Morgunblaðið - 15.03.2019, Síða 2

Morgunblaðið - 15.03.2019, Síða 2
Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Elínrós Líndal elinros@mbl.is Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenninn@mbl.is Nína Guðrún Geirsdóttir ninagudrun@gmail.com Auglýsingar Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Prentun Landsprent ehf. 2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 Forsíðumyndina tók Kristinn Magnússon F ermingardagur barns er stór dagur í lífi hverrar fjölskyldu. Oft og tíðum veldur fermingin miklu stressi og setur líf fjölskyldunnar á hliðina. En hvað getum við gert til þess fermingarundirbúningur verði sem minnst stressandi en auki gleðistundir í fjölskyldunni um leið. Er hægt að samræma þetta tvennt? Á tímum þar sem annar hver maður er kominn með kulnun í starfi (og mögulega einkalífi líka) getur fermingarundirbúningur skapað allt of mikið álag. Svo kostar peninga að láta ferma barn og þess vegna þarf að vera skýr rammi utan um hverju má eyða og hverju má sleppa. Flestir eru sammála um að ferm- ingarbarnið eigi að ráða ferð en það getur alveg gerst að barnið hafi stjarnfræðilegar væntingar um daginn sinn. Íslensk börn miða sig við það sem þau sjá á Youtube og Instagram og samræmist lífsstíll venjulegrar íslenskrar vísitölufjölskyldu kannski ekki allt- af lífsstíl „sponsaðrar“ raunveruleika- stjörnu. Og svo þarf að gera allt til þess að veislan lúkki sem allra besta á Instagram (sem er kreisí). Níski Jóakim myndi alltaf halda veisluna heima í stað þess að leigja sal ef það væri hægt. Hann myndi líka útbúa veitingar sjálfur og koma verkefnum yfir á vini og vandamenn. Það munar engan um að skella í eina marengstertu eða útbúa nokkur kjúklingaspjót en það er heilmikið mál fyrir eina manneskju að matreiða allt. Ef fólk heldur veisluna heima þarf það að læra að sleppa tökunum og ná að greina aðalatriði frá aukaatriðum. Það skiptir til dæmis engu máli hvort fataskápar heimilismeðlima séu Marie Kondo-aðir eða ekki. Baðherbergi þurfa að vera hrein og best er að fjar- læga allt aukadót. Fallegt veisluborð er eitthvað sem þarf að vera í lagi en það er hægt að búa til huggu- legt veisluborð með afskornum blómum og fal- legum borðbúnaði. Svo þurfa helst allir í fjölskyld- unni að vera í sæmilega hreinum fötum og nýbaðaðir. Hvort fötin séu splunkuný eða ekki skiptir engu máli. Þegar heimilið fyllist af fólki sjást húsgögn og skrautmunir lítið en það sem stendur eftir hjá gestunum er hvort það var góð stemning eða ekki. Ef einhver í fjölskyldunni hefur hæfileika sem vert er að flagga í veislunni er um að gera að draga það fram. Og ekki verra ef það er eitthvað óvænt og spaugilegt. Fermingarveisla níska Jóakims Marta María Jónasdóttir    Glæsileg fermingartilboð á sængum, koddum og hreinsun Laugavegur 68, 101 Rvk, sími 511 2004 dunogfidur.isLöggildur dúnmatsmaður Í ferðinni fer stór hópur af ís- lenskum unglingum saman til Englands í enskuskóla. Á meðan þau eru úti búa þau tvö og tvö saman hjá bresku fólki í litla strandbænum Broadstairs á suður- strönd Englands, en þar er skólinn. Þau byrja ferðina á því að taka stöðupróf og er raðað í bekki eftir því. Á morgnana læra þau ensku í skólanum en seinni partinn gera þau eitthvað skemmtilegt saman eins og að fara á strönd, í keilu, ratleik, ferð- ir til næstu bæja og fleira! Á kvöldin er aftur skipulögð dagskrá, þá fara þau í karókí, læra breska þjóðdansa, í bíó, á