Morgunblaðið - 14.03.2019, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 14.03.2019, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019 Tekur ál, stál og ryðfrí hnoð upp að 4,8mm. LED ljós fyrir léleg birtuskilyrði. Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar með öllum Milwaukee® M12™ rafhlöðum. Verð 59.900 kr. (með rafhlöðu) M12 BPRT Alvöru hnoðbyssa fráMilwaukee vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Að sögn Anítu mælist þessi fjöl- breytni vel fyrir og nú er svo komið að boðið er upp á sérleg vegankvöld á miðvikudögum en „þá bý ég alltaf til auka veganrétti í tilefni dagsins,“ segir Aníta. „Eins er alltaf ketórétt- ur vikunnar í hádeginu og svo er ég líka með þriggja eða fimm rétta ketóseðil á kvöldin sem hefur notið mikilla vinsælda.“ Ketó quesadilla Uppskrift fyrir 4 Tortillan 8 egg 1 dl nýmjólk Salt og pipar Fyllingin 400 g nautahakk 200 g sveppir 1 stór laukur 200 g rifinn ostur 1 stk. paprika Chili-majónes 300 g Hellmanns majónes 2 msk. sriracha-sósa Nokkrir dropar sítrónusafi Salt Á toppinn Rifinn parmesan. Byrjið á því að þeyta saman eggin, nýmjólkina, salt- ið og piparinn. Hitið pönnu á lágum hita og bræð- ið smá smjör á henni, þá er ¼ af eggjunum hellt út á pönnuna og velt um á pönnunni til að ná blöndunni sem þynnstri (eins og þegar maður gerir íslenskar pönnukökur). Fyllingin Nautahakkið steikt á pönnu og kryddað til, sett til hliðar í skál, þá eru sveppirnir og laukurinn steiktir og ostinum bætt út á í lokin sem og hakkinu. Tekið af hitanum og ost- inum leyft að bráðna. Chili-majónes Öllu hrært saman og smakkað til með salti. Hægt er að bæta við eða minnka chili-sósu magnið eftir smekk hvers og eins. Chili-majónes sett á hálfa tortill- una, síðan fyllingin og skorin fersk paprika, tortillunni lokað og parmesanostur rifinn á toppinn. Sett inn í ofn á 200°C í 3-5 mínútur eða þar til parmesanosturinn er bráðn- aður. Ketónúðlur 3 pakkar shiritaki-núðlur (fást í Viet- nam Market á Suðurlandsbraut) 400 g tígrisrækjur 3 hvítlauksgeirar 1 meðastór rauður chili 1 rauðlaukur 50 g smjör 250 g spínat 3 dl rjómi 3 dl kókosmjólk 1½ msk. rautt karrý ½ bolli prima donna ostur ½ stk. sítróna – börkur Salt Byrjað er að skola núðlurnar í sjóðandi vatni. Hvítlaukur, chili og rauðlaukur skorið smátt og prima donna ostur- inn rifinn niður. Rækjurnar eru kryddaðar með salti og steiktar á heitri pönnu með smá olíu. Sirka 60-90 sekúndur á hvorri hlið, en það fer eftir stærð rækjanna. Þær eru teknar til hliðar og sítrónubörkurinn rifinn yfir þær. Á sömu pönnu á miðlungshita er smjörið brætt og hvítlaukurinn, chiliið og rauðlaukurinn steikt upp úr smjörinu, þá er spínatinu bætt út á og steikt örstutt. Rjómanum, kókosmjólkinni, rauða karrýinu og prima donna ostinum bætt út á pönnuna og látið sjóða rólega niður þar til þykknar aðeins. Smakkað til með salti. Núðlurnar settar út í sósuna og rækjunum blandað saman eða settar á toppinn. Morgunblaðið/Eggert Morgunblaðið/Kristinn Magnússon RÍÓ Aníta Ösp heldur um stjórnar- tauma í eldhúsinu á RÍÓ Reykjavík. Ketó kræsingar Það er ekki hægt að standast þessa dásemd. Ómótstæðilegar ketóuppskriftir Aníta Ösp Ingólfsdóttir, yfirmatreiðslumaður á RÍÓ Reykjavík, er mikill meistari í að galdra fram gómsæta rétti, en meðal þess sem RÍÓ Reykjavík býður upp á er gott úrval af vegan- og ketóréttum. Mikil fjölbreytni Á hverju kvöldi býður Aníta upp á þriggja og fimm rétta ketóseðil.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.