Morgunblaðið - 20.03.2019, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019
Læti Þessi ferðamaður var við Brimketil á Reykjanesi þar sem náttúran ólmaðist og lét illum látum. Brimketill er sérkennileg laug í sjávarborðinu vestast í Staðarbergi stutt frá Grindavík.
Haraldur Hjálmarsson
Freistingin er
greinilega of mikil. Ef
hægt er að fella póli-
tískar keilur verður
það léttvægt í hugum
sumra hvort um leið sé
grafið undan íslensk-
um dómstólum. Í stað
yfirvegaðrar umræðu
um hvort og hvaða
áhrif dómur Mannrétt-
indadómstóls Evrópu
[MDE] í Landsréttarmálinu svokall-
aða, hefur á skipan dómstóla hér á
landi, er farið í pólitískar skotgrafir.
Þetta er miður og gengur gegn
hagsmunum íslensks almennings og
veikir þær undirstöður sem rétt-
arkerfið byggir á. Sé uppi rétt-
aróvissa verður henni ekki eytt í
skotgröfum.
Daginn eftir að niðurstaða MDE
var kynnt ákvað Sigríður Andersen
dómsmálaráðherra að stíga til hlið-
ar. Með því vildi hún skapa vinnu-
frið svo hægt sé að taka nauðsyn-
legar ákvarðanir innan dómsmála-
ráðuneytisins án þess að persóna
hennar hefði þar truflandi áhrif. Í
samtali við mbl.is sagði Sigríður að
ákvörðun um að láta af embætti
tæki mið af hinum pólitíska veru-
leika, en ekki þeim lögfræðilega:
„Þetta er hinn pólitíski veruleiki.
Ég ann dómstólunum of mikið til
þess að láta það gerast að menn
kunni að hengja sig á það að ég hafi
haft aðkomu að þeim ákvörðunum
sem þar verða teknar.“
Ákvörðun Sigríðar var skynsam-
leg og merki um styrk hennar sem
stjórnmálamanns. Niðurstaða meiri-
hluta MDE beinist ekki aðeins að
stjórnsýslu Sigríðar Andersen held-
ur er hún einnig gagnrýni á Alþingi
og Hæstarétt Íslands. Lukku-
riddararnir hafa hins vegar haldið
áfram að grafa sínar skotgrafir.
Ögmundur Jónasson, fyrrverandi
dómsmálaráðherra og þingmaður
VG, hefur áhyggjur af því hvernig
brugðist er við niður-
stöðu Mannréttinda-
dómstólsins, sem var
klofinn í afstöðu sinni.
Í pistli á heimasíðu
sinni skrifar hann með-
al annars:
„Það sem er verst,
eða öllu heldur mest
ástæða til að hafa
áhyggjur af, eru al-
menn viðbrögð innan
þings sem utan og ekki
síst í íslenskum fjöl-
miðlum eftir dóminn.
Þar er tekin afstaða í óhugnanlega
ríkum mæli eftir flokkspólitískum
línum.“
Það er eðlilegt að Ögmundur velti
því fyrir sér hvort „hinir málglöð-
ustu og dómhörðustu þeirra á meðal
haf[i] lesið dómsniðurstöðuna og
ígrundað hana og þá ekki bara
meirihlutaálitið heldur og ekki síður
minnihlutaálitið?“
Fjögur atriði
Hér verður Landsréttarmálið
ekki rakið enda ekki til þess rúm.
En fernt er rétt að hafa í huga þeg-
ar því er haldið fram að niðurstaða
MDE skapi réttaróvissu hér á landi:
1. Samkvæmt 61. gr. stjórnarskrár-
innar verður dómurum „ekki vikið
úr embætti nema með dómi, og
ekki verða þeir heldur fluttir í
annað embætti á móti vilja þeirra,
nema þegar svo stendur á, að ver-
ið er að koma nýrri skipun á dóm-
stólana“.
Augljóst er hvers vegna þessi
regla er sett í stjórnarskrá. Með
henni er verið að tryggja að dóm-
arar séu sjálfstæðir og öllum óháðir
í störfum sínum enda skulu dóm-
endur „fara einungis að lögum“.
2. Í 2. gr. laga um mannréttinda-
sáttmála Evrópu (62/1994) segir
orðrétt: „Úrlausnir mannréttinda-
nefndar Evrópu, mannréttinda-
dómstóls Evrópu og ráðherra-
nefndar Evrópuráðsins eru ekki
bindandi að íslenskum landsrétti.“
3. Hæstiréttur Íslands hefur komist
að þeirri niðurstöðu að annmark-
ar hafi verið á vinnubrögðum
dómsmálaráðherra og Alþingis
við skipan dómara við nýjan
Landsrétt árið 2017. Þessir ann-
markar hafi hins vegar ekki áhrif
á skipan dómaranna sem allir full-
nægðu skilyrðum laga um hæfis-
skilyrði dómara við Landsrétt,
þar á meðal „að teljast hæf til að
gegna þeim í ljósi starfsferils og
lögfræðilegrar þekkingar“. Frá
þeim tíma sem forseti undirritaði
skipunarbréf þeirra í júní 2017
„hafa þessir dómarar notið þeirr-
ar stöðu samkvæmt 61. gr. stjórn-
arskrárinnar að þeim verður ekki
vikið úr embætti nema með
dómi“.
Allir dómarar sem skipaðir voru í
Landsrétt voru taldir hæfir til að
gegna embætti dómara, af hæfnis-
nefnd.
4. Ísland hefur ekki afsalað sér
dómsvaldi til erlendra aðila.
