Morgunblaðið - 20.03.2019, Page 32

Morgunblaðið - 20.03.2019, Page 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég þorði ekki að gera mér vonir um að verða valin, enda hafði ég heyrt að margar umsóknir hefðu borist þetta árið,“ segir Þórdís Helgadóttir rithöfundur, en í gær var tilkynnt að hún hefði verið valin nýtt leikskáld Borgarleikhússins. Tekur hún við af Birni Leó Brynj- arssyni en verk hans Magnum Opus verður sýnt í Borgarleikhúsinu á næsta leikári. Samkvæmt upplýs- ingum frá Borgarleikhúsinu sóttu alls 38 um starfið sem er til eins árs. Það er stjórn Leikritunarsjóðs Leikfélags Reykjavíkur sem stend- ur fyrir valinu á leikskáldi Borgar- leikhússins, en í henni sitja Vigdís Finnbogadóttir, Brynjólfur Bjarna- son og Kristín Eysteinsdóttir leik- hússtjóri. Sjóðurinn var stofnaður árið 2007 með það að markmiði að „efla nýsköpun og fjölbreytni í ís- lenskri leikritun, auka vægi leikrit- unar í samfélaginu og stuðla að því að hún njóti virðingar í samfélagi lista“ ásamt því að „stuðla að aukn- um áhuga ungs fólks á leikritunar- forminu og kynna verðandi leik- skáldum lögmál leiksviðsins,“ eins og segir í tilkynningu. Fyrsta leik- skáld Borgarleikhússins var valið Auður Jónsdóttir 2009 og síðan hafa tekið við keflinu Jón Gnarr, Kristín Marja Baldursdóttir, Tyrfingur Tyrfingsson, Salka Guðmundsdóttir, Björn Leó og nú Þórdís. Þórdís er menntuð í heimspeki, en hún hlaut Fulbright-styrk til fram- haldsnáms í heimspeki við Rutgers- háskóla í New Jersey. Hún lýkur senn meistaranámi í ritlist við Háskóla Íslands, en fyrir síðustu jól sendi hún frá sér smásagnasafnið Keisaramörgæsir og hafði áður sent frá sér ljóðabókina Ég er ekki að rétta upp hönd undir merkjum Svikaskálda. Fyrr á þessu ári sýndi Borgarleikhúsið einþáttung Þórdís- ar sem nefnist Þensla og var hluti af sýningunni Núna 2019. „Ég hef unnið í allskonar texta- vinnu, aðallega skrifað smásögur og ljóð. Það er ekki nema ár síðan ég byrjaði að skrifa fyrir leikhús af ein- hverju viti,“ segir Þórdís. Spurð hvers vegna leikhúsið kalli sterkar á hana sem höfund núna svarar Þór- dís: „Það er eitthvað sem kitlar svo ótrúlega mikið við að sjá textann lifna við á sviðinu,“ segir Þórdís og tekur fram að hún hafi mikinn áhuga á samvinnu ólíkra listamanna og listgreina eins og hún birtist í leikhúsinu. „Ég hef mikinn áhuga á því hvernig aðrir listamenn vinna. Mér finnst leikhúsið ótrúlega heillandi staður þar sem sviðslista- fólk skapar hreina töfra,“ segir Þór- dís og rifjar upp að afar lærdóms- ríkt hafi verið að sitja nær allar æfingar á Núna 2019 fyrr í vetur. „Ég er sannfærð um að starfstími minn hér eigi eftir að skipta sköpum fyrir framhaldið.“ Spurð hvort hún sé þegar farin að leggja drög að því verki sem hún vilji skrifa á starfstímanum segist Þórdís í umsókn sinni hafa útlistað tvær hugmyndir. „Báðar hugmyndir eru svolítið pólitískar og bera keim af absúrddrama. Önnur hugmyndin er hugmyndadrifin framtíðarsaga þar sem hið persónulega og pólitíska rennur saman. Hin hugmyndin er sögulegt verk sem byggir lauslega á smásögunni „Það er rangt að ég hafi átt í ástarsambandi við Filippo Tom- maso Marinetti“ sem birtist í Keis- aramörgæsum,“ segir Þórdís og vill lítið meira gefa upp þar sem hug- myndirnar séu enn á vinnslustigi. „Leikhúsið ótrúlega heillandi staður“ Morgunblaðið/Hari Glöð Þórdís er nýtt leikskáld Borgarleikhússins, hér með Vigdísi Finnboga- dóttur, Brynjólfi Bjarnasyni og Kristínu Eysteinsdóttur, leikhússtjóra.  Nýtt leikskáld Borgarleikhússins olympium 350Nú bjóðum við til sölu hestakerrur frá reyndum framleiðenda Fautrax sem eru nú að bjóða upp á nýja línu af kerrum sem eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn. 8 ára ábyrgð á grind og lífstíðarábyrgð á gólfplötu. Einnig mikið úrval aukabúnaða. Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar í síma 480 0400 Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakk i - 601 Akureyr i Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 // jotunn@ jotunn.is // www. jotunn.is maxipodium 500 Hestakerrur frá Fautras maxipodium 500 Capernaum Metacritic 75/100 IMDb 8,4/10 Bíó Paradís 17.30 Hermenn regnbogans Bíó Paradís 18.00 Brakland IMDb 6,9/10 Bíó Paradís 18.00 Taka 5 Morgunblaðið bbbnn Bíó Paradís 20.00 Birds of Passage Metacritic 86/100 IMDb 7,9/10 Bíó Paradís 20.00, 22.15 Arctic 12 Metacritic 71/100 IMDb 7,3/10 Bíó Paradís 22.00 Free Solo Metacritic 83/100 IMDb 8,8/10 Bíó Paradís 22.30 Transit Metacritic 77/100 IMDb 7,0/10 Bíó Paradís 22.00 Captive State 16 Myndin gerist í Chicago í Bandaríkjunum um áratug eftir að geimverur hafa tekið þar völdin. Metacritic 50/100 IMDb 5,7/10 Smárabíó 19.40, 22.10 Háskólabíó 21.00 Borgarbíó Akureyri 19.30, 21.30 Britt-Marie var hér Laugarásbíó 20.00, 22.00 Háskólabíó 18.10, 21.00 Borgarbíó Akureyri 17.30, 19.30 Serenity 16 Metacritic 38/100 IMDb 5,2/10 Sambíóin Álfabakka 19.40, 22.00 Sambíóin Akureyri 22.20 Alita: Battle Angel 12 Metacritic 54/100 IMDb 7,6/10 Smárabíó 19.40, 22.20 Fighting with My Family 12 Sambíóin Keflavík 22.00 Smárabíó 19.40 Vesalings elskendur Morgunblaðið bbbnn IMDb 7,8/10 Háskólabíó 18.30, 20.40 The Mule 12 Metacritic 58/100 IMDb 7,2/10 Sambíóin Álfabakka 22.20 Vice Laugarásbíó 22.20 Cold Pursuit 16 Metacritic 66/100 IMDb 6,9/10 Smárabíó 22.10 Green Book 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 70/100 IMDb 8,3/10 Sambíóin Kringlunni 19.00, 21.45 The Favourite 12 Ath. íslenskur texti. Morgunblaðið bbbbb Metacritic 90/100 IMDb 7,9/10 Háskólabíó 18.00 The Wife Metacritic 77/100 IMDb 7,3/10 Sambíóin Kringlunni 16.40 Instant Family Metacritic 57/100 IMDb 7,6/10 Sambíóin Álfabakka 19.50 Bohemian Rhapsody 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 49/100 IMDb 8,1/10 Háskólabíó 20.30 A Star Is Born 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 88/100 IMDb 7,8/10 Sambíóin Egilshöll 20.00 Sambíóin Kringlunni 18.40, 21.40 Sambíóin Akureyri 19.20 Jón Hnappur og Lúkas Eimreiðar- stjóri Munaðarlaus drengur leitar upprunans. Ungri prinsessu er haldið fanginni í hinni stórhættulegu Dragon borg. Sambíóin Álfabakka 17.20 Sambíóin Egilshöll 17.30 Sambíóin Kringlunni 16.20 Sambíóin Akureyri 17.00 The Lego Movie 2 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 64/100 IMDb 7,4/10 Sambíóin Álfabakka 17.30 Spider-Man: Into the Spider-Verse Morgunblaðið bbbbm Metacritic 87/100 IMDb 8,8/10 Smárabíó 17.00 Ótrúleg saga um risastóra peru IMDb 6,2/10 Smárabíó 15.00, 17.40 Metacritic 65/100 IMDb 6,1/10 Laugarásbíó 17.20, 19.50, 22.20 Sambíóin Álfabakka 16.40, 17.00, 18.00, 19.20, 19.40, 20.40, 22.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.20, 18.00, 19.00, 20.00, 21.00, 22.40 Sambíóin Kringlunni 16.20, 19.00, 21.40 Sambíóin Akureyri 17.00, 19.40, 22.20 Sambíóin Keflavík 19.20, 22.00 Smárabíó 16.00 (LÚX), 16.20, 19.00 (LÚX), 19.20, 22.00 (LÚX), 22.20 Captain Marvel 12 Að temja drekann sinn 3 Á sama tíma og draumur Hiccup um að búa til frið- sælt fyrirmyndarríki dreka er að verða að veruleika hrekja ástarmál Toothless Night Fury í burtu. Laugarásbíó 17.20 Sambíóin Álfabakka 17.30 Smárabíó 15.10, 17.10 Háskólabíó 18.20 Borgarbíó Akureyri 17.20, 21.40 What Men Want 12 Kona ein grípur til sinna ráða þegar gengið er freklega framhjá henni á karllæga vinnustaðnum þar sem hún starfar. Metacritic 49/100 IMDb 4,2/10 Sambíóin Álfabakka 19.50, 22.20 Sambíóin Egilshöll 22.00 Sambíóin Keflavík 19.30 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.