Morgunblaðið - 20.03.2019, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019
✝ Guðrún Hilm-arsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 4. júlí 1959.
Hún lést á Land-
spítalanum 11.
mars 2019.
Guðrún var
dóttir hjónanna
Hilmars S.R.
Karlssonar, f.
19.5. 1929, d.
13.2. 2011, og
Halldóru Jónsdóttur, f. 18.6.
1937, d. 1.7. 2003. Systkini
Guðrúnar eru: 1) Dagbjört, f.
14.12. 1947, 2) Jón, f. 28.12.
1956, 3) Reynir Halldór, f.
21.7. 1961, d. 11.9. 2003, 4)
Berglind, f. 11.2. 1967, og 5)
Svanur Pálmar, f. 30.3. 1971.
Hún flutti ung að aldri á
Skálatúnsheimil-
ið í Mosfellsbæ.
Guðrún gekk í
Safamýrarskóla
og Fjölmennt, en
hún hafði mikinn
áhuga á mat-
reiðslu. Guðrún
var starfsmaður
hjá Vinnu og
virkni við vefn-
að, saum, gler-
list og leirlist.
Einnig vann hún við pökkun
á vörum fyrir ýmis fyrir-
tæki.
Síðustu 10 ár bjó hún á
Sambýlinu Skálahlíð 13a í
Mosfellsbæ.
Útför Guðrúnar fer fram
frá Lágafellskirkju í dag,
20. mars 2019, klukkan 13.
Elsku Gunna okkar.
Nú ert þú farin frá okkur og
það er svo sárt og það er svo
mikill söknuður. Söknuður eftir
einlægu brosi þínu og að þú
sagðir alltaf systir mín eða
bróðir minn á eftir nöfnum
okkar. Eða þegar þú klappaðir
okkur á kinn og sagðir, ég er
góð við þig og þetta litla klapp
var alltaf svo einlægt og kær-
leiksríkt. Þú varst alltaf svo
glöð og kát og dreifðir þessari
gleði og kátínu í kringum þig.
Þú áttir svo auðvelt með að fá
alla til að brosa og gleðjast yfir
öllu og engu.
Minningar eigum við marg-
ar, eins og þegar við systur
sátum við útsaum eða vorum
að lita í litabækur, og þegar
litli bróðir var að sprella og
grínast og þú spurðir hann
hvort hann væri að spila út.
Allar hátíðir og þá sérstaklega
jólin sem þú naust svo virki-
lega. Okkar árlegu réttarferðir
með fjölskyldunni, frænkum og
frændum sem alltaf spurðu
fyrst af öllu, hvar er Gunna eða
er Gunna ekki með. Allir biðu
eftir að hitta þig, heilsa og fá
bros frá þér. Eða hvað þú
naust þín alltaf innan um
systkinabörn þín sem voru þér
svo kær og sem þú passaðir
svo vel.
Elsku Gunna okkar, þrátt
fyrir söknuð okkar og trega yf-
ir að missa þig úr lífi okkar, er
það mikil huggun að mamma
og pabbi, Reynir bróðir, afi og
amma og fleiri hafa tekið fagn-
andi á móti þér og að nú eigum
við þig sem svo fallegan engil á
himnum.
Hvíl í friði, elsku systir,
minningin um þig lifir lengi í
hjörtum okkar.
Berglind systir þín og Svanur
bróðir þinn.
Hún var einstök perla.
Afar fágæt perla,
skreytt fegurstu gimsteinum
sem glitraði á
og gerðu líf samferðamanna hennar
innihaldsríkara og fegurra.
Fáar perlur eru svo ríkulega búnar,
gæddar svo mörgum af dýrmætustu
gjöfum Guðs.
Hún hafði ásjónu engils
sem frá stafaði ilmur
umhyggju og vináttu,
ástar og kærleika.
Hún var farvegur kærleika Guðs,
kærleika sem ekki krafðist
endurgjalds.
