Morgunblaðið - 14.03.2019, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 14.03.2019, Qupperneq 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019 SKECHERS MORENO HERRASKÓR ÚR LEÐRI MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI. STÆRÐIR 41-47,5 14.995.- HERRASKÓR Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Færeysku tónlistarverðlaunin voru afhent í sjötta sinn laugardaginn 9. mars og var ég viðstaddur afhend- inguna í Norðurlandahúsinu í Þórs- höfn ásamt 22 fjölmiðlamönnum frá hinum ýmsu löndum. Að fara til Færeyja er ekki eins og að fara til útlanda, meira eins og að fara út á land og skyldleikinn milli Íslendinga og Færeyinga, bæði í útliti, tungumáli og siðum, er svo greinilegur að ég stóð mig að því að tala íslensku hvað eftir annað. Leigubílstjórinn sem keyrði mig frá flugvellinum í Vágum til Þórshafnar skildi mig líka fullkomlega og talaði þessa líka hnökralausu íslensku. Reyndar kom fljótlega í ljós að hann er Íslendingur, líkt og tveir kátir karlar sem voru með í för, á leið á bridge-mót. Karlarnir, báðir hálfir Færeyingar, gátu frætt mig um eitt og annað tengt Færeyjum, m.a. mál- vernd Færeyinga sem virðast hafa farið í öfuga átt við okkur Íslendinga og skipt út enskum orðum fyrir fær- eysk, farið úr helikopter í tyrlu, svo dæmi sé tekið. Ég var einnig fræddur um að ver- ið væri að gera ellefu kílómetra löng neðansjávargöng með hringtorgi (!). Gatnakerfi eyjanna átján er ekkert grín og líklega það dýrasta í heimi sé litið til höfðatölu en Færeyingar eru aðeins um 50 þúsund talsins. Færeysk tónlist alls staðar Þórshöfn er lítill bær, álíka stór og Akureyri og skreyttur fallegum útilistaverkum víða. Fjölmiðlamenn- irnir sem komnir voru til að skrifa um tónlistarverðlaunin gistu á Hótel Hafnia sem er skammt frá höfninni og einum helsta tónleikastað bæjar- ins, Reinsaríinu, og öðrum vinsælum sem nefnist Perlan. Verðlauna- hátíðin fór fram á laugardegi og var hitað upp fyrir hana alla vikuna með færeyskri tónlist sem ómaði hvert sem komið var og í Kringvarpinu, hinu færeyska RÚV. Færeyingar eru augljóslega stolt- ir af sínum listamönnum og nokkr- um klukkustundum eftir að ég lenti bárust þær fréttir að flugfélag Fær- eyja, Atlantic Airways, hefði gert samning til þriggja ára um loftbrú fyrir tónlistarmenn til að auðvelda þeim að hasla sér völl erlendis. Tom Waits í Þórshöfn Skipuleggjendur verðlaunanna buðu fjölmiðlamönnum í huggulegan kvöldverð á föstudegi og var að hon- um loknum haldið á Reinsaríið á tónleika sem gefa áttu forsmekkinn að því sem koma skyldi kvöldi síðar. Var boðið upp á fjögur atriði, einn sólólistamann og þrjár hljómsveitir. Fyrst á svið var hæfileikarík ung söngkona, Sissal Grækarisdóttir Magnússen, sem tilnefnd var sem besta söngkonan í popp- og rokk- flokki, og hljómsveit hennar. Sissal virtist dálítið smeyk frammi fyrir einbeittum sal þungbrýndra fjöl- miðlamanna en söng samt eins og engill og hljóðfæraleikararnir voru mjög færir. Lyon Hansen var næstur, ungur maður með mikla hæfileika og flotta rödd. Hann sagðist hafa sérstakt dá- læti á bandarískri tónlist sem kom engum á óvart þar sem bæði söng- stíll hans og hljóðfæraleikur minnti á meistara Tom Waits. Fróði nokkur Bjarnason tróð svo upp og söng líka á ensku með miklum bandarískum hreim, kornungur maður með skoð- anir á ýmsum málum. Hann flutti til að mynda hugvekjandi texta um for- dóma gagnvart samkynhneigðum. Seinust var poppsveitin Danny & The Veetos sem lék vel en tónlistin þótti mér heldur leiðinleg. Kvennafjöld á kvennakvöldi Í næsta húsi, Perlunni, var boðið upp á kvennakvöld á alþjóðlegum baráttudegi kvenna og sló kynnir á létta strengi og sagði að þó hægt væri að kaupa hnetur á barnum yrði dagskráin hnetulaus. Margar ungar og flottar söngkonur tróðu upp þetta kvöld og eftirminnilegust var Jasmin Mote sem hlaut kvöldi síðar færeysku