Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019
JÓI EIGANDI 13 ÁRA.
„Ég hefði verið ögn svalari ef við hefðum
boðið uppá smáborgara í fermingunni minni.“
www.fabrikkan.is
5 75 75 75
Fermist þú
ham-borgaralega?
30 borgarar á hverjum bakka!
6 gómsætar tegundir í boði!
A
þena býr í Kjósinni og fermdist í Brautarholtskirkju á Kjalarnesi
ásamt fjórum öðrum krökkum. Hún segir að fermingin sjálf í
kirkjunni hafi verið skemmtilegust, enda sé alltaf spennandi að
upplifa eitthvað nýtt í lífinu.
„Við vorum einungis fimm sem fermdumst saman og fengum
við því að taka mikinn þátt í athöfninni.“
Veilsuna hélt síðan fjölskyldan í félagsheimilinu í Kjósinni.
„Við fengum hugmynd að korta-
kassanum á netinu. Mér fannst mjög
sniðugt að hafa sér kassa fyrir ferm-
ingarkortin, þá væru þau öll á einum
stað og tilvalið að skreyta kassann í
stíl við þemað sem var bleikt og hvítt
í veislunni.“
Aþena byrjaði á því að útvega sér
lítinn pappakassa sem passaði fyrir kortin. „Síðan datt okkur í hug að nota
filmu eins og notuð er á húsgögn með marmaraútliti. Stafirnir á kassann
voru keyptir í A4 ásamt akrýlmálningu og skrautblómum.“
Aþena teipaði svo kassann og lokaði honum alveg, setti filmuna utan um
sem hún segir að hafi verið ótrúlega einfalt og skar síðan hæfilegt gat fyrir
kortin.
Hún málaði svo stafina og blómin bleik og límdi á kassann.
„Þetta var mjög fljótlegt og skemmtilegt verkefni.“
Þegar kom að öðrum skreytingum í veislunni var notast við falleg kokkteil-
glös á fæti. „Við settum vatn í þau, bleika skrautsteina í botninn og flotkerti
sem kom rosalega vel út. Síðan dreifðum við bleiku mentos og bleikum,
litlum sykurpúðum og pappadoppum yfir borðið.“
Þarftu ekki kassa undir kortin?
Aþena Eir Magnúsdóttir fermdist fyrir tveimur
árum. Hún föndraði flottan kassa undir ferm-
ingarkortin, til að halda utan um peningana sem
komu í umslögunum frá gestum.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Aþenu fannst gaman að fermast og stóð kirkjan og athöfnin þar upp úr að hennar mati.
Aþena mælir með að gera kassa utan um fermingarkortin sem ferming-
arbörn og fjölskyldur þeirra skreyta í stíl við þema veislunnar.
Aþena býr í Kjósinni
og fermdist í Brautar-
holtskirkju á Kjalar-
nesi ásamt fjórum
öðrum krökkum
Það er algengt að gefa ferm-
ingarbarni peninga í gjöf.
Það sem gerir slíka gjöf að-
eins persónulegri er að
handgera fermingarkortið að
barninu sem á að fá það.
Maður þarf ekki að vera mik-
ill listamaður til að gera falleg
kort. Verslanir eins og Pand-
uro í Smáralind er drauma-
veröld föndrarans þegar
kemur að svona verkefnum.
Það eina sem maður þarf er
hugrekki til að prófa og svo
leyfir maður bara listinni að
fljóta frá hjartanu yfir til
barnsins. Eins getur verið
gaman að föndra allskonar
hluti fyrir fermingarveislu
barnsins. Ljósmynd/Panduro
Það getur verið gaman
að mála og föndra fyrir
ferminguna. Allir geta
fundið listamanninn í sér.
Ljósmynd/Panduro
Það eru til alls konar leiðir til að
búa til falleg heimagerð kort.
Listræn
fermingarkort