Morgunblaðið - 15.03.2019, Page 75
Morgunblaðið/Eggert
áfram á ferðalagi trúar sinnar sem
hófst þegar þau voru borin til
skírnar.“
Hvar og hvenær átti þín eigin
ferming sér stað? Hvað stóð upp
úr við daginn?
„Ég fermdist árið 1996 í Há-
teigskirkju. Ég á góðar minningar
frá deginum. Ég man sérstaklega
eftir einu atviki sem mig langar að
nefna hér. Í lok dagsins kom
frændi minn til mín og spurði:
„Jæja, Grétar, trúir þú í alvör-
unni á Guð?“ Ég man hvað mér
fannst þetta undarleg spurning.
Og sá andi sem hún var borin
fram í, hann var mér með öllu
framandi!“
„Krakkar eru á mis-
munandi stað á sínu
trúarferðalagi.“
FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 MORGUNBLAÐIÐ 75
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is
Opið alla virka daga 10–19 | Laugardaga 11–16
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
EIGULEGAR Í
FERMINGAR-
PAKKANN
Klassísk verk Halldórs
Laxness
Fallegar gjafabækur
sem endast út lífið
Íslandssagan frá upphafi
byggðar til okkar daga
Kristín talar meðal annars um
fyrsta skiptið sitt ásamt því að
deila því með krökkunum þegar
henni var nauðgað af tveimur
mönnum. Hún fer ekki ítarlega út
í þann atburð en ræðir samt við-
brögð sín. Í hennar tilfelli lamaðist
hún af ótta og þess vegna kenndi
hún sér um en ekki þeim. Það var
svo ekki fyrr en hún varð fullorðin
að hún áttaði sig á því að hún
hafði borið skömmina í hljóði og
þetta hefði ekki verið henni að
kenna. Hún var svo reið út í lík-
ama sinn fyrir að hafa hafnað sér.
Að hún hefði ekki getað lamið frá
sér eða gert eitthvað til að losna
úr aðstæðunum. „Þetta eru þekkt
viðbrögð við nauðgun, en það vissi
ég ekki á þessum tíma. Það gerð-
ist eitthvað innra með mér sem
gerði það að verkum að ég breytt-
ist á einni nóttu. Ég byrjaði að
drekka meira áfengi og prófaði
sem dæmi eiturlyf með vinkonu
minni. Ég var heppin að hafa ekki
ánetjast hugbreytandi efnum.“
Hún fer lauslega yfir þessa at-
burðarás með krökkunum og spyr
þau hvern þau myndu tala við ef
eitthvað svipað þessu kæmi fyrir
þau.
„Ég útskýri fyrir þeim að þau
mega segja nei og þau mega
bakka. Eins læt ég þau vita að ef
þeim líður illa með eitthvað þá sé
nauðsynlegt að tala um það við
einhvern sem maður treystir. Ef
ég hefði gert það á þessum tíma
hefði ég brugðist öðruvísi við. Ég
hefði ekki kennt mér um atburð-
inn. En á þessum tíma sem þetta
gerðist var forsendan í lögum sú
að aðilar sem lentu í nauðgun yrðu
að segja nei og berjast á móti
verknaðinum. Sem er magnað,
miðað við þá staðreynd að algeng
viðbrögð við nauðgun eru þau að
fórnarlambið lamast af ótta.“
Heppin að hafa hitt eiginmanninn
Kristín var sextán ára þegar at-
vikið átti sér stað og segir hún það
hafa haft djúpstæð áhrif á allt líf
sitt. Hún hafi unnið ötullega í sér
til að komast yfir þennan atburð
og getur nú notað reynslu sína
sem forvörn fyrir aðra.
„Ef krakkarnir okkar breytast
og það virðist vera eitthvað að
angra þau er mikilvægt fyrir for-
eldra að reyna að verða aðilinn
sem þau geta treyst fyrir þessum
málum. Ég breyttist á einni nóttu
við það sem kom fyrir hjá mér og
varð aldrei sama unga konan. Ég
hefði þurft að eiga einn góðan að-
ila sem var eldri en ég sem ég
hefði getað treyst fyrir þessu. Ég
bendi krökkunum á að hugsa sér
til hvers þau myndu leita að þessu
leyti. Eins bendi ég þeim á að það
er alltaf hægt að hringja í hjálpar-
síma Rauða krossins ef þau
treysta engum, þar er fólk að
vinna og getur aðstoðað og leið-
beint þeim annað. Barnahús og
Stígamót eru einnig að vinna frá-
bært starf ásamt neyðarmóttök-
unni uppi á spítala. En ég skil vel
að það sé erfitt að taka skrefið.“
Það sem Kristínu finnst svo mikil-
vægt í lífinu er að krakkar séu
ekki að „fixa“ sig á öðrum. Að þau
leiti leiða til að fylla tómleika eða
skort á sjálfsvirðingu með leiðum
sem virka en ekki kynlífi með fólki
sem hefur enga getu til að tengj-
ast þeim á tilfinningasviðinu.
„Ég var ótrúlega heppin að
finna Kidda stuttu eftir nauðgun-
ina mína. Mann sem kunni að
meta mig fyrir hvað ég var
skemmtileg og hress en ekki ein-
ungis á líkamlega sviðinu,“ segir
hún að lokum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon