Morgunblaðið - 15.03.2019, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019
Í
öllum þeim fermingarveislum
sem ég hef tekið þátt í að skapa
hefur stemningin verið al-
gjörlega númer eitt, fegurð,
fjör og léttleiki. Fermingarnar
eru oftast á vorin og þá er allt að
lifna við og springa út, sólargeislar
og fuglasöngur. En grundvallar-
atriðið og það sem dagurinn snýst
um, hvort sem er kirkjuleg eða
borgaraleg ferming, er að þetta er
dagur barnsins. Er löngu hætt að
snúast um að klára húsið eins og á
fyrri tímum,“ segir Áslaug spurð
að því hvað skipti mestu máli þegar
kemur að fermingarveislum.
Hvernig skipuleggur þú ferm-
ingarveislur, gilda önnur lögmál en
þegar fólk heldur upp á 40 eða 50
ára afmæli?
„Allt önnur lögmál. Allar þær
veislur sem ég hef séð um eru
hannaðar út frá fermingarbörn-
unum svo þeirra persónuleiki skíni
í gegn. Ég byrja alltaf á að spjalla
við fermingarbarnið og við finnum
taktinn saman. Það getur farið í
allskonar áttir því það eru óteljandi
leiðir að öllu í lífinu sem betur fer
sem gerir það skemmtilegra að lifa
ekki eftir einni formúlu,“ segir hún.
Áslaug er hrifin af áhrifum for-
tíðarinnar og hún elskar kaffisnitt-
ur svo dæmi sé tekið. Hún segir
líka að það sé allt í lagi að hafa smá
majónes og rjóma þegar kemur að
veislum.
„Mér þykir afar vænt um kaffi-
snittumenningu Íslendinga sem
var á borðum við öll tækifæri. Ég
hef gaman af því að versla við
smurbrauðsdömur af gamla skól-
anum þegar ég skipulegg veislur,“
segir hún.
Hún segir að fólk sé orðið miklu
afslappaðra þegar kemur að
veislum nútímans og leggi meira
upp úr því að hafa góða stemningu.
„Það er frelsið. Fólk er orðið
meira afslappað en fyrr á tímum.
Auðvitað vilja sumir halda í hefðir
og það hefur sinn sjarma með
fermingarkertinu og hvítu nellik-
unni en það er einmitt það sem er
svo frábært að poppa upp brauð-
terturnar, kertin, servétturnar og
leika sér. Ég hef mjög gaman af því
að vinna með hefðir og matarmenn-
ingu og finna nýja birtingamynd.“
Hvernig matur verður að vera?
„Það verða allir svo glaðir ef það
er smá majones og rjómi því það er
eitthvað sem margir neita sér um
dagsdaglega en gera undantekn-
ingu í fermingum. Ef það er stað-
Fegurð, fjör og léttleiki
Áslaug Snorradóttir matarlistamaður býr til geggjaðar veislur. Hún býr ekki bara til fallegan og góðan mat heldur hannar
atburðarás í takt við hvert tilefni fyrir sig. Hún segir að fermingarbarnið eigi að ráða sinni veislu.
Marta María | mm@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Það er ótrúleg fegurð og kraftur í matnum.
Áslaug Snorradóttir er
listamaður í eldhúsinu.
SJÁ SÍÐU 36
Matur getur verið eins og list í veislunni.