Morgunblaðið - 20.03.2019, Side 10

Morgunblaðið - 20.03.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019 Aðalfundur Símans hf. verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019 kl. 10:00 að Nauthól við Nauthólsvík Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endur- skoðanda, lagður fram til staðfestingar. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs. 4. Kosning tveggja einstaklinga í tilnefningarnefnd. 5. Kosning stjórnar félagsins. 6. Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarstofu. 7. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna félagsins sem og þóknun nefndarmanna í tilnefningarnefnd fyrir störf þeirra. 8. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu félagsins. 9. Tillaga um að heimila félaginu kaup á eigin hlutabréfum skv. 55. gr. hlutafélagalaga og framkvæmd endurkaupaáætlunar. Verði tillagan samþykkt felur það í sér að heimildarinnar verður getið í sérstökum viðauka við samþykktir félagsins og skal viðaukinn vera hluti af samþykktunum þann tíma sem heimildin er í gildi, sbr. grein 8.1 samþykkta félagsins. 10. Önnur mál. Reykjavík, 20. mars 2019, Stjórn Símans hf. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Útlit er fyrir að veiðar á makríl í ár geti orðið 160% umfram ráðgjöf fiskifræðinga, en Alþjóða hafrann- sóknaráðið, ICES, lagði til síðasta haust að aflinn 2019 yrði ekki meiri en 318 þúsund tonn. Samkvæmt út- reikningum Fiskeribladet í Noregi er líklegt að afli ársins verði alls um 820 þúsund tonn. Makríll hefur ver- ið veiddur umfram ráðgjöf síðustu ár, en gangi spár um veiðar ársins eftir yrði um að ræða meiri hlut- fallslega veiði umfram ráðgjöf en áður. 40% samdráttur í ráðgjöf Ráðgjöf ICES fyrir síðasta ár var 551 þúsund tonn og er því um að ræða rúmlega 40% samdrátt í til- lögum ráðsins um afla. Heildarafl- inn 2018 var hins vegar ríflega ein milljón tonn og 82% umfram ráðgjöf og 2017 fór aflinn 37,5% umfram. ESB, Noregur og Færeyjar sömdu sín á milli um alls 551 þús- und tonna afla fyrir þetta ár og tóku frá 102 þúsund tonn til viðbótar fyr- ir Ísland, Grænland og Rússland. Ekkert samkomulag er um stjórnun makrílveiða á Norður-Atlantshafi frekar en aðrar uppsjávartegundir og hlutur ætlaður Íslandi, Græn- landi og Rússlandi er ekki í neinu samræmi við veiðar síðustu ára. Í fyrra veiddu þessar þjóðir um 360 þúsund tonn, að því er fram kemur í Fiskeribladet, en saman- lagðir kvótar voru um 310 þúsund tonn. Grænland hefur tilkynnt að kvóti ársins verði 60 þúsund tonn, 10% minni en í fyrra. Miðað er við að Rússar og aðrir veiði sama magn og í fyrra. Fiskeribladet miðar við að Íslendingar minnki makrílkvót- ann úr 132 þúsund tonnum í fyrra í 105 þúsund tonn í ár. Í Morgun- blaðinu hefur komið fram að líklega verði makrílkvótinn um 108 þúsund tonn. Stofnlíkan gagnrýnt Í greinargerð með ráðgjöf ICES síðasta haust kemur fram að hár fiskveiðidauði og léleg nýliðun árin 2015 og 2016 hafi leitt til þess að stærð hrygningarstofns sé komin undir aðgerðamörk. Þar kemur fram að ef afli ársins 2019 verður svipaður og áætlaður afli 2018 sé gert ráð fyrir að stærð hrygningar- stofns verði undir varúðarmörkum árið 2020. Talsverð gagnrýni kom fram í fyrrahaust á stofnlíkanið sem liggur til grundvallar ráðgjöfinni. Í kjölfar- ið var ákveðið að fara í saumana á líkaninu á vettvangi ICES og hugs- anlega endurmeta stærð stofnsins í framhaldi af því. Þeirri vinnu er nánast lokið og er gert ráð fyrir að niðurstöður verði kynntar í byrjun apríl. Í aflareglu eldri samnings ESB, Noregs og Færeyja var ákvæði um að aflinn sveiflist aldrei meira upp en sem nemur 25% og aldrei meira niður en sem nemur 20% á milli ára. Þessi tregðuregla átti hins vegar að falla niður færi stofninn undir að- gerðamörk. Í nýjum samningi virð- ist ekki hafa verið tekið tillit til þessa atriðis. MSC-vottun makrílveiða í Norð- austur-Atlantshafi var felld niður nú í byrjun mars. Makrílveiðar langt umfram ráðgjöf  Mesta ofveiðin gæti orðið á þessu ári  Skoðun á stofn- matslíkani að ljúka Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Bjarni Ólafsson AK-70 Flest uppsjávarskipin hafa verið á kolmunna undanfarið en í sumar taka makríllinn og norsk-íslenska síldin við. Fulltrúar dómsmálaráðuneytisins hafa upplýst fjárlaganefnd um að útgjöld vegna hælisleitenda hér á landi geti farið allt að 2 milljörðum króna fram úr þeim 3 milljörðum sem fjárlög gera ráð fyrir til mála- flokksins á þessu ári. Þetta kom fram í máli Ólafs Ís- leifssonar, þingmanns Miðflokks- ins, í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Beindi hann fyrirspurn sinni til dómsmálaráðherra, til hvaða ráðstafana ætti að grípa til að koma í veg fyrir frávik milli fjárheimilda og raunútgjalda, eins og kveðið væri á um í 34. gr. laga um opinber fjármál. „Tveir milljarðar eru mikið fé, herra forseti, og gæti víða komið að miklu gagni, ekki síst í heilbrigðis- kerfinu og til aðstoðar við þá sem höllum fæti standa,“ sagði Ólafur í fyrirspurn sinni. Vísaði hann til þess að fram hefði komið hjá fulltrúum dómsmála- ráðuneytisins að aukin fjárþörf málaflokksins væri vegna fjölgunar umsókna um hæli hér á landi. Sam- kvæmt gögnum Útlendinga- stofnunar bárust 146 umsóknir á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs, borið saman við 95 umsóknir á sama tíma í fyrra. Aukningin á milli ára er 54%. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir dómsmálaráðherra svaraði því til að ekki væri búið að grípa formlega til aðgerða. Hún hefði þó verið upplýst um stöðuna. „Núna erum við að vinna að því í ráðuneytinu að kalla eftir upplýs- ingum frá Útlendingastofnun um hvað sé mögulega hægt að gera til að bregðast við þessari stöðu, fara yfir það og leggja í framhaldinu til ákveðnar tillögur,“ sagði ráðherra ennfremur. Sagði Þórdís Kolbrún það viður- kennt að ekki væri gott fyrir neinn að fá ekki alþjóðlega vernd og vera sendur til baka. Þá væri ekki gott að hafa verið hér í langan tíma og myndað tengsl. Allra hagur væri að afgreiða málin skjótt. Morgunblaðið/Eggert Hælisleitendur Mótmæli hafa staðið yfir á Austurvelli að undanförnu. Stefnir í tvo millj- arða yfir heimildir  Mál hælisleitenda rædd á Alþingi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.