Morgunblaðið - 14.03.2019, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 14.03.2019, Qupperneq 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019 fara að skipta um hugmynd varð- andi neysluna og neysluhætti okkar því annars erum við í lífshættu. Við þurfum að finna ný viðmið í stað hins stanslausa vaxtar sem forsendu lífsins. Við þurfum að fá nýja hug- mynd sem er sjálfbærni sem mun kosta einhverjar fórnir. Í því liggur líka eitthvað í þessu verki. Við fáum að sjá að við erum bara á valdi ein- hverra vírusa sem heita hugmyndir sem stjórna okkur,“ segir Benedikt og bendir á að verkið fjalli öðrum þræði um óánægju fólks með þau hlutverk sem það hefur verið sett í eða sjálft sett sig í. Ég vil vera skemmtilegur Tæpt ár er síðan þú frumsýndir kvikmyndina Kona fer í stríð sem rakað hefur til sín verðlaunum. Ég skynja ákveðinn samhljóm milli boðskapar þeirrar myndar og leik- sýningarinnar sem þú ert núna að leikstýra. Er það þér mikilvægt sem listamaður er vera ávallt gagnrýnin á samfélagið sem þú býrð í og í þeim skilningi pólitískur? „Ég er popúlisti. Ég vil vera skemmtilegur og fá áhorfendur. Það er mitt dílemma. Á sama tíma er ég alltaf að slást við móralistann innra með mér, enda er predikun dauði allrar góðrar skemmtunar. Sumir halda því fram að list geti aldrei sprottið af góðum móral. Í árekstr- inum af þessu tvennu er gaman að dansa á línunni. Ætli markmiðið sé ekki fyrst og fremst að segja satt og í grunninn hef ég áhuga á svona málum.“ Ertu farinn að leggja drög að næsta kvikmyndaverkefni? „Já. Ég er byrjaður að skrifa handritið að næstu mynd, en get því miður ekkert sagt meira um það verkefni á þessu stigi,“ segir Bene- dikt og tekur fram að hann deili ekki þeirri þörf margra kollega sinna í hópi kvikmyndaleikstjóra að einblína á kvöl og hörmungar í myndum sínum. Aðspurður segist hann hafa átt alls kyns samtöl við framleiðslufyrirtæki bæði vestan- hafs og austan. „Draumur minn er að geta lifað sem kvikmyndagerð- armaður. Þannig að ég sé fram á að vera frumskapandi næstu árin og skrifa fram fyrir mig nokkur kvik- myndahandrit sem ég geti síðan framleitt. Það er að minnsta kosti planið.“ Ljósmynd/Hörður Sveinsson Demón „Mér fannst mikil- vægt að hafa höfundinn sjálfan í miðju verksins. Hann passar mjög vel í hlut- verk Kristjáns sem er ein- hvers konar demón og æðsti- prestur í þessu musteri,“ segir leikstjórinn um Jón Gnarr sem fer með hlutverk Kristjáns verslunarstjóra. „Ég á von á þrusuflutningi, enda skilja hljómsveitin og hljómsveitar- stjórinn verkið vel,“ segir Þorsteinn Hauksson tónskáld um Sinfóníu nr. 2 sem frumflutt verður undir stjórn Önnu-Mariu Helsing á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld kl. 19.30 og útvarpað beint á Rás 1. Aðspurður lýsir Þorsteinn verki sínu, sem hann samdi 2014, sem ör- ljóðum í anda japönsku hækunnar þar sem örstuttar myndir séu dregnar upp. „Þess vegna er verkið í átta köflum, sem hver um sig veit- ir innsýn í ólíka heima og furðuver- aldir. Þetta eru skrýtnar og ör- stuttar myndir sem komu til mín,“ segir Þorsteinn og tekur fram að hann hafi snemma fundið að hann myndi rústa hugmyndinni ef hann ynni of lengi með hana. Þorsteinn segir ánægjulegt hversu vel hljóð- færaleikararnir og hljómsveitar- stjórinn hafa tekið verkinu og vinni úr því. „Anna-Maria Helsing er sér- staklega flinkur hljómsveitarstjóri og mjög nákvæm. Löngu áður en æfingar hófust var ég farin að fá tölvupósta frá henni um ýmis smá- atriði í túlkun verksins. Það var því greinilegt að hún hafði kafað mjög djúpt inn í raddskrána og skoðað af mikilli nákvæmni,“ segir Þorsteinn og tekur fram að slík vinnubrögð séu til mikillar fyrirmyndar. Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Tónskáldið Þorsteinn Hauksson á æfingu í Eldborg Hörpu í gær. „Von á þrusuflutningi“ STJÖRNUM PRÝDDAR Margföld metsölubók byggð á magnaðri sannri sögu Hjartnæm frásögn full af hryllingi en einnig óbilandi ást og von Áhrifamikil saga um horfinn veruleika, hugdirfsku og fagra en óblíða náttúru Tilnefnd til alþjóðlegu Man Booker-verðlaunanna 2017 „... fagurbókmenntir af allra besta tagi.“ A F T E N PO S T E N „... hittir svo sannarlega í mark.“ S G / M B L Metsölulisti Eymundsson Heildarlisti 2. 6 .-12 . m a rs Metsölulisti Eymundsson Heildarlisti 3. 6 .-12 . m a rs Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–16 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.