Hún var vitnisburður
um bestu gjafir Guðs,
trúna, vonina, kærleikann og lífið.
Blessuð sé minning einstakrar perlu.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Berglind Hilmarsdóttir.
Elsku Gunna mín hefur kvatt
okkur og söknuðurinn er mikill.
Gunna var mikill gleðigjafi og
húmorinn var alltaf fyrir hendi.
Þvílík gjöf sem það var að
kynnast henni.
Eftir andlát foreldra hennar
sagði Gunna okkur Jóni að nú
ættum við hana. Þvílík gjöf! Það
voru líka algjör forréttindi fyrir
börnin okkar að alast upp með
henni og eins og þau segja gerði
hún þau að betri manneskjum.
Gunna eyddi alltaf jólunum hjá
okkur en við sóttum hana yf-
irleitt á Þorláksmessu. Á Þor-
láksmessu var alltaf sama rút-
ínan, hún kom með okkur í
kirkjugarðinn og svo út að
borða, hamborgari, franskar og
kók varð iðulega fyrir valinu. Á
meðan heilsa leyfði fór Gunna í
árlega réttarferð með móður-
fjölskyldu sinni sem hún hefur
alla tíð gert og hélt hún mikið
upp á þá ferð. Gunnu þótti alltaf
gaman að ferðast en hún fór í
ýmsar utanlandsferðir með vin-
um sínum af Skálatúni, en henni
fannst best að komast í sól og
hita. Gunna fór líka tvisvar til
London til að sjá Mamma Mia
sem var í miklu uppáhaldi og
voru sérstök Mamma Mia-kvöld
í Skálatúni.
Gunna var mikið snyrtimenni
og gekk alls ekki í fötum ef á
þeim var blettur, það þurfti að
þvo strax. Ef herbergi
barnanna okkar voru ekki fín
fengu börnin að heyra að það
þyrfti sko að taka til. Gunna
elskaði að fara með okkur í
ferðalög í sumarbústaðinn en
um páska fórum við yfirleitt í
sveitina og hápunkturinn var
auðvitað að fá páskaegg. En
alltaf var hún jafn glöð að fara
aftur upp í Skálatún þar sem
hún var elskuð og dáð.
17. júní var líka okkar dagur,
þá fórum við í bæinn, röltum
um og fórum á kaffihús sem var
alltaf gaman, lengi vel fékk hún
líka blöðru og auðvitað nammi.
Þegar við komum í heimsókn til
hennar upp í Skálatún tók hún
ekki annað í mál en að bjóða
okkur upp á kaffi, enda var hún
mikil kaffikelling eins og hún
sagði sjálf.
Það eru mörg listaverkin sem
hún gerði, vefnaðurinn og öll
leirverkin en Gunna gerði mikið
af listaverkum fyrir handverks-
söluna hjá Skálatúni.
Gunna átti nokkur heilræði
sem hún deildi ítrekað með okk-
ur og þar á meðal fleygu setn-
ingarnar „allir eru vinir“og „all-
ir að hjálpast að“.
Hjálpsemin var mikil en
henni þótti líka gott að láta
stjana við sig. Nonni bróðir sá
alveg um það. Hún vildi alltaf
vera pæja eins og hún sagði
sjálf og naglalakk var eitthvað
sem ekki mátti vanta. Nonni
bróðir sá alveg um það þegar
hún var hér hjá okkur, lakkaði
neglurnar og gerði hárið fínt.
Fyrir einu og hálfu ári fór
heilsan að gefa sig en hún var
samt farin að tala um það að
hún ætti 60 ára afmæli í sumar
sem hún var byrjuð að bjóða í
því þá átti að vera veisla.
Elsku Gunna mín, nú er erf-
iðum veikindum þínum lokið.
Og við þökkum fyrir að hafa
haft þig í lífi okkar.
Hvíl þú í friði, fagra sál.
Þín mágkona,
Guðrún Helga
Theodórsdóttir.
Elsku Gunna okkar.
