Morgunblaðið - 20.03.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.03.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019 BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 S V E F N S Ó F I E i n n t v e i r o g þ r í r V O G A N KR. 284.700 Aldrei hafa laun hækkað meir áÍslandi en 1982-1983. Fengu verkalýðsforystan og forkólfar vinnuveitenda þá fegurðar- verðlaun og fálkaorður hengdar um kroppinn? Ó nei. Því að launa- taxtarnir voru ekki einir á ferð. Verðbólgan var hinn trausti fylgi- nautur, hafði ekki hækkað ann- að eins á Íslandi. Menn lærðu sitt af þessu. En það er svo langt síð- an að einhverjir þrá að hlunkast á þennan harða, flísaþakta skóla- bekk aftur.    Páll Vilhjálmsson gerir sér ljósagrein fyrir hvað snýr upp og hvað niður:    Atvinnuleysi eykst, hagkerfiðkólnar með loðnubresti og færri ferðamönnum. Laun munu lækka. Þess vegna er ekki talað um launahækkun í kjaraviðræðum heldur vinnutíma. ASÍ-félögin semja um lágmarkslaun.    Í þenslu hækka lágmarkslauninmeð launaskriði en lækka í samdrætti. Þess vegna er ekki tal- að um launahækkun í kjara- viðræðum heldur vinnutíma. Verk- föll skapa ekki verðmæti heldur tortíma þeim.    Þess vegna er ekki talað umlaunahækkun í kjara- viðræðum heldur vinnutíma. Al- menningur veit að það er ekki meira til skiptanna, þótt forysta verkó láti eins og hún viti það ekki.    Þess vegna er ekki talað umlaunahækkun í kjara- viðræðum heldur vinnutíma.“ Páll Vilhjálmsson Ekkert nýtt, en rétt STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Samþykkt var samhljóða á fundi borgarstjórnar í gær að vísa tillögu Sjálfstæðisflokks um stefnumörkun í loftgæðamálum og að svifryk fari ekki yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík til umhverfis- og heil- brigðisráðs. Sjálfstæðismenn leggja m.a. til að frítt verði í strætó á svo- nefndum ,,gráum dögum“ vegna svifryks og að affallsvatn verði nýtt í auknum mæli til að hita upp göngu- og hjólastíga borgarinnar. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins og tillöguflytj- andi, kveðst í tilkynningu frá flokkn- um vera ánægður með að tillögunni hafi verið vísað til ráðsins enda sé brýnt að fara í aðgerðir til að koma í veg fyrir svifryk. „Meðal þess sem Sjálfstæðis- flokkurinn í borgarstjórn lagði til var að farið yrði ítarlega yfir gæði malbiks sem lagt er á götur og að gerð yrði úttekt á gæðum í efnisvali Reykjavíkurborgar, þ.e. gæðum sands sem dreift er um götur og stíga. Einnig að farið yrði yfir leiðir til að minnka losun jarðefna af um- ferðareyjum og gróðursvæðum með- fram umferðaræðum. Þá var jafn- framt lagt til að þrif yrðu aukin á götum og stígum borgarinnar með sópun, þvotti og rykbindingu,“ segir í fréttatilkynningu sjálfstæðis- manna. Ennfremur er lagt til að skoðaðir verði möguleikar á takmörkun þungaflutninga með efni sem valdið geta svifryksmengun á „gráum dög- um“, að dregið yrði úr notkun nagla- dekkja í borgarlandinu og að íbúar í fjölbýlishúsum geti hlaðið rafbíla með auðveldum hætti. Í bókun sem Eyþór las upp í borg- arstjórn kemur m.a. fram að talið er að 80 ótímabær dauðsföll á ári á Ís- landi eigi rót sína að rekja til svif- ryks. Frítt verði í strætó á „gráum dögum“  Tillögu sjálfstæðismanna um loftgæði vísað til umhverfis- og heilbrigðisráðs Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgar- svæðinu lækkaði um 1% í febrúar samkvæmt nýbirtum tölum Þjóð- skrár Íslands. Segir Íbúðalánasjóð- ur að þetta sé mesta lækkun sem hafi sést milli mánaða síðan í des- ember 2010 þegar íbúðaverð lækk- aði um 1,2% milli mánaða. Vísitala íbúðaverðs mælir breyt- ingu á íbúðaverði samkvæmt þing- lýstum kaupsamningum á höfuð- borgarsvæðinu hverju sinni. Árshækkun íbúðaverðs mælist nú 3,7% sem er minnsta 12 mánaða hækkun sem hefur mælst síðan í maí 2012. Fjölbýli á höfuðborgar- svæðinu lækkaði um 1% milli jan- úar og febrúar og sérbýli um 1,2%. Íbúðalánasjóður segir að töluvert flökt geti verið á mælingum milli mánaða. Tegundir þeirra fasteigna sem ganga kaupum og sölum séu ólíkar en vísitala íbúðaverðs taki eingöngu tillit til stærðar og þess hvort um er að ræða fjölbýli eða sérbýli. Íbúðaverð lækkaði um 1% milli mánaða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.