af fullveldi okkar til að við getum talist fullkomlega sjálfstæð þjóð. Við eigum ekki annan kost en að tjá ESA nefndinni og Evrópu- bandalaginu að reglur þess og skil- greining á hlutverki landsreglarans sem skal tryggja framgang þeirra hindri okkur í að nýta auðlindir okk- ar á skynsamlegan og ábyrgan hátt og séu þannig brot á stjórnarskrá Ís- lands. Við verðum því að hafna orku- pakkanum og allar gagnráðstafanir ESB verði að túlkast sem ógn við fullveldi landsins. Höfundur er sérfræðingur í orkumálum. eliasbe@simnet.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.