Morgunblaðið - 20.03.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.03.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sigurbjörn Þorkelsson hefur gefið út bókina Lífið er ljóðasafn með 312 völdum ljóðum úr fyrri ljóðabókum frá 2000 í tilefni þess að hann verður 55 ára á morgun, á alþjóðlegum degi ljóðsins 21. mars. „Þetta er ástríða eða köll- un,“ segir Sigur- björn um ljóða- gerðina, en frá aldamótum hefur hann gefið út átta ljóðabækur með samtals tæplega 1.000 ljóðum. „Ljóð- in eru farvegur fyrir það sem ég hef að segja.“ Aðeins eitt líf, fyrsta ljóðabók Sig- urbjörns, kom út 7. janúar 2000. Hann bendir á að á næsta ári verði 20 ár frá fyrstu útgáfunni og nú sé lag til þess að loka þessu tímabili með sér- stöku ljóðasafni. Sigurbjörn hefur gefið bækur sín- ar víða, m.a. á krabbameinsdeild Landspítalans, í Ljósið á Langholts- vegi, Líknardeild LSH í Kópavogi, lækna- og rakarastofur, hárgreiðslu- stofur og dekkjaverkstæði. Hann segist hafa fengið mjög góð viðbrögð og greinilegt að ljóðin veki fólk til umhugsunar. Ljóðin mynda eina heild Ljóðunum er skipt í 12 flokka, sem skarast og mynda eina heild. Sigur- björn bendir á að ljóð sín hafi birst víða í blöðum, tímaritum og bækl- ingum, þau hafi verið lesin við ýmsar athafnir eins og við skírnir, ferm- ingar, útskriftir, í brúðkaupum og út- förum auk þess sem vitnað hafi verið til þeirra í prédikunum, ræðum og ávörpum. Um 40 þeirra hafi birst um 500 sinnum í minningargreinum í Morgunblaðinu. Hann hafi haft þetta til hliðsjónar, en valið hafi verið erfitt. Ljóðin fjalla um lífið, kærleikann, áföll, þakklæti, bænir, ýmsar pæl- ingar, trúna, minningar, jól og páska, heilræði, togstreitu og himininn og hamingjuna. Sigurbjörn segir að hann hefði getað skipt þeim með margvíslegum öðrum hætti enda sé lífið ekki aðeins eitt ljóð heldur ljóða- safn. Í bókinni eru meðal annars ástar- ljóð til Laufeyjar Geirlaugsdóttur, eiginkonu Sigurbjörns, ljóð um for- eldra hans, ljóð um barnabörnin, trúarjátningar og kærleiks- og vin- áttuljóð. Sigurbjörn segir erfitt að gera upp á milli þeirra, en ljóð eins og „Horfðu í augun á Jesú“, „Tár“ og „Englar eins og þú“ komi upp í hug- ann. Sigurbjörn greindist með krabba- mein 2013, fór í uppskurð í lok þess árs og árið eftir og 35 skipta geisla- meðferð sem skiluðu ekki tilætluðum árangri. Hann hefur verið í meðferð síðan og þakkar fyrir hvern dag. „Ég er hress,“ leggur hann áherslu á og bendir á að hann sé þakklátur fyrir lífið og að hafa fengið tækifæri til þess að gefa sér bókina í afmælisgjöf. Ljóðin farvegur fyrir frásagnir Sigurbjörns  Gefur út ljóðasafn með 312 ljóðum Köllun Sigurbjörn Þorkelsson skiptir ljóðunum í 12 flokka. Þú tekur þig svo vel út hvar sem þú ert. Ótrúlega dýrmætt eintak, sólin sem yljar og umhverfið vermir. Þú glæðir tilveruna gleði með gefandi nærveru og færir bros á brá svo það birtir til í sálinni. Sólin sem bræðir hjörtun Í mannhafinu er gott að vita af englum eins og þér. Því þú ert sólin mín sem aldrei dregur fyrir. Englar eins og þú LÍFIÐ ER LJÓÐASAFN Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Verkfæralagerinn án.-m. kl. 9-18, fs. kl. 9-180, la. kl. 10-18, sn. kl. 12-1 Kolibri trnr mikl rvali, g a- vara á gó  ver i Kolibri penslar anger ir skir penslar sta g a okki á afar agst  ver i nná meira rval af listav orkls Strigar frá kr. 195 Áætlað er að fella skorstein Sem- entsverksmiðjunnar á Akranesi á morgun, nánar tiltekið í hádeginu kl. 12.15. Miðast sú tímasetning við að undirbúningur gangi eftir, segir í til- kynningu frá Akraneskaupstað. Ef undirbúningur gengur ekki eft- ir eins og áætlað er, verður fellingu frestað. Ný tímasetning verður þá auglýst á heimasíðu Akraneskaup- staðar með um sólahrings fyrirvara. Skorsteinninn verður felldur í tveimur hlutum. Efri hlutinn kemur til með að falla í suðaustur, en neðri hlutinn fellur í suðvestur. Neðri hlut- inn verður felldur nokkrum sekúnd- um eftir að efri hlutinn byrjar að falla. Rétt fyrir fellingu verður gefið hljóðmerki, sem er aðvörun um að felling verði eftir nokkrar mínútur. Þegar felling er yfirstaðin verður gefið hljóðmerki um að felling sé yf- irstaðin og hætta liðin hjá. Örygg- issvæði við fellingu er hringur í 160 m fjarlægð umhverfis skorsteininn. Skorsteinninn felldur á morgun  Akraneskaupstaður með viðbúnað Morgunblaðið/Hari Akranes Stefnt er að því að fella skorsteininn fræga á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.