Morgunblaðið - 20.03.2019, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Al-
þingis hefur fjallað um skýrslu Rík-
isendurskoðunar um starfsemi og
eftirlit Fiskistofu. Í niðurstöðum
nefndarinnar er meðal annars gagn-
rýnt að ekki hafi verið settar reglu-
gerðir um ákveðna þætti í starfsemi
Fiskistofu. Þar koma einnig áhyggj-
ur af að eftirlit með nýtingu sjáv-
arauðlindarinnar sé ófullnægjandi.
Skylt að setja reglugerð
Í niðurstöðum stjórnskipunar- og
eftirlitsnefndar segir að í skýrslu
Ríkisendurskoðanda komi fram að á
tveimur stöðum í lögum sé mælt
fyrir um skyldu ráðherra til að setja
reglugerð sem varði starfsemi
Fiskistofu og eftirlit. Meðal annars
segi í lögum um Fiskistofu að ráð-
herra skuli með reglugerð kveða
nánar á um skipulag og starfsemi
Fiskistofu. Sú reglugerð hafi ekki
verið sett þótt ákvæðið hafi staðið
nær óbreytt frá því að lögin voru
sett árið 1992.
Í skýringum atvinnuvega- og ný-
sköpunarráðuneytisins segi að það
telji fullnægjandi að fiskistofustjóri
ákveði skipulag stofnunarinnar og
að kveðið sé á um verkefni hennar í
lögum og reglugerðum á sviði sjáv-
arútvegs. Nefndin leggur hinsvegar
áherslu á að ráðherra er samkvæmt
lögunum skylt að setja slíka reglu-
gerð. Nefndin telur ljóst að ráð-
herra sé ekki heimilt að framselja
ákvörðunarvald um skipulag stofn-
unarinnar með öllu til fiskistofu-
stjóra heldur beri honum að mæla
fyrir um megindrætti og starfsemi
Fiskistofu í reglugerð.
Þá segi í lögum um umgengni um
nytjastofna sjávar að hafnir skuli
uppfylla kröfur um aðstöðu til vigt-
unar sjávarafla og eftirlit sem kveð-
ið er á um í reglugerð og geti ráðu-
neytið bannað löndun sjávarafla í
einstökum höfnum sem ekki full-
nægi kröfum reglugerðarinnar.
Þessi reglugerð hafi ekki verið sett
og megi því draga þá ályktun að efni
ákvæðisins hafi ekki verið hrundið í
framkvæmd, segir í niðurstöðum
nefndarinnar.
Ráðist verði í endurskoðun
Því er beint til ráðuneytisins að
gæta að ákvæðum laga um lægra
sett stjórnvöld og ákvæðum um
sjálfstæð stjórnvöld. Þá er því beint
til atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytis að gæta að sjónarmiðum um
framsal ákvörðunarvalds.
Ráðuneytið er hvatt til að ráðast í
endurskoðun á 13. og 14. gr. laga
um stjórn fiskveiða. Í samantekt
eftirlits og stjórnskipunarnefndar
um skýrslu ríkisendurskoðanda seg-
ir m.a.: „Í skýrslunni segir að at-
vinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
telji engin sérstök vandkvæði vera
hjá Fiskistofu við að sinna eftirliti
með samþjöppun skv. 13. gr. laga
um stjórn fiskveiða. Hins vegar eru
raktar tillögur til lagabreytinga og
minnisblöð ráðuneytisins þar sem
vandinn er a.m.k. viðurkenndur.
Ríkisendurskoðandi hvetur til
þess að ráðist verði í endurskoðun á
13. og 14. gr. laga um stjórn fisk-
veiða og tekur nefndin undir það
sjónarmið. Að mati nefndarinnar er
ljóst að vandinn sé til staðar og hafi
verið ljós um langa hríð.“
Viðurlög hafi áhrif
Því er beint til ráðuneytisins við
endurskoðun fiskveiðilöggjafarinnar
að hafa í huga að útfæra viðurlög
þannig að þau hafi í senn fæling-
armátt og varnaðaráhrif.
