Morgunblaðið - 15.03.2019, Page 71

Morgunblaðið - 15.03.2019, Page 71
U nglingabólur byrja oftast að koma fram á gelgjuskeiði þegar líkam- inn fer að framleiða kynhormón en þessar hormónabreytingar valda aukinni starfsemi fitukirtl- anna. Þeir kunna þá að stíflast og við það myndast fílapenslar sem geta svo breyst í ból- ur eða kýli vegna sýkingar af völdum húðbakt- ería sem nærast á fitunni í fitukirtlunum. Hér eru almenn ráð til að vinna gegn vægum stífl- um og bólum á húðinni en ávallt skal leita til húðlæknis ef ástandið er illviðráðanlegt eða al- varlegt. Mildur andlitshreinsir Þegar húðin byrjar að framleiða meiri fitu og bólur fara að koma fram hlaupa margir til og nota vörur sem eru mjög þurrkandi og ert- andi. Þetta kemur húðinni út jafnvægi, hún fer jafnvel að framleiða ennþá meiri fitu vegna þess þurrks sem myndast og þar að auki er hún viðkvæm ef sýking í fitukirtlunum er til staðar. Notaðu mildan andlitshreinsi sem stuðlar að jafnvægi húðarinnar. Clear Pore Normalizing Cleanser frá Paula’s Choice er frábær andlitshreinsir sem inniheldur m.a. Triclosan sem útrýmir þeim bakteríum sem valda bólum. Formúlan inniheldur einnig sef- andi efni sem róa húðina, draga úr roða, ert- ingu og bólgum. Þessi andlitshreinsir er án ilm- og litarefna og annarra húðertandi efna. Fyrir þá sem vilja almennan, mildan hreinsi þá er Eucerin DermatoCLEAN Refreshing Cleansing Gel góður kostur fyrir venjulega til blandaða húð en formúlan er rík af náttúru- legum rakagjöfum og er án alkóhóls, ilm- og litarefna. Meðferð gegn húðfitu og bakteríum Eins og fyrr segir eykst starfsemi fituk- irtlanna með hormónabreytingum og geta ból- ur bæði komið vegna stíflu í fitukirtlunum eða vegna bakteríusýkingar. Meðferð gegn bólum getur því bæði snúist um að halda húðfitunni í skefjum og útrýma bakteríum. Til að halda húðfitunni í skefjum er salicylic-sýra, einnig kölluð beta hydroxy acid (BHA), mikið notuð en hún er fituleysanleg og hreinsar því of- an í svitaholur og dregur úr þrálátum stífl- um í húð, fílapenslum og bólum. Salicylic- sýra hefur einnig bakteríudrepandi eig- inleika og hjálpar því enn frekar við að vinna á bólum en sýran kemur í 0,5%-2% styrkleika. Skin Perfecting 2% BHA Li- quid frá Paula’s Choice reynist gífurlega vel en formúlan inniheldur sefandi efni sem róa húðina og draga úr roða, ertingu og bólg- um. Til að ráðast gegn bakteríunum er bensóýl peroxíð gjarnan notað en það virkar vel gegn ýmsum tegundum af ból- um og hentar oft vel sem fyrsta meðferð. Clear Daily Skin Clearing Treatment frá Paula’s Choice inniheldur 2.5% bensóýl peroxíð og er því tiltölulega milt og er formúlan létt og inniheldur sefandi efni fyrir húðina. Hreinsandi andlitsmaski Einu sinni til tvisvar í viku getur verið gott að nota djúphreinsandi meðferð á húðina í formi andlitsmaska og eru leir- maskar sérlega góðir þar sem þeir draga í sig húðfitu. Face Compost frá Eco By Sonya er lífrænn og vegan andlitsmaski sem er ríkur af nærandi innihaldsefnum. Clinique Anti-Blemish Solutions Oil- Control Cleansing Mask er léttur og góður fyrir þá sem vilja olíulausan leirmaski sem leysir upp stíflur í svitaholum. Mattifying Oil Control Primer Mask frá Nip+Fab er svo góður taumaski fyrir þá sem eru á ferð- inni. Ekki sleppa rakakreminu Þó að húðin sé olíukennd getur hún einnig verið þurr og ef enginn raki er borinn á hana framleiðir hún jafnvel meira af húðfitu til að vinna gegn þurrki. Efni á borð við sa- licylic-sýru og bensóýl peroxíð geta verið talsvert þurrkandi fyrir húðina svo létt rakakrem er skyldueign. Redness Neut- ralizer frá SkinCeuticals er frábært, létt rakakrem fyrir viðkvæma húð sem stíflar ekki húðina. Formúlan er án ilm- og litar- efna, sílikona og alkóhóls. NeoStrata Sheer Hydration SPF 35 hentar þeim sem vilja létt og olíulaust rakakrem með sólar- vörn og inniheldur náttúrulega blöndu sem hjálpar til við að minnka fitu í húðinni. Clini- que Dramatically Different Hydrating Jelly er mjög létt olíulaust rakagel sem veitir 24 klukkustunda raka og að lokum ber að nefna Nip+Fab Teen Skin Zero Shine Moisturiser sem er rakakrem á góðu verði og fyrirbyggir offramleiðslu húðfitu. Sólarvörn á hverjum degi Það er gífurlega mikilvægt að nota sólarvörn alla daga en sérstaklega þegar notuð eru sterk efni á húðina til að vinna gegn bólum og skal ávallt nota að minnsta kosti SPF 30. Eucerin Sun Pro- tection Oil Control SPF 50 er þægileg sólarvörn sem heldur húðfitu í skefjum og svo er NeoStrata Sheer Physical Pro- tection SPF 50 góður kostur en formúlan inniheldur örlítinn lit og getur jafnan, náttúrulegan húðlit og matta áferð. Barist gegn bólunum Það eru til margar góðar leiðir til að sigrast á vægum stíflum og bólum í húðinni. Gelgjuskeiðið þarf ekki að vera með bólum. Lilja Ósk Sigurðardóttir | snyrtipenninn@gmail.com FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 MORGUNBLAÐIÐ 71 Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is aFUNK þráðlaus hátalari Verð 17.995 kr. toCHARGE Hleðslusteinn Verð 7.995 kr. aGROOVE Þráðlaus hátalari Verð 9.995 kr. WIcharge Hleðsluplatti Verð 5.795 kr. aHEAD Þráðlaus heyrnatól Verð 15.995 kr. aSOUND Öflugur þráðlaus hátalari Verð 37.995 kr. aMOVE Þráðlaus hátalari Verð 14.995 kr. bGEM Þráðlaus heyrnatól Verð 15.995 kr. Fermingargjafir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.