Morgunblaðið - 20.03.2019, Page 27

Morgunblaðið - 20.03.2019, Page 27
var þriðja barnið á leiðinni þegar haldið var til Íslands. Því bar vel í veiði að örverufræðing vantaði á gerlarannsóknastofuna á Skúlagötu 4. Salmonella sýklar voru að gera usla í mikilvægri útflutningsvöru, fiskimjöli. Eftir margvísleg störf á gerlarann- sóknastofunni lá leiðin í stól forstjóra stofnunarinnar árið 1984 er dr. Björn Dagbjartsson hélt til annarra starfa. Næstu þrettán árin voru ævintýri líkust því fiskiðnaðurinn hreinlega stökkbreyttist með tilkomu kvóta- kerfisins og tæknivæðingar sem hélst í hendur við þróun íslensku tæknifyrirtækjanna, ekki síst Marel. Þá varð nám í matvælafræði við Há- skóla Íslands mikilvæg viðbót við nám í Fiskvinnsluskólanum sem þá var í blóma, enda voru rannsóknar- stofur stofnunarinnar nýttar til kennslu eftir að vinnudegi lauk.“ Þar kenndi Grímur heilnæmis- og matvælaörverufræði sem stunda- kennari um árabil. Árið 1997 sótti Grímur um stöðu forstjóra fiskiðnaðarsviðs Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ (FAO) í Róm og tók við þeirri stöðu 1. októ- ber 1997. „Reynslan að heiman nýtt- ist vel í því starfi því m.a. féllu al- þjóðasamningar um heilnæmiseftirlit og viðskipti með fiskafurðir þar und- ir. Það var stórkostlegt að fá að búa í Rómaborg sem hefur allt upp á að bjóða og nægir þar að nefna menn- ingu, náttúru, loftslag og matar- kúltúr.“ Starfslok hjá FAO urðu árið 2010 en þá fékk Grímur hlutastarf hjá atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytinu þar til hann fór á eftir- laun. Sat hann m.a. í stjórn Tækniþróunarsjóðs RANNÍS auk þess að vera í stjórnum ýmissa verk- efna á vegum ESB og annarra. Áhugamál Gríms eru mörg, en tengjast flest útivist, ferðalögum og veiðiskap. Stækkandi fjölskylda fær þó æ meira rými. Grímur er félagi í Rótarýhreyfingunni. „Ég hef verið skáti frá unga aldri og beitt mér á undanförnum árum við uppbyggingu Útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljóts- vatni, þar sem unnið er frábært ung- mennastarf.“ Fjölskylda Eiginkona Gríms er Kristín Jóns- dóttir, f. 17.2. 1948, líffræðingur. For- eldrar hennar voru hjónin Jón Hall- dórsson, f. 7.10. 1916, d. 10.7. 1999, járnsmiður í Reykjavík, og Margrét Eyjólfsdóttir, f. 21.3. 1924, d. 17.5. 2017, húsfreyja. Börn Gríms og Kristínar eru 1) Margrét Grímsdóttir, 13.4. 1971, hjúkrunarforstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði, bús. í Hafnarfirði. Maki: Hörður Guðjón Kristinsson (þau skildu). Börn: Unnur María Harðar- dóttir, f. 1993, Hilmar Þór Harðar- son, f. 1998, og Steinar Þór Harðar- son, f. 2002. Barnabarnabarn: Sonur Unnar Maríu með Ingvari Ásbjörns- syni læknanema er Almar Ari Ingv- arsson, f. 2015; 2) Jón Þór Grímsson, f. 27.4. 1975, lögfræðingur hjá Lands- bankanum, bús. í Reykjavík. Maki: Sigríður Helga Stefánsdóttir, f. 10.2. 1977, viðskiptafræðingur og fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Center- Hotels. Börn: Soffía Kristín Jóns- dóttir, f. 2004, Birgir Þór Jónsson, f. 2007, og Eva Hrönn Jónsdóttir, f. 2012; 3) Hrafnhildur Vala Gríms- dóttir, f. 28.6. 1977, viðskiptafræð- ingur hjá Kviku banka, bús. í Reykja- vík. Maki: Ámundi Steinar Ámunda- son viðskiptafræðingur (þau skildu). Barn: Grímur Arnar Ámundason, f. 2003. Sambýlismaður: Halldór Gunn- laugsson, fjármálastjóri hjá Arnar- laxi hf. Börn: Andri Hrafn Halldórs- son, f. 2015, og Kristín Eva Halldórs- dóttir, f. 2016. Systkini Gríms eru Tryggvi Rafn Valdimarsson, f. 23.4. 