Þegar öll þessi atriði eru höfð í huga
er mér ómögulegt að skilja hvernig
hægt er að halda því fram að réttar-
óvissa sé í landinu eða efasemdir
séu um gildi þeirra dóma sem
Landsréttur hefur kveðið upp.
Skiptir engu hvaða dómarar komu
að máli. Ég óttast að önnur sjón-
armið en þau sem byggjast á lögum,
liggi að baki þegar reynt er að
skapa óróa og óvissu um réttar-
kerfið.
Breytir engu um stöðu dómara
Davíð Þór Björgvinsson er dóm-
ari við Landsrétt en var áður dóm-
ari við Mannréttindadómstól Evr-
ópu. Í júlí á síðasta ári skrifaði hann
ítarlega grein um Landsréttarmálið
og hvaða hugsanleg áhrif niðurstaða
Mannréttindadómstólsins hefði á ís-
lenskan rétt. Niðurstaðan hans var
skýr og afdráttarlaus:
„Þá breytir áfellisdómur, ef svo
fer, engu um að dómurinn yfir G
stendur óhaggaður, enda er MDE
ekki áfrýjunardómstóll sem getur
fellt dóma dómstóla ríkja úr gildi.
Sá dómur stendur nema mál G verði
endurupptekið eftir þeim reglum
sem gilda á Íslandi um endur-
upptöku mála. Þá hefur áfelli á
hendur íslenska ríkinu ekki þau
áhrif að úr gildi falli allir dómar sem
þeir dómarar, sem ráðherra setti á
listann í trássi við álit dómnefndar,
hafa átt þátt í að kveða upp. Munu
allir þessi dómar standa óhaggaðir
eftir sem áður, nema málin verði
endurupptekin.“
Þá bendir Davíð Þór á að áfellis-
dómur Mannréttindadómstólsins
geti í engu breytt því að þeir fjórir
dómarar sem ráðherra gerði tillögu
um, eru áfram skipaðir „dómarar
við Landsrétt og við þeim verður
ekki haggað nema með dómi í máli
sem íslenska ríkið höfðar gegn
þeim“ í samræmi við 61. gr. stjórn-
arskrárinnar:
„Vandséð er aftur á móti á hvaða
grundvelli það yrði gert, því þeir
einstaklingar sem þessum emb-
ættum gegna hafa ekki annað af sér
gert en að sækja um embætti sem
forseti Íslands skipaði þá að lokum
til að gegna. Þá gefur framganga
þeirra í starfi hingað til ekkert til-
efni til málshöfðunar gegn þeim.“
Lærdómur
Ekki verður hjá því komist að
skjóta niðurstöðu MDE til efri
deildar réttarins. Það væri
ábyrgðarlaust að gera það ekki.
Það er skýrt í íslenskum lögum að
dómar MDE eru „ekki bindandi að
íslenskum landsrétti“, enda höfum
við ekki framselt dómsvaldið til ann-
arra landa eða yfirþjóðlegra stofn-
ana. Slíkt framsal gengur gegn
stjórnarskrá og þar með fullveldis-
rétti Íslands. Meirihluti MDE hefur
í reynd gert tilraun til að ýta rétt-
bærum – löglegum – handhöfum
ríkisvaldsins á Íslandi til hliðar, allt
frá ráðherra, til Alþingis, frá forseta
lýðveldisins til Hæstaréttar.
Hvort sem tekið er undir efnis-
lega niðurstöðu meirihluta MDE
eða ekki, hljóta allir að standa vörð
um sjálfstæði íslenskra dómstóla og
fullveldi landsins. Standi hins vegar
vilji til þess að framselja æðsta vald
um framkvæmd laga og réttar til
MDE eða annarra yfirþjóðlegra
stofnana, verður ekki aðeins að
breyta lögum heldur stjórnarskrá.
Hugmyndir um fullveldi verða sett-
ar til hliðar. Gegn slíkum hug-
myndum mun ég alltaf berjast.
Óháð niðurstöðu efri deildar –
taki hún málið á annað borð til efnis-
legrar meðferðar – er rétt og skylt
að endurskoða allt vinnulag við skip-
an dómara. Það verður gerast af yf-
irvegun til að eyða tortryggni og
styrkja alla umgjörð íslenskra dóm-
stóla.
Ég hef og er enn sannfærður um
að engin frjáls þjóð geti afhent örfá-
um einstaklingum vald til að skipa
dómara og skiptir engu hvort um er
að ræða héraðsdóm, Landsrétt eða
Hæstarétt. Allra síst getur slíkt
vald verið í höndum fámenns hóps
sem er ábyrgðarlaus af gjörðum sín-
um og ákvörðunum. Þessi sannfær-
ing mín breytir engu um að ég eins
og aðrir, lærðir og leiknir, verð að
hafa burði til að draga lærdóm af
reynslunni.
Við Ögmundur Jónasson erum
ekki samstiga í mörgu en við erum
sammála um að allir sem „komið
hafa að þessu ferli þurfi að draga
sína lærdóma“: Framkvæmdavaldið,
löggjafarvaldið, dómsvaldið, sér-
fræðingar og hæfisnefndir. Slíkan
lærdóm er hins vegar ekki að finna í
pólitískum skotgröfum og forar-
pyttum.
Eftir Óla Björn
Kárason »Hvort sem tekið er
undir efnislega
niðurstöðu meirihluta
MDE eða ekki, hljóta
allir að standa vörð um
sjálfstæði íslenskra
dómstóla og fullveldið.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Í pólitískum skotgröfum læra menn ekkert