Morgunblaðið - 15.03.2019, Side 18

Morgunblaðið - 15.03.2019, Side 18
Gamall lampi sem hefur fengið nýtt útlit. E leni starfar sem framleiðsluhönnuður fyr- ir kvikmyndaiðnaðinn og leikhúsin í land- inu. Hún er einn- ig útstillingahönnuður hjá Ikea á Íslandi. Hún er gift Steindóri Grétari Kristinssyni tón- listarkennara. Fjöl- skyldan fermdi Hrafnhildi Steindórsdóttur í fyrra og kom Eleni að skreytingum fyrir veisluna. Eleni er með einstakan stíl og þykir sérfræðingur í að finna gamla íslenska hluti á mörkuðum í borginni sem hún gerir upp og stíl- færir á sinn einstaka hátt. Undirbúningurinn skemmtilegur „Það var ótrúlega gaman að koma að þeirri vinnu að skreyta fyrir Hrafnhildi. Við Lilja mamma hennar erum góðar vinkonur og þekkjumst vel og höfum unnið saman í verkefnum áður. Hún er eigandi versl- unarinnar Fisher og ég sá um hönnun þeirrar versl- unar. Veislan var haldin í gamla sal Skógræktarfélags Reykjavíkur við Elliðavatn.“ Eleni segir að und- irbúningurinn hafi verið skemmtilegur og leggur áherslu á að þetta sé hluti af daglegu starfi hennar og því hafi þetta verið frekar auðvelt. ,,Ég myndi mæla með að fermingarbarnið fengi að velja sér uppáhaldslit sem væri svo gegnumgangandi í veislunni. Staðurinn Svona leit lampinn út áður en hún gerði hann upp. þar sem við héldum veisluna var svo sérstakur og hrár, með stein- um og við. Af þeim sökum völdum við svartan lit og brúnan, hrein náttúruleg efni og svo bleikan lit sem fór fallega með öllu hinu. Ég keypti allskonar hluti og skraut úr Góða hirðinum, frá ABC nytja- markaðnum, Rauða kross-búðunum og af fleiri stöðum. Ég málaði og gerði upp hluti og fjölskyldan tók þátt í þessu með mér. Mér finnst skipta sérstaklega miklu máli að fermingarbarnið fái tækifæri til að taka sem mestan þátt. Að eyða helginni í að mála og undirbúa ferminguna öll saman er einstak- lega gefandi og gott fyrir alla. Það gefur fólki tækifæri til að kynnast og vera skapandi saman, mála og tengja á mörgum sviðum. Eleni segir að hvítu dúkarnir sem þau hafi notað hafi verið hluti af listrænni upplifun gestanna. „Dúkarnir voru einnota og pennar voru á öllum borðum svo gestirnir gátu teiknað á borðdúkinn sín lista- verk.“ Mælir með að fólk prófi sig áfram Eins hafi falleg blóm verið á einu borði, mynd af fermingarbarni og fleira hefðbundið. Þegar kemur að blómum er Eleni með einstakt auga. Hún mælir með að fólk prófi sig áfram, kaupi jafnvel tilbúna blómvendi og taki blómin í sundur og flokki í minni vasa. ,,Eins vorum við með ljósmyndsýningu með skjá- varpa sem var skemmtilegt. Sér í lagi þar sem valdar voru myndir þar sem fermingarbarnið var að gera skemmtilega hluti. Það skapar tilefni til umræðu og er verulega gaman að hafa í svona veislum.“ Þegar kemur að matnum mælir hún með að ef um hlaðborð er að ræða sé sniðugt að setja litla merkimiða við hvern disk. „Eins ef fólk býður upp á mat, má prenta út matseðla fyrir gestina, með nafni fermingarbarnsins á. Það gerir borðið fallegt og skemmtilegt. Hún mælir með etsy.com og þá brúð- kaupsmatseðlum sem breyta má í fermingarmatseðil og síðan er auð- velt að prenta bara matseðlana út sjálfur. Gestir fengu hluta af veislunni heim Eleni finnst áhugavert að hafa fermingarveislur umhverfisvænar. „Ég mæli með að forðast að kaupa plaströr, síðan ef fólk vill nota plastglös og -diska, þá má alltaf kaupa aðeins vandaðri fjölnota teg- undir.“ Fyrir þá sem eru í vanda með t.d. blómin þá mælir Eleni með ís- lensku fagfólki. „Það er fagfólk á hverju strái hér. Ég mæli sem dæmi með blómabúðinni 4 árstíð- um. Gestirnir í okkar veislu elsk- uðu skreytingarnar sem við vorum með svo við gáfum þeim sem vildu blóm með sér heim. Mér finnst það fallegt að skreytingar úr veislunni hafi fengið að lifa á heimili gest- anna áfram.“ Fermingarveisla Hrafnhildar var augnakonfekt. Fermingar- skraut með sál Eleni Podara er arkitekt frá Grikklandi sem er sérfræðingur í að finna gamla íslenska hluti á mörkuðum í borginni sem hún gerir upp og stílfærir á sinn einstaka hátt. Hún not- aði þannig hluti til að gera fermingarveislu Hrafnhildar fósturdóttur sinnar fallega. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Eleni Podara er með frábært auga fyrir fallegri hönnun og uppsetningu. Áhugavert skraut sem setti punktinn yfir i-ið í fermingunni. 18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 Eyravegi 29 • Selfossi • Sími 482 1800 DÖMUFATNAÐUR Glæsilegt úrval flott merki stærðir 36-54 Vertu velkomin til okkar Við tökum ámóti hópum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.