1947, húsa- smíðameistari, bús. í Reykjavík; Úlf- ar Örn Valdemarsson, f. 26.11. 1952, myndlistarmaður, bús. í Reykjavík; Anna Sigríður Valdimarsdóttir, f. 24.11. 1960, iðjuþjálfi, bús. í Reykja- vík, og Einar Sigurjón Valdimarsson, f. 24.11. 1960, viðskiptafræðingur, bús. í Reykjavík. Foreldrar Gríms voru hjónin Valdimar Einarsson, f. 27.7. 1923, d. 10.12. 1977, bifreiðastjóri og öku- kennari, og Þuríður Sigurjónsdóttir, f. 9.12. 1926, d. 6.7. 2012, húsfreyja. Þau voru búsett í Reykjavík. Grímur Þór Valdimarsson Þóra Torfadóttir húsfr. í Varmahlíð Einar Tómasson bóndi í Varmahlíð, V-Eyjafjöllum, Rang. Sigríður Einardóttir húsfr. í Hvammi Þuríður Sigurjónsdóttir húsfreyja í Rvík Sigurjón Magnússon bóndi og þjóðhagi í Hvammi, V-Eyjafjöllum, Rang. Magnús Sigurðsson bóndi og hreppstjóri í Hvammi Jón Einarsson bóndi í Neðradal Björn Jónsson skógræktar- frömuður á Selfossi Ármann Kr. Einarsson barnabókahöfundur Þuríður Jónsdóttir húsfr. og ljósmóðir í Hvammi Páll gurðs- on toll- ulltrúi í Rvík Sigurður Einarsson söðla- smiður í Vík í Mýrdal Si s f Ástríður Páls- dóttir lífefna- fræð- ingur við HÍ Kristín Jónsdóttir húsfr. í Hólmaseli og Haukadal Kristján Guðmundsson bóndi í Hólmaseli, Heysholti og Haukadal Kristjana Kristjánsdóttir húsfreyja í Neðradal Einar Grímsson bóndi í Neðradal í Biskupstungum, Árn. Valdís Bjarnadóttir húsfr. á Þórarinsstöðum Grímur Einarsson bóndi á Þórarinsstöðum í Hreppum, Árn. Úr frændgarði Gríms Þórs Valdimarssonar Valdimar Einarsson bifreiðarstjóri og ökukennari í Rvík ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019 Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is Blár vinur í stofunni, yndislegur litur sem nýtur sín vel í flestum rýmum. Skoðaðu litaúrvalið okkar á slippfelagid.is Notalegur Guðrún Ólafía Jónsdóttir fædd-ist 20. mars 1935 á Blönduósi.Foreldrar hennar voru hjónin Hulda Á. Stefánsdóttir, f. 1897, d. 1989, skólastjóri, og Jón S. Pálmason, f. 1886, d. 1976 bóndi á Þingeyrum, A- Hún. Guðrún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1955 og námi í arkitektúr frá Konunglegu akademíunni í Kaupmannahöfn 1963. Eftir útskrift vann Guðrún á teiknistofu prófessors Viggo Möller Jensen og Tyge Arnfred til 1966. Eft- ir að hafa flust búferlum til Íslands, rak Guðrún teiknistofuna Höfða ásamt Stefáni Jónssyni og Knúti Jeppesen til 1979. Hún var forstöðu- maður Þróunarstofnunar Reykjavík- ur, síðar Borgarskipulags Reykjavík- ur 1980-1984. Frá 1984 rak hún TGJ Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur allt til dauðadags. Guðrún sat í stjórn Arkitektafélags Íslands 1969-1973 og var formaður 1970-1972, formaður Torfusamtak- anna 1972-1979, sat í ráðgjafanefnd um menningarmál á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar 1972-1984, í framkvæmdastjórn Listahátíðar 1974-1976, í Skipulagsstjórn ríkisins 1985-1990, í Náttúruverndarráði 1993-1996 og í faghópi vegna Rammaáætlunar 1999-2003. Hún var varaborgarfulltrúi Nýs vettvangs 1990-1994 og Reykjavíkurlista 1994- 2002, sat í skipulagsnefnd Reykjavík- ur 1990-1998, var formaður menning- armálanefndar Reykjavíkur 1994- 2002, formaður