Ef við ættum að lýsa Gunnu í
einu orði væri það gleðigjafi.
Hún fékk mann alltaf til að
brosa, passaði að allir væru
glaðir og í góðu skapi. Gunna
elskaði að vera með fólkinu sínu
og sérstaklega að fá okkur í
heimsókn. Gunna var alltaf
mjög snyrtileg og vildi hafa allt
í röð og reglu, í herberginu
hennar áttu allir hlutir sinn
stað og ef maður ákvað að
stríða smá og færa hlut til tók
hún strax eftir því og færði til
baka. Fötin hennar voru alltaf
hrein og fín og hún harðneitaði
að ganga í fötum með blett, ef
það sullaðist á fötin hennar
sýndi hún manni blettinn í gríð
og erg þar til hún náði að
skipta.
Gunna vildi alltaf vera pæja,
hárið varð alltaf að vera fínt og
hún elskaði að koma í klippingu
til Halldóru. Hún fékk þá líka
lit í augabrúnirnar, kaffi í einn
bolla og kakó í annan og smá
nammi með, þær áttu alltaf
yndislegar stundir saman með-
an á dekrinu stóð og hlógu mik-
ið saman. Hvað ég mun sakna
þeirra stunda. Gunna vildi alltaf
vera með naglalakk og hún
plataði pabba margoft til að
stjana við sig og lakka negl-
urnar, hún var með pabba alveg
í vasanum.
Gunna var alltaf svo glöð að
sjá mann, ljómaði þegar hún
tók á móti okkur, „frænka
mín!“ kallaði hún, leiddi mann
um alla Norðurhlíð og lét vita
að maður væri kominn. Gunna
gekk alltaf úr skugga um að við
værum vinkonur og við værum
alltaf góðar hvor við aðra. Hún
hafði engan húmor fyrir því að
maður væri að stríða og allra
síst ef við tókum upp á því að
stríða pabba okkar, hann var
aðal. Hún sagði okkur að það
væri bannað að stríða og við
ættum að vera góð við Nonna
bróður. Það hafði ekkert upp á
sig að ætla að þræta við Gunnu
því hún var þrjóskari en við
báðar til samans. Elín mun
aldrei gleyma því þegar hún var
heima eina páskana. Elín lædd-
ist inn í herbergi til hennar til
að taka batteríin úr heyrnar-
tækjunum því það ískraði í
þeim þegar það var kveikt á
þeim yfir nóttina. Gunna
rumskaði í hvert skipti, skynj-
aði að eitthvað væri ekki eins
og það ætti að vera og eftir
fimm ferðir inn í herbergið
hennar vann hún þrjóskukeppn-
ina og sagði að Steinunn Guð-
munds segði að svona ættu
heyrnartækin að vera.
Við vorum svo heppnar að fá
að umgangast Gunnu mikið en
hún eyddi flestum jólum og
páskum hjá okkur og við mun-
um ekki þær hátíðir án Gunnu.
Það eru mikil forréttindi að
hafa fengið að alast upp með
Gunnu, hún hefur kennt okkur
svo margt og víkkað sjóndeild-
arhringinn. Gunna var alltaf já-
kvæð, góð við alla, vildi aldrei
neitt aumt sjá og var full af ást.
Gunna kenndi manni það að
vera ófeiminn við að sýna fólki
að maður elskar það, því Gunna
sparaði aldrei kossana né knús-
in. Að koma í heimsókn þýddi
að maður fékk a.m.k. fimm
kossa og fimm knús. Hún var
líka ótrúleg, hún var alltaf glöð,
brosandi og hlæjandi.
Við eigum svo sannarlega eft-
ir að sakna kossanna, knúsanna,
hlátursins, brossins og dásam-
lega fólksins í Skálatúni sem við
fengum í kaupbæti með Gunnu.
Við huggum okkur við það að
nú ertu komin á betri stað þar
sem þér líður vel og umvafin
góðum englum.
Þínar frænkur,
Halldóra og Elín.
