Morgunblaðið - 14.03.2019, Page 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019
✝ Ásta Þorsteins-dóttir Maack
fæddist í Reykjavík
30. september
1924. Hún lést á
hjúkrunarheimil-
i0nu Mörk 27. febr-
úar 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Þorsteinn
Daníelsson skipa-
smiður, f. 18. apríl
1903, d. 21. ágúst
1967, og Lára Guðmundsdóttir,
f. 20. ágúst 1903, d. 17. desem-
ber 2001. Systkini Ástu voru
Daníel og Hjördís (Íris), bæði
látin.
Ásta giftist Viggó Einari
Maack skipaverkfræðingi, f. 4.
apríl 1922, d. 20. október 2013.
Þau giftust 30. apríl 1948. Ásta
og Viggó eignuðust fimm börn.
1) Lára Halla læknir, f. 5. októ-
ber 1948. Fyrri eiginmaður
hennar var Helgi Skúli
Kjartansson, prófessor og sagn-
fræðingur, f. 1. febrúar 1949.
Sonur þeirra er Burkni verk-
fræðingur, f. 2. desember 1978,
kvæntur Unni Björnsdóttur
barn Ástu með Aroni Ólafssyni
er Arngunnur. 5) Ásta Hrönn,
hagfræðingur MBA, f. 30. apríl
1964. Maður Ástu Hrannar er
Jón Karlsson Lýðsson forstjóri,
f. 13. mars 1946. Á milli þeirra
hjóna eru sjö synir, tveir yngstu
eru fæddir Ástu: Pétur, f. 24.
júlí 1993, og Viggó, f. 2. maí
1997.
Ásta gekk í Miðbæjarskólann,
eitt ár í Kvennaskólann í
Reykjavík og síðar í húsmæðra-
skólann. Hún hætti í kvenna-
skólanum og fór að vinna í versl-
un 13 ára en seinna á skrifstofu
Sjóvár. Hún var húsfreyja og
móðir í Reykjavík, Kaupmanna-
höfn og Álaborg. Þau Viggó
dvöldu langdvölum í Danmörku
með börnin við nýsmíðar skipa
Eimskipafélagsins á árunum
1948-1963. Ásta kom að dag-
legum rekstri og stjórnun versl-
unar Rauða krossins á Landspít-
alanum og sjúklingabókasafns-
ins. Hún var einnig öflug
sauma-, basar- og fjáröflunar-
kona kvenfélagsins Hringsins
um áratuga skeið. Ásta fór á sjö-
tugsaldri að starfa í barnafata-
verslun. Hún stundaði lestur,
listiðju og saumaskap fram á
síðustu ár, eða eins lengi og
sjónin leyfði.
Jarðarförin fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 14. mars
2019, klukkan 13.
verkfræðingi, f. 17.
apríl 1979. Þau
eiga Helgu Lilju,
Dag Einar og Öldu
Maríu. Seinni eigin-
maður Láru Höllu
er Símon Róbert
Diðriksson, geð-
hjúkrunarfræð-
ingur og pípari, f.
18. október 1957. 2)
Sr. Pjetur Þor-
steinn, f. 14. mars
1950. Kona hans er Ragnheiður
Ólafsdóttir, f. 26. júní 1957.
Dætur þeirra eru Margrét Erla,
f. 25. apríl 1984, og Vigdís
Perla, f. 24. mars 1993. 3) Einar
Viggó, plötu- og ketilsmiður, f.
14. apríl 1952, d. 23. júlí 1979. 4)
María Hildur líffræðingur, f. 22.
nóvember 1957. Eiginmaður
hennar er Finnur Árnason (Haf-
stað) framkvæmdastjóri, f. 27.
maí 1958. Börn Maríu og Finns
eru Fífa myndlistarkona, f. 17.
júlí 1985, Einar hótelrekstrar-
fræðingur, f. 5. júní 1987, og
Ásta líffræðingur, f. 9. júní
1991. Barn Einars með Andreu
Fannýju Assier er Lea Vigdís og
Nú er hún mamma farin.
Hún fór utan með pabba strax
á brúðkaupsdaginn sinn 30.
apríl 1948. Hann var alltaf að
vinna við skipasmíði og viðgerð-
ir. Aðallega í Danmörku. Og
síðar vorum við krakkarnir
með. Oft hálfu og heilu árin.
Ekki voru tíðar ferðir þá milli
Íslands og Evrópu.
Mamma kenndi mér allt það
skemmtilega í lífinu. Að sauma
út, sauma föt, prjóna peysur,
hekla dúllur, baka hafratertu
og bleikar, amerískar skýja-
kremtertur og síðast en ekki
síst að elda eftir uppskriftum.
