Morgunblaðið - 20.03.2019, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
COMPONIBILI
Hirslur 3ja hæða – margir litir
Verð frá18.900,-
KARTELL TAKE
Borðlampi – margir litir
Verð 12.900,-
LUKKUTRÖLL
Margar gerðir
Verð frá 3.990,-
FRANDSEN JOB
Borðlampi
Verð 15.900,-
KAY BOJESEN
Sebrahestur
Verð 10.990,- stk
MR.WATTSON
LED lampi
Verð 16.990,-
KAY BOJESEN
Söngfugl – margir litir
Verð frá 10.990,- stk.
KAY BOJESEN
Api lítill
Verð 17.990,- stk
Fallegar gjafir í
fermingarpakkann
KARTELL
LOUIS GHOST
Stóll – fleiri litir
Verð 39.900,- stk.
Washington. AFP. | Nú þegar forseti
Bandaríkjanna býr sig undir að
sækjast eftir endurkjöri, þótt hann
sé orðinn 72 ára, og líkleg forseta-
efni demókrata nálgast áttrætt virð-
ist sýnt að kjósendur velti því fyrir
sér hvort aldurinn skipti máli þegar
forseti er kosinn.
Donald Trump er elsti maðurinn
sem hefur verið kjörinn forseti
Bandaríkjanna og verður 74 ára
gamall þegar næsta kjörtímabil
hefst. Þeir sem eru líklegastir til að
verða í framboði fyrir demókrata,
samkvæmt skoðanakönnunum, eru
öldungadeildarþingmaðurinn Bernie
Sanders, sem verður 79 ára, og Joe
Biden, fyrrverandi varaforseti
Bandaríkjanna, sem verður 78 ára í
janúar 2021. Þriðja líklega forseta-
efnið úr röðum demókrata, öldunga-
deildarþingmaðurinn Elizabeth
Warren, verður 71 árs.
Nokkrir miklu yngri menn hafa
þegar verið nefndir sem hugsanleg
forsetaefni demókrata, þeirra á
meðal fulltrúadeildarþingkonan
Tulsi Gabbard og borgarstjórinn
Pete Buttigieg, sem eru bæði 37 ára,
Julián Castro, 44 ára fyrrverandi
ráðherra húsnæðis- og skipulags-
mála, og öldungadeildarþingmaður-
inn Cory Booker, 49 ára. Ef litið er
til sögunnar virðast sigurlíkur
þeirra vera meiri en öldunganna.
Liðin eru 70 ár síðan Bandaríkja-
menn kusu síðast demókrata yfir 55
ára aldri í forsetaembættið, eða frá
því að Harry Truman var kjörinn
forseti 1948.
Fordómar í garð aldraðra?
Beto O’Rourke, 46 ára fyrrver-
andi fulltrúadeildarþingaður, hefur
þegar lýst yfir framboði í forkosn-
ingum demókrata og athygli fjöl-
miðlanna beindist strax að aldurs-
muninum á milli hans og Sanders. Á
sama tíma og birtar voru myndir af
O’Rourke keppa í fimm kílómetra
hlaupi í Iowa skýrðu fjölmiðlar frá
því að Sanders, sem er 31 ári eldri,
hrasaði í sturtu, fékk sár á höfði og
sauma þurfti sjö spor til að loka því.
Sanders og Biden njóta góðs af
því að þeir eru þekktari og reynslu-
meiri en yngri keppinautar þeirra
eftir að hafa starfað í stjórnmál-
unum í áratugi. Aldurinn er þó einn-
ig talinn geta orðið þeim fjötur um
fót þegar þeir reyna að auka fylgi
sitt meðal yngri kjósenda, m.a. með
því að nýta samfélagsmiðlana.
Stuðningsmenn Sanders og Bid-
ens gera lítið úr efasemdum um að
þeir séu heppileg forsetaefni vegna
aldurs, segja þá vera þróttmikla
stjórnmálamenn og saka efasemda-
mennina um fordóma í garð aldraðs
fólks.
Sanders virðist njóta meiri stuðn-
ings meðal ungs fólks en aldraðra
kjósenda. „Aldur hans skiptir mig
engu máli og ég tel enga ástæðu til
að ætla að hann sé ekki við góða
heilsu,“ sagði Garrick Dodson,
sautján ára Iowa-búi sem fær kosn-
ingarétt á næsta ári. Hann bætti við
að Sanders hefði notið mikils stuðn-
ings meðal ungra Bandaríkjamanna
vegna „framsækinnar stefnu“ sinn-
ar, meðal annars loforða um að
tryggja öllum heilsugæslu og berj-
ast gegn launaójöfnuði.
Öflugir öldungar á þingi
Læknir forsetaembættisins, Sean
Conley, sagði í síðasta mánuði að
Trump væri við „mjög góða heilsu“
og kvaðst búast við að hann héldi
henni út kjörtímabilið og lengur.
Aldur hefur ekki verið fyrirstaða í
bandarískum stjórnmálum. Nancy
Pelosi, forseti fulltrúadeildar þings-
ins, er að verða 79 ára og enn álitin á
meðal slyngustu þingmannanna eins
og Mitch McConnell, 77 ára leiðtogi
repúblikana í öldungadeildinni.
Sanders yrði langelsti forsetinn í
sögu Bandaríkjanna næði hann kjöri
í næstu kosningum en hann segir að
kjósendurnir eigi ekki að velja for-
seta á „grundvelli kynhneigðar,
kyns eða aldurs“.