byggingarnefndar Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi og formaður stjórnar Búmanna hsf. frá 1998-2015. Þá var hún virkur fé- lagi í Zonta-klúbbi Reykjavíkur. Guð- rún var kjörin heiðursfélagi Arki- tektafélags Íslands 2015. Guðrún var þrígift, fyrst Ómari Árnasyni, þá Knúti Jeppesen og síð- ast Páli Líndal, fv. borgarlögmanni og ráðuneytisstjóra, sem lést 1992. Börn hennar eru Hulda Sigríður, Anna Salka, Stefán Jón og Páll Jakob. Guðrún lést 2. september 2016. Merkir Íslendingar Guðrún Jónsdóttir 95 ára Erna Finnsdóttir 90 ára Ingvar Þorsteinsson Ragnheiður Sigurðardóttir 85 ára Birgir Hallvarðsson Dóra Sif Wium Hrefna Magnúsdóttir Viktoría Bryndís Viktorsd. 80 ára Elísabet Lúðvíksdóttir Guðrún Ársælsdóttir Sigurlaug Straumland Sjöfn Halldóra Jónsdóttir Vilhjálmur Þór Ólafsson 75 ára Ásdís Hannibalsdóttir Eiríka Dagbjört Haraldsd. Gylfi Haraldsson Kenneth Douglas Morgan Páll H. Egilsson Pétur Ágústsson Þráinn Þorvaldsson 70 ára Arndís Leifsdóttir Birgir Jónsson Dagný Pétursdóttir Ebba Skarphéðinsdóttir Halldóra Guðmundsdóttir Hjörtur P. Kristjánsson Ingibjörg Jónsdóttir Íris Edda Ingvadóttir Jakob Ragnarsson Kristinn Magnússon Matta Rósa Rögnvaldsd. Pétur Kristján Hafstein Sveinn Guðmundsson Tanja Þorsteinsson Þorbergur Þ. Reynisson 60 ára Ásdís Hafrún Benediktsd. Bjarni Arnþórsson Gústaf Guðmundsson Magnús Sigurjónsson Margrét Þórisdóttir María Guðmundsdóttir Ragnheiður Alexandersd. Sigurjón Magnússon Þorgeir Guðjón Þorvaldss. 50 ára Einar Guðmundur Björnss. Gísli Rafn Ólafsson Helena Guðlaug Bjarnad. John Kaarup Bek Jóna Kristín Guðmundsd. Sigríður Alda Björnsdóttir Sigurbjört Kristjánsdóttir Sigurjón Sæland Vigfús Kröyer Viktor Þór Sigurðsson Þorvaldur Björnsson 40 ára Ásgerður Breiðfjörð Ólafsd. Björgvin Einar Sævarsson Hallgrímur Örn Arngrímss. Haukur Þór Guðmundsson Hlíf Arnbjörnsdóttir Marteinn Ægisson 30 ára Andri Geir Hinriksson Guðni Emilsson Gunnar Þór Kristjánsson Harpa Bergþórsdóttir Heiðrún Ýr Vilmundardóttir Heimir Þór Kjartansson Hulda Björk Snæbjörnsd. Kjartan Guðmundsson Kolbrún Tómasdóttir Kristinn Hjörleifsson Magnea Rut Hákonardóttir Sigurberg Rúriksson Sigurður Halldór Ragnarss. Sigurður Jón Júlíusson Silvá Kjærnested Sindri Jónsson 30 ára Aldís ólst upp í Hafnarfirði en býr í Kópa- vogi. Hún er bókari hjá Fjárvakri. Maki: Egill Hjartarson, f. 1981, bifreiðasmíðameist- ari hjá Réttingaverkstæði Hjartar. Börn: Gústaf Emil, f. 2010, og Hjörtur Elí, f. 2013. Foreldrar: Ársæll Óskar Steinmóðsson, f. 1961, og Eydís Steindórsdóttir, f. 1965. Aldís Guðrún Ársælsdóttir 40 ára Hulda ólst upp í Kópavogi en býr í Reykja- vík. Hún er söngkona og kennari í Sæmundarskóla. Maki: Jóhann Garðar Ólafsson, f. 1977, ljós- myndari og hönnuður. Börn: Óttarr Daði, f. 2002, Róbert Aron, f. 2004, Hall- ur Hrafn, f. 2007, og Styrmir Óli, f. 2016. Foreldrar: Sigurður Pétur Harðarson, f. 1955, og Hrafnhildur Proppé, f. 1952. Hulda Dögg Proppé 30 ára Haraldur er Skagamaður, er við- skiptafræðingur að mennt og er í sölu- og markaðsmálum hjá Ice- landair Cargo. Maki: Eva Laufey Her- mannsdóttir, f. 1989, dag- skrárgerðarmaður. Börn: Ingibjörg Rósa, f. 2014, og Kristín Rann- veig, f. 2017. Foreldrar: Haraldur Stur- laugsson, f. 1949, og Ingi- björg Pálmadóttir, f. 1949. Haraldur Haraldsson Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.