Morgunblaðið - 15.03.2019, Page 52

Morgunblaðið - 15.03.2019, Page 52
Þ essa dagana er ég að hanna mjög skemmtileg kerti sem eru svolítið öðruvísi en það sem hefur verið í boði hingað til á markaðnum. Ég hanna kertin og prenta sjálf und- ir nafninu MOANOA. Kertin frá MOANOA hafa ákveðna sérstöðu þar sem ég prenta beint á vaxið, beint á kertin en ekki á papp- ír eða eitthvað þess háttar sem hefur verið vinsælt um nokkurt skeið,“ segir Birna María spurð um sérmerktu kertin. Hún segir að fermingarlínan sé litrík og skemmtileg. „Ég var að ljúka við fermingarlínuna sem kemur í nokkrum gerðum og æðislegum lit- um en svo er ég einnig að hanna fermingar- kerti eftir séróskum viðskiptavina.“ Hver var kveikjan að þessu? „Ég er alltaf að fá einhverjar hugmyndir en þær verða ekki allar að veruleika. Ég staldraði aðeins við þessa og fór að pæla í aðferðafræðinni, hvernig ég gæti prentað sjálf á kerti. Svo fannst mér einfaldlega vanta meira úrval af fallegum hágæða kert- um og kertum fyrir sérstök tilefni þar sem hægt væri að fá kerti eftir sín- um séróskum. Ég ákvað bara að setja þetta á „To do listann“ og hugsaði með mér að þetta gæti orðið mjög áhugavert og ekki síður skemmtilegt.“ Hvað er hægt að gera með þessari tækni? „Ég get prentað há- gæða prent á nánast hvaða efnivið sem er en þetta krefst ákveðinnar þekkingar og vinnu bæði fyrir og eftir prentun. Vaxið er sérstaklega erf- itt í prentun en með réttri tækni er allt hægt. Ég get einnig prentað þannig að prentunin verður upphleypt, með svokallaðri 3D-áferð. Það eru í raun engin takmörk, eingöngu möguleikar myndi ég segja.“ Skiptir máli fyrir fermingarboðið að hafa sérmerkt kerti? „Ég vil ekki segja að það skipti meginmáli að hafa sérmerkt kerti en auðvitað getur það vakið lukku og sett skemmtilegan svip á fermingardaginn. Kerti búa til stemningu og þau geta gert svo ótrúlega mikið fyrir hin ýmsu tilefni. Ég hef fengið séróskir frá fermingarfor- eldrum sem vilja persónuleg kerti fyrir börnin sín. Þá vilja flestir einhvers konar þema, með nafni fermingarbarnsins og fal- legum heillaóskum svo dæmi sé tekið. Kert- in frá MOANOA gefa þennan möguleika og ég lít á þetta sem frábæran valkost.“ Birna María segir að möguleikarnir í prentuninni séu óþrjótandi. „Ég set mér engin ákveðin mörk í augna- blikinu. Er að einbeita mér að fleiri kerta- línum fyrir skírnarveislur, brúðkaup, steypiboð, afmæli og önnur tilefni ásamt því að sinna sérpöntunum. MOANOA er rétt í startholunum, fleiri vörur eru á teikniborð- inu sem munu koma á markaðinn á næstu mánuðum.“ Áhugasamir geta pantað á www.moanoa.is en einnig er hægt að senda fyrirspurn á moanoagorilla@gmail- .com. Sérmerkt kerti búa til stemningu Birna María Baarregaard sérhæfir sig í sérmerktum fermingarkertum. Hún segir að slík kerti búi til stemningu. Marta María | mm@mbl.is Birna María Baarreggard er manneskjan á bak við fallegu fermingarkertin. Hægt er að leika sér endalaust með áletranir og liti þegar kemur að fermingarkertum. Birna María segir fermingarkertin setja svip á veisluborðið. Morgunblaðið/Hari 52 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 YRSA Reykjavík Sjálfvinda/ automatic herraúr ÖSP UV400 sólgleraugu fylgja frítt með Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is GULL- OG SILFURSMIÐJAN ERNA ERNA Skipholti 37.500 22.900 14.900 ÖSP UNISEX Vandað armbandsúr fyrir konur og karla á öllum aldri Fermingarúrin fást í ERNU Watch of the Year Bollakökuturninn úr Systrum og mökum hent- ar vel fyrir litlar kökur og aðrar skreytingar eins og t.d. kransakökur. Hæðin á standinum er 40 cm frá borði og rúmar hann 36 litlar kökur. Muff- insturninn er 100% ís- lensk framleiðsla og er svartur úr dufthúðuðu áli. Hann afhendist í kassa með uppskrift að bolla- köku og kremi. Hægt er að taka hann í sundur og leggja alveg saman og tekur hann því lítið skápa- pláss. Verð 12.900 kr. Bolla- kökuturn Bollakökustandur frá Systrum og mökum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.