Morgunblaðið - 14.03.2019, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019
Tekur ál, stál og ryðfrí
hnoð upp að 4,8mm.
LED ljós fyrir léleg birtuskilyrði.
Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem
virkar með öllum Milwaukee®
M12™ rafhlöðum.
Verð 59.900 kr. (með rafhlöðu)
M12 BPRT
Alvöru hnoðbyssa
fráMilwaukee
vfs.is
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888
Þóra Sigurðardóttir
thora@mbl.is
Að sögn Anítu mælist þessi fjöl-
breytni vel fyrir og nú er svo komið
að boðið er upp á sérleg vegankvöld
á miðvikudögum en „þá bý ég alltaf
til auka veganrétti í tilefni dagsins,“
segir Aníta. „Eins er alltaf ketórétt-
ur vikunnar í hádeginu og svo er ég
líka með þriggja eða fimm rétta
ketóseðil á kvöldin sem hefur notið
mikilla vinsælda.“
Ketó quesadilla
Uppskrift fyrir 4
Tortillan
8 egg
1 dl nýmjólk
Salt og pipar
Fyllingin
400 g nautahakk
200 g sveppir
1 stór laukur
200 g rifinn ostur
1 stk. paprika
Chili-majónes
300 g Hellmanns majónes
2 msk. sriracha-sósa
Nokkrir dropar sítrónusafi
Salt
Á toppinn
Rifinn parmesan. Byrjið á því að
þeyta saman eggin, nýmjólkina, salt-
ið og piparinn.
Hitið pönnu á lágum hita og bræð-
ið smá smjör á henni, þá er ¼ af
eggjunum hellt út á pönnuna og velt
um á pönnunni til að ná blöndunni
sem þynnstri (eins og þegar maður
gerir íslenskar pönnukökur).
Fyllingin
Nautahakkið steikt á pönnu og
kryddað til, sett til hliðar í skál, þá
eru sveppirnir og laukurinn steiktir
og ostinum bætt út á í lokin sem og
hakkinu. Tekið af hitanum og ost-
inum leyft að bráðna.
Chili-majónes
Öllu hrært saman og smakkað til
með salti. Hægt er að bæta við eða
minnka chili-sósu magnið eftir
smekk hvers og eins.
Chili-majónes sett á hálfa tortill-
una, síðan fyllingin og skorin fersk
paprika, tortillunni lokað og
parmesanostur rifinn á toppinn. Sett
inn í ofn á 200°C í 3-5 mínútur eða
þar til parmesanosturinn er bráðn-
aður.
Ketónúðlur
3 pakkar shiritaki-núðlur (fást í Viet-
nam Market á Suðurlandsbraut)
400 g tígrisrækjur
3 hvítlauksgeirar
1 meðastór rauður chili
1 rauðlaukur
50 g smjör
250 g spínat
3 dl rjómi
3 dl kókosmjólk
1½ msk. rautt karrý
½ bolli prima donna ostur
½ stk. sítróna – börkur
Salt
Byrjað er að skola núðlurnar í
sjóðandi vatni.
Hvítlaukur, chili og rauðlaukur
skorið smátt og prima donna ostur-
inn rifinn niður.
Rækjurnar eru kryddaðar með
salti og steiktar á heitri pönnu með
smá olíu. Sirka 60-90 sekúndur á
hvorri hlið, en það fer eftir stærð
rækjanna. Þær eru teknar til hliðar
og sítrónubörkurinn rifinn yfir þær.
Á sömu pönnu á miðlungshita er
smjörið brætt og hvítlaukurinn,
chiliið og rauðlaukurinn steikt upp
úr smjörinu, þá er spínatinu bætt út
á og steikt örstutt. Rjómanum,
kókosmjólkinni, rauða karrýinu og
prima donna ostinum bætt út á
pönnuna og látið sjóða rólega niður
þar til þykknar aðeins. Smakkað til
með salti.
Núðlurnar settar út í sósuna og
rækjunum blandað saman eða settar
á toppinn. Morgunblaðið/Eggert
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
RÍÓ Aníta Ösp heldur um stjórnar-
tauma í eldhúsinu á RÍÓ Reykjavík.
Ketó kræsingar Það er ekki
hægt að standast þessa dásemd.
Ómótstæðilegar
ketóuppskriftir
Aníta Ösp Ingólfsdóttir, yfirmatreiðslumaður á RÍÓ Reykjavík, er
mikill meistari í að galdra fram gómsæta rétti, en meðal þess sem
RÍÓ Reykjavík býður upp á er gott úrval af vegan- og ketóréttum.
Mikil fjölbreytni Á hverju
kvöldi býður Aníta upp á
þriggja og fimm rétta ketóseðil.