diskótek og þar fram eftir götum. Þau eru oft með unglingum frá öðrum Evrópulöndum sem eru líka í skólanum, bæði í tímum og í því sem þau gera seinni partinn og á kvöldin. Um helgar er enginn skóli en þá fara unglingarnir í dagsferð til Cambridge og fá frjálsan tíma til að skoða sig um og jafnvel kíkja í búðir. Unglingarnir fá tækifæri til að læra ensku með formlegum hætti í skól- anum en þau læra líka ótrúlega mik- ið af samskiptum við fjölskylduna sem þau gista hjá, aðra nemendur skólans og í því sem hópurinn gerir saman eftir skóla! Þau fá að upplifa mikið sjálfstæði, sem unglingar á þessum aldri þrá, en eru samt í öruggu umhverfi og vel passað upp á þau. Þetta er frábært tækifæri til að læra ensku, kynnast nýju fólki frá öllum löndum og hafa það óendan- lega skemmtilegt,“ segir Kristín Hulda Gísladóttir, meistaranemi í klínískri sálfræði og fararstjóri í ferðinni. Hver var þín upplifun þegar þú fórst í þessa ferð á sínum tíma? „Ferðin var eitt það allra skemmtilegasta og eftirminnilegasta sem ég gerði á unglinsárunum! Ég fór með vinkonu minni og við gistum saman hjá eldra pari sem bjó rétt hjá skólanum, þau voru alveg ynd- isleg og okkur fannst mjög gaman að heyra hreiminn þeirra. Íslenski hópurinn kynntist strax rosalega vel en ferðin er sett upp þannig að hópurinn er saman nær allan dag- inn. Ég eignaðist marga góða vini sem ég hélt sambandi við í mörg ár eftir ferðina og suma þekki ég ennþá í dag, 11 árum seinna!“ Hvað lærðir þú af ferðinni? „Ég lærði mikla ensku og fékk mikið sjálfstraust í að tala hana. Allir á vegum skólans eru breskir, bæði kennarar og þeir sem sjá um skemmtanirnar auk þess sem það þarf að tala ensku við fjölskylduna sem maður gistir hjá, hina erlendu nemendurna og alla aðra í bænum. Ég lærði að standa aðeins á eigin fótum og að pluma mig í nýju og öðruvísi umhverfi. Ég lærði líka ótrúlega mikið um að kynnast nýju fólki og eignast vini en ég var í litlum grunnskóla og það var alveg nýtt fyrir mig að vera með svona stórum hópi af unglingum á svipuðum aldri og ég.“ Hverju leggur þú upp úr sem hóp- stjóri? „Að krakkarnir fái tækifæri til að njóta sín, kynnast vel og skemmta sér. Ég vil að þau fái að upplifa sjálf- stæði en séu samt alltaf örugg og fylgst með þeim. Ég legg mikið upp úr því að þau fái allar upplýsingar, að þau viti alltaf hvað er í gangi og hvað þau eru að fara að gera. Ég reyni aðallega bara að halda vel utan um hópinn, tryggja að öllum líði vel og passa að þau viti að ég sé alltaf til staðar til að spjalla eða leysa úr vandamálum!“ Tryggir að öllum líði vel Kristín Hulda Gísladóttir meistaranemi í klínískri sálfræði er fararstjóri í ferð íslenskra unglinga til Englands á vegum fyrirtækisins Enska fyrir alla. Marta María | mm@mbl.is Kristín Hulda Gísladóttir, meistaranemi í klínískri sálfræði og formaður Hugrúnar, geðfræðslu- félags háskólanema. Hún er líka fararstjóri í ferðinni til Englands. Það sem þykir áhugavert um þessar mundir er teboð (e. high tea) í stað hefð- bundinnar fermingarveislu. Í teboði er boðið upp á te og kaffi. Eins eru smurðar litlar brauðsneiðar og hafðar litlar kökur sem enginn verður of saddur af. Þessar veislur eru umhverfisvænar og skemmti- legar og í anda þeirra sem vilja halda í gamlar breskar hefðir. Teboð í tilefni fermingar Ljósmynd/Thinkstockphotos Í fermingar- teboðum eru hafðir köku- standar á hverju borði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.