Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 Nánari upplýsingar áwww.enskafyriralla.is • 2 kennsluvikur í Kent School of English • Verð ca 255 þús., allt innifalið. • Íslenskir hópstjórar með í för allan tímann Skráning stendur yfir í síma 891 7576 og erlaara@enskafyriralla.is Enska í Englandi fyrir 13-16 ára English, fun and friendship Hæ Erla Langaði að þakka ykkur fyrir stelpuna. Hún hitti okkur alsæl og hamingjusöm. Nú hef ég sent þrjár dætur mínar með þér til Englands og þær koma allar heimmeð lífsreynslu sem þærminnast mörgum sinnum á ári. Hún var sérlega ánægðmeð hópstjórana og kennarana í skólanum. Takk fyrir okkur. B.kv. Helga. H vernig hefur ferm- ingarundirbúningur gengið? „Hann gæti ekki gengið betur enda varla byrjaður! Baldur Hrafn fermist borgaralega hinn 14. apríl og því nægur tími til stefnu – og það fer mér ágætlega að gera allt á síðustu stundu,“ segir Áslaug Hulda. Hvaða óskir er fermingarbarnið með? „Hann vill hafa sem flesta gesti en að mér læðist sá grunur að það tengist gjafamagni. En hann er mikill matgæðingur og hefur skoð- anir á því og hugsar það með okk- ur hvernig veitingar verður boðið upp á – það er skemmtilegt. Svo vill hann ekkert vesen, honum leiðist vesen,“ segir hún. Áslaug Hulda og eiginmaður henn- ar, Sveinn Áki Sveinsson, eru mikið stemnings- fólk og verður fermingarveislan haldin á heimili þeirra í Garðabænum. Þegar hún er spurð að því hvernig þau muni skipuleggja fermingardag sonarins kemur í ljós að stressið verður í lágmarki. „Stress skemmir alla stemningu, það má því ekkert flækja hlutina of mikið. Bara að njóta. Mitt ráð er því að hafa veitingar einfaldar, að minnsta kosti þannig að þú þurfir ekki mikið að vera að vesenast með þær meðan á veislu stendur. Skemmtilegast er að geta notið með gestunum,“ segir hún. Verður eitthvert þema í veisl- unni? „Nei, ekkert þema. En ég mun kaupa falleg blóm í blómabúðinni Auði á Garðatorgi, lifandi blóm gera allt fallegra. Poppum svo upp stemninguna með flottum helíum- blöðrum frá vinkonum mínum í Pippu.“ Hvað ætlið þið að bjóða mörg- um? „Þetta verða um sjötíu gestir, við eigum litla fjölskyldu en alltof marga vini.“ Verða veitingar pantaðar eða gerið þið sjálf? „Við gerum veitingarnar sjálf. Ég er afleitur bakari enda krefst það nákvæmni og þolinmæði – og ég hef hvorugt. Hugsa að við ger- um eitthvað svipað og hjá eldri bróðurnum, þá vorum við með nautakjöts- og sushi-salat – og svo eitthvað sætt til að loka maganum.“ Hvernig var þinn fermingar- dagur? „Minn fermingardagur var ánægjulegur og ég á góðar minn- ingar frá honum. Gaman að segja frá því að við Áki, eiginmaður minn, fermdumst sama dag, í sömu kirkju enda bæði alin upp í Garða- bæ og við vorum saman í bekk í barnaskóla. Og nú styttist í það að yngri drengurinn okkar fermist.“ Hvernig varstu klædd og greidd? Áttu ennþá fermingarfötin? „Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum var eitthvert dáta-þema í öllum búðum korter í mína ferm- ingu. Ég fermdist því í dökkbláum matrósakjól og hárið tekið upp til hliðanna með hvítum silkiborðum. Ég verð Svövu í 17 og Lilju í Cosmo ævinlega þakklát eða þannig. Ég á kjólinn ekki lengur en man að ég gleymdi að fara í hvíta blúndusokka sem áttu að toppa múnderinguna á fermingardaginn, fattaði það daginn eftir.“ Hvað finnst þér mikilvægast að foreldrar fermingarbarna hafi í huga? „Að þessi dagur snýst um ferm- ingarbarnið og mikilvægt að hlusta á og og fara eftir væntingum þeirra. Ferming er stór dagur hjá fjölskyldu, dásamlegur dagur. Það þarf ekki allt að vera fullkomið þennan dag, bara að njóta,“ segir hún. Ekkert stress eða vesen Sonur Áslaugar Huldu Jónsdóttur og Sveins Áka Sveinssonar, Bald- ur Hrafn Ákason, mun fermast 14. apríl. Áslaug Hulda segist vera í ágæt- is æfingu að vera foreldri fermingarbarns því eldri sonur hennar, Bjarni Dagur, fermdist fyrir tveimur árum. Allar veit- ingar í veislunni verða heimagerðar og leggur húsmóðirin áherslu á að sleppa stressi og veseni. Marta María | mm@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Baldur Hrafn Ákason og móðir hans Áslaug Hulda Jónsdóttir. Bjarni Dagur og Baldur Hrafn Ákasynir. Myndin var tekin á fermingardegi þess eldri fyrir tveimur árum. Áslaug Hulda og fjölskylda útbúa allar veitingar sjálf. Hann vill hafa sem flesta gesti en að mér læðist sá grunur að það tengist gjafa- magni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.