Elsku hjartans fallega nafna
mín.
Mig langar til að þakka þér
fyrir samfylgdina í rúm 49 ár og
hvað ég var heppin að hafa
fengið þig sem frænku.
Hláturinn þinn, gleðin, húm-
orinn og hlýjan er það sem hef-
ur einkennt þig, elsku frænka,
ásamt því að sjálfsögðu að hafa
verið mesta pæjan á svæðinu.
Ávallt vel tilhöfð, naglalökkuð
og hafðir gaman af því að sýna
mér hvað þú værir með fallegt
naglalakk hverju sinni, en hafð-
ir ávallt orð á því að ég væri
ekki pæja og hefði ekkert
naglalakk.
Réttarferð fjölskyldunnar
kemur upp í huga mér, hvernig
hún verður án þinnar nærveru,
en ég veit að þú munt vera með
okkur og að sjálfsögðu taka þátt
í öllum leikjunum og vinna bik-
arinn eins og þú gerðir svo oft.
Þú vannst okkar hjarta frá
fyrsta degi og dætur okkar
minnast þín og segja „hún var
alltaf svo góð“, það er dagsatt,
elsku frænka, að þú ert ein sú
dásamlegasta manneskja sem
ég hef verið svo heppin að hafa
fengið að kynnast.
Með kærri kveðju, elsku
frænka, með þökk fyrir allt sem
þú kenndir mér.
Guðrún Sigurðardóttir
og fjölskylda.
Elsku Guðrún (Gunna)
frænka er látin.
Þá hlaðast upp minningar um
dásamlega, góða, hlýja og
ákveðna dömu.
Guðrún bjó lengst af, eða frá
unglingsárum, sem vistmaður á
Skálatúni í Mosfellsbæ. Og undi
sér vel, þar er mikið og gott
starf unnið með íbúunum. Þar
er mikil áhersla á kennslu og
föndur, saumaskap, málun, tré-
verk og unnið með gler, búnir
til alls konar hlutir, sem síðan
voru til sýnis og sölu, t.d. fyrir
jól ár hvert.
Vel fór um Gunnu á sambýl-
inu þar sem starfar frábært
starfsfólk. Heimilið sem Gunna
var svo stolt af, og hún naut
þess að fá gesti og einnig halda
veislu fyrir sína, ekki síst á af-
mælum eða á aðventunni. Þá
naut hún sín með góðri hjálp
dásamlegra starfsstúlkna á
Skálatúni.
Ekki má gleyma öllum ferða-
lögunum, t.d. réttarferðunum
sem Gunna kom í með systk-
inum sínum. Ef Gunnu vantaði
var viðkvæðið úr öllum áttum,
hvar er Gunna? Svona var hún
stór þáttur í lífi okkar, frænd-
fólksins.
Gunna var lánsöm, hún fékk
mörg tækifæri til að ferðast,
innanlands og erlendis, með að-
stoð starfsstúlkna heimilisins.
Eins átti Gunna athvarf
heima hjá Nonna bróður sínum
og Guðrúnu. Þar dvaldi hún
flest alla hátíðisdaga og naut
þess í dekri hjá þeim. Hún
mætti til þeirra með sín föt
samanbrotin og setti þau í hillur
og passaði vel upp á alla hluti.
Svona var Gunna.
Þegar kom að kveðjustund sá
maður svo vel hvað fjölskyldan
hennar elskaði hana mikið.
Systkinin og nánustu ættingjar
viku ekki frá henni þær vikur
sem hún lá veik, þar til yfir
lauk.
Blessuð sé minning yndis-
legrar frænku.
Sigurður og Ágústa.
