Morgunblaðið - 15.03.2019, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019
Fallegar vörur fyrir falleg heimili
Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 11-15
Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi
A
rna segir unga fólkið hrifið af merkjavöru í
dag og sumir vilji fá tískumerkin á kökurnar.
„Hægt er að skreyta bollakökur með bæði
kremi en einnig með sykurmassa. Louis
Vuitton og Gucci eru vinsælustu merkin núna
hjá unglingum og ungu fólki almennt og því vel við hæfi
að leyfa sér svoleiðis bollakökur í fermingunni. Hins veg-
ar eru bollakökur með kremi mjög klassískar og fallegar
og sóma sér vel á hvaða veisluborði sem er. Hægt er að
blanda liti í takt við þemalit fermingunnar og því er gam-
an að nota kökuna til að ýta undir fegurðina í fermingar-
boðinu.“
Áhugamál og íþróttir vinsæl á kökur
Hefurðu alltaf haft gaman af því að baka?
„Já, ég hef alltaf haft gaman af að baka og skreyta
kökur. Skreytingarnar eiga samt hug minn allan því þar
fæ ég að nota ímyndunaraflið og vera listræn.“
Hvað panta unglingar í dag sér fyrir fermingarnar?
„Skreytingarnar í dag tengjast mikið áhugamálum
eins og íþróttum svo dæmi séu tekin. Eins er hægt að
vera með uppáhaldstískumerkið, uppáhaldslitinn og þar
fram eftir götunum.“
Bollakökur hjálpa til við skammtastærðina
Hvað hafa bollakökur fram yfir aðrar kökur?
„Skammtastærðin er það sem bollakökur hafa fram yf-
ir aðrar kökur. Maður sér síður afganga af bollakökum,
en augun eru oft stærri en maginn þegar að
kemur að kökum og mikið af þeim fer oft í
ruslið þar sem fólk fær sér of stóra sneið.“
Hvernig kom það til að þú fórst út í
þennan feril að baka og skreyta fyrir
fólk?
„Ég bjó í Brussel í níu ár og fór þá að
gera þetta sem áhugamál en eftir-
spurnin þar var mjög mikil og þá ákvað
ég að skella mér til Bandaríkjanna til
að læra kökuskreytingar hjá Wilton.
Eftirspurnin minnkaði ekki eftir að ég
flutti til Íslands og því hef ákveðið að
halda þessu áfram, a.m.k. á meðan
ég hef gaman af því.“
Með sérherbergi fyrir köku-
skreytingar
Skiptir eldhúsið miklu máli?
„Eldhúsið og öll aðstaðan skipt-
ir miklu máli. Ég baka í eldhúsinu
en er með annað herbergi sem er
sérstaklega innréttað fyrir köku-
skreytingar.“
Hvað gerir það fyrir þig að baka?
„Það er að sjálfsögðu skemmtilegast að fá frjálsar
hendur með skreytingarnar, þá er ég listrænust.“
Hver er framtíðardraumurinn tengdur fyrirtækinu
þínu?
„Að halda áfram á meðan þetta er ástríða hjá mér.“
Gerði einhver eldhúsið með þér?
„Sæbjörg Guðjónsdóttir teiknaði og hannaði eldhúsið
en innréttingarnar eru úr HTH.“
Muna að panta tímanlega fyrir veisluna
Hvað hafðirðu hugfast þegar þú lést endurgera eld-
húsið?
„Að hafa nóg borðpláss. Mér fannst líka mikilvægt að
hafa tækjaskáp.“
Hefurðu fermt sjálf?
„Já, ég hef fermt tvær stjúpdætur mínar.“
Áttu gott ráð fyrir þá sem eru að ferma núna?
„Til að minnka streitu er best að vera tímanlega með
allt og það segir sig nú eiginlega sjálft. Það er oft gott að
kaupa skraut og annað á netinu mjög tímanlega. Gaman
er að fara í góða rannsóknarvinnu þegar kemur að hug-
myndum að til dæmis kökum og svo ráðlegg ég fólki að
sjálfsögðu alltaf að panta tímanlega það sem það ætlar að
bjóða upp á í veislunni.“
Arna Guðlaug Einarsdóttir hefur nýverið tekið eldhúsið í gegn. Hún vinnur mikið heima
við að gera fallegar kökur og er með puttann á púlsinum þegar fermingarkökur eru ann-
ars vegar. Hún lærði kökuskreytingar í Bandaríkjunum og vinnur með áhugasömu fólki
við að gera veislur fallegar með kökuskreytingum.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Louis Vuitton- og Gucci-
kökur í ferminguna
Arna Guðlaug valdi
innréttingar frá HTH.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Eldhúsið er einstaklega
fallegt og stílhreint.
Arna Guðlaug er smekkleg
og skipulögð í eðli sínu. Öll
umgjörð skiptir máli að
hennar mati.
Arna Guðlaug
hefur útbúið fallegt
eldhús þar sem
góð aðstaða er í
fyrirrúmi.
Arna Guðlaug
segir að ef hún fái
frjálsar hendur fái
listrænir hæfileikar
hennar best að
njóta sín.