Hún var alltaf að prófa nýja
rétti og hráefni. Fiskur og flot
stóð samt alltaf fyrir sínu. Hún
saumaði dýrgripi á saumavél:
Bútapúða, barnasmekki, sæng-
urver, svuntur, stelpukjóla,
strákaföt og töskur. Fyrst á
okkur krakkana, og síðar fyrir
kvenfélagið Hringinn. Listiðja
hennar var einstök, frumleg og
afar vel unnin. Hún kenndi mér
líka að taka til, þurrka af, þvo
þvott, strauja, þrífa, ryksuga,
þvo klósett, vaska upp, þvo
þvotta og hugsa um blóma-
potta, matjurtir og garðrækt.
Mamma þekkti öll blóm og
jurtir. Inniblóm, en líka haga-
blóm á Íslandi og skógarblóm
Evrópu, og síðast en ekki síst
blómabúðablóm og garðablóm.
Hún tíndi sveppi upp úr öllum
skurðum undir Eyjafjöllum,
löngu áður en sveppir voru
fundnir upp á Íslandi.
Hún var ekki einungis
blómakennarinn minn og fyr-
irmynd, heldur hafði hún ýmsa
eiginleika, sem gott var að erfa.
Henni veittist auðvelt að læra
tungumál. Ekki lærði hún þau í
skóla, heldur fór hún að vinna í
búð á fermingaraldri og hætti í
kvennaskólanum, en bæði talaði
og las reiprennandi þýsku,
ensku og dönsku.
Hún mamma var fagurkeri á
tónlist, bíómyndir, föt, hús-
muni, listaverk og byggingar-
list. Mamma var líka útivistar-
og göngukona, og fjölskyldan
gekk oft upp á hvert einasta
fjall í nágrenni Reykjavíkur og
skautaði á öllum vötnum, og
þetta var líka áður en útivist
var fundin upp, fyrir 1960. Ekki
margir á ferli þá á fjöllum. Hún
var heit í pólitík, og kröftugar
stjórnmálaumræður voru stöð-
ugt í gangi á æskuheimilinu.
Enda tímar kalda stríðsins.
Síðast en ekki síst, og dýr-
mætt, kenndi mamma mér að
kynlíf væri ódýrasta skemmt-
unin og besta upplifunin í lífinu.
„Ekki missa af því.“ Ekki ónýt
þau skilaboð út í lífið, sem hún
mamma gaf mér. Nestið í
barnaskólanum var líka óvenju-
legt: hnetusmjör, rabarbar-
asulta og heimabakað brauð.
Þakka þér, mamma mín, fyr-
ir ómetanlega veganestið mitt.
Held líka áfram að borða einn
sólskinsdag á dag, þ.e. eina
appelsínu. Ekki bara í þína
minningu. Við báðar alltaf vit-
lausar í appelsínur.
Lára Halla Maack.
Kynslóðin sem sletti frekar á
dönsku en ensku er að renna
sitt skeið. Ásta Þorsteinsdóttir
átti það til að fornermast og
ganga eftir fortóvum í Reykja-
vík á leið í miðbæinn en að
flestu leyti var hún algjör nú-
tímamanneskja. Þegar hún nú
er fallin frá kemur fyrst upp í
hugann þessi þorsti hennar í
upplýsandi samtöl og rökræður
um málefni líðandi stundar.
Jafnframt skúffelsi yfir því að
hafa ekki farið í lengra nám.
Óskipt athygli hennar beindist
að útvarpsþáttum um fjarlæg
lönd, pólitíska umræðu, frétta-
skýringarþætti og útvarpssög-
ur. Ætli hún mamma hafi ekki
verið aðdáandi ríkisútvarpsins
númer eitt. Danskir rómanar
og greinar um samfélagsleg
málefni í Alt for damerne voru
sjálfsögð lesning í áratugi og
glugg í Bo Bedre, einkum um
lekkert föndur. Nýmóðins mat-
argerð, ekki síst úr grænmeti,
hollusta fram yfir sætindi,
krydd og túmata fram yfir grá-
meti. Búrda-snið að frjálslegum
klæðnaði notfærði hún sér mik-
ið og handavinna eins og mak-
rame, hekl, leðurvinna, gler-
skurður og vatnslitanámskeið
var auðvitað meðal áhugamála.
Síðar meir breyttist þetta í
lestur Íslendingasagna og
ferðalög með Árna Bö og inn-
gang að þungum leikritum.
Vinna með kvenfélagi
Ásprestakalls, á bókavagni
Rauðakrossins á Landspítalan-
um og handavinna með kven-
félagi Hringsins.