Elsku Gunna, í dag kveðjum
við þig. Þú varst skemmtileg, þú
varst vinkona okkar. Við höfum
búið saman í mörg ár, sumar í
meira en fimmtíu ár. Það er
langur tími, við þekktumst því
allar mjög vel og höfum gert
margt skemmtilegt saman. Við
fórum í fullt af ferðum innan-
lands en líka til útlanda, fórum
til Danmerkur, Benidorm, Hol-
lands, Ítalíu, Tenerife og líka í
borgarferðir til Barcelona, Du-
blin og svo auðvitað til London
á Mamma Mia – sumum fannst
svo gaman að þeir fóru tvisvar
til London á Mamma Mia.
Nú ert þú farin, þú varst svo
veik og fórst á spítala, við kom-
um í heimsókn þangað og von-
uðum að þú kæmir aftur heim
en það gerðist ekki, þú fórst til
guðs. Við söknum þín og förum
stundum inn í herbergið þitt
bara til að athuga. Bless, elsku
Gunna, allar saman vinkonur
þínar,
Auður, Edda, Kristín
(Stína) og Ingibjörg (Ína).
Nú er komið að kveðjustund,
elsku Gunna, leiðir okkar hafa
legið saman síðustu þrjátíu og
sex ár, ég vil þakka þér góð
kynni og einstaka vináttu.
Það sem einkenndi þig var
gleði og húmor, þú varst alltaf
til í sprell.
Þú hafðir mjög gaman af því
að ferðast og ferðaðist mikið,
bæði innanlands og erlendis. En
ég held að London með viðkomu
á söngleikinn Mamma Mia hafi
staðið upp úr.
Þú hafðir líka mjög gaman af
að fara í bíltúra og söngst oft í
þeim ferðum, þá varð Sól sól
skín á mig oftast fyrir valinu,
sérstaklega síðastliðið sumar
þegar lítið sást til sólar, þá lagð-
ir þú sérstaka áherslu á ský ský
burt með þig.
Það eru mörg orðatiltæki
sem hafa komið frá þér og þeim
verður haldið á lofti. Elsku
Gunna, þín er og verður saknað
en það er gott að eiga góðar
minningar og af þeim er nóg.
Ég kveð þig, elsku vinkona, með
texta við lagið Ég á mér draum
úr Abba-myndinni Mamma Mia.
Ég á mér draum, í hjarta fann
heilt samfélag, um kærleikann.
Saman sterk við stöndum, leiðumst
hlið við hlið
styðjum hvort við annað, færum hinu
frið.
Ég trúi á engla,
eitthvað gott í öllum hægt að sjá.
Ég trúi á engla,
og kominn tími fyrir frelsi’ að ná.
Guð gefur gaum – ég á mér draum.
Ég á mér draum, eitt ævintýr
í hjarta mér, heill heimur býr.
Veröldin sem opnast, við trú og nýja
sýn
veitist okkur öllum, viskan verður þín.
Ég trúi á engla,
eitthvað gott í öllum hægt að sjá.
Ég trúi á engla,
og kominn tími fyrir frelsi’ að ná.
Guð gefur gaum – ég á mér draum.
(Þýðing Jóhanna Magnúsdóttir)
Þín vinkona
Steinunn Guðmundsdóttir.
Guðrún
Hilmarsdóttir
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Elskulegur faðir okkar,
BJARGMUNDUR EINARSSON,
Efri-Ási, Hofsósi,
lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks
laugardaginn 9. mars. Jarðsungið verður frá
Hofsóskirkju föstudaginn 29. mars
klukkan 15.
Erla H. Bjargmundsdóttir Gunnar Þór Björnsson
Einar P. Bjargmundsson Guðrún Ingimarsdóttir
Kær vinur,
FRÍMANN ÞORSTEINSSON
frá Syðri-Brekkum,
Skagafirði,
lést á heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 14.
mars. Útförin fer fram frá Flugumýrarkirkju
laugardaginn 23. mars klukkan 14.
Fyrir hönd vina og ættingja,
Helena Ketilsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma, langalangamma og systir,
GUÐMUNDA S. EINARSDÓTTIR
frá Stekkjarbóli í Unadal,
lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu
Hafnarfirði 18. mars.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Aðstandendur