tónlistarverðlaunin sem besta söngkonan í flokki popp- eða rokktónlistar. Algjört frelsi hjá Tutli Á laugardegi fóru fjölmiðlamenn í heimsókn til hins goðsagnakennda tónlistarmanns, tónlistarútgefanda, eldhuga og plötubúðareiganda Kristian Blak í verslun hans Tutl en Blak rekur útgáfufyrirtæki – eða öllu heldur útgáfusamlag – með sama nafni. Færeyskt tónlistarlíf síðustu áratugi á þessum manni mikið að þakka, án hans væri það mun fátæklegra og hann slær ekki slöku við þó að kominn sé á eftir- launaaldur. Af lýsingunum að dæma, þegar kemur að hugsjóna- starfi Blak og óþrjótandi áhuga á tónlist, kæmi ekki á óvart að honum yrði reist stytta á áberandi stað í Þórshöfn er fram líða stundir. Blak sagði gestum frá ýmsu og meðal annars því að tónlistarmenn sem leituðu til Tutls væru ekki bundnir af því að gefa út ákveðinn fjölda platna eða gera langtíma- samninga um útgáfu, þeim væri frjálst að snúa sér til annarrar út- gáfu hvenær sem er. Blak líkti sjálf- um sér við mömmu sem tónlistarfólk gæti leitað til þegar það vantaði pen- ing eða stuðning. Og þó Tutl mali ekki gull og sé fyrst og fremst rekin áfram af hugsjón sagði Blak að stað- Føroyska tónleikalívið blómar  Færeyingar státa af blómlegu og fjölbreyttu tónlistarlífi  Blaðamaður skrapp til eyjanna fögru, kynnti sér færeyska tónlistarmenn og fylgdist með afhendingu Færeysku tónlistarverðlaunanna Ljósmynd/Álvur Haraldsen Silfurstrákur Rapparinn Silvurdrongur tróð upp á verðlaunahátíðinni. Ljósmynd/Jens Kr. Vang Stolt Jasmin Mote var valin söngkona ársins í popp- og rokkflokki og þakkaði innilega fyrir heiðurinn. Það er bleikur blær yfir Nýlistasafn- inu. Í sölunum hefur verið komið fyrir verkum í ýmiss konar bleikum og sumarlegum litum; þar eru púðar og sápur, bolir í björtum litum á herðatrjám, blóm stingast úr borði (eitt er reyndar flöskubursti) og ofin veggverk. Portrett og mannamyndir eru í einhverjum þeirra, innkaupa- listi fyrir kjörbúðina er ofinn í eitt, og svo eru orð í öðrum. „Hæ“ er ofið í eitt verkið og „Everything is great“ í annað. Og heitið á þessari sýningu myndlistarkonunnar Örnu Óttars- dóttur, sem verður opnuð í Nýlista- safninu klukkan 18 í dag, fimmtu- dag, er einmitt sótt í þann bjartsýna frasa: Allt er fínt. Það var hríðarhraglandi þegar blaðamaður hljóp inn í Marshall- húsið í gær en engu að síður sumar og hlýlegt á sýningu Örnu. „Það eru hlýir litir og góðar til- finningar hérna, og hversdagsleg samskipti í ofnu verkunum,“ segir Arna og gengst við því að sýningin sé sumarleg. „Verður maður ekki bara að vera jákvæður?“ Hún brosir. Ofin og frjálsleg verk Örnu hafa vakið verðskuldaða athygli á síðustu árum og hún hefur áður notað bleika litatóna. „En fyrir þessa sýningu ákvað ég að nota mikið af bleikum,“ segir hún og bendir á að eitthvað lík- amlegt og gervilegt takist iðulega á í verkunum. Og vísanirnar með lita- valinu eru margar, enda þykir bleikt oft vera stelpulegt. „Svo þykir það nú vera frekar kvenlegt þetta hand- verk sem ég fæst við, vefnaðurinn, en ég tek það líka lengra en áður, hef saumað og ofið þessa púða hérna, gert þessa stuttermaboli þarna á veggnum og meira að segja búið til sápur. Þetta er eins konar föndur en í bland mjög tímafrek verk sem ég hef ofið.“ Arna útskrifaðist árið 2009 frá myndlistardeild LHÍ. Hún hefur helgað sig vefnaðinum til þessa, með myndmáli sem hún sækir í hvers- dagsleikann og skissubækur sínar, og heldur því áfram hér. Til dæmis með vísunum í umfjöllun fjölmiðla um heimili og lífsstíl. „Ég er alltaf með þessar hug- myndir í kollinum. Þegar ég fór að glíma við þetta rými hér fór mestur tími í að gera vefverkin en svo er þetta svo opið og stórt og í staðinn fyrir að stúka salinn niður valdi ég að vera frekar með eins konar sviðs- Treystir því að verkin gangi upp  Arna Óttarsdóttir sýnir í Nýló
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.