Í æsku minni var oftast
hægt að ganga að mömmu vísri
við saumavélina í þvottahúsinu
þar sem hún framleiddi sæng-
urföt, barnasmekki, puntu-
kraga og bútasaumspúða á
færibandi. Fyrir þann tíma
hafði hún þó mestan áhuga á að
rýja gólfmottur með pabba
framan við sjónvarp og prjóna
peysur eftir eigin mynstri. Enn
fyrr bróderaði hún dúka ef
ekki var verið að sauma barna-
föt og kjóla upp úr eldri fötum.
Hún mamma hafði smekk fyrir
hinu vandaða, einstakt val á
klæðnaði og innanstokksmun-
um og þá var ekki verið að
velta sér upp úr rókókó. Nei,
nútímalegt, létt og danskt
skyldi það vera í mublum, mat
og innréttingum. Hún togaði
pabba á myndlistarsýningar,
leikhús, námskeið og söfn en
sinfóníutónleikar voru fastur
liður í áratugi og þar grunar
mig að hún hafi verið meira
fyrir móðins en hann. Í útlönd-
um stunduðu þau óperur og
ballett. Samt hafði hún tíma til
að komast í leikfimi og sund,
göngur og sumarbústað.
Mamma var stöðugt að og eng-
inn komst upp með slugs á
heimilinu. Við skyldum sýna
ambisjónir og mennta okkur,
vera framúrskarandi dugleg og
helst bera af. Hvort sem við
börnin vorum til í það eður ei.
Það er einkum fernt sem ég
tel að mamma hafi haft fyrir
mér: Passa að brjóta ekki tenn-
urnar, ást á gróðri landsins,
göngu í náttúrunni, og sjatt-
erandi litum og formum. Já og
að vera skapandi. Hún sýndi
óbrigðula smekkvísi í öllu fasi
og mótaði umhverfi sitt huggu-
lega. Og allt fram á síðustu ár
gekk hún í búðir og stundaði
jóga til að halda kondí.
María Hildur Maack.
Kær tengdamóðir mín hefur
kvatt þetta líf, södd lífdaga.
Margs er að minnast og þakka
fyrir.
Þegar ég kom á Selvogs-
grunnið ung stúlka fannst mér
allt vera fullkomið hjá Ástu
tengdó, fallegt heimili, góður
matur og fólkið kátt.
Ég man að hver og einn af
fjölskyldunni átti sinn
servíettuhring með tauserví-
ettu, þetta fannst mér flott.
Henni var margt til lista
lagt, og alltaf var saumavélin
uppi við. Fallegur garðurinn
hennar og vil ég nú þakka
henni fyrir allar plönturnar og
ráðleggingar sem hún gaf mér
um garðrækt.
Svo má ég til með að þakka
henni fyrir þegar hún bað mín
fyrir hönd sonar síns. Þannig
var að hún var einhverju sinni
að spyrja mig hvort við ætl-
uðum ekki að gifta okkur, ég og
sonur hennar. Ég gat ekki
svarað því, sagði henni að hann
hefði ekki beðið mín. Veit ég
ekki fyrr en Ásta er komin á
hnén fyrir framan mig og biður
mín fyrir hönd sonar síns … og
ég sagði Já! Ég hugsa að það
séu ekki margir sem hafa gert
þetta fyrir son sinn. Svona var
Ásta hrein og bein.
Það var fallegt samband
tengdaforeldra minna Ástu og
Viggós. Þau ferðuðust mikið
vegna vinnu Viggós hjá Eim-
skipi.
Þau kölluðu hvort annað
„honey“ sín á milli, fallegt.
Ásta fór að vinna hjá móður
minni í Versluninni Bangsa,
Bankastræti 11. Þá voru börnin
farin að heiman og Ástu langaði
að vinna úti. Hún var þá 64 ára.
Hún saumaði smekki,
blúndukraga og rúmföt fyrir
búðina. Hún mætti vel til fara
og alltaf allt í stíl. Henni fannst
gaman að koma dag og dag til
að afgreiða í búðinni með okkur
mæðgum og hinu starfsfólkinu.
Ásta var mjög áhugasöm að
vinna því hún ætlaði að kaupa
sér fyrsta bílinn sinn. Og stolt
var hún þegar hún mætti á litla
hvíta bílnum til vinnu.
Fyrir um 15 árum fór sjónin
að daprast, Ásta lét þó ekki
deigan síga, þræddi íslenskan
borða í gamlar skeifur og setti
miða á sem á stóð „Lukku-
skeifa“. Skeifurnar seldi hún
svo í minjagripaverzlanir. Svo
gerði Ásta sér ferð í bæinn,
klæddi sig upp, með blindras-
tafinn í hendi og þungar skeif-
urnar í lítilli hjólatösku og
sagðist vera að fara í „söluferð“
niður í bæ.
Kæra Ásta, hafðu þökk fyrir
samfylgdina.
Ég veit að Viggó og Einar
taka vel á móti þér.
Hvíl í friði.
Ragnheiður Ólafsdóttir.
Ásta Þorsteins-
dóttir Maack
Ég var svo lán-
söm að búa fyrstu
sex árin á heimili
ömmu minnar, afa
og ömmusystur á Urðarstígnum.
Þarna bjuggu líka Inga og Gulli,
systkini föður míns sem ég
tengdist sterkum böndum og
það var ómetanlegt að alast upp
með þessu góða og kærleiksríka
fólki.
Inga var aðeins sextán árum
eldri en ég svo hún var ekki
bara frænka heldur svolítið eins
og stóra systir. Eftir því sem ár-
in liðu færðumst við Inga nær í
aldri og urðum góðar vinkonur.
Hún var alltaf til staðar bæði
fyrir mig og aðra og hélt fjöl-
skyldunni saman. Inga á stóran
þátt í því hvað fjölskyldan hefur
alltaf verið náin og samheldin.
Hún var einstaklega dugleg að
hóa í fólkið sitt, t.d. í afmælisboð
og ómissandi hluti af jólahátíð-
inni var boðið á jóladag þegar
allir komu saman heima hjá
Ingu og Kristjáni svo árum
skipti.
Inga og Kristján voru ein-
staklega samrýnd og hamingju-
söm hjón. Það var lærdómsríkt
að fylgjast með gegnum árin
þeirra fallega sambandi sem ein-
kenndist af ást og virðingu.
Kristján varð fljótt hluti af fjöl-
skyldunni og eins og Inga opn-
aði hann faðminn og heimilið sitt
fyrir okkur öllum.
Börn áttu sérstakan stað í
hjarta Ingu hvort sem þau voru
hennar eigin eða annarra. Þetta
fundu m.a. börnin mín og barna-
börn en Inga frænka var alltaf í
miklu uppáhaldi hjá þeim.
Undanfarna daga hefur rifj-
ast upp gömul minning frá
bernskuárunum eftir að Inga
flutti í Vesturbæinn. Ég sé
Mundu frænku fyrir mér þar
sem hún stendur úti á tröppum
og segir um leið og hún horfir í
vesturátt: „það held ég að sól-
arlagið sé fallegt hjá henni Ingu
minni núna“. Nú er elsku Inga
okkar farin inn í sólarlagið en
eftir sitja ljúfar minningar um
umhyggjusama og kærleiksríka
konu . Ég er þakklát fyrir að
hafa átt hana að í gegnum árin
og fjölskyldan mín öll syrgir
kæra frænku.
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar allra, elsku Kristján,
Bogga, Sigfús, Sjonni og fjöl-
skyldur
Rósa María.
Fátt er ungu fólki mikilvæg-
ara en að eignast góða vini.
Við kynntust árið 1960 í
Kennaraskólanum og erum svo
heppin að vinátta okkar hefur
haldist fram til þessa dags. Nú
þegar við kveðjum kæra bekkj-
arsystur okkar, Guðfinnu Ingu,
minnumst við hennar með hlýju
og söknuði. Við bekkjarsysturn-
ar höfum haldið hópinn og hist í
hverjum mánuði öll þessi ár og
nefndum við það saumaklúbb.
Inga okkar var einstakur fé-
lagi. Hún var ætíð jafn hlý og
elskuleg og lagði ávallt gott til
málanna. Hún var umhyggju-
samur og nærgætinn vinur og
kennslan hentaði henni mjög
vel. Hún var farsæll kennari og
átti allan sinn starfsferil í Hlíða-
skóla í Reykjavík. Einn lærifaðir
okkar í gamla Kennó líkti kenn-
arastarfinu stundum við ræktun
og sagði: „Þegar þið komið út á
akurinn er að mörgu að hyggja.“
Kennarastarfið er ekki bara
Guðfinna Inga
Guðmundsdóttir
✝ Guðfinna IngaGuðmunds-
dóttir fæddist 13.
maí 1943. Hún lést
26. febrúar 2019.
Útför Guðfinnu
Ingu fór fram 8.
mars 2019.
fræðsla, heldur líka
ræktun og tileink-
aði Inga sér það
vel. Hún bar alltaf
hag og velferð nem-
enda sinna fyrir
brjósti.