Eric De Jonge, bandarískur sér-
fræðingur í öldrunarlækningum,
segir að þótt menn séu við góða
heilsu á áttræðisaldri sýni þeir
greinileg merki öldrunar eftir átt-
rætt, m.a. andlegrar hrörnunar.
„Það er erfiðara fyrir áttræðan
mann að taka þátt í erfiðri kosninga-
baráttu í sextán eða átján klukku-
stundir á dag en fyrir fimmtugan
mann, að öllu öðru jöfnu,“ sagði
hann. „Það þýðir þó ekki að 75 ára
stjórnmálamaður geti ekki verið
góður frambjóðandi.“
De Jonge telur að aldur forseta-
efnanna verði á meðal helstu um-
ræðuefnanna í komandi kosninga-
baráttu ef valið stendur á milli
öldunga. Líklegt sé að kjósendurnir
dáist af þrótti þeirra ef vel gengur
en hafi áhyggjur af aldri þeirra ef
þeir sýna merki öldrunar.
Gæti orðið að keppni öldunga
Trump verður 74 ára í byrjun næsta kjörtímabils og tveir af líklegum keppinautum hans 78 og 79
ára Leiðtogi öldungadeildar þingsins er 77 ára og forseti fulltrúadeildarinnar að verða 79 ára
AFP
72 ára Trump er elsti maðurinn sem
hefur orðið forseti Bandaríkjanna.
AFP
77 ára Bernie Sanders nýtur mikils
stuðnings meðal ungra demókrata.
AFP
76 ára Joe Biden var varaforseti
Bandaríkjanna í forsetatíð Obama.
AFP
Að verða 79 ára Nancy Pelosi,
forseti fulltrúadeildar þingsins.
AFP
77 ára Mitch McConnell, leiðtogi
meirihlutans í öldungadeildinni.
Beto O’Rourke, fyrrverandi full-
trúadeildarþingmaður frá Texas,
og Kirsten Gillibrand, öldunga-
deildarþingmaður frá New York,
hafa lýst yfir framboði í forkosn-
ingum demókrata vegna forseta-
kosninganna árið 2020.
O’Rourke tilkynnti framboð
sitt á fimmtudaginn var og safn-
aði 6,1 milljón bandaríkjadala,
jafnvirði 715 milljóna króna, í
kosningasjóð sinn á fyrsta sólar-
hringnum. Hann sló þar með
fjáröflunarmet sem Bernie Sand-
ers setti fyrsta sólarhringinn eft-
ir að hann tilkynnti framboð sitt
í forkosningum demókrata fyrir
fjórum árum. O’Rourke var álit-
inn miðjumaður þegar hann sat í
fulltrúadeildinni á árunum 2012
til 2018 en hefur fært sig til
vinstri fyrir komandi forkosn-
ingar. Kirsten Gillibrand er 52
ára, hefur lengi barist gegn kyn-
bundnu ofbeldi og leggur
áherslu á kvenréttindamál.
Setti fjáröfl-
unarmet á
fyrsta degi
O’ROURKE Í FRAMBOÐI
AFP
Baráttan hafin Beto O’Rourke hóf
kosningabaráttu sína í Iowa.
Stjórnvöld í Noregi hafa raftækni-
legar sannanir fyrir því að rússneski
herinn hafi truflað GPS-merki her-
sveita Atlantshafsbandalagsins á ný-
legum heræfingum þess og krafist
skýringa frá Rússum vegna málsins.
Frank Bakke-Jensen, varnarmála-
ráðherra Noregs, skýrði frá þessu á
blaðamannafundi í Ósló á mánudag-
inn var.
Hafði áhrif á umferð
farþegavéla
Stjórnvöld í Noregi og Finnlandi
skýrðu frá því í nóvember að Rússar
kynnu að hafa truflað GPS-staðsetn-
ingarkerfið á heræfingunum og fyrir
þær. Truflanirnar hefðu einnig haft
áhrif á umferð farþegaflugvéla í
norskri og finnskri lofthelgi.
Norðmenn og Finnar lögðu fram
mótmæli vegna málsins en Rússar
neituðu því að þeir hefðu truflað
GPS-merkin. „Rússar báðu okkur
um að leggja fram sannanir. Við af-
hentum þeim sannanir,“ sagði
Bakke-Jensen og bætti við að þær
fælust í mælingum sem sýndu að
merkin hefðu verið trufluð. „Rúss-
arnir þökkuðu okkur fyrir, sögðust
ætla að koma til okkar aftur þegar
sérfræðingar þeirra hefðu farið yfir
upplýsingarnar. Að fá slík svör frá
Rússum er af hinu góða. Það krefst
þolinmæði að vera nágranni Rússa.“
Þegar varnarmálaráðherrann var
spurður hvort Rússar hefðu truflað
GPS-merkin af ásettu ráði svaraði
hann að þeir hefðu gert það „mjög
nálægt landamærunum“ og vitað að
truflanirnar myndu hafa áhrif hand-
an þeirra.
Þótt Finnland eigi ekki aðild að
Atlantshafsbandalaginu tók landið
þátt í umfangsmiklum heræfingum
þess sem hófust í október með þátt-
töku 31 ríkis og fóru fram frá
Eystrasalti til Íslands.
Segja Rússa hafa
truflað GPS-merki
Norðmenn segjast hafa sannanir
AFP
Vill skýringar Frank Bakke-Jensen,
varnarmálaráðherra Noregs.