Einnig eru atvinnuvega- og ný-
sköpunarráðuneyti og Fiskistofa
hvött til að skoða skilvirkari og hag-
kvæmari úrlausnir við eftirlit og til
að tryggja betur í sessi samstarf og
samráð.
Gagnrýna skort
á reglugerðum
um Fiskistofu
Áhyggjur vegna ófullnægjandi eftir-
lits með nýtingu sjávarauðlindarinnar
Morgunblaðið/Ómar
Karfi Ýmis tilmæli til ráðuneytis er
að finna í skýrslu stjórnskipunar- og
eftirlitsnefndar Alþingis.
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is
„Veist þúað skilgreining
á sótthitabreytist eftir aldri?
Thermoscaneyrnahita-
mælirinnminnveit það.“
Braun Thermoscan
eyrnahitamælar fást í öllum
lyfjaverslunum
ThermoScan® 7
TILBOÐSDAGAR
15-20% afsláttur af öllum vörum.
ÞV
O
TT
AV
ÉL
A
R
KÆ
LI
SK
Á
PA
R
HELLUBORÐ
ÞURRKARAR
SMÁTÆKI
U
PPÞVO
TTAVÉLA
R
OFNAR
RYKSUGUR
VIFTUR OG HÁFAR
Skoðaðu úrvalið okkar á
*FRí heImkeyRSLA í neTveRSLun
LO
K
A
D
A
G
A
R
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Þetta mjakast áfram,“ segir Ágúst
Sigurðsson, sveitarstjóri Rangár-
þings ytra, um vegtengingu frá Odda
á Rangárvöllum yfir á Bakkabæja-
veg með brú yfir Þverá. Vegurinn,
um 2 km spotti, er að uppistöðu kom-
inn og nú um mánaðamótin mun
verktakinn koma sér fyrir til að hefja
smíði á stöplum og sökklum fyrir
brúna sem verður 92 metra löng.
Ágúst vonast til þess að fram-
kvæmdin taki ekki langan tíma.
Hann reiknar með að uppsteypu
ljúki í apríl og síðan verði hægt að
halda beint áfram með stálbita og
brúargólfið. „Þetta verður gríðarleg
samgöngubót og langþráð,“ segir
hann, og auki ennfremur mjög ör-
yggi íbúanna.
Öryggisatriði að reisa brúna
Svo háttar til að Þverá skilur
nokkra bæi á Rangárvöllum, svokall-
aða Bakkabæi, frá öðrum sveitum
Rangárþings ytra. Íbúarnir þurfa að
fara um Vestur-Landeyjar sem eru í
öðru sveitarfélagi og í gegnum
Hvolsvöll til að komast til stjórn-
sýslumiðstöðvar sinnar á Hellu.
Lengi hefur verið rætt um að fá brú á
Þverá til að tengja þessa bæi við
Odda en þaðan er greið leið að Hellu.
Brúin væntanlega er öryggisatriði
ef kemur til mikilla flóða vegna elds-
umbrota í jöklum og rýma þarf
skyndilega á þessu svæði en sú hætta
er ávallt yfirvofandi. Hefur lögreglu-
stjórinn á Suðurlandi eindregið stutt
verkefnið sem og almannavarnir hér-
aðsins. Þá er það nefnt að með
brúnni skapist fjölbreyttari mögu-
leikar fyrir ferðamenn í nágrenninu,
en mikill vöxtur er í ferðaþjónustu á
svæðinu.
Brúin og vegagerðin eru sam-
starfsverkefni Vegagerðarinnar og
sveitarfélagsins.
Oddabrú yfir Þverá í sjónmáli
Samgöngubót og
eykur öryggi íbúa
Morgunblaðið/RAX
Þverá Áin skilur Bakkabæina frá öðrum sveitum Rangárþings ytra.