Ingu var margt
til lista lagt, mörg
ár söng hún í
kirkjukórum, bæði í
Neskirkju og
Hjallakirkju og nú
seinni ár var hún félagi í kór
kennara á eftirlaunum, Ekkó-
kórnum. Hún var listaskrifari og
oft var hún fengin til að skrifa
þegar vanda þurfti til verka.
Ingu verður sárt saknað af
okkur bekkjarsystkinunum og
sendum við þér, kæri Kristján,
og fjölskylda okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd bekkjarsystkina
úr KÍ,
Valborg Elísabet
og Þóra Alberta.
Kveðja frá Hlíðaskóla
Guðfinna Inga Guðmunds-
dóttir var kennari við Hlíðaskóla
allan sinn kennsluferil. Hún var
afar farsæl í starfi og góður fag-
maður. Guðfinna náði vel til
nemenda sinna, byggði upp
traust og öryggi og skapaði góð-
an bekkjaranda. Hún hafði ríkan
metnað fyrir hönd nemenda
sinna, lagði sig fram við að sinna
þeim öllum af alúð og velferð
þeirra skipti hana miklu máli.
Eins fylgdist hún gjarnan með
hvernig þeim vegnaði eftir að
þeir luku námi við skólann.
Guðfinna var traustur og góð-
ur samstarfsmaður og einstak-
lega næm á líðan fólks. Henni
var umhugað um að öllum liði
vel á vinnustaðnum. Hún var
glaðvær og góðgjörn og kom
fram við okkur samstarfsfólk
sitt af nærgætni og umhyggju.
Það var mjög gott að leita til
hennar og leysti hún margra
vanda með lagni sinni og innsæi.
Fólk treysti henni vel og leitaði
jafnvel til hennar til að fá ráðn-
ingu drauma sinna en á því sviði
þótti hún líka flink. Fyrir tíma
sónartækni leituðu margar
barnshafandi samstarfskonur til
Guðfinnu til að fá kyn væntan-
legs barns greint og gekk sá
spádómur iðulega eftir.
Guðfinnu var margt til lista
lagt. Hún hafði góða söngrödd
og sérstaklega fagra rithönd.
Skrautritaði hún margar viður-
kenningar sem veittar voru
nemendum skólans. Hún unni
góðri íslensku og í skólanum
varðveitum við nokkur af fallegu
handskrifuðu íslenskuverkefn-
unum hennar.
Nöfn Guðfinnu og Kristjáns
hljómuðu oft í sömu andrá en
Hlíðaskóli naut starfskrafta
þessara einstaklega samhentu
hjóna um langa hríð.
Við minnumst Guðfinnu Ingu
með virðingu, hlýju og eftirsjá
og sendum Kristjáni og fjöl-
skyldu innilegar samúðarkveðj-
ur.
Náttmyrkrið
Treystu náttmyrkrinu
fyrir ferð þinni
heitu ástríku
náttmyrkrinu
Þá verður ferð þín
full af birtu
frá fyrstu línu
til þeirrar síðustu
(Sigurður Pálsson)
Fyrir hönd starfsfólks Hlíða-
skóla,
Kristrún G.
Guðmundsdóttir.
Nú kveðja þig vinir
með klökkva og þrá
því komin er skiln-
aðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að sjá
í alsælu og fögnuði himnum á,
er sofnum vér síðasta blundinn.
(Hugrún.)
Fyrir hönd Vestfirðinga-
félagsins í Reykjavík vil ég
minnast Sigurbjargar og þakka
fyrir góð störf í þágu félagsins í
gegnum árin. Sigurbjörg var í
stjórn félagsins í mörg ár og sá
Sigurbjörg
Björgvinsdóttir
✝ Sigurbjörgfæddist 1. nóv-
ember 1941. Hún
lést 13. desember
2018.
Sigurbjörg var
jarðsungin 14. jan-
úar 2019.
lengi um að skipu-
leggja flestar ferðir
félagsins bæði inn-
an lands og utan.
Með jákvæðni og
atorkusemi fékk
hún félagana með í
þessar ferðir og
miðlaði gjarnan af
þekkingu sinni í
leiðinni.
Sigurbjörg náði
að kenna mér mikið
á þeim tíma sem við vorum sam-
an í stjórn og vekja áhuga minn
á að halda starfinu áfram og er
ég henni þakklát fyrir það. Við
kveðjum hér magnaða konu og
góðan félaga. Fjölskyldu hennar
sendum við hlýjar samúðar-
kveðjur. Fyrir hönd Vestfirð-
ingafélagsins í Reykjavík,
Hrund Ýr